RD28 mótor vill ekki í gang


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

RD28 mótor vill ekki í gang

Postfrá thorjon » 07.apr 2018, 08:59

Sælir félagar,

Nú vantar mig uppástungur/aðstoð )

Er með 98 módel af Patrol með 2.8 vél (RD28),
Er nýlega búinn að rífa vélina úr ( og aftur í) þar sem skipt var um sveifarás, tímareim og annað smotterí í leiðinni.
Búinn að keyra bílinn ca 200 km eftir viðgerð og vélin hefur malað eins og gæfur köttur.

..... þangað til í gærmorgun þegar ég ætlaði að starta kvikindinnu þá tekur hann ekkert við sér, semsagt snýr startaranum en svo ekki söguna meir.

Mig grunar að hann hafi einfaldlega orðið olíulaus ( er allaveganna að láta mig dreyma um það....)
búinn að athuga hvort olía/diesel sé að koma frá hráolíusíu og þar er nóg af olíu. Losaði eina dísu og lét startarann ganga en gat ekki séð að olía væri að koma frá olíuverki ( allaveganna engar "gusur"). Öll öryggi virðast í lagi.

Og þá er spurningin... hvur djöfullinn getur þetta verið ?? Þar sem bíllinn gekk eins og "draumur" þangað til honum var lagt í stæði og svo steindauður 2 dögum seinna þegar ég reyni að gangsetja ( tek það fram að tankurinn var alveg kominn niður á neðsta rauða strik)

... Jæja.. ausið nú úr viskubrunnunum kæru félagar ;)

kveðja: Þórjón




elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: RD28 mótor vill ekki í gang

Postfrá elli rmr » 07.apr 2018, 09:30

án þess að vita nokkuð um patrol þá tók ég vél úr D Max einusinni og þegar kom að gangsetningu þá fór hann ekki í gang tók ekki við sér eða neitt þar til að ég tengdi bilanagreiningatölvu við hann og eyddi út öllum villum og þá datt hann í gang... en það var að vísu 2007 bíll sem er vissulega með eithvað meira af tölvubúnaði ....


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: RD28 mótor vill ekki í gang

Postfrá thorjon » 07.apr 2018, 10:44

hmm, já, það urðu svo sem "útundan" 2 tengi í vélarsalnum :) sem gera það að verkum líklega að engine ljósið logar.. en hann er búinn að mala eins og kettlingur eftir að ég setti hann fyrst í gang eftir ísetningu... og alltaf startað á fyrsta starti .. svo bara allt í einu vill hann ekki taka "eitt hóst" :(
þannig að held að þetta tengist ekki bilanakvótum ( þótt ég svo sem hafi ekki hundsvit á því hehe)

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: RD28 mótor vill ekki í gang

Postfrá Sævar Örn » 07.apr 2018, 16:05

Hvernig er með ádreparann á olíuverkinu getur verið að hann hafi hrokkið úr sambandi fyrst þú færð hráolíu frá síu að verkinu en ekki út úr verkinu að spíssum
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: RD28 mótor vill ekki í gang

Postfrá Startarinn » 07.apr 2018, 19:52

'98 modelið er með tölvustýrt verk að mér skilst, er ekki nóg að þessir tveir vírar hafi verið útundan?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: RD28 mótor vill ekki í gang

Postfrá thorjon » 09.apr 2018, 00:22

það tilkynnist hér með að ég fékk "rasshausa"verðlaun helgarinnar :) mér semsagt tókst í fyrsta skipti síðan ég var 17 ára að verða díesel laus hahahaha.... náðum honum í gang með því að draga kvikindið í 4 gír.
Merkilegur andskoti að það passaði akkurat að kvikindið varð olíulaus þegar ég lagði honum kvöldinu áður !!

Jæja eins og ég sagði RASSHAUS... en það er alltaf gott þegar maður getur hlegið dátt að sjálfum sér og ekki alvarlegri "bilun" en þetta í gangi hehe

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: RD28 mótor vill ekki í gang

Postfrá Startarinn » 09.apr 2018, 13:32

Smá uppástunga.

Þegar þú lendir í þessu næst, þá er handdæla á olíusíunni til að dæla að olíuverki.
Svo losar þú öll spíssarör og stendur vélina í botni meðan henni er startað þartil að þú færð olíu uppað spíssum.
Þá eru rærnar hertar og vélinni startað í gang.

En þetta kemur fyrir besta fólk, og okkur hina líka :)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur