Ryðfrítt?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Ryðfrítt?
Hvernig er það aftur með ryðfrítt efni og boddístál? Ef maður boltar ryðfría plötu utan í boddístál með galvaníseruðum bolta, mun þá boddýstálið og bolinn ryðga? Dugir að setja plastskinnu á milli?
Re: Ryðfrítt?
Sennilega mun boltinn fórna sér já. Kemstu ekki upp með að kítta þetta á? Eða er vægi a þessu eins og t.d. loftnetsfæti?
Kveðja, Birgir
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Ryðfrítt?
birgthor wrote:Sennilega mun boltinn fórna sér já. Kemstu ekki upp með að kítta þetta á? Eða er vægi a þessu eins og t.d. loftnetsfæti?
Já það er vægi á þessu, lítil loftdæla situr á þessu. (minnsta ARB krílið)
Er reyndar að spá í hvort 5mm plast myndi halda henni.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Ryðfrítt?
Gætir sett plastskinnu á milli og loftbremsurör utanum boltann. Til að einangra þetta frá hvort öðru.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 01.feb 2010, 00:02
- Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
- Staðsetning: Garðabær
- Hafa samband:
Re: Ryðfrítt?
Í þessu tilfelli sem þú nefnir myndi myndast spennutæring og boddýstálið byrja að ryðga og fara illa, svo næst galv boltinn, að því gefnu að þú sért að nota heitgalv bolta. Þú gætir farið þá leið að nota svarta ómálaða bolta og láta þá viljandi ryðga fyrst en þá er bara örstutt í að boddýstálið byrji að ryðga. Ekki nema frágangurinn á boddyinu sé fullkominn, þ.e. boltagatið vel málað og tenging við boltann slitin frá með plastskinnum og jafnvel plasthólk eins og hér er nefnt. En í real life þá ganga svoleiðis aðferðir sjaldnast.
Þetta snýst alltaf um að sá málmur sem er neðst í tæringarspennu mun ryðga fyrst, ryðfrítt>heitgalv>rafgalv>svart stál (einföldun). Svo hefur yfirborðsflatarmál hlutanna mikið að segja um hvaða hlutur byrjar að tærast vegna þess hvort efnið virkar sem jákvætt og neikvætt rafskaut.
T.d. rafgalv bolti í stóru ryðfríu efni ryðgar hratt en stór rafgalv plata með lítinn ryðfrían bolta ryðgar hlutfallslega hægar m.v. sömu aðstæður.
Besta reglan er að blanda sem minnst af málmum saman og sérstaklega ekki óyfirborðsmeðhöndluðum með hreina galvaníska tengingu á milli sín.
Þetta snýst alltaf um að sá málmur sem er neðst í tæringarspennu mun ryðga fyrst, ryðfrítt>heitgalv>rafgalv>svart stál (einföldun). Svo hefur yfirborðsflatarmál hlutanna mikið að segja um hvaða hlutur byrjar að tærast vegna þess hvort efnið virkar sem jákvætt og neikvætt rafskaut.
T.d. rafgalv bolti í stóru ryðfríu efni ryðgar hratt en stór rafgalv plata með lítinn ryðfrían bolta ryðgar hlutfallslega hægar m.v. sömu aðstæður.
Besta reglan er að blanda sem minnst af málmum saman og sérstaklega ekki óyfirborðsmeðhöndluðum með hreina galvaníska tengingu á milli sín.
-Defender 110 44"-
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Ryðfrítt?
Gætir notað álplötu, hún ætti ekki að valda tæringu í svarta efninu
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Ryðfrítt?
Plast getur komið vel út, sérstaklega ef það eru tök á að hafa sæmilega stórar skinnur. Mér hefur ekki lánast neitt afbragðs vel að snitta í svona venjulegt PE eða HDPE plast, en Delrin(POM) plast er hægt að snitta fyrir alveg þokkalegt hald.
Tréskrúfur og reyndar aðallega sjálfborandi stálskrúfur hef ég líka notað í svona fram og tilbaka með ágætis árangri.
Ég tek undir allt að ofan með ryðfrítt, algert leiðinda efni að mörgu leyti í bíla. Fínt með trefjaplasti og slíku í bátum.
Svo er það þreytuþol...eða meira svona skortur á því. Ryðfrítt sem víbrar eitthvað að ráði herðist af álagsherslu og springur. Oft hægt að hanna sig framhjá því, en vert að hafa þetta í huga með nýsmíði.
Tréskrúfur og reyndar aðallega sjálfborandi stálskrúfur hef ég líka notað í svona fram og tilbaka með ágætis árangri.
Ég tek undir allt að ofan með ryðfrítt, algert leiðinda efni að mörgu leyti í bíla. Fínt með trefjaplasti og slíku í bátum.
Svo er það þreytuþol...eða meira svona skortur á því. Ryðfrítt sem víbrar eitthvað að ráði herðist af álagsherslu og springur. Oft hægt að hanna sig framhjá því, en vert að hafa þetta í huga með nýsmíði.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur