dekkjaþráðurinn..!

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

dekkjaþráðurinn..!

Postfrá íbbi » 17.feb 2019, 18:20

þar sem það er afskaplega hægt um hérna þessi misserin, hvernig væri þá að skella í eins og einn dekkjaþráð.

það væri gaman ef menn myndu ausa úr viskubrunninum um hvernig hvaða dekk hafa reynst, hvað þau kosta og ég veit ekki hvað..

sjálfur væri ég afar til í smá umræðu um minnstu stóru dekkin, gömlu góðu 38 tommuna

hvað fæst ennþá fyrir 15"?

at
superswamper
mickey thompson mtz?

ég hef heyrt að AT dekkin hafi komið illa út undir þungum jeppum, einnig hef ég séð með eigin augum að þau virðast a.m.k sum hver þjást af stórfurðulegum skallablettum.
nú kosta þau yfir 100þús kr stykkið, hvað hafa menn um þau að segja?

ég sé að superswampers fást ennþá úti, þau virka miklu agressívari, ég hef heyrt að þau sé brilliant í ófærð en afar gróf í keyrslu

ég hef staðið mig af því að enda alltaf í að skoða 40" cooper dekkin sem kosta um 270k gangurinn, sem er djók í samanburðinum við A/T og það fyrir amerískt dekk. en ég þyrfti þá að kaupa felgur fyrir mismuninn þannig að ég væri lítið betur settur, auk þess sem ég er ekki nógu hrifinn af því að öll þessu 40" dekk virðast meira og minna vera 13.5" breið


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá StefánDal » 17.feb 2019, 19:13

Ég er búinn að skoða svolítið markaðinn undanfarið. Niðurstaðan er sú að ég er að fara kaupa nýjan AT405 gang. Sýnist mér vera besta dekkið fyrir allar mögulegar aðstæður. Spilar inn í að ég hef verið með þessi dekk undir jeppa áður og líkaði vel.
En ég ætla þetta undir bíl sem er í öðru calíberi en þinn Ívar. Japanskan pallbíl með minnstu vél sem fékkst í slíkum bílum fyrir 20 árum síðan.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá íbbi » 17.feb 2019, 20:12

þrátt fyrir að ég væri til í að geta haldið öðru fram, þá veit ég að ég mun eyða 85%+ af tímanum á malbikinu, og þar heilla AT

en verðið á at heillar ekki,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá StefánDal » 17.feb 2019, 21:53

Það er einmitt það sem heillar mest við AT. Þau eru frábær á vegum og slóðum (þar sem ég keyri einmitt sjálfur 90%) og góð í snjó. Það heillar líka að þau eru nægilega fínmynstruð að þau stela ekki afli úr, eins og í mínu tilfelli,alflitlum bílum.
En verðið er leiðinlega hátt. Sem betur fer er þetta fjárfesting sem þarf ekki að fara út í á hverju ári í þessu sporti.
Ég er búinn að kaupa 30-80þús 38” ræflagang í síðasta skiptið. Nema þá sem sumardekk. Það verður nefnilega glettilega dýrt til lengdar litið.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá íbbi » 17.feb 2019, 22:05

já sammála því. hef komist af því sama hvað 33 og 35" dekk varðar
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Óttar » 18.feb 2019, 19:30

Það sem ég hef saknað í dekkjaflórunni er dekk sem væri eins uppbyggt og gamla góða 38" dekkið t.d mudder eða ground hawk bara númeri eða tveimur stærra. Ég er alveg ringlaður þessa dagana, mér finnst nýja nokian 44" eins og risavaxið fólksbíladekk og 46" algert monster, Mér líst vel á goodyear 42" en hefði viljað hafa +2,5 tommur á breyddina. Þannig ef einhver þekkir góðan kínverja sem sérsmíðar dekk þá má hann láta mig vita ;)

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá íbbi » 18.feb 2019, 19:35

held að við þurfum bara að fá einn dekkjaella.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Óttar » 18.feb 2019, 19:49

já nákvæmlega


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá elli rmr » 18.feb 2019, 19:52

Hann er nú OFUR Elli :D

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá StefánDal » 18.feb 2019, 21:00

Ég vona samt að menn séu búnir að gleyma þeirri hugmynd að láta framleiða/flytja inn AT405 án leyfis. Renndi í gegnum 4-5 ára gamlan þráð hér um daginn þar sem menn voru á þeim buxunum og það er vægast sagt sorgleg lesning.

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Óttar » 18.feb 2019, 21:15

StefánDal wrote:Ég vona samt að menn séu búnir að gleyma þeirri hugmynd að láta framleiða/flytja inn AT405 án leyfis. Renndi í gegnum 4-5 ára gamlan þráð hér um daginn þar sem menn voru á þeim buxunum og það er vægast sagt sorgleg lesning.



Ekki langar mig það allavega, mig langar í eitthvað allt annað. Ég var bara að tala um algerlega eigin framleiðslu enda tilgangslaust að stela einhverju munstri og skera það svo í drasl þannig að það sé óþekkjanlegt. Framleiða bara dekk sem kemur orginal svona eins og menn vilja hafa það :) En svo er spurning hvort maður þurfi að hanna belginn líka

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Óskar - Einfari » 19.feb 2019, 11:25

Keyrði fyrst á 38" radial mudder fyrir mörgum árum og svo í 8-9 ár á 38" Mickey Thompson MTZ á 12" breiðum stálfelgum sem eru náttúrulega hætt í framleiðslu fyrir rúmum áratug síðan. Snemma í vetur fór ég af MTZ yfir í 38" AT405 á 12" breiðum álfelgum....... ég sé eftir að hafa ekki gert þetta fyrr, þvílík breyting á bílnum. Virka betur við allar aðstæður og þarf að hleypa minna úr til að drífa betur en MTZ og mudder. Kanski á ég ennþá eftir að finna aðstæðurnar þar sem MTZ var að einhverju leyti betri en hingað til hef ég ekki getað fundið neina kosti við MTZ til að réttælta það frammyfir aaaaaalla kostina sem AT405 hefur.

En það er orðið hrikalega lítið um 38" R15 dekk... því miður...

40" R17 virðast vera nýja trendið. Eru fjöldaframleidd og ódýrari en t.d. 38" AT405. En ég er ekki viss um hversu mikill er ávinningurinn fyrir utan auka hæð undir bílinn. Þau eru öll mjórri t.d. og það verður alltaf grafarþögn þegar maður spyr hvernig þau eru að reynast????
42" R17 goodyear eru áhugaverð og orðin mjög algeng, menn hafa reyndar tala um að þau er stíf, væri alveg gaman að heyra meira hvernig þau reynast undir 2-3T bílum.
44" DC þekkja allir.... kostina og gallana. Ferlega leiðinleg keyrsludekk en þetta er algengasta 44" dekkið undir snjójeppum og virkar, ekkert frábært en það bara virkar!
44" Nokian núna í vetur finnst mér hafa orðið algjört stökk! orðin hrikalega algeng. Virðast vera algjör afburða keyrsludekk og margir tala vel um þau í snjó. Einhverjir hafa rantað yfir þeim en vantar undantekningarlaust rökstuðning þannig að það er spurning hvort það sé öfund??
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá StefánDal » 19.feb 2019, 12:42

Mér sýnist einmitt þessi gagnrýni sem 44" Nokian dekkið fær, koma alfarið frá mönnum sem eiga ekki svona gang. Eru þá yfirleitt að gagnrýna verð og útlit dekksins.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá olei » 19.feb 2019, 12:52

Ég er búinn að keyra á 42" Goodyear á 14" breiðum felgum í nokkur ár og er kominn með ágætis samanburð við önnur dekk undir álíka þungum bílum ~2,5 tonn tómir.

Það er þokkalegt að keyra á þeim, álíka hávaði og í 38" radial mudder. Þau eru mun stífari en mýkstu radial dekkinn eins og; mudder, AT.... Í fyrstu ferðunum þýddi ekki að fara neðar en ~ 3psi. Ef ég fór neðar gekk miðjan í bananum upp og drifgetan minnkaði frekar en hitt. En með tímanum mýkjast þau og í dag fer ég niður í ~1,5 psi og þau leggjast mun betur en þau gerðu ný.

Drifgetan?
Milli þeirra og 38" er enginn samanburður undir bíl í þessum þyngdarflokki. Þau ryðja slóð í færi þar sem álíka 38" bílar eru í basli í förunum og eiga enga möguleika fyrir utan þau. Þau eru mjög sambærileg í drifgetu við 44" DC. Jú DC hefur vissulega meira flot og í einstaka færi skilar það sér, en dæmið snýst stundum við þegar radial byggingin gefur meira grip. Þetta er auðvitað afstætt allt saman, engir tveir bílar eins og ökumenn misjafnir svo það er vissara að taka þessu öllu með saltklípu. Heilt yfir hefur 44" DC trúlega vinningin í snjó - en þar er bitamunur en ekki fjár.

Þau dekk sem hafa sýnt afgerandi meiri drifgetu undir sambærilegum bílum sem ég hef ferðast með eru tálguð og skorin 46" MT túristadekk. Það litla sem ég hef séð til 44" Nokien bendir til verulegra yfirburða, en það á eftir að koma betur í ljós síðar.

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Óttar » 19.feb 2019, 15:30

Þekkja menn eitthvað til pitbull 42"?

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá íbbi » 19.feb 2019, 17:30

ánægður með lífið í þessum þræði!

hversu breið eru 42" goodyear dekkin?

maður hefur heyrt draugasögur um pitbullinn og irok, hvað segja menn um það?



ég hef ekkert nema gott heyrt af 40" cooper dekkjunum. þau séu afar góð í akstri.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Startarinn » 19.feb 2019, 21:13

Ég gafst upp a 41" Irok, Ég keypti gang sem vantaði eitt dekk í og var búinn að ganga gegnum 4 dekk svipuð eða minna slitinn, til að reyna að finna 1 í viðbót, þau litu öll vel út að utanverðu, en ef maður beyglaði dekkið og leit inní það var allt kross sprungið að innað þó sæji ekki á þeim að utan, þessar sprungur voru ekkert meiri við kubbana.

Og þau áttu það öll sameiginlegt að þegar byrjaði að leka þá opnaðist bara rifa eftir því sem var reynt að tappa þau.

Ég var náttúrulega að berjast við gömul dekk, svo það er alls ekki gefið að þau séu svona almennt.

En ég þekki nokkra sem hafa sett þétti drullu inní 44" DC og notað lengi á eftir, það leyfi ég mér að fullyrða að er ekki hægt með 41" irok
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá olei » 20.feb 2019, 19:15

íbbi wrote:ánægður með lífið í þessum þræði!

hversu breið eru 42" goodyear dekkin?

maður hefur heyrt draugasögur um pitbullinn og irok, hvað segja menn um það?



ég hef ekkert nema gott heyrt af 40" cooper dekkjunum. þau séu afar góð í akstri.

42" Goodyear er 14,5" á breidd. Áður en Nokien-AT kom til skjalanna var það stærsta radial dekkið sem kom til greina undir jeppa. Þau standa vel mál á hæðina og eru reyndar hærri en t.d. 44 DC.

Önnur 42" dekk eins og Irok og Pitbull eru diagonal... Það er mín skoðun að það er borgandi tvöfalt verð fyrir radial í jeppadekkjum. Þ.e.a.s. radial sem hefur sannað sig og er frá framleiðanda sem er líklegur til að skila svipaðri vöru ár eftir ár.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá ivar » 20.feb 2019, 19:43

Ég er í svipuðum pælingum þessa daganna.

Mér finnst AT dekkin góð á meðan þau eru ný en fljótlega uppúr 1/3 sliti, max 1/2 slitin finnst mér þau ekki góð. Gallinn við þau dekk eru fyrst og fremst verðið eins og staðan er í dag. Ef þau væru á svipuðu verði og nýju Cooper dekkin hugsa ég að ég færi í ný svoleiðis dekk.
En það er nú ekki tilfellið heldur eru þetta með dýrari og endingaverri dekkjunum frá mér séð.

Ég hef verið pínu spenntur fyrir 37" Toyo Open country M/T en þau standa svo til sömu mál undir sambærilegum bílum og AT dekkið. Hef enga reynslu af þeim í snjó en notaði þessa dekkjategund undir F350 um tíma og alveg ótrúlega ánægður með þau þar. Veit í raun ekki hvað þau kosta svo ég get ekkert tjáð mig um það.

Er mikið búinn að vera að spá í að gera smá breytingar á bílnum til að koma 40" undir með 17" felgu og hafa þá gott úrval.

Af næstu stærð verð ég að gefa Good year 42" góð meðmæli en tek undir það sem hefur áður komið fram að það þurfti aðeins að tyggja þau undir bílnum áður en alvöru notkun hófst. Myndi setja þau í sama drifgetuflokk og 44" DC nema það er eitt leiðinlegasta dekk sem ég hef keyrt á meðan 42" GY er flott keyrsludekk.

IROK 39,5" eru dekk sem ég hef haft góða reynslu af sem ný dekk en enga reynslu með gömul svoleiðis dekk. Á sama tíma er ég lítið hrifinn af 41" IROK. Þau IROK dekk sem ég hef notað eru laus á felgu og þarf að taka tillit til þess við felguval, hvort sem þær eru valsaðar eða eitthvað annað.

44" Nokian er dekk sem ég er virkilega spenntur fyrir en er ekki með neina teljandi reynslu af þeim. Þau grípa hinsvegar lítið í ófærð miðað við önnur dekk í sama stærðaflokki en alger draumur að keyra.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá olei » 21.feb 2019, 00:28

Cooper er spennandi á þessu verði. Við ættum að fá reynslusögur af þeim fljótlega - þau eru allavega komin undir slurk af bílum nú þegar.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá grimur » 21.feb 2019, 01:52

Mig langar að lauma hér inn smá pælingu með breidd og hæð á dekkjum. Mér hefur alltaf fundist breiðari dekk einhvernveginn vígalegri og drifgetulegri að sjá, en reynslan hefur eiginlega sýnt að það er alls ekkert endilega tilfellið. Auðvitað spilar svo margt annað inn í eins og stífni, belglagið, breidd felgu ofl ofl., en það sem ég er að reyna að segja með þessu er að breiðari dekk eru alls ekki endilega betri í ófærð. Hæðin á dekki ræður mjög miklu um hvað dekk nær að troða undir sig, það sést best í færi þar sem er skel og sykur undir, með dekk undir ákveðinni stærð(sem er eitthvað X þann daginn á ákveðnum stað) kemst maður bara nánast ekkineitt áfram á lágum dekkjum(munið þið eftir "terrum" eða ofur-breiðu 36" Cepek?)
Breiddin hjálpar svosem við þennan statíska "burð" til að bíllinn sökkvi ekki, þar af leiðandi þarf vissulega breiðari dekk undir þyngri bíla til að þeir fljóti.

Með þessar pælingar í erminni hef ég eiginlega komist að þeirri niðurstöðu að há, mjúk og að þvi er virðist asnalega mjó radial dekk séu jafnvel bestu snjódekkin. Þar tikka Cooper og Pro Comp í öll boxin, sem og fleiri 40" radial dekk sem fást í USA.

Ég vona að einhver sé dálítið ósammála þessum hugleiðingum og smelli inn fleiri punktum í þessa umræðu :-)

Kv
Grímur

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá jongud » 21.feb 2019, 08:06

íbbi wrote:ánægður með lífið í þessum þræði!
...
maður hefur heyrt draugasögur um pitbullinn og irok, hvað segja menn um það?
...


Ég er líka að heyra draugasögur um Pitbull, nógu mikið til að ég sé á því að það séu einhverjir reimleikar þar á ferðinni.
Þau virðast vera með svipað orð á sér og Parnelly-Jones dekkin höfðu á sínum tíma, eiga til að vírslitna og þola bara alls ekki að keyrt sé á úthleyptu.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Óskar - Einfari » 25.feb 2019, 12:03

42“ Goodyear, þarf þetta ekki sömu brettakanta, hækkun og úrklippingu eins og 44“ DC?
Síðast breytt af Óskar - Einfari þann 25.feb 2019, 12:35, breytt 1 sinni samtals.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá íbbi » 25.feb 2019, 12:22

Er klettur með goodyear dekkin? Hvernig eru verðin á þeim
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Óskar - Einfari » 25.feb 2019, 12:39

íbbi wrote:Er klettur með goodyear dekkin? Hvernig eru verðin á þeim



129.900,- hjá Klett
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá íbbi » 25.feb 2019, 17:38

fullorðins verð!

en ef það er eitthvað dekk sem ég hef verið að heyra hrósað að undanförnu þá er það þetta dekk. eru þau radial?
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá elli rmr » 25.feb 2019, 22:55

42" good year eru radial


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá olei » 26.feb 2019, 01:42

Meira um 42" Goodyear radial. Ég tók dekkin af felgunum, er í dekkjastússi. Tímabundið fékk ég lánuð 38" AT, gömul og slitin. Munurinn á hljóði var verulegur AT í hag. Það eru engar ýkjur að GoodYear hljómar eins og 38" mudder. Verulegur munur á AT hvað það snertir.

Annað sem ég ætla að nefna með GoodYear, ég hef komist að því að þau eru alls ekki ónæm fyrir ruddalegum úrhleypingum. Ég sé yfirborðssprungur í munstri eftir fáein þúsund km á 8-10 psi á hálendisvegum að sumri og eftir kannski 20 daga á fjöllum í snjóakstri síðan 2013. Ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum þegar ég var að rýna í þetta, bjóst ekki við þessu. Ég hef notað þau eins og ég notaði 38" Ground Hawk radial undir Willis í den, það er greinilegt að það má ekki. Raunar ekki skrýtið því að GoodYear er það mikið stífara dekk, eitthvað verður undan að láta.

Ég hef hingað til ekki verið með úrhleypibúnað, það hefur aldrei komist í verk að smíða hann. Það hefði örugglega borgað sig að gera það strax og sýna dekkjunum meiri virðingu og það verður væntanlega gert hér eftir.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Kiddi » 26.feb 2019, 04:30

40" dekkjunum fer fjölgandi...

Capture.PNG
Capture.PNG (388.77 KiB) Viewed 21967 times


https://www.milestartires.com/light-tru ... agonia-mt/

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Óttar » 27.feb 2019, 11:53

íbbi wrote:Er klettur með goodyear dekkin? Hvernig eru verðin á þeim




Ég veit ekki hvað þau kosta hér heima en ég hef verið að skoða að taka þau hjá summit og heim með shop usa þá er gangurinn 415þús kominn heim að dyrum.


aronicemoto
Innlegg: 76
Skráður: 19.jún 2012, 07:44
Fullt nafn: Aron Frank Leópoldsson
Bíltegund: Nissan

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá aronicemoto » 27.feb 2019, 15:06

Hefur eitthver prufað boggerinn?

https://www.summitracing.com/dom/parts/ ... /overview/

Hægt að fá hann í mörgum stærðum fyrir 15" meira segja 39,5x18r15

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá jeepcj7 » 27.feb 2019, 19:20

Bogger er ekki radial en alveg úrvalsdekk ef aflið er mikið og gripið er óviðjafnanlegt hef notað svona 39.5 18/15 í snjó og það er ekki á heimavelli þar frekar stíft til úrhleypinga og grefur sig mikið niður.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá jongud » 28.feb 2019, 07:52

Óttar wrote:
íbbi wrote:Er klettur með goodyear dekkin? Hvernig eru verðin á þeim


Óskar - Einfari; 129.900,- hjá Klett

Ég veit ekki hvað þau kosta hér heima en ég hef verið að skoða að taka þau hjá summit og heim með shop usa þá er gangurinn 415þús kominn heim að dyrum.


Munar 100 þúsund, en hins vegar, ef hægt er að kría út afslátt hjá Klett sem mun þá líklega setja dekkin á á sýna ábyrgð þá er spurning hvora leiðina á að fara.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá jongud » 28.feb 2019, 07:53

aronicemoto wrote:Hefur eitthver prufað boggerinn?

https://www.summitracing.com/dom/parts/ ... /overview/

Hægt að fá hann í mörgum stærðum fyrir 15" meira segja 39,5x18r15


Ég hef heyrt að Boggerinn slitni frekar fljótt úti á vegum, gúmmíið er sagt álíka mjúkt og strokleður.

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Óttar » 28.feb 2019, 08:20

jongud wrote:
Óttar wrote:
íbbi wrote:Er klettur með goodyear dekkin? Hvernig eru verðin á þeim


Óskar - Einfari; 129.900,- hjá Klett

Ég veit ekki hvað þau kosta hér heima en ég hef verið að skoða að taka þau hjá summit og heim með shop usa þá er gangurinn 415þús kominn heim að dyrum.


Munar 100 þúsund, en hins vegar, ef hægt er að kría út afslátt hjá Klett sem mun þá líklega setja dekkin á á sýna ábyrgð þá er spurning hvora leiðina á að fara.



Það fór eitthvað fram hjá mér að það væri komið fram verð :) En það er alveg rétt hjá þér, þetta er ákveðin séns og spurning hvort það sé þess virði


petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá petrolhead » 01.mar 2019, 06:35

Skemmtileg umræða hér !

Ég er nú víðsfjarri því að vera einhver mógúll í þessum efnum en allt hefur þetta dót sína kosti og sína galla.
Ég keyrði í 3 ár á 38" Mickey Thompson ATZ og líkað alveg þokkalega við þau, þau voru hljóðlát og alveg fínt að keyra á þeim úr á vegi en mér fannst þau ágæt í snjó en alls ekki góð í hálku þó þau væru microskorin. Það var heldur ekki gott að keyra á þeim á götum með hjólförum, tóku mikið í stýri þar.
Ég skipti svo í 41" IROC og kann um margt betur við þau, mikið betri í hálku...bara micro skorin, ég finn mikið minna fyrir að keyra á götum þar sem eru hjólför og þau eru fín út á vegi líka fyrir utan hávaðann sem mér finnst, so far, þeirra stæðsti ókostur en það á svo eftir að koma í ljós hvort þau molna utan af felgunum eins og margir tala um !

Mér finnst hins vegar felgustærðirnar vera orðinn alger frumskógur, þetta var einfalt hér áður þegar 15, 16 og 16,5 var öll flóran og finnst líka leiðinda þróun að dekkin virðast vera orðin mjórri miðað við hæð en áður var.

MBK
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Óskar - Einfari » 08.mar 2019, 16:51

Bara til að fá þennan þráð upp aftur. Verð í nokkur dekk 08-03-19. Þetta eru listaverð á stöku dekki:
38“ AT405 104.800,- ArcticTrucks
40“ Cooper 69.990,- N1
40" MT MTZp3 94.500,- mtdekk.is
40" Goodyear 124.900,- Klettur
42“ Goodyear 129.900,- Klettur
44“ DickCepeck 159.680,- ArcticTrucks
44“ Nokian 226.900,- - ArcticTrucks
46" R16 MT BAJA CLAW 156.800,- mtdekk.is
46" R20 MT Baja CLAW 141.900,- mtdekk.is
54" R20 MT Baja CLAW TTC 214.300,- mtdekk.is
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá jongud » 09.mar 2019, 10:00

46-tomman ÓDÝRARI en 44-tommu Dick-Cepek gleðigúmmí !!
Betra mynstur, eru 16-tommu (þarf ekki að minnka bremsur) og svo hef ég heyrt að það sé minna um hopp í þeim.

Hvað hafa menn hérna heyrt af reynslu varðandi eldsneytiseyðslu á 46-Thompson borið saman við 44-Cepek?

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá íbbi » 09.mar 2019, 12:28

ekki yrði ég nú hissa ef mótstaðan væri ansi mikil í þeim. enda ansi massíf og mynstrið gróft

svo er annað mál að á notaða markaðinum eru lang bestu kaupin í þeim líka..

í gegnum þetta breytingaferli sem ég er búinn að vera í að undanförnu, hefur hreinlega verið erfitt að segja ekki bara f*kk it og fara í 46", drifgeta þessara dekkja virðist að mestu leyti óumdeild. verðið er gott í samanburði við annað, þolanleg í akstri, mikið af þeim til notuð (.þó það muni eflaust breytast eftir að 44" nokian kom)
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá ellisnorra » 09.mar 2019, 12:49

Nokkrir hafa skotið því að mér að taka dekk líka. Ég hef ekki verið hrifinn af þeirri hugmynd, amk ekki meðan ég er að gera trial and error (so far bara trial, ekkert error) með þennan innflutningsbransa.
Það var rosaleg tilviljun hvenrig ég datt niður á þennan felguframleiðanda, algjört lottó.
Er einhver stemning fyrir hóppöntun á dekkjum líka? Ég væri alveg til í að sjá um það, en ég er hræddur við mikið meira claim vesen í dekkjum heldur en felgum.
En þetta þyrfti að vera skothelt, ekkert at405 replica dæmi sem gæti verið gert upptækt og jafnvel sektir eða dómsmál. Eitthvað sem má.
Ég er reyndar með annan felgugám í bígerð svo ég hef varla tíma í þetta- með fullri vinnu -, en alltaf gaman að spekúlera :)
Ef einhver er með contact þá er ég til í að þreifa á málinu.
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir