reynsla af tear drop hjólhýsum?


Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

reynsla af tear drop hjólhýsum?

Postfrá Rögnvaldurk » 27.nóv 2019, 19:37

Sælir gott fólk,

Hefur einhver hérna reynslu af tear drop hjólhýsum á Íslandi eða heyrt traustar sögur af þeim? Ég er þá að tala um til dæmis Caretta mini caravan eða Mink camper. Þau eru bæði til sölu á Íslandi og bæði í off road útgáfu en þola þau hálendisferðir í raun og fyllast þau ekki af ryki til dæmis?

Kveðja Rögnvaldur




Siggi_F
Innlegg: 65
Skráður: 18.jan 2012, 11:02
Fullt nafn: Sigurður Freysson

Re: reynsla af tear drop hjólhýsum?

Postfrá Siggi_F » 29.nóv 2019, 07:40

Sæll Rögnvaldur,

Ég er að vinna með einum sem er búinn að eiga svona Caretta í tvö ár og hann er mjög ánægður með það. Hann er þó nokkuð í útilegum og notar það líka í veiðiferðum.
Hann er á óbreyttum Explorer í veiðinni og útilegunum og búinn að fara eitthvað með það inn á hálendið og ekki minnst á ryk eða nein vandræði með það í þeim ferðum.

Kv.
Siggi F.


Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: reynsla af tear drop hjólhýsum?

Postfrá Rögnvaldurk » 08.des 2019, 13:53

Sæll Siggi,

Takk fyrir svarið. Ég er ekki ennþá búinn að ákveða hvort ég ætla að fá mér svona hýsi. Þau eru nokkuð dýr að mínu mati og það hefur reynst erfitt að elda úti enda alltaf vindur á Íslandi. Oft höfum við eldad í tjaldi eða inni í bíl vegna vinds eða rigningar.

Kveðja, Rögnvaldur


Til baka á “Kerrur, tjaldvagnar og fellihýsi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir