Hvert er fínt að fara fyrir byrjenda?

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
Gaddi
Innlegg: 3
Skráður: 04.sep 2018, 09:11
Fullt nafn: Garðar Snær Helgason

Hvert er fínt að fara fyrir byrjenda?

Postfrá Gaddi » 04.sep 2018, 09:20

Er að leita eftri leiðum í léttari kantinum fyrir mig því ég var nú bara að byrja í þessu.
Er á höfuðborgarsvæðinu og með 38" breyttan Ford expedition á frekar lélegum dekkjum.
Er til í að fara einn eða með öðrum bílum.
Fyrir fram þakkir




Robertemil
Innlegg: 1
Skráður: 04.sep 2018, 14:47
Fullt nafn: Róbert emil aronsson
Bíltegund: Nissan patrol y60

Re: Hvert er fínt að fara fyrir byrjenda?

Postfrá Robertemil » 04.sep 2018, 14:50

Ég var að byrja í þessu líka og fyrsta ferðinn sem eg fór í var þolmörk

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hvert er fínt að fara fyrir byrjenda?

Postfrá Sævar Örn » 04.sep 2018, 18:20

Fáðu einhvern vanan til að fara með þér þúsundvatnaleið á hellisheiði, og ef þú treystir dekkjunum í smá steinabrölt þá eru ýmsar skemmtilegar leiðir kringum hafravatn og úlfarsfell
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hvert er fínt að fara fyrir byrjenda?

Postfrá jongud » 05.sep 2018, 08:09

Ferðaklúbburinn 4X4 er með átak núna varðandi nýja félaga. Það verður eitthvað af hópferðum á þeirra vegum í vetur.
Það er að vísu allt á fullu núna vegna sýningarinnar sem verður í Fífunni í Kópavogi 14-16 sept. En Ungliðar/nýliðar verða með þétta dagskrá í allan vetur og það eru allir velkomnir á opið hús í Síðumúla 31 á miðvikudagskvöldum um kl. 8.


jk2
Innlegg: 30
Skráður: 20.nóv 2011, 13:33
Fullt nafn: Jónas Jóhann Karlsson

Re: Hvert er fínt að fara fyrir byrjenda?

Postfrá jk2 » 06.sep 2018, 11:47

Verður Litlanefndin eitthvað meira á ferðinni í vetur ? Hvenær kemur dagskráin fyrir hana ?eða Nýliða ?

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hvert er fínt að fara fyrir byrjenda?

Postfrá jongud » 06.sep 2018, 15:28

jk2 wrote:Verður Litlanefndin eitthvað meira á ferðinni í vetur ? Hvenær kemur dagskráin fyrir hana ?eða Nýliða ?


Þú hefðir betur mætt á mánudagskvöldið...
Enn að öllu gríni slepptu, þá er fésbókarhópur fyrir litlu nefndina.
https://www.facebook.com/Litlanefnd.F4x4/


jk2
Innlegg: 30
Skráður: 20.nóv 2011, 13:33
Fullt nafn: Jónas Jóhann Karlsson

Re: Hvert er fínt að fara fyrir byrjenda?

Postfrá jk2 » 06.sep 2018, 16:21

Þú hefðir betur mætt á mánudagskvöldið...


Því miður þá þarf vinnan stundum að ganga fyrir ;)

En veistu fyrir okkur sem ekki komumst á fundinn hvort dagskráin verði birt eða hvernig það er ?

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hvert er fínt að fara fyrir byrjenda?

Postfrá jongud » 07.sep 2018, 08:10

jk2 wrote:
Þú hefðir betur mætt á mánudagskvöldið...


Því miður þá þarf vinnan stundum að ganga fyrir ;)

En veistu fyrir okkur sem ekki komumst á fundinn hvort dagskráin verði birt eða hvernig það er ?


Mig minnir að dagskráin sé ekki birt í heild sinni, en viðburður og ferðir eru auglýstir með einhverjum fyrirvara á heimasíðu klúbbsins.
Litlanefndin verður með sér bás á sýningunni 14-16 sept. í fífunni, en annars er bara að leita uppi fésbókargrúppuna eða senda tölvupóst á litlanefnd[hjá]f4x4.is

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Hvert er fínt að fara fyrir byrjenda?

Postfrá Járni » 07.sep 2018, 11:20

Er ekki líka komin ferðanefnd hjá F4x4?
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hvert er fínt að fara fyrir byrjenda?

Postfrá jongud » 10.sep 2018, 08:10

Járni wrote:Er ekki líka komin ferðanefnd hjá F4x4?


Jú, ferðanefndin skipuleggur ferðir fyrir stærri en 35-tommu bíla, og hún er held ég líka með bás í Fífunni næstu helgi.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hvert er fínt að fara fyrir byrjenda?

Postfrá jongud » 12.sep 2018, 08:09

Dagskrá ferðanefndar og litlunefndar eru komnar inn á heimasíðu klúbbsins undir "fréttir og tilkynningar"


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir