Mitsubishi 3.2 með 2.8 olíuverki

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Mitsubishi 3.2 með 2.8 olíuverki

Postfrá jongud » 03.feb 2021, 12:47

Ég ákvað að deila hérna upplýsingum sem Játvarður Jökull Atlason sendi mér þegar ég forvitnaðist um Mitsubishi Pajero sem er með 3,2 dísel og 2,8 olíuverk.

Já, þetta er olíuverk úr 2.8 4m40 mótor sett í staðin fyrir rafstírða olíuverkið á 3.2 4m41 mótornum með milliplötu sem er bara til að snúa því um nokkrar gráður svo það sleppi við soggreinina. Það þarf að nota nipplana af rafstírða olíuverkinu á 2.8 olíuverkið til þess að spíssarörin passi. Það þarf aðeins að sannfæra þau um hvar þau eiga að vera en það er ekki mikið mál.



User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Mitsubishi 3.2 með 2.8 olíuverki

Postfrá Startarinn » 13.feb 2021, 12:35

Svona upplýsingar eru gull fyrir þá sem eru í pælingum. Ég hef alltaf gaman af svona þráðum með ábendingum um hvað er hægt að láta passa saman þó það hafi ekki upprunalega verið ætlað til þess.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Mitsubishi 3.2 með 2.8 olíuverki

Postfrá jongud » 13.feb 2021, 14:23

Startarinn wrote:Svona upplýsingar eru gull fyrir þá sem eru í pælingum. Ég hef alltaf gaman af svona þráðum með ábendingum um hvað er hægt að láta passa saman þó það hafi ekki upprunalega verið ætlað til þess.


Í Ástralíu hafa þessi olíuverk verið sett við Toyota 1KZ-TE vélarnar. Ég spurði reyndar hvort það hafi þurft að skipta um spíssana (en hef ekki fengið svar) af því að mig minnir að 4M41 hafi verið hreinræktuð "common-rail" vél, en það er kannski spurning hvort einhverjar hafi verið með rafstýrðu olíuverki svipaðrar gerðar og 1KZ-TE.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Mitsubishi 3.2 með 2.8 olíuverki

Postfrá Startarinn » 14.feb 2021, 12:21

Olíuverkinu á að vera nokkuð sama hvaða spíssar eru á hinum endanum :)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Mitsubishi 3.2 með 2.8 olíuverki

Postfrá jongud » 15.feb 2021, 11:41

Startarinn wrote:Olíuverkinu á að vera nokkuð sama hvaða spíssar eru á hinum endanum :)


Þú notar ekki rafstýrða 'common rail' spíssa með mekanísku olíuverki!

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Mitsubishi 3.2 með 2.8 olíuverki

Postfrá Kiddi » 15.feb 2021, 12:29

Væntanlega ekki... eins og þú segir þá eru common rail spíssarnir eru rafstýrðir. Þá er ekkert olíuverk heldur háþrýstidæla og tölva sem stýrir spíssaopnuninni


Gisli1992
Innlegg: 75
Skráður: 02.des 2013, 16:54
Fullt nafn: Gísli Kristinn Sveinsson
Bíltegund: 2006 MMC Pajero Sp

Re: Mitsubishi 3.2 með 2.8 olíuverki

Postfrá Gisli1992 » 15.feb 2021, 17:10

Enda miðað við þær upplýsingar sem eg hef fengið notast með við 3.2 úr fyrri kynslóð frá 1999-2005/6 þeir motorar eiga vist ekki að vera common rail
2006 Mitsubishi Pajero Sport (í notkun)
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (R.I.P)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (seldur)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)


Skafti93
Innlegg: 23
Skráður: 15.maí 2019, 22:12
Fullt nafn: Jakob Skafti Jakobsson
Bíltegund: Hilux

Re: Mitsubishi 3.2 með 2.8 olíuverki

Postfrá Skafti93 » 15.feb 2021, 22:34

Þeir eru nokkrir a sauðarkroki sem eru komnir með 2.8 paiero oliuverk a 3.0 4runner og lc 90 motorana og svo er einn a skagaströnd og einn a blönduósi og þessir motorar eru að mokvirka

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Mitsubishi 3.2 með 2.8 olíuverki

Postfrá jongud » 16.feb 2021, 07:48

Skafti93 wrote:Þeir eru nokkrir a sauðarkroki sem eru komnir með 2.8 paiero oliuverk a 3.0 4runner og lc 90 motorana og svo er einn a skagaströnd og einn a blönduósi og þessir motorar eru að mokvirka


Fínt að heyra, það var einn á síðustu 4X4 sýningu, og flott að þetta er bráðsmitandi.
En þá er spurning um hvort það þurfi að fara að gera eitthvað meira, eins og að finna rétta safnið af ARP blindboltum í heddin.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Mitsubishi 3.2 með 2.8 olíuverki

Postfrá Startarinn » 26.feb 2021, 11:07

jongud wrote:
Startarinn wrote:Olíuverkinu á að vera nokkuð sama hvaða spíssar eru á hinum endanum :)


Þú notar ekki rafstýrða 'common rail' spíssa með mekanísku olíuverki!


Ah, nú skil ég hvað þú ert að tala um, ég hélt að commonrail vélarnar væru þannig byggðar að þetta væri ekki hægt í þeim. En vélarnar sem eru með rafmagnsstýrð olíuverk eru með nokkuð hefðbundna spíssa.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Mitsubishi 3.2 með 2.8 olíuverki

Postfrá jongud » 26.feb 2021, 13:10

Startarinn wrote:
jongud wrote:
Startarinn wrote:Olíuverkinu á að vera nokkuð sama hvaða spíssar eru á hinum endanum :)


Þú notar ekki rafstýrða 'common rail' spíssa með mekanísku olíuverki!


Ah, nú skil ég hvað þú ert að tala um, ég hélt að commonrail vélarnar væru þannig byggðar að þetta væri ekki hægt í þeim. En vélarnar sem eru með rafmagnsstýrð olíuverk eru með nokkuð hefðbundna spíssa.


Já, það er spurningin hver er eiginlega munurinn á milli vélanna með rafstýrðu/mekanísku olíuverki og common-rail vélanna.
Öðruvísi hedd en sami kjallari kannski?
Eða bara mismunandi spíssar?


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur