4runner breytingar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
castiel
Innlegg: 30
Skráður: 10.okt 2015, 20:42
Fullt nafn: Benedikt Sveins Fridriksson

4runner breytingar

Postfrá castiel » 19.des 2019, 14:52

góðan daginn er með 4runner 3.0 dísel sem á að breyta fyrir 38. veit einhver hérna hvernig er að koma 60 cruiser hásingum undir hann og koma fyrir skriðgír. einhver sem hefur gert þetta

þakka öll svör



User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: 4runner breytingar

Postfrá íbbi » 19.des 2019, 17:38

ég á 4runner sem er búið að setja 60 cruiser rör undir að aftan. hann er með original stífur held ég og vasa og svo smíðað passandi eyru á hásinguna.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 4runner breytingar

Postfrá jongud » 20.des 2019, 08:06

íbbi wrote:ég á 4runner sem er búið að setja 60 cruiser rör undir að aftan. hann er með original stífur held ég og vasa og svo smíðað passandi eyru á hásinguna.


Var afturhásingin ekkert færð aftar?

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: 4runner breytingar

Postfrá íbbi » 20.des 2019, 09:50

Jú hún var færð aftur í stuðara nánast, original stífurnar lengdar
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
castiel
Innlegg: 30
Skráður: 10.okt 2015, 20:42
Fullt nafn: Benedikt Sveins Fridriksson

Re: 4runner breytingar

Postfrá castiel » 20.des 2019, 10:44

en hvað með framhásinguna hvernig hafa menn verið að koma henni fyrir , er hægt að nota orginal stýrisdæluna, hvaða fjöðrun er skemmtilegust í þetta, get ég notað millikassan sem er í bílnum. hvernig hafa menn græjað skriðgír í þetta. hvað er svona passleg lyfting á boddy (ekki of mikið og ekki of lítið)

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: 4runner breytingar

Postfrá íbbi » 20.des 2019, 22:37

nú er ég ekki beint rétti maðurinn í að svara þessu.

sá sem var að breyta mínum var aldrei kominn svo langt að koma framrörinu undir. þannig að ég get littlu svarað um það, en ef mér dettur í hug að klára þennan bíl einhevrntímann þá sé ég fyrir mér að setja hann á radiusarma að framan og hefðbundna vasa. undir grind eða utan á hana

kunningi minn sem hefur átt og breytt fleyri en einum 4runner talar mikið um að maður eigi ekki að lyfta þeim á boddý, þeir verða toppþungir og leiðinlegir.

flakið mitt er held ég hækkað um 10cm á body, boddýfestignarnar færðar upp
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: 4runner breytingar

Postfrá Kiddi » 21.des 2019, 10:07

Besta leiðin til að komast að þessu er hreinlega að skoða bíl sem er búið að breyta með málbandið við höndina. Sjá hvað heppnaðist vel og hvað heppnaðist illa. Horfðu vel á hluti eins og hversu mikla samfjöðrun þú getur fengið án þess að hækka bílinn of mikið og svo framvegis.
Fyrir ekki stærri dekk en 38" gæti ég trúað að LC60 hásingar séu ekkert sérstaklega sniðugar. Þær eru mjóar, drifin stór og plássfrek og afturdrifið hliðrað.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 4runner breytingar

Postfrá grimur » 22.des 2019, 02:02

Það sem ekki allir vita heldur er að 8" Toyota köggull er ekko sama og 8" Toyota köggull. Einna sterkasta týpan kemur úr V6 bílnum, þar er húsið langtum þykkara og sterkara heldur en í 4cyl bílunum. Ég veit ekki fyrir víst hvaða týpa er í 3.0 diesel. Hitt veit ég að þessi sterkari hús halda afstöðunni milli kambs og pinjóns mikið betur undir átaki. Drif brotna gjarna einmitt vegna þess að pinjón og kambur ganga hálfa leiðina sundur, tennurnar snerta rétt úti á brún og brotna.

Kv
G

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 4runner breytingar

Postfrá jongud » 22.des 2019, 10:06

grimur wrote:Það sem ekki allir vita heldur er að 8" Toyota köggull er ekko sama og 8" Toyota köggull. Einna sterkasta týpan kemur úr V6 bílnum, þar er húsið langtum þykkara og sterkara heldur en í 4cyl bílunum. Ég veit ekki fyrir víst hvaða týpa er í 3.0 diesel. Hitt veit ég að þessi sterkari hús halda afstöðunni milli kambs og pinjóns mikið betur undir átaki. Drif brotna gjarna einmitt vegna þess að pinjón og kambur ganga hálfa leiðina sundur, tennurnar snerta rétt úti á brún og brotna.
Kv
G


Hann er að setja 60 Cruiser hásingu að framan, sem er með 9,5-tommu kögglinum


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 4runner breytingar

Postfrá grimur » 28.des 2019, 03:49

Það sem ég var að fara með þessu var nú að ofantaldir vankantar á LC60 hásingunum eru kannski ekki trompaðir fullkomlega með styrk. Svo eru liðirnir út í hjól veiki hlekkurinn í téðri LC60 framhásingu, mig rámar eitthvað í að það sé sami liðurinn og í venjulegri 8" framhásingu úr Hilux. Sú hásing kom reyndar aldrei með sterku drifi original, High Pinion útgáfan úr LC80 er mikið sterkari og passar nokkurnveginn beint á milli. Þar er afturámóti erfiðara að finna hlutföll.
Allavega....punkturinn er að LC60 hásingarnar eru hálfgerð viðrini, brotnar svosem aldrei drif í þeim en það eru aðrir þættir sem spila inní.
Kv
Grímur


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 4runner breytingar

Postfrá grimur » 28.des 2019, 04:00

...og með boddílift vs fjöðrunarlift....það getur verið að einhverjum finnist ekki sniðugt að lyfta 4Runner á boddí, en staðreyndin er nú samt sú að þyngdarpunkturinn færist minna uppávið með því móti heldur en með því að hækka grindina og allt kramið líka. Það segir sig nú bara sjálft. Aðrir eiginleikar en þyngdarpunktur er svo allt önnur saga. Boddífestingarnar aftan við framhjól eru alltaf fyrir, þær þarf vanalega að klappa eitthvað til. Annars er grindin að framanverðu svo ferlega bein í þessum bílum að hún takmarkar samslátt ansi mikið ef ekki er lyft á fjöðrun einhvern slatta líka. Ég myndi gera hvort tveggja með óbreyttan bíl, setja ca 5cm bodylift ekki síst til að komast betur að í húddi, kringum gírkassa og slíkt, og færa þessa boddífestingu upp. Helst aftari líka, en fyrir 5cm þá svosem skítsleppur það.
Hækka svo einhvern slatta á fjöðrun til að fá nógu mikinn samslátt að framan, smíða svo að aftan í restina þar sem það er hægt að útfæra nokkurn veginn hvernig sem er.


Höfundur þráðar
castiel
Innlegg: 30
Skráður: 10.okt 2015, 20:42
Fullt nafn: Benedikt Sveins Fridriksson

Re: 4runner breytingar

Postfrá castiel » 06.jan 2020, 14:57

orginal dótið er kannski nógu sterkt til frambúðar fá bara hlutföll í köglana . hækka hann á boddy ,og fá lengri gorma eða upphækkun fyrir gorma, en hvernig hafa menn hækkað þá klafameginn , skrúfa bara upp á flexitorunum, verða þeir ekki hastir og leiðilegir og ruglast öll afstaða í klafabúnaðnum, eða er einhver skemmtilegri aðferð til að hækka hann.

síðan er það læsingarnar, hvaða 5 29 hlutföll með læsingum myndu passa í afturhásinguna hjá mér , og það sama gert að framan, er ekki með lokur heldur vakumlæst til þess að virkja

ein spurning er með landcruiser 90 d4d 33 tommu breyttan sem er miklu seigari í snjónum heldur en runnerinn var á 33 tommuni . er drifbúnaðurinn betri í landcruisernum heldur en í runnernum ( kannski málið að fá gírkassa og millikassa úr 90 cruiser kz til að setja aftan á vélina hjá mér ,það ætti að passa)


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 4runner breytingar

Postfrá grimur » 10.jan 2020, 07:40

Það eru til hækkunarsett fyrir klafana að framan, eitthvað mismunandi að gæðum svosem, en meginmálið er að skipt er um liðhúsin, neðri klafarnir færðir niður og drifið með. Allt ætti þetta að fást frá USA, svo mikið var framleitt af þessu í den að það hlýtur að vera ennþá til.
Það er atriði að stífa neðriklafafestingar af, styrkja á milli þeirra, til að þetta sé meira til friðs, annars er þetta nú vanalega allt útum allt eftir sæmilega ferð. Hjólastilling er bara partur af reglulegu viðhaldi á þessum eðalvögnum.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 21 gestur