uppsetning á framfjöðrun

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

uppsetning á framfjöðrun

Postfrá íbbi » 19.jan 2020, 00:03

jæja drengir

ég hef áður startað þráðum þar sem við pælum í afturfjöðrun og fræðunum þar á bakvið.

er þá ekki upplagt að taka framfjöðrun fyrir.

radíusarmar vs hefðbundið 4/5 link?

ákjósanlegur halli á stífum?

lengdir á stífum?

lengdarmunur á milli stífa?


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: uppsetning á framfjöðrun

Postfrá jongud » 19.jan 2020, 09:57

Það hefur örugglega einhver bent þér áður á þessa síðu;

http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/gormgr/gormindex.htm

Ég sé einn kost við 5-link fram yfir radíusarma; Þar er hægt að láta spindilhallann ver þann sama í gegnum allt eða mestallt fjöðrunarsviðið, þannig að ef maður er eitthvað að hræra í veghæðinni með loftpúðum þá breytist spindilhallinn ekki.
En 5-link þarf meira pláss en radíusarmar. Erfiðara að setja svoleiðis að framan en aftan, af því að að framan er allt fyrir manni; stýrisgangur, mótor, beygjuliðir á hásingunni og svo er drifkúlan til hliðar út af mótornum og þar með enn meira fyrir.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: uppsetning á framfjöðrun

Postfrá íbbi » 19.jan 2020, 12:52

já það er vissulega punktur.

í mínu tilfelli þá kemur bíllinn original á 5 link að framan. ansi hefðbundnu. en eftir að ég hækkaði hann upp þá er stífuhallinn ekki sá ákjósanlegasti, þótt það meigi láta það sleppa.

menn hafa dásamað radíusarmana (a.m.k við mig) umfram hefðbundið 5 link hvað akstur varðar og hegðun bílsins á vegi.


ég þarf að færa hásinguna fram um nokkra cm og er svona að velta fyrir mér hvort ég eigi að nenna að fara af stað í að smíða nýjar stífufestingar. og ef ég fer af stað í það hvort ég eigi að skipta yfir í radíusarma.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: uppsetning á framfjöðrun

Postfrá Sævar Örn » 19.jan 2020, 14:21

Í ljósi þess að allar festingar eru til staðar, og líklega nokkuð sterkar er þá ekki ráð að færa þær ef þörf krefur, eða lengja stífurnar og halda þar með tiltölulega 'orginal' aksturseiginleikum.


Eflaust má fá tilbúnar stífur í þennan bíl í ameríku sem eru þá lengri, eða þá 'drop kit' fyrir þær sem má sjóða fast. Ég myndi ekki breyta orginal 4 link yfir í radiusarma þó radíusarmar séu einföld lausn fyrir þá sem eru að smíða hásingu undir bíl sem var ekki með hana upprunalega, og pláss er af skornum skammti.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: uppsetning á framfjöðrun

Postfrá íbbi » 19.jan 2020, 17:38

planið var að lengja stífurnar, hvort sem ég lengi original stífurnar, sem ég keypti nýjar áður en ég fór út í að breyta bílnum, eða smíða nýjar, gallinn er hinsvegar að við það að þá held ég þeim halla sem stífurnar eru í núna. sem er eflaust ekki hræðilegur en klárlega ekki til fyrirmyndar heldur.

stífuvasarnir á grindini eru leiðinlegir. þeir eru utan á grindini og efri festingin bókstaflega utan á henni og boltinn gengur í gegn um grindina. þetta er leiðinda system. original halla stífurnar niður að hásingu, sem gerir það að verkum að leið og þú hækkar bílinn þá fara þær að halla ansi mikið.

ekki það að það er fjöldinn allur af þessum bílum sem hafa verið hækkaðir upp án þess að eiga neitt við þetta. en ég sé engu síður fyrir mér að það mætti eflaust bæta fjöðrunina talsvert með því að breyta þessu. ég er hvort sem er að fara breyta eða skipta um stífur og færa gormasætin framar á grindina. og er búinn að rífa framendan af bílnum
Viðhengi
20200116_222020.jpg
20200116_222020.jpg (3.89 MiB) Viewed 5047 times
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: uppsetning á framfjöðrun

Postfrá Kiddi » 20.jan 2020, 19:45

Er þetta ekki svona?

Image

Image

Ég myndi ekki halda að það sé neitt stórmál að síkka þetta. Tvær leiðir sem ég sé færar. Önnur er sú að færa efri stífuna neðar í grindinni og þá á hliðina á neðri stífuvasanum. Skera burt neðri hlutann af gömlu festingunni og smíða nýjan vasa sem tengist í hana. Þessi leið gæti hentað vel ef þú vilt auka samsláttinn sem er alltaf skemmtilegt að gera. Síkka svo neðri festinguna bara.

Hin leiðin er að hækka efri stífuna á hásingu með því að lengja þá festingu upp og síkka svo neðri stífuna úr grind.

Ef þú ert ekki að eltast við þeim mun lengri fjöðrun þá held ég að það sé fínt að halda þessu systemi bara og laga stífuhallann.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: uppsetning á framfjöðrun

Postfrá íbbi » 20.jan 2020, 19:56

það var einmitt pælingin, að lækka vasana niður, hvort sem ég breyti núverandi vösum eða sker þá af og smíða nýja. ég er ekki að eltast við svo mikið fjöðrunarsvið.

pælingin hjá mér er hvað er æskilegur halli á stífunum. um þetta hef ég heyrt margar mismunandi kenningar
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: uppsetning á framfjöðrun

Postfrá Kiddi » 21.jan 2020, 10:37

Það er tvennt í því. Annarsvegar á hásingin á ekki að þurfa að færast fram til þess að færast upp og þar af leiðandi er betra að hafa stífuna lárétta eða örlítið neðar í grind. Hitt atriðið er að þeim mun meira sem stífan hallar þeim mun meiri fram/aftur færsla er í fjöðruninni sem veldur því að bíllinn beygir vegna fjöðrunar til dæmis þegar hann hallar inn í beygju.
Þannig að lárétt eða því sem næst lárétt er best.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: uppsetning á framfjöðrun

Postfrá íbbi » 21.jan 2020, 11:18

því var haldið fram við mig að það væri málið að hafa efrí stífuna lárétta og þá neðri halla upp að hásingu, eitthvað til í því?
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: uppsetning á framfjöðrun

Postfrá Kiddi » 21.jan 2020, 19:12

Ég hugsa að þú finnir ekki neinn grundvallar mun á því hvort neðri stífan sé lárétt eða halli niður að grind frá hásingu. Ég myndi ekki gera þetta þannig sjálfur til að sleppa við óþarflega síðan vasa úr grindinni


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir