vantar fróðleik um stýrissnekkju í 2.gen Ram


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

vantar fróðleik um stýrissnekkju í 2.gen Ram

Postfrá petrolhead » 16.aug 2018, 15:18

Sælt veri fólkið.

Veit ekki einhver hér hvort það er einhver munur á stýrissnekkjum í 2.gen Ram eftir því hvort þeir eru V8 eða Diesel ?

Þannig er að snekkjan í bílnum mínum, sem er 1500 bensin, lak og þar sem ég átti aðra á kantinum úr diesel bíl sem var þétt þá setti ég hana í í staðinn fyrir þessa leku.
Ég tók hinsvegar strax eftir að það heyrist meira í stýrisdælunni en gerði áður sérstaklega ef bíllinn er kyrrstæður og stýrinu snúið og mér finnst bíllinn ekki vera eins léttur í stýri og hann var, hann er ekkert þungur í stýri en mér finnst hann hafa verið léttari með gömlu snekkjunni.
Kann einhver skýringu á þessu ??

MBK
Gæi


Dodge Ram 1500/2500-40"


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: vantar fróðleik um stýrissnekkju í 2.gen Ram

Postfrá sukkaturbo » 16.aug 2018, 17:55

Jamm gæti verið loft á ferðinni?

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: vantar fróðleik um stýrissnekkju í 2.gen Ram

Postfrá íbbi » 17.aug 2018, 09:52

Já það er sitthvor maskínan, munurinn á samt bara að vera hlutföllin, það er meira dobblað í 2500+
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: vantar fróðleik um stýrissnekkju í 2.gen Ram

Postfrá petrolhead » 18.aug 2018, 07:25

Sælir félagar.

Ég held að ég hafi verið búinn að ná öllu lofti af þessu, lofttæmdi alla vega eftir kúnstarinnar reglum.

Ef 2500 snekkjan er meira dobbluð þá ætti bíllinn nú frekar að vera léttari í stýri, það er spurning hvort ég verð að prófa að blæða þetta aðeins betur til að útiloka að það sé loft á þessu.
En ef ég fæ þetta ekki betra en það er núna þá hugsa ég að sú leið verði farin að gera gömlu snekkjuna upp og nota hana því ég vil helst hafa þetta þannig að ég geti snúið borð í borð með einum putta eins og var hægt.

mbk
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-40"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir