halli á 5link stífum

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1450
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

halli á 5link stífum

Postfrá íbbi » 02.jún 2019, 15:57

nú er ég kominn af stað loksins og er byrjaður að smíða afturfjöðrun.


ég hafði í byrjun ætlað mér að hafa stífurnar nánast samsíða. efri stífuna lárétta og þá neðri halla örlítið upp að grind.


eftir að ég fór að máta þetta í bílinn þá finnst mér vasinn sem fer undir grind verða allt of síður ef stífurnar eru samsíða.
þar af leiðandi þá er ég orðinn ansi heitur fyrir því að láta neðri stífuna halla eins mikið upp að grind eins og ég kemst upp með.

eftir að hafa lesið gjjarn síðuna fram og til baka og skeggrætt við marga góða menn þá hef ég fengið afar mörg og mismunandi svör

en í grófum dráttum þá er ég að gæla við að hafa 5-6˚ halla á neðri stífuni, þá efri í núlli, neðri stífan verður örlítið lengri en sú efri


ef maður horfir á myndina frá gjjarn, sem er í 1/1 og s.k síðuni er set up sem setti bílinn á samsláttarpúðana við inngjöf og fullt sundurslag við bremsum,
http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/go ... 4link3.jpg

hjá mér væri V lengri en T, og C ca helmingurinn af B, efri stífan rúmir 70cm og neðri stífan um 100cm.

ef maður skoðar anti squat mynd þá skerast spyrnunar töluvert undir massamiðju bílsins, undir ca miðjum bíl




þið sem eruð með nokkur set up undir beltinu, á mannamáli, hver er ykkar reynsla af því að hræra með hallan á stífunum, breytingar á hlutföllunum á milli C og B, millibilinu á milli stífanna og svo framvegis.
Viðhengi
61604425_2233843246926651_554980993790902272_n.jpg
61604425_2233843246926651_554980993790902272_n.jpg (230.19 KiB) Viewed 11548 times


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: halli á 5link stífum

Postfrá olei » 03.jún 2019, 18:47

Ég get sagt þér tvennt.
Hallandi neðri stífa að aftan veldur því að bíllinn beygir afturhásingunni ef hann misfjaðrar - eða hallar. Náttúrulega finnst þetta meira á bílum sem eru svagir og því meir sem stífurnar halla meira og hjólhafið er minna. Ég er ekki viss um að þú finnir 5 gráðu halla á þessum langa bíl og jafnvel þó svo væri er óvíst að það væri eitthvað vandamál eða til óþæginda.

Ef stífurnar eru ekki samsíða (efri og neðri) þá þvinga þær veltifjöðrun í þessari uppsetningu sem þú ert með á myndinni. (Samsíða í lóðréttu plani og utarlega) Hallamunur veldur því að bíllinn verður minna svagur, og ef munurinn er verulegur finnst að hann verður harðari í ójöfnum ásamt því að það veldur gríðarlegu álagi á stífufestingar og gúmí. Það er ástæðulaust að klikka á þessu - ég er búinn að því.

Ég mundi semsagt leggja nokkuð á mig til að reyna að hafa stífurnar samsíða. Væri sveigjanlegri með að láta þær halla örlítið upp að framanverðu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1450
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: halli á 5link stífum

Postfrá íbbi » 03.jún 2019, 22:00

málningarsköptin á myndini eru nokkuð nálægt því sem ég var að spá. ef ég ætlaði að hafa þær alveg á núlli báðar og samsíða þá yrði turninn svo djöfull síður, og ekki nema tæpir 30cm undir hann. við þennan halla ca helmingast bilið á milli þeirra í annan endann.


jú það er auðvitað möguleiki á að láta þær báðar halla upp, þannig gæti ég sloppið með lægri turn. það eina sem ég var hikandi við með þá uppsetningu var að að ef ég hækkaði bílinn meira þá væri hallinn á stífunum orðinn svo mikill.

ég þakk svarið, allur fróðleikur er vel þeginn. þetta er ennþá allt saman bara punktað í sem stendur og því ennþá allt galiopið hvað breytingar varðar
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: halli á 5link stífum

Postfrá Sævar Örn » 03.jún 2019, 22:56

Svona gerði ég þetta, ég man ekki lengur af hverju, en þessi uppsetning var óþvinguð, að vísu eru stífurnar 1200mm langar þannig veltingur og hreyfingar eru mjög litlar á 40cm fjöðrunarsviði, pinjónhalli stöðugur alla leið, neðri stífa vísar í ímyndaða þungamiðju bílsins og efri stífa hérumbil lárétt í akstursstöðu, þessi bíll á 46" dekkjum var nokkuð hlutlaus við inngjöf, þó frekar að hann keyrði fjöðrun saman en ekki þannig að mikið færi fyrir því, virkaði prýðilega og vildi ekki breyta neinu eftir þessa smíð, efasemdaraddir jeppaspjallsins knúðu mig þó til að bora annað gat fyrir efri stífu til að prófa, ég fann engan mun og fór því aftur í upphaflega neðra gatið :)

1384345_10153398455657907_3311941625090807587_n.jpg
1384345_10153398455657907_3311941625090807587_n.jpg (94.6 KiB) Viewed 11373 times

10731096_10153398455722907_8000688950100267292_n.jpg
10731096_10153398455722907_8000688950100267292_n.jpg (87.07 KiB) Viewed 11373 times

10846186_10153416222072907_544290822191851275_n.jpg
10846186_10153416222072907_544290822191851275_n.jpg (93.43 KiB) Viewed 11373 times
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1450
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: halli á 5link stífum

Postfrá íbbi » 03.jún 2019, 23:06

ég man einmitt vel eftir þessu hjá þér, og gróf þetta aftur upp þegar ég var að fara af stað. þó mín smíði hafi endað ansi ólík reyndar :)
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: halli á 5link stífum

Postfrá olei » 04.jún 2019, 05:17

Ég var skaust út á bílastæði með hallamálið og tók snöggsoðna mælingu á mínum fjalla Terrano.
Afturstífurnar:
Neðri hallar upp á við um c.a 6 gráður, sú efri hallar um 3. Það er semsagt um 3°hallamunur á þeim. Ég hef ekkert haft yfir afturstífukerfinu að kvarta og finnst það virka bærilega. En auðvitað hef ég ekki prófað að keyra hann með aðrar uppsetningar. Og þar liggur nú oft hundurinn grafinn, mann vantar samanburðinn.

Þennan samanburð fékk ég á Willis sem ég átti fyrir löngu. Með A stífu að ofan og hallandi neðri stífur. Sá var á loftpúðum og í vegkeyrslu tók maður svolítið í stýrið og af því að hann var svagur þá hallaðist hann við það og byrjaði svo að beygja af því að afturhásingin skekktist. Þannig tók hann beygjuna á Þjóðvegi 1 hjá Kotströnd í Ölfusi á 90km hraða nánast sjálfur. Ég breytti þessu, síkkaði stífuvasana og þetta hvarf, en ég hafði það á tilfinningunni að hann trakkaði ekki eins vel að aftan í snjókeyrslu og brekkuæfingum. Í hans tilviki skipti það kannski máli af því að hann var stuttur, léttur og kraftmikill. En þetta var bara tilfinning og lítið hægt að draga frekari ályktanir af henni.

Framstífurnar undir mínum fjalla Terrano:
Að framan er neðri stífan því sem næst lárétt - hallar um 1,5°eins og hann stendur. Efri stífan hallar niður á við um 7,5 sem gerir að það er um 9°hallamunur á efri og neðri stífu. Þetta virkar svosem og ég var ekkert óhamingjusamur með þetta fyrr en annar stífuturninn á hásingunni rifnaði í sundur á sumarferðalagi. 5mm þykkar plötur í vasa sem er mjög sambærilegur við þá sem þú ert búinn að smíða á afturhásinguna Ibbi (ef marka má myndirnar) þær rifnuðu þvert yfir! Nokkuð sem var þar með augljós vitnisburður um einhverja krafta í stífukerfinu sem áttu örugglega ekki að vera þar!

Þegar maður teiknar þetta upp blasir þetta við. Gúmíin verða að éta lengdarbreytingar í svona kerfi sem er ekki með samsíða stífum við misfjöðrun og þarna er svakalegt vogarátak. Það má segja að með þessu sé verið að nota hásinguna sem balance stöng - sem hún er augljóslega ekki. Menn hafa hreinlega brotið hásingar með svona stífu-klúðri.

Nú, ég sauð vasann og styrkti og þetta er svona enn af því að ég hef ekki nennt að breyta því en það stendur sannarlega til. Ég er búinn að leika mér að því að keyra bílinn með aðra efri stífuna ótengda og þá finnur maður mjög vel hversu gríðarleg þvingun er í þessari uppsetningu. Við það að aftengja aðra efri stífuna þá verður bíllinn ofsalega svagur en hann fer líka að éta gagnstéttarkanta og holur með framhjólunum eins og ekkert sé - nokkuð sem hann gerir hreint ekki með allt tengt.

Planið er að breyta efri stífunum þannig að hallamunurinn verði sem minnstur, kannski lifir maður við 2-3 gráður af því að plássið er takmarkað. En mórall sögunnar er að 9°fyrir Benz fóðringar í það minnsta er allt of mikið.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: halli á 5link stífum

Postfrá olei » 04.jún 2019, 05:38

Andleg leti veldur því að ég hef ekki nennt að teikna fleiri útgáfur og spegúlera betur í þessu. En ef við skoðum 4-link kerfin sem þeir nota í ammríkunni í buggy tröllin þá eru stífurnar krossaðar, og það er stutt á milli efri stífanna þar sem þær koma á hásingarnar. Ekki alveg A stífa en nálægt því. Með þessu fyrirkomulagi verður hæðar-mismunur á stífuendum ekki eins mikill við misfjöðrun eins og ef stífurnar eru utarlega á hásingunni og líklegast er hægt að spila meira með stífuhalla án þess að fá svona mikla þvingun við misfjöðrun eins og ég er að lýsa hér að ofan. Eftir allt nota þeir kanar rod-enda sem gefa ekkert eftir og það mundi allt brotna í drasl í fyrstu ferð ef stífu-uppsetningin þvingar misfjöðrun.

Ég held að það sé varasamt að yfirfæra pælingar úr 4 link beint yfirí 5 link hvar stífurnar eru oft ekki krossaðar og nær samsíða í lóðréttu plani. Heilt yfir er það síðan þannig að samsíða (og lárétt) 5 link er þaultestað í ótal bílum hér heima og virkar ágætlega. Fyrir mína parta ætti það að vera viðmiðið, þó að nokkrar gráður til eða frá breyti litlu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: halli á 5link stífum

Postfrá jongud » 04.jún 2019, 08:23

Smá pæling tengt þessu.
Nú hafa einhverjir verið að nota stóra stýrisenda úr vörubílum í annan endann á þverstífunum.
Væri möguleiki að nota stýrisenda öðrum megin á langstífurnar?
Eða er átakið og víbringur á langstífurnar mikið meiri en á þverstífuna?


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: halli á 5link stífum

Postfrá olei » 04.jún 2019, 08:52

jongud wrote:Smá pæling tengt þessu.
Nú hafa einhverjir verið að nota stóra stýrisenda úr vörubílum í annan endann á þverstífunum.
Væri möguleiki að nota stýrisenda öðrum megin á langstífurnar?
Eða er átakið og víbringur á langstífurnar mikið meiri en á þverstífuna?

Það mætti alveg nota stýrisenda í langstífur - en hvað væri unnið með því?


einar.rvik
Innlegg: 2
Skráður: 10.des 2018, 08:49
Fullt nafn: Einar Bárðarson
Bíltegund: Toyota 4runner

Re: halli á 5link stífum

Postfrá einar.rvik » 04.jún 2019, 09:20

Er búinn að prófa nokkrar útfærstlur á þessu og lenda meðal annars í því sem menn nefna hér á undan, þ.e röng uppsetning með auknu álagi á stífuvasa og gúmmí, það var töluverð vinna að vinda ofan af því en það var í Willis og var sá bíll með frekar stuttum stífum sem gerir verkefnið flóknara að mörgu leyti. Eftir það grandskoðaði ég orginal uppsetningar á Patrol og Lc 80 sem voru að mig minnir nokkuð svipaðar (c.a 15 ár síðan). Skoðaði þessar útfærslur vel einfaldlega vegna þess að þessir bílar hafa virkað nokkuð vel hvað fjöðrun varðar og Nissan og Toyota örugglega búnir að stútera þetta slatta með tilliti til virkni og endingar. Þannig að skríða undir þessa bíla og leggja sig smá getur hjálpað heilmikið :)
Alltaf samt gaman að velta þessu fyrir sér og hafa uppi ýmis sjónarhorn og hönnun en það skiptir miklu máli uppá drifgetu og aksturseiginleika að bílar séu rétt upp settir.
Kv
Einar B

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1450
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: halli á 5link stífum

Postfrá íbbi » 04.jún 2019, 12:39

Ég þakka kærlega þessi góðu svör,

Ég fæ fóðringarnar í dag, þá get ég byrjað að máta stífurnar og sèð almennilega hvaða kosti èg hef
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: halli á 5link stífum

Postfrá Kiddi » 04.jún 2019, 21:18

olei wrote:Ég var skaust út á bílastæði með hallamálið og tók snöggsoðna mælingu á mínum fjalla Terrano.
Afturstífurnar:
Neðri hallar upp á við um c.a 6 gráður, sú efri hallar um 3. Það er semsagt um 3°hallamunur á þeim. Ég hef ekkert haft yfir afturstífukerfinu að kvarta og finnst það virka bærilega. En auðvitað hef ég ekki prófað að keyra hann með aðrar uppsetningar. Og þar liggur nú oft hundurinn grafinn, mann vantar samanburðinn.

Þennan samanburð fékk ég á Willis sem ég átti fyrir löngu. Með A stífu að ofan og hallandi neðri stífur. Sá var á loftpúðum og í vegkeyrslu tók maður svolítið í stýrið og af því að hann var svagur þá hallaðist hann við það og byrjaði svo að beygja af því að afturhásingin skekktist. Þannig tók hann beygjuna á Þjóðvegi 1 hjá Kotströnd í Ölfusi á 90km hraða nánast sjálfur. Ég breytti þessu, síkkaði stífuvasana og þetta hvarf, en ég hafði það á tilfinningunni að hann trakkaði ekki eins vel að aftan í snjókeyrslu og brekkuæfingum. Í hans tilviki skipti það kannski máli af því að hann var stuttur, léttur og kraftmikill. En þetta var bara tilfinning og lítið hægt að draga frekari ályktanir af henni.

Framstífurnar undir mínum fjalla Terrano:
Að framan er neðri stífan því sem næst lárétt - hallar um 1,5°eins og hann stendur. Efri stífan hallar niður á við um 7,5 sem gerir að það er um 9°hallamunur á efri og neðri stífu. Þetta virkar svosem og ég var ekkert óhamingjusamur með þetta fyrr en annar stífuturninn á hásingunni rifnaði í sundur á sumarferðalagi. 5mm þykkar plötur í vasa sem er mjög sambærilegur við þá sem þú ert búinn að smíða á afturhásinguna Ibbi (ef marka má myndirnar) þær rifnuðu þvert yfir! Nokkuð sem var þar með augljós vitnisburður um einhverja krafta í stífukerfinu sem áttu örugglega ekki að vera þar!

Þegar maður teiknar þetta upp blasir þetta við. Gúmíin verða að éta lengdarbreytingar í svona kerfi sem er ekki með samsíða stífum við misfjöðrun og þarna er svakalegt vogarátak. Það má segja að með þessu sé verið að nota hásinguna sem balance stöng - sem hún er augljóslega ekki. Menn hafa hreinlega brotið hásingar með svona stífu-klúðri.

Nú, ég sauð vasann og styrkti og þetta er svona enn af því að ég hef ekki nennt að breyta því en það stendur sannarlega til. Ég er búinn að leika mér að því að keyra bílinn með aðra efri stífuna ótengda og þá finnur maður mjög vel hversu gríðarleg þvingun er í þessari uppsetningu. Við það að aftengja aðra efri stífuna þá verður bíllinn ofsalega svagur en hann fer líka að éta gagnstéttarkanta og holur með framhjólunum eins og ekkert sé - nokkuð sem hann gerir hreint ekki með allt tengt.

Planið er að breyta efri stífunum þannig að hallamunurinn verði sem minnstur, kannski lifir maður við 2-3 gráður af því að plássið er takmarkað. En mórall sögunnar er að 9°fyrir Benz fóðringar í það minnsta er allt of mikið.


Ertu viss um að það sé misfjöðrun sem valdi þessari sprungumyndun en ekki bremsukraftar?

En að upphaflegu spurningunni, íbbi hefur þú skoðað það hvort þú getir komið stífunum ofar á hásinguna? Haft neðri stífuna beint framan við hásinguna og efri stífuna ofan við. Nú ert þú með allar stífur fyrir utan grind þannig að þú sleppur við það vandamál að reka stífurnar upp í grind eins og er gjarnan takmarkandi þáttur við svona stífuuppsetningu þar sem stífurnar eru ofan við hvor aðra. Með því að hækka stífuna á hásingunni getur þú stytt vasann neðan úr grindinni. Svo getur þú tekið efri stífuna bara beint út úr hliðinni á grindinni.

Ég myndi síðan ekkert vera að eltast við það að geta hækkað bílinn meira seinna, það er bara tómt rugl. Eina vitið að smíða þetta bara eins og þaðá að vera og ef dekkin eru ekki nógu stór þá bara klippa meira!

Eitt í viðbót - ég myndi setja einhverja brún utan á þessa gormaskál. Sennilega betra að setja hana neðan á að utanverðu, í framhaldi af þríhyrningunum sem ná í neðri brún grindar. Síðan myndi ég bæta við þríhyrningum sem ná í efri brún grindar. Það er almennt mjög vont að láta eitthvað svona enda á miðjum fletinum.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1450
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: halli á 5link stífum

Postfrá íbbi » 04.jún 2019, 22:32

eftir að ég smíðaði vasana þá jú.. komu strax pælingar um vasa þar sem neðri stífan kæmi því sem næst beint út frá rörinu.

þar sem ég var hinsvegar búinn að smíða þessa vasa þá ætla ég a.m.k að fara aðeins lengra með þetta set up áður en ég tek ákvörðun um eitthvað slíkt. mér sýnist á öllu að ef ég hef smá halla á stífunum hvort sem það væru báðar eða bara sú neðri að síddin á vasanum sé ásættanlegt.


auka þrýhyrninga á gormaskálina sagaði ég nóg af, og hafði í hyggju að hafa til endana út að brún. en ég ákvað að hinkra með þá þangað til það er útséð hvort dekkið fjaðri nokkuð í skálina, ég reikna allt eins með því að þurfa að taka aðeins af henni og skildi eftir smá brún til að hafa upp að hlaupa
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: halli á 5link stífum

Postfrá grimur » 05.jún 2019, 00:18

Smá innlegg í áhugaverða umræðu...
Ef afturstífurnar eru samsíða í kjörstöðu, en sú efri aðeins styttri, koma fram ansi áhugaverðir eiginleikar. Þá veltur hásingin fram(réttsælis ef horft er á hægri hlið bílsins) hvort sem sundurslag eða samslag á sér stað. Þannig verður hálfpartinn til óþvinguð misfjöðrun alveg óvart. Það sem er ennþá merkilegra við þetta er að ef maður er hálfpartinn að festa bílinn í misfjöðrun, þá ýkir átakið af hjólunum misfjöðrunina þegar bakkað er, vinnur á móti gormum/púðum sem vilja hafa allt beint og rétt. Þetta prófaði ég í ólæstum XTraCab fyrir 20 árum, eins og flestir vita standa þeir eðalvagnar ekkert voðalega fast í afturhjólin sem getur bæði verið kostur og galli, en mikið ofboðslega var skrýtið að finna þegar afturhásingin "fann sér grip" á þennan hátt.
Hins vegar er pinjónshjöruliðurinn algerlega fórnarlamb í þessu máli, það er einfaldlega ekki hægt að setja upp einfaldan lið þarna sem gengur 100% upp. Tvöfaldur liður í báða enda, eða lifa með víbringi í sundurslagi er málið með þessari uppskrift.

Kv
Grímur


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: halli á 5link stífum

Postfrá olei » 05.jún 2019, 06:13

Kiddi wrote:
Ertu viss um að það sé misfjöðrun sem valdi þessari sprungumyndun en ekki bremsukraftar?

Já ég tel mig hafa margfalda staðfestingu á því. Kannski skutla ég hér inn teikningu sem sýnir hvað gerist í þessu, ef ég hef tíma í dag.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: halli á 5link stífum

Postfrá olei » 05.jún 2019, 21:01

stifur-halli-þvingun.png
stifur-halli-þvingun.png (35.98 KiB) Viewed 11067 times


Hér er hrá teikning af þessu. Í dæmi 1 - ofar á mynd, er ég að sýna það sem allir vita, að jafn langar stífur sem eru samsíða valda því að hásingin færist lóðrétt upp og niður við fjöðrun. Þ.e hún snýst ekki. Hún færist bara lítillega fram og aftur. Hér er ég með 20cm milli stífanna og þær eru 90 cm langar og rauðu línurnar sýna stöðuna við 15 cm samfjöðrun.

Í dæmi 2 - sem er með sömu forsendur nema hvað að efri stífan hallar um 5 gráður. Aftur 15 cm samfjöðrun. Það sem gerist þá er að hásingin snýst um 3,8°. Hugsið ykkur að vinstra hjólið sé í keyrslustöðu en það hægra standi 15cm ofar. (keyrt upp á stein með hægra hjólið) Þá er stífuparið vinstra megin að reyna að halda hásingunni í keyrslustöðu, en stífuparið hægra megin að reyna að snúa hásingunni um 3,8 gráður. Hásingin gefur ekkert eftir og vonandi ekki grind eða festingar heldur og þá verða stífugúmíin að taka upp þennan mismun. Hér er hann 13mm. (þetta er auðvitað gróft dæmi, þó að hæðarmunur á hjólum sé 15cm er minni hæðarmunur á stífunum sem eru innar á hásingunni en þið skiljið vonandi hvað við er átt)

Þessir 13mm deilast á öll stífugúmíin 8 stk. Hvert gúmí þarf því að taka á sig 1.625mm í færslu við 15cm misfjöðrun.

Ég testaði einu sinni nokkur stífugúmí í vökvapressu, var að velta fyrir mér gúmíum í þverstífu að framan á Patrol rör og ég vildi hafa það stíft. Ég man ekki betur en að Benz gúmíin eins og ET selur gefi eftir um rúman millimeter (1mm) við 2 tonna átak. Í það minnsta ákvað ég að nota eitt slíkt í þverstífuna í bílnum hjá mér og það virkar fínt.

Ég er með þessi sömu Benz gúmí í framstífunum sem ég hef minnst á hér að ofan. Efri stífan hjá mér er síðan styttri en 90cm eins og í dæminu á myndinni -sem eykur vandann - og hún hallar um 9 gráður sem eykur enn á færsluna sem gúmíin þurfa að taka upp við misfjöðrun. Og þetta veldur gríðarlegum átökum á stífur og vasa og hásinguna og allt heila klabbið. Mýkri gúmí mundu klárlega hjálpa.

Punkturinn er að það myndast þvingun við svona hallaæfingar á stífum í 5 link við misfjöðrun.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1450
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: halli á 5link stífum

Postfrá íbbi » 05.jún 2019, 21:55

ég verð að lýsa yfir ánægju minni með hvert þessi þráður er kominn.. þetta eru nákvæmlega umræðurnar sem ég var að vonast eftir.

nú er ég kominn með efni í stífurnar, hólkana, fóðringar þannig að allar pælingar sem menn hafa eru að hinu góða
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: halli á 5link stífum

Postfrá jongud » 06.jún 2019, 08:21

olei wrote:
jongud wrote:Smá pæling tengt þessu.
Nú hafa einhverjir verið að nota stóra stýrisenda úr vörubílum í annan endann á þverstífunum.
Væri möguleiki að nota stýrisenda öðrum megin á langstífurnar?
Eða er átakið og víbringur á langstífurnar mikið meiri en á þverstífuna?

Það mætti alveg nota stýrisenda í langstífur - en hvað væri unnið með því?


Ef það væri stýrisendi öðrum megin og gúmmífíðring hinum megin, þá myndi álagið á gúmmífóðringuna vera lítið sem ekkert í misfjöðrun af því að stýrisendinn étur það upp.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1450
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: halli á 5link stífum

Postfrá íbbi » 12.jún 2019, 02:11

svona í framhaldi af þessu.


lengdarmunur á milli efri og neðri stífu, nú hef ég séð því fleygt oftar en einu sinni hérna fram að það sé betra að hafa þá efri styttri en þá neðri.

grímur kemur m.a inn á þetta hér að ofan.

ég hef séð ansi margar útfærslur finnst mér. efri og neðri jafn langar og festipunktar á sama stað báðu meginn, en líka jafn langar stífur þar sem staðsetningamunurinn á milli þeirra heldur sér á fremri vasanum. svo þar sem neðri stífan nær bæði lengra fram og aftur en sú efri.


hvaða skoðanir hafið þið á þessu, hvaða afleiðingar hvaða útfærsla veldur.



ég á eftir að smíða fremri vasana, og því er þetta alveg opið. það munar 14cm á stífuendanum hjá mér hásinga megin og sú efri er framar. ef ég læt þær enda á sama stað í eri vasanum á þeim stða sem mér finnst heppilegast að staðsetja vasan endar neðri stífan í ca meter og hin tæplega 85.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: halli á 5link stífum

Postfrá grimur » 13.jún 2019, 05:42

Það sem gjarna hefur mikið um þetta að segja er fyrirkomulag á drifsköftum og hjöruliðum, semsagt hvernig brotin á hjöruliðunum eiga að ganga upp og núlla sig út. Það eru til nokkrar útfærslur á því. Basic uppsetning er jafnlangar stífur samsíða, gagnstæð jafnstór brot í báða enda, semsagt pinjón samsíða fremra skafti ef það er tvískift, eða þá öxli í millikassa. Þetta verður oft full stórt brot og víbrar vegna snúningshröðunar á skaftinu sjálfu.
Stundum er pinjón settur sirka réttur við skaftið og 2faldur liður uppi við kassa/upphengju. Þá víbrar þetta semsagt ekki neitt, fyrr en bíllinn er hlaðinn eða siginn...þá fer heldur betur að titra.
Til að sjá við þessu er hægt að halla stífunum saman að framan og jafnvel stytta þá efri. Þá taka við þessi vandamál með að það þvingast allt í misfjöðrun. Í 4Runner til dæmis, og Patrol er svo séð við þessu með því að láta efri stífurnar vera mikið innar en þær neðri, og vísa inn og aftur. Það er líka til að þær séu ekki fyrir gormunum, en dregur líka mikið úr þessari þvingun þar sem þær fara nær því að vera A- stífur. Ég prófaði einusinni að setja bara eina stutta stífu beint fyrir ofan drifskaftið. Það kom bara prýðilega út og þvingaðist ekki neitt. Helsta vandamálið er að græja þverbita og stífingu fyrir hann svo þetta sé ekki of veikt.
Svo er ein útfærsla enn, sem er í svolitlu uppáhaldi hjá mér, það er að vera með öfug brot á skaftinu. Það má. Þá er millikassaöxull eða fremra skaft EKKI samsíða pinjón, heldur bæði með sama brot í gráðum á skaftið, sömu megin frá. Það sem er flottast við þetta er að þá hallar pinjóninn upp, sem aftur færir hjöruliðinn upp, sem svo minnkar gráðuna sem þarf í hvorn enda á skaftinu til að fullnægja þessum skilyrðum vegna þess að hæðarmunurinn minnkar. Þetta er svo útfært þannig að í samslagi veltur hásingin aðeins fram og fer nærri því að láta pinjón, skaft og milliskaft/millikassa alltsaman lenda í beinni línu í fullu samslagi. Mig minnir endilega að Freysi heitinn hafi útfært Grána svona að aftan, svo er ekki örgrannt um að Range Rover hafi verið með eitthvað þessu líkt að framan, það voru allavega engir 2faldir liðir þar.
Það sem ég er að fara með þessari langloku er að stífuuppsetning skorðast af fleiri þáttum en fjöðrunareiginleikum, viðbragði við átaki frá drifrás og þvingunarveseni, drifskaftamál þarf helst að taka með í reikninginn líka. Hins vegar er það oftast þannig að einhversstaðar er gefið eftir og einhverju fórnað, best er samt að vera meðvitaður um hvað það er :-)

Kv
Grímur

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1450
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: halli á 5link stífum

Postfrá íbbi » 13.jún 2019, 17:38

Maður kemur ekki að tómum kofanum hjá þér grímur, frekar en vanalega

Ég sauð hásinguna fasta með sama pinionhalla og hann var original, en finnst alltaf í sjón eins og hann halli niður, en hann mælist nánast á núlli
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: halli á 5link stífum

Postfrá svarti sambo » 15.jún 2019, 00:37

Er enginn sérfræðingur á þessu sviði, en.
Þarf ekki brotið að vera það sama í báðum endum á skaftinu og auka það svo um 3° við pinnion. Til að dekka vindinginn á hásingunni í átakinu.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1450
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: halli á 5link stífum

Postfrá íbbi » 15.jún 2019, 15:12

Ég væri afskaplega til í að heyra meira um það og allar þær kenningar sem menn kunna að hafa um þetta, þar sem ég er ennþá á þeim stað að geta breytt hallanum án mikilla vandræða
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Jonasj
Innlegg: 71
Skráður: 01.feb 2014, 22:05
Fullt nafn: Jónas Jónatansson
Bíltegund: Willys CJ7

Re: halli á 5link stífum

Postfrá Jonasj » 15.jún 2019, 16:49

Skiptir ekki máli í hvora áttina pinjon hallar upp á hjöruliðskrossinn. Ef hallinn á skaptinu er t.d 7 gr. Og úttak úr kassa lárétt þá gæti pinjon verið í núll eða 14 gr. Og þá er 7 gr á bâðum endum skafts. Kosturinn við lárettu lausnina er að þegar bíllinn fjaðrar þá minnkar hornið jafnt á báðum endum. Dæmi: Bíllinn fjaðrar saman um 4 gr mælt á skafts. Í lárettu pinjóns lausninni ertu þá með 3 gr. á báðum endum. Í öfugum pinjon halla væri pinjon horn 10 gr (14-4) en 3 gr í kassa og því 4 gr mismunur á fram og afturhorni.(10-2x3). Ég er með öfugan pinjon halla að framan hjá mér og einfalda liði á báðum endum skafts. Ekki verið vesen. Að aftan er ég með tvöfaldan lið við kassa og Skaft beint í hasingu. Enginn titringur. Er með frekar stuttan CJ sem er frekar mikið hækkaðurfór því þessa leið.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: halli á 5link stífum

Postfrá grimur » 16.jún 2019, 01:31

3° auka til að taka við vindingnum er svolítið ríflegt, meira svona 1° er sennilega passlegt. 3° hljómar ekki eins og það sé mikið, en það er nú samt alveg hellingur þegar maður mælir það og kíkir svo á.
Fer auðvitað eftir gúmmíum og svo hvort það er eitthvað annað í spilinu, eins og að bíllinn hækki sig eða lækki undir þessu átaki og krossinn verði þannig réttur, annars á þetta helst ekki að vera að vinda sig einhver ósköp bara undan einföldu átaki áfram, ef nægt bil er lóðrétt milli gúmmía ætti þetta ekki að vera neitt að ráði.

Svo finnst mér alveg hrikalega pirrandi ef bílar taka titringinn þegar slegið er af, þess vegna myndi ég heldur ekki vísvitandi framkalla það....


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir