Ssangyong Musso 2.9tdi 1996...


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Ssangyong Musso 2.9tdi 1996...

Postfrá Axel Jóhann » 01.okt 2019, 22:40

Jæja, það kom loksins að því að maður fékk sér 38" breyttan bíl, hafandi átt nokkra Musso í gegnum tíðina þá kom ekki margt annað til greina en að finna breyttann musso því maður fær ekki meira fyrir peninginn en í þeim bílum!


Það kom mér á óvart hversu heill bíllinn er þrátt fyrir að vera orðinn svona svoldið sjúskaður, enda hefur hann skipt þónokkuð oft um hendur síðustu ár. Hann þarf bara smá klapp, sem hann kemur til með að fá núna.

Bíllinn var björgunarsveitarbíll á Eyrarbakka fyrstu 9 árin sem útskýrir sennilega afhverju það er allt til staðar í honum sem góðum jeppa sæmir.

Hann er ekinn 159.000km í dag og mér til mikillar furðu þá vinnur hann bara ansi vel miðað mína reynslu af 2.9 Musso


Loftlásar framan/aftan
AC Loftdæla og loftkútur
5.38 hlutföll
Búið að smíða stærri (hærri)tank í stað orginal tekur 100L
Prófíltengi/drullutjakkfestingar/spiltengi framan/aftan
Vhf talstöð og CB
Koni demparar framan og Rancho aftan


Það eru þónokkrir hlutir sem þarf laga áður en maður getur farið að njóta almennilega. Kem til með að henda inn myndum af því sem gerist.

20190930_192937.jpg
20190930_192937.jpg (3.33 MiB) Viewed 34030 times

20190930_192922.jpg
20190930_192922.jpg (3.26 MiB) Viewed 34030 times

20190930_192913.jpg
20190930_192913.jpg (3.21 MiB) Viewed 34030 times

20190930_192859.jpg
20190930_192859.jpg (2.97 MiB) Viewed 34030 times

20190930_192847.jpg
20190930_192847.jpg (2.57 MiB) Viewed 34030 times
Síðast breytt af Axel Jóhann þann 27.feb 2022, 13:36, breytt 10 sinnum samtals.


1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


gambri4x4
Innlegg: 205
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Y60 Patrol 38"
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: Musso 2.9tdi

Postfrá gambri4x4 » 03.okt 2019, 16:26

Drifmesti 38" jeppi sem eg hef átt,,,,,,,,,,,,,samt nokkuð viss um að hann er ekinn meira en 159 þús,,veit að honum var ekið helling an þess að km mæir teldi en kannski ekki stóra malið þar sem það er buið að skifta um vél í honum síðan


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi

Postfrá Axel Jóhann » 05.okt 2019, 00:45

Mér er svosem alveg sama um aksturinn, bíllinn allavega er helvìti góður í grunninn, það þarf bara aðeins að snýta honum, það verður gaman að sjá hvernig hann kemur til með að standa sig í vetur. :)
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi

Postfrá Axel Jóhann » 31.des 2019, 02:49

Smá búið að laga og breyta, til að byrja með þá þurfti ég að taka millikassann úr, því að hann míglak olíu á samskeytunum og það var merki um að það hafi verið reynt að klína hvítu síkaflexi utaná sem að gerði auðvitað ekki neitt þannig ég opnaði kassann, skoðaði innvolsið og virtist allt vera í góðu lagi og þreif svo allt og kíttaði aftur.
20191108_205810.jpg
20191108_205810.jpg (3.42 MiB) Viewed 32816 times

20191108_215704.jpg
20191108_215704.jpg (2.92 MiB) Viewed 32816 times


Skipti einnig um pinion pakkdós að aftan þar sem að hún míglak líka.


Þessir tveir hlutir voru þannig að bíllinn var svo gott sem ónothæfur.


Svo skipti ég um loku að framan þar sem það virtist vanta bróðurpart af innvolsinu öðru megin.


Þegar ég kaupi bílinn þá var það tekið fram að rafakiptingin fyrir millikassann væri biluð og það kom nú ekki á óvart þegar èg fór að skoða víraloomið, það var búið að klippa öll tengi í burtu og skipta út helming af vírum og búið að setja svarta víra við hina og þessa liti svo það var ill mögulegt að laga það nema liggja yfir rafmagnateikningum, ég fékk það system til að virka til að skipta milli 2wd og 4wd en hann vildi ekki í lága drifið, ég gafst upp og ætla útvega mér annað loom sem er búið að eiga minna við,

Í bilo er bara snúnings handfang í stað mótors sem maður skiptir handvirkt milli drifa.

20191110_183022.jpg
20191110_183022.jpg (3.43 MiB) Viewed 32816 times



Einnig lagaði ég ljósabúnað aðeins til og er þrælsáttur með lýsinguna í bili, en það þarf þó að gera ýmislegt fleira, en bíllinn er þó allavega orðinn nothæfur og er ég búinn að fara í tvær ferðir og er hrikalega ánægður með hvernig hann stendur sig.

Ég lenti þó í smá brasi á laugardaginn að ytri stýeisendi gaf sig eftir að ég rann aðeins til í hjólförum og fékk smá högg á hægra framdekkið, svo ég varð að skilja bílinn eftir, eftir mikla leit að stýrisenda kom í ljós að í þessum bílum fyrir 1998 þá er grennri leggur á ytri endanum sem stingst í hjólnafið og hann var hvergi til nema hjá Benna.

Munurinn er að í þessum bíl er leggurinn 12mm og 10mm þar sem hann er grennstur, en í 1998 og upp er leggurinn orðin 14mm þar sem hann er grennstur.

Annaðhvort stækka ég götin eða skipti um hjólnöf og set úr yngri bíl til að fyrirbyggja svona vesen í framtíðinni.


Allavega, þá er þetta bara smá update, enn það mun koma meira síðar, hér koma svo nokkrar myndir.

20191227_204426.jpg
20191227_204426.jpg (3.21 MiB) Viewed 32816 times


20191116_145127.jpg
20191116_145127.jpg (2.96 MiB) Viewed 32816 times


20191230_115919.jpg
20191230_115919.jpg (2.23 MiB) Viewed 32816 times


20191229_160644.jpg
20191229_160644.jpg (2.06 MiB) Viewed 32816 times


20191228_113915.jpg
20191228_113915.jpg (2.57 MiB) Viewed 32816 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Musso 2.9tdi

Postfrá Startarinn » 02.jan 2020, 17:38

Alltaf gaman að sjá myndir af því sem menn eru að gera, gæti líka reynst öðrum ómetanlegt síðar að geta flett upp í þessu :)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi

Postfrá Axel Jóhann » 03.jan 2020, 19:41

Já, ég hef mjög gaman að því að liggja yfir svona smíða/breytinga þráðum og mann klæjar alltaf í puttana að fara gera eitthvað. :)
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi

Postfrá Axel Jóhann » 04.jan 2020, 22:57

Nýtti vondaveðrið í dag í smá dútl, reif í sundur 5 lokur sem voru svona í mis góðu lagi, náði að púsla saman 2 góðum og ætla mér svo að sjóða tvær fastar og vera með í bílnum.
20200104_194101.jpg
20200104_194101.jpg (2.94 MiB) Viewed 32411 times



Svo þegar ég var að skipta um lokurnar þá kom í ljós alveg hand ónýt hjólalega h/m framan, svo ég skipti um hana.
20200104_212407.jpg
20200104_212407.jpg (3.3 MiB) Viewed 32411 times



Þá sá ég það líka að bremsudælan h/m var föst og af annari týpu en sú vinstra megin, svo ég þarf að skipta henni út líka, það er náttúrulega bara vesen að vera með sitthvora týpu af bremsuklossum að framan.
20200104_203832.jpg
20200104_203832.jpg (2.87 MiB) Viewed 32411 times



Rak líka augun í eina fóðringu sem er alveg búin í neðri spyrnu að framan, þarf að fá nýjar eftir helgi og skipta um í báðum spyrnum bara.
20200104_212451.jpg
20200104_212451.jpg (2.92 MiB) Viewed 32411 times


Annars er hann algóður greyjið. :D

20200104_194106.jpg
20200104_194106.jpg (3.2 MiB) Viewed 32411 times

20200104_212433.jpg
20200104_212433.jpg (2.93 MiB) Viewed 32411 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1458
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Musso 2.9tdi

Postfrá íbbi » 04.jan 2020, 23:41

gaman að þessu, hann verður þrælfínn þegar þú verður búinn með hann
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi

Postfrá Axel Jóhann » 06.jan 2020, 00:24

Það voru víst ekki bara lokurnar sem gáfu sig um daginn. :D


Frammdrifið er ekki alveg í topp lagi heldur. Mig grunar að boltarnir úr loftlásnum hafi losnað og orsakað þessi skemmtilegheit.



[attachment=2]20200105_222041.jpg[/attachment]
[attachment=1]20200105_222935.jpg[/attachment][attachment=0]20200105_222955.jpg[/attachment]
Viðhengi
20200105_222955.jpg
20200105_222955.jpg (3.35 MiB) Viewed 32330 times
20200105_222935.jpg
20200105_222935.jpg (4.02 MiB) Viewed 32330 times
20200105_222041.jpg
20200105_222041.jpg (4.22 MiB) Viewed 32330 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Musso 2.9tdi

Postfrá jongud » 06.jan 2020, 08:24

Axel Jóhann wrote:Það voru víst ekki bara lokurnar sem gáfu sig um daginn. :D

Frammdrifið er ekki alveg í topp lagi heldur. Mig grunar að boltarnir úr loftlásnum hafi losnað og orsakað þessi skemmtilegheit.
[/attachment]


Fjandakornið!
Ég lenti í þessu líka með loftlæsingu í Dana 35. Það verður að líma boltana sem halda þessum læsingum saman.
ARB endurhannaði víst læsingarnar einmitt út þaf þessu.


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi

Postfrá Axel Jóhann » 06.jan 2020, 12:39

Já það verður sko gert með dótið sem er að fara í hann. Þetta virðist vera eingöngu því að kenna og svo aulaskapur að hafa ekki heyrt í þessu fyrr. :D
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi brotið framdrif

Postfrá Axel Jóhann » 14.jan 2020, 20:32

Þá eru loksins allir hlutir komnir í hús til að laga framdrifið, fann notað hlutfall, annan loftlás og nýjar legur.

Það þurfti aldeilis að þrífa allt saman vel, það var svarf allstaðar. Enn það verður gott að raða þessu saman, það virðist loksins vera kominn svoldill snjór og hver veit nema veðrið fari að lagast :)
20200112_201556.jpg
20200112_201556.jpg (3.42 MiB) Viewed 32064 times


20200112_201610.jpg
20200112_201610.jpg (2.5 MiB) Viewed 32064 times


20200113_210541.jpg
20200113_210541.jpg (2.37 MiB) Viewed 32064 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Musso 2.9tdi brotið framdrif

Postfrá olei » 14.jan 2020, 21:39

Til lukku með gripinn, gaman að sjá svona eldri breytta bíla lenda í góðum höndum.

Smá ábending varðandi svona ARB lás.
Boltarnir losna af því að stýringarnar á samskeytunum eru of rúmar. Yfir nokkuð árabil kom hellingur af þessum lásum frá ARB sem voru með stýringarnar svo lausar að það var bókstaflega slag í þeim. Þeir hrundu í löngum röðum, og eru enn að hrynja, af því að boltarnir ráða ekki við að halda þessu föstu einir og sér. Það eru stýringarnar sem eiga að bera átökin frá drifinu. Með tíð og tíma losna boltarnir og stýringarnar jagast meira út og loks fer allt í glás.

Lausnin á þessu er að tortyggja öll þessi ARB drif verulega, rífa þau í sundur og meta hversu þéttar stýringarnar eru. Í sumum tilvikum þarf hreinlega að sjóða á stýringarnar og renna þær upp til að þær gegni sínu hlutverki. Annars getur dugað að líma þær hressilega með legulími af sverustu gerð - og ætti alltaf að gera við þær. Á öllum samskeytum. Síðan væri snjallt að fara yfir boltana í gegnum mismunadrifið og skoða hvort að þeir séu rifnir og skoða splittin sem halda þeim.

Gangi þér vel.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Musso 2.9tdi brotið framdrif

Postfrá grimur » 16.jan 2020, 04:13

Gekk þetta ekki saman á pinna stýringum, sem boru einmitt of rúmar? Spurning hvort að það væri hægt að bora út í næstu stærð, tommu eða mm?
Og já...lím á alla fleti, þrífa vel undir. Athuga að límið þoli hita, olíu og sé ekki útrunnið eða lágstyrks.
Loctite 272 og 262 ættu bæði að virka, 272 þarf aðeins meiri hita til að losa.
242/243 er of veikt.
Ég hef sett saman svona drif sem hékk amk eitthvað með því bara að líma boltana, það er hins vegar allt of tæpt, að setja á fletina líka margfaldar styrkinn og snarminnkar líkurnar á að losa og klippa boltana. Hrikalegt klúður hjá ARB að ganga svona frá þessu.

Kv
Grímur


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi brotið framdrif

Postfrá Axel Jóhann » 16.jan 2020, 20:25

Já takk fyrir þessar ráðleggingar, það sem hefur gerst hjá mér er að boltarnir hafa losnað úr, það var enginn þeirra brotinn heldur hafa þeir skrúfast úr, en það sem ég ætla að gera er að punkta þetta á samskeytunum og líma boltana.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1922
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Musso 2.9tdi brotið framdrif

Postfrá Sævar Örn » 16.jan 2020, 20:41

Það er hafsjór um þetta á google ef þú leitar eftir 'ARB lock bolts loose'

Kaninn hefur að miklu leiti sagt skilið við ARB vegna þessa en þeir sem hafa þekkingu og aðgang að tækjum hafa rekið býsna svera stýripinna inn í keisinguna og gert samsvarandi göt á móti (press fit) og þá taka þeir álagið frekar en boltarnir. Svo er allt límt saman


Ég hef séð þetta soðið saman hérlendis en þekki ekki sögur af því erlendis frá, sjálfsagt er það hið besta mál þegar allt er orðið boltað saman hvort sem er...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi brotið framdrif

Postfrá Axel Jóhann » 16.jan 2020, 21:20

Ég er einmitt ekki alveg að sjá frammá það heldur að maður sé að fara opna lásinn eitthvað reglulega.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Musso 2.9tdi brotið framdrif

Postfrá jongud » 17.jan 2020, 08:04

Axel Jóhann wrote:Ég er einmitt ekki alveg að sjá frammá það heldur að maður sé að fara opna lásinn eitthvað reglulega.


Dana 35 framdrif var til friðs hjá mér eftir að ég límdi boltana í. Var á 38-tommu með 5.38 hlutfall Ég vildi síður sjóða ef það þyrfti að opna lásinn síðar.


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi brotið framdrif

Postfrá Axel Jóhann » 17.jan 2020, 19:28

Ætli ég prófi þá ekki bara að líma þetta og skoða þetta svo eftir fyrsts túr.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Musso 2.9tdi brotið framdrif

Postfrá Heiðar Brodda » 19.jan 2020, 22:12

Sjóða þetta verður þá fyrst í lagi og engar áhyggjur, svo hafa menn fjölgað boltum var með 4 bolta lás orginal en fjölgaði um 8 minnir mig kv Heiðar


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi brotið framdrif

Postfrá Axel Jóhann » 30.jan 2020, 23:52

Þá er maður loksins kominn með nýtt framdrif, loftlásinn sem ég fékk passaði hinsvegar ekki með svona lágu hlutfalli svo það verður opið í bili.

20200130_174147.jpg
20200130_174147.jpg (3.22 MiB) Viewed 31348 times


Annars langar mig bara að fá mér svona "aussie locker" hafa menn einhverja reynslu af svoleiðis?
Screenshot_20200128-222909_Chrome.jpg
Screenshot_20200128-222909_Chrome.jpg (280.21 KiB) Viewed 31348 times



Annars er bíllinn klár og planið er að reyna fara eitthvað á fjöll um helgina! :)

20200130_203416.jpg
20200130_203416.jpg (3.22 MiB) Viewed 31348 times

20200130_223443.jpg
20200130_223443.jpg (3.24 MiB) Viewed 31348 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1458
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Musso 2.9tdi

Postfrá íbbi » 31.jan 2020, 07:55

menn eru mis hrifnir af þessum lásum í framdrif. sumir hæstánægðir og aðrir segja að þetta sé alveg ómögulegt.

þetta svíkur a.m.k aldrei. hvort kostirnir vega svo ókostina uppi er væntanlega persónubundið.

var ekki hægt að fá þykkara drif? ég er með lás fyrir hærra hlutfall og fékk extra þykkt til að geta notað lásinn áfram
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi

Postfrá Axel Jóhann » 01.feb 2020, 21:19

Drifið sem èg fékk er þykkt, það er hægt að setja spacer undir kambinn, enn ég gat ekki beðið eftir því núna, er frekar kominn á það að kaupa truatrac læsingu.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi

Postfrá Axel Jóhann » 29.feb 2020, 23:28

Jæja, ýmislegt búið að gerast undanfarið, en engar stórvægar bilanir sem betur fer nema aulinn èg gleymdi að slökkva á ac dælunni(loft) og hún festist. :)

20200229_222110.jpg
20200229_222110.jpg (3.38 MiB) Viewed 30417 times



Annars er ég með smá ferðasögu og nokkrar myndir.

Ég skrapp með einum félaga í smá jeppatúr inn á fjallabak á sunnudegi í virkilega góðu veðri og skemmtilegu færi, það var lagt upp með það að forðast alveg að koma okkur í vesen þar sem við vissum af krapasvæðum þarna í kring um landmannahelli.

20200202_120212.jpg
20200202_120212.jpg (2.84 MiB) Viewed 30417 times


Það gekk mjög vel og náðum við að keyra um algerlega án vandræða allan daginn og engar festur. En þó nægur snjór.

Svo ákváðum við að fara koma okkur til byggða en það gekk ekki betur en svo að leiðin sem við ætluðum niður var með öllu ófær svo við þurftum að snúa við og það voru tvær brekkur sem við þurftum að fara upp, það gekk ekki betur en svo að við náðum upp þá fyrri með mikilli fyrirhöfn en náðum ómögulega upp þá seinni þar sem að það voru alltaf einhverjir 10-15 metrar sem okkur vantaði upp á.

Það endaði svo að við ákváðum að bíða í bílunum eftir björgun, svo þegar fyrsta björgun var alveg að lenda hjá okkur þá brýtur hann öxul að framan og þarf að snúa við svo að við þurftum að bíða aðeins lengur, enn hann ræsti svo út tvo mikla snillinga sem komu og spiluðu okkur upp og fylgdu okkur heim.

[ Play Quicktime file ] Snapchat-674149484.mp4 [ 3.66 MiB | Viewed 30417 times ]



Þannig að núna er maður búinn að prófa eyða 1.5 sólarhring í musso og það bara svona ágætt :)

Þetta hefði samt ekki mátt vera mikið lengri tími því að eftir að við vorum komnir niðrá malbik og búnir að keyra circa 1-2 km þá klárast olían. :D

Eitt er þó víst eftir þessa lífsreynslu er að það næsta sem maður þarf að eignast er spil og snjóakkeri til að forðast það að lenda í svona aðstæðum aftur. :p


20200202_132420.jpg
20200202_132420.jpg (2 MiB) Viewed 30417 times


Musso seigur

[ Play Quicktime file ] Snapchat-943452978_1.mp4 [ 24.24 MiB | Viewed 30417 times ]



20200202_140447.jpg
20200202_140447.jpg (2.48 MiB) Viewed 30417 times


20200202_171233.jpg
20200202_171233.jpg (2.95 MiB) Viewed 30417 times

Brekkan góða sem sigraði okkur.
20200203_143112.jpg
20200203_143112.jpg (2.48 MiB) Viewed 30417 times


20200203_004606.jpg
20200203_004606.jpg (2.85 MiB) Viewed 30417 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi

Postfrá Axel Jóhann » 28.maí 2020, 00:44

Það var víst kominn tími á að fá fulla skoðun á gripinn svo ég tók allar bremsur í gegn, skipti um eina bremsudælu að framan og setti nýja klossa hringinn og lagaði handbremsuna og púst.

Fékk einnig nýja spindilkúlu og hjólalegu að framan.
20200526_111858.jpg
20200526_111858.jpg (2.88 MiB) Viewed 29268 times

20200526_001137.jpg
20200526_001137.jpg (2.73 MiB) Viewed 29268 times

Hækkaði hann aðeins að framan líka.
20200527_231434.jpg
20200527_231434.jpg (2.18 MiB) Viewed 29268 times

Fékk líka undir hann önnur dekk þar sem mudderinn var orðinn slitinn.
20200517_231722.jpg
20200517_231722.jpg (1.83 MiB) Viewed 29268 times

20200517_220113.jpg
20200517_220113.jpg (3.59 MiB) Viewed 29268 times



Nitto Mud grappler, þau lofa góðu, hringlótt og góð og virðast ekki þurfa neina ballanseringu. Verður gaman að sjá hvernig þau koma út.



Annars var bíllinn bara notaður óspart síðasta vetur og hann kom alveg hrikalega vel út, bæði varðandi drifgetu, eyðslu og merkilega fínt afl. Það er í honum 100 lítra tankur og það hefur verið að duga vel fyrir góða helgi af leikaraskap í 5ta í lága í botni. Svo ég er ekki eina stressaður fyrir því að græja aukatank.


Læt fylgja með nokkrar myndir frá ferðum vetrarins.

20200328_153248.jpg
20200328_153248.jpg (2.54 MiB) Viewed 29268 times

20200319_173641.jpg
20200319_173641.jpg (3.63 MiB) Viewed 29268 times

20200315_162111.jpg
20200315_162111.jpg (2.41 MiB) Viewed 29268 times

20200308_144234.jpg
20200308_144234.jpg (4.09 MiB) Viewed 29268 times

20200202_120222.jpg
20200202_120222.jpg (2.67 MiB) Viewed 29268 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: 38" Musso 2.9tdi 38 - 42" uppfærsla

Postfrá Axel Jóhann » 04.sep 2020, 11:01

Jæja þá er maður farinn að huga að því að undirbúa sig fyrir veturinn og það var á stefnuskránni að endurnýja dekkin því gamli mudderinn var orðinn slitinn sem var undir.

Það er alls ekki auðvelt að finna dekk í dag því að það eina sem er í boði fyrir 38" eru At dekk eða gömul og léleg Mudder og groundhawk, og ég er alls ekki spenntur fyrir AT dekkjunum því þau virðast slitna svo hrikalega asnalega og verðið á þeim ansi hátt miðað við ástand.

Ég eignaðist 38" Nitto Mud grappler dekk sem eru með aðeins skemmdan kant sem leggst á felguna og er búinn að vera með þau undir í sumar, þau virka vel á malbiki, eru alveg hringlótt góð keyrsludekk enn vegna skemmdana í kantinum þá þola þau ekki úrhleypingu svo að ég neyddist til að finna dekk fyrir veturinn.

20200822_145654.jpg
20200822_145654.jpg (1 MiB) Viewed 27587 times

Ég datt niður á 42x15 Pit Bull Rocker dekk á felgum sem fengust fyrir ásættanlegan pening, þó svo að maður hafi ekki lesið margt gott um þau dekk ákvað ég samt að prófa, svo að verkefnið núna er að koma þessu undir og prófa í vetur, í versta falli þá verður bíllinn orðinn klár til að taka á móti 40-42" dekkjum sem verða þá keypt næst þegar fjárhagur leyfir 17" felgur og ný dekk.

20200824_212716.jpg
20200824_212716.jpg (715.12 KiB) Viewed 27587 times


FB_IMG_1598212544413.jpg
FB_IMG_1598212544413.jpg (139.04 KiB) Viewed 27587 times


Stefnan er sett á að vera búinn að klára þessar breytingar fyrir nóvember, enn svo verður bara að koma í ljós hvernig klafabúnaðurinn og litla dana30 framdrifið kunna við þessa dekkjastærð.

20200824_212817.jpg
20200824_212817.jpg (715.64 KiB) Viewed 27587 times


Ég þarf að versla mér trefjaplast mottur og resin til að bæði lengja og breikka kantana hjá mér, hvar er hagstæðast að versla það?


Annars grunar mig að ég sleppi við það að hækka bílinn meira, ætla frekar að skera meira úr honum og halda núverandi hæð.

Þetta verður skemmtilegt að prófa allavega, meira síðar þegar ég kemst í að byrja á þessu.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 38" - 42" uppfærsla

Postfrá Axel Jóhann » 14.okt 2020, 23:59

Þar sem það fer alveg að róast hjá manni, þá er kominn tími til að undirbúa veturinn, ég komst í það að máta 42" undir og við fyrstu sín virðist þetta ekki vera svo fjarri því að passa.


Fyrsta skref er að fjarlægja kantana af því að þá sé ég almennilega hvað ég þarf að skera úr.
Og svo þarf ég nýja afturgorma þar sem að þeir sem eru í eru orginal og orðnir ansi slappir og signir.

Það kemur að vísu á óvart hversu mikið pláss er í hjólskálunum, það eru aðallega kantarnir sem takmarka beygjuradíus eins og er enn ég geri þó ráð fyrir því að þurfa klippa aðeins úr hvalbaknum betur.

Kemur meira mjög fljótlega þegar eitthvað fer að gerast af viti!

Annars tekur hann sig vel út á þessum blöðrum, vona bara að þessi dekk verði ekki skelfileg í akstri.

20201011_151847.jpg
20201011_151847.jpg (3.36 MiB) Viewed 26701 time


20201011_151853.jpg
20201011_151853.jpg (2.9 MiB) Viewed 26701 time


20201011_151909.jpg
20201011_151909.jpg (2.37 MiB) Viewed 26701 time
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Musso 2.9tdi 38" - 42" uppfærsla

Postfrá jongud » 15.okt 2020, 08:11

Ef þú ert eitthvað hræddur um framdrifið þá er musso svolítið skemmtilegur með það að vera með flangsa á drifinu. Þá er auðveldara að smíða annað sterkara framdrif undir. Ég þekki einn Musso 44-tommu eiganda sem er í startholunum með að smíða dana 44 köggul undir að framan ef hann brýtur dana 30 köggulinn.


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 38" - 42" uppfærsla

Postfrá Axel Jóhann » 15.okt 2020, 20:35

Já, ég er einmitt meðvitaður um framdrifið, það er ansi veikt, sérstaklega með þessu 5.38 hlutfalli og ansi lítið drif.

Það verður að koma í ljós þegar maður fer að prófa þetta, annars ætla ég mér að reyna fara létt að honum allavega.

Enn þetta með dana 44 væðinguna, ég vissi einmitt af því og ætla einmitt að græja það, það er sami rillufjöldi á öxlunum sem stingast í drifið bæði framan og aftan svo maður getur skorið flangsana af dana30 kögglinum og notað áfram sömu öxla.

Ég á einmitt til framdrif og afturhásingu sem ég ætla græja mér svona.


Hér eru myndir af svona útfærslu frá einum.

Screenshot_20201015-155402_Gallery.jpg
Screenshot_20201015-155402_Gallery.jpg (1023.16 KiB) Viewed 26570 times


Screenshot_20201015-155424_Gallery.jpg
Screenshot_20201015-155424_Gallery.jpg (808.79 KiB) Viewed 26570 times
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Musso 2.9tdi 38" - 42" uppfærsla

Postfrá jongud » 16.okt 2020, 07:55

Axel Jóhann wrote:...
Enn þetta með dana 44 væðinguna, ég vissi einmitt af því og ætla einmitt að græja það, það er sami rillufjöldi á öxlunum sem stingast í drifið bæði framan og aftan svo maður getur skorið flangsana af dana30 kögglinum og notað áfram sömu öxla.

Ég á einmitt til framdrif og afturhásingu sem ég ætla græja mér svona.

Það væri auðvitað ennþá flottara að gera eins og á myndunum, hann notar drif með háum pinjón, en það er aukakostnaður.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Musso 2.9tdi 38" - 42" uppfærsla

Postfrá Kiddi » 16.okt 2020, 10:32

Axel Jóhann wrote:Já, ég er einmitt meðvitaður um framdrifið, það er ansi veikt, sérstaklega með þessu 5.38 hlutfalli og ansi lítið drif.

Það verður að koma í ljós þegar maður fer að prófa þetta, annars ætla ég mér að reyna fara létt að honum allavega.

Enn þetta með dana 44 væðinguna, ég vissi einmitt af því og ætla einmitt að græja það, það er sami rillufjöldi á öxlunum sem stingast í drifið bæði framan og aftan svo maður getur skorið flangsana af dana30 kögglinum og notað áfram sömu öxla.

Ég á einmitt til framdrif og afturhásingu sem ég ætla græja mér svona.


Hér eru myndir af svona útfærslu frá einum.

Screenshot_20201015-155402_Gallery.jpg


Screenshot_20201015-155424_Gallery.jpg


Ertu alveg viss um þetta með rillufjöldann? Það er svolítið undarlegt ef rétt reynist, að Dana 30 sé með 30 rillum í Musso...

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Musso 2.9tdi 38" - 42" uppfærsla

Postfrá jongud » 16.okt 2020, 14:56

Kiddi wrote:Ertu alveg viss um þetta með rillufjöldann? Það er svolítið undarlegt ef rétt reynist, að Dana 30 sé með 30 rillum í Musso...


Ég var líka efins þegar ég sá þetta, en fletti síðan upp í euro4x4parts.com og sá að Dana 30 í Musso kom með bæði 27 og 30 rillu öxlum.


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 38" - 42" uppfærsla

Postfrá Axel Jóhann » 16.okt 2020, 22:13

Kiddi wrote:
Axel Jóhann wrote:Já, ég er einmitt meðvitaður um framdrifið, það er ansi veikt, sérstaklega með þessu 5.38 hlutfalli og ansi lítið drif.

Það verður að koma í ljós þegar maður fer að prófa þetta, annars ætla ég mér að reyna fara létt að honum allavega.

Enn þetta með dana 44 væðinguna, ég vissi einmitt af því og ætla einmitt að græja það, það er sami rillufjöldi á öxlunum sem stingast í drifið bæði framan og aftan svo maður getur skorið flangsana af dana30 kögglinum og notað áfram sömu öxla.

Ég á einmitt til framdrif og afturhásingu sem ég ætla græja mér svona.


Hér eru myndir af svona útfærslu frá einum.

Screenshot_20201015-155402_Gallery.jpg


Screenshot_20201015-155424_Gallery.jpg


Ertu alveg viss um þetta með rillufjöldann? Það er svolítið undarlegt ef rétt reynist, að Dana 30 sé með 30 rillum í Musso...



Það er rétt, það eru víst 30 rillu dana 30 í einhverjum bílum. Það sem er í musso virðist vera svona samtíningur af dóti sem var til þann daginn sem þeir voru framleiddir. :D
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


juddi
Innlegg: 1243
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Musso 2.9tdi 38" - 42" uppfærsla

Postfrá juddi » 27.okt 2020, 14:10

Gætirðu ekki notað drif úr Pajero
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 38" - 42" uppfærsla

Postfrá Axel Jóhann » 28.okt 2020, 00:18

Ég gæti það sennilega, það er sama uppsetning á því enn þá er bara spurning með hlutföll, 5.29 er lægsta hlutfall í boði í það, og stærðin á því drifi er 7.25" vs dana30 sem er 7.20" svo að ég er ekki a sjá hversu betur settari ég væri með það.

Það eru til 8" framdrif í pajero enn lægstu hlutföll í þau eru bara 4.9xx.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


juddi
Innlegg: 1243
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Musso 2.9tdi 38" - 42" uppfærsla

Postfrá juddi » 28.okt 2020, 06:50

Svo er þa kanski bara að mixa afturköggul að framan og fa þannig stærra drif og læsingu orginal
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Musso 2.9tdi 38" - 42" uppfærsla

Postfrá birgthor » 04.nóv 2020, 21:06

Fínustu bílar til ferðalaga (Thumbs up) ;)
Kveðja, Birgir


Róbert123
Innlegg: 2
Skráður: 06.nóv 2020, 17:53
Fullt nafn: Róbert Gillespie

Re: Musso 2.9tdi 38" - 42" uppfærsla

Postfrá Róbert123 » 06.nóv 2020, 18:08

HVernig álit hafa menn á Ford F150 framhásingar ifa 8.8 drif í mix í minn bíla?

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Musso 2.9tdi 38" - 42" uppfærsla

Postfrá jongud » 07.nóv 2020, 10:05

Róbert123 wrote:HVernig álit hafa menn á Ford F150 framhásingar ifa 8.8 drif í mix í minn bíla?


Alls ekki galin hugmynd, ég veit um einn sem var að spá í það í Dodge Dakota en hefur ekki látið vera af því.


Höfundur þráðar
Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Musso 2.9tdi 38" - 42" uppfærsla

Postfrá Axel Jóhann » 18.nóv 2020, 00:04

Ekki enn gefist tími í að byrja klippa úr enn náði þó að sinna nokkrum hlutum sem voru komnir á tíma.
Var farinn að lenda í því sumar að þegar ég var að keyra í háa drifinu þá var millikassinn að detta í hlutlausan fyrirvaralaust og þetta fór að gerast æ oftar.

Reif kassann úr og opnaði og sá að skiptihólkurinn milli drifa, skiptigaffall og skiptimúffa voru orðin leiðinlega mikið slitin svo að skiptigaffallinn náði að renna til og þar af leiðandi datt hann í frígír eftir hentisemi.
20201117_215238.jpg
20201117_215238.jpg (2.71 MiB) Viewed 24468 times


Átti sem betur fer til annan millikassa sem ég opnaði og það innvols var talsvert minna slitið svo ég sameinaði alla góðu hlutina í einn kassa, vonandi að það lagi þetta vandamál. :)
20201116_224528.jpg
20201116_224528.jpg (1.96 MiB) Viewed 24468 times

20201117_215231.jpg
20201117_215231.jpg (2.33 MiB) Viewed 24468 times


Rak svo augun í brotin öxullið v/m, sem stemmir alveg því í síðasta rúnti í sumar þá var ég farinn að heyra smá smelli sem ég hélt að kæmu frá drifloku, svo því var kippt í liðinn í leiðinni.
20201116_211753.jpg
20201116_211753.jpg (2.13 MiB) Viewed 24468 times



Og það allra besta við að eiga Kóreujeppa, að varahlutirnir í þetta eru nánast gefins. :D
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur