Nankang FT9 MT 37" dekk


Höfundur þráðar
stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Nankang FT9 MT 37" dekk

Postfrá stebbiþ » 08.jún 2018, 16:02

Sælir.
Hefur einhver hér reynslu af þessum Nankang 37 x 12.50R15 dekkjum sem Sólning er að selja. Finn lítið um þau á netinu, samt smá frá einhverjum áströlskum jeppaköllum sem virðast vera ánægðir með þau.
Kv, Stefán Þ.



User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Nankang FT9 MT 37" dekk

Postfrá íbbi » 08.jún 2018, 17:03

ég ætlaði að kaupa svona dekk, en gafst upp á biðini (síðasta sumar) allir sem ég talaði við voru ljómandi sáttir við þau. þau virðast samt heldur lítil í málum m.v mörg önnur
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Nankang FT9 MT 37" dekk

Postfrá Sævar Örn » 09.jún 2018, 15:31

Fékk mér svona í gær frá Sólningu og fór beina leið inn í þórsmörk á 12 pundum þetta var einsog að vera á betri malbiksvegum sem við þekkjum, bíllinn léttur í stýri og rásar ekki vott, hávaði er ekki eftirtektarverður, kosturinn fyrir mig, gíring nokkuð rétt og hraðamælir réttur, fín sumardekk í stað 38" at dekkjanna á Hilux jeppanum mínum

150 kall undir komið
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Nankang FT9 MT 37" dekk

Postfrá karig » 12.jún 2018, 07:48

Þetta eru fín dekk, a.m.k. undir hilux, þurfti lítið að ballanssera, bíllinn eyðir mun minna en á 38" og verðið er mjög gott. Er búinn að keyra á svona síðan í fyrravor, ekki neitt nema gott um þau að segja, sérlega hljóðlát, þrátt fyrir gróft munstur. Kv, Kári.


Höfundur þráðar
stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Nankang FT9 MT 37" dekk

Postfrá stebbiþ » 12.jún 2018, 15:03

Þakka góð svör.
Já, ég hef ekki lesið neitt nema jákvætt um þessi dekk. Fór í gær í Sólningu og nældi mér í 4 stykki. Hæstánægður með þau.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 23 gestir