Er þetta nothæf tregðulæsing??


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá helgierl » 10.jan 2018, 19:12

Daginn. Mér áskotnaðist þessi tregðulæsing sem ég gæti sett í 8 tommu Toyotu afturdrif (gamall hilux.) Ég veit ekkert um svona læsingar..... Er þetta eftirsóknarvert? (bíllinn er 35" og kannski 38" í framtíðinni) OG: Er hægt að taka svona í sundur og tryggja að þetta sé í lagi, veit ekkert um ástandið eða hvaða tegund þetta er.
20180110_165743.jpg
20180110_165743.jpg (2.02 MiB) Viewed 7227 times



User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá jongud » 11.jan 2018, 08:27

helgierl wrote:Daginn. Mér áskotnaðist þessi tregðulæsing sem ég gæti sett í 8 tommu Toyotu afturdrif (gamall hilux.) Ég veit ekkert um svona læsingar..... Er þetta eftirsóknarvert? (bíllinn er 35" og kannski 38" í framtíðinni) OG: Er hægt að taka svona í sundur og tryggja að þetta sé í lagi, veit ekkert um ástandið eða hvaða tegund þetta er.
20180110_165743.jpg


Það er greinilegt að sexkantboltarnir á flansinum sem kamburinn boltast á halda þessu saman. Opnaðu þetta bara og farðu varlega, taktu svo myndir innan úr þessu og birtu hér á spjallinu, þá geta örugglega einhverjir sagt hvernig læsing þetta er. Ef þetta er diskalæsing er líklega möguleiki á að endurnýja diskana ef þeir eru uppétnir, allavega ef þetta er frá einhverjum framleiðanda sem er enn starfandi.

EDIT
Þetta er reyndar grundamlega líkt þessari torsen læsingu hérna;
https://www.ebay.com/itm/TOYOTA-Land-Cruiser-Hilux-4Runner-REAR-8-50mm-LSD-Limited-slip-differential/112190338475?hash=item1a1f10b5ab:g:AQUAAOSwA3dYIIGk&vxp=mtr

Taktu endilega fleiri myndir frá öllum hliðum og settu hér á spjallið ÁÐUR en þú tekur það í sundur. Það gæti verið leiðinlegt að setja það saman.


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá helgierl » 11.jan 2018, 12:50

Takk fyrir svarið.... já þetta er eitthvað mjög svipað. Ég ætla að fara varlega í að taka þetta í sundur.
Ég sé reyndar að það er miði á drifkúlunni undir bílnum með "LSD" limited slip diff..... bendir til að bíllinn hafi komið með tregðulæsingu.... þetta er kannski eitthvað sem var í sumum af þessum bílum orginal...
20180111_113732.jpg
20180111_113732.jpg (132.06 KiB) Viewed 6988 times


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá helgierl » 11.jan 2018, 23:29

Vogun vinnur vogun tapar.... lét vaða með sexkantinn, opnaðist með hæfilegum látum, greinilega einhver spenna á þessum gormum..... Frábært væri ef einhver kann að nefna fyrirbærið !
20180111_224746.jpg
20180111_224746.jpg (2.91 MiB) Viewed 6846 times
20180111_224316.jpg
20180111_224316.jpg (2.18 MiB) Viewed 6846 times
20180111_224126.jpg
20180111_224126.jpg (2.16 MiB) Viewed 6846 times
20180111_225604.jpg
20180111_225604.jpg (1.84 MiB) Viewed 6846 times

User avatar

MixMaster2000
Innlegg: 101
Skráður: 05.des 2011, 20:41
Fullt nafn: Heiðar Þorri Halldórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1974

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá MixMaster2000 » 11.jan 2018, 23:46

Þetta er "No Spin" læsing.
Hún er vel nothæf.

Kv Heiðar Þorri
Ford Bronco 1974, 351W EFI
Polaris 800 RMK 155
Polaris Fusion, 900


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá sukkaturbo » 12.jan 2018, 00:25

Jamm ef þetta væri diskalás þá væru diskar inn í henni og í sumum bílum er hún kölluð Powerlock og þarf sú læsing sér olíu LSD. Hægt að stífa hana með því að fjölga diskum.En Nospin þarf bara 80/90 gírolíu og er frekar leiðinleg læsing á það til að skjóta af sér spennu með miklum látum en hún er 100% lás og virkar.Thorsen er öðruvísi að innan fleiri hjól og önnur virkni
Viðhengi
s-l500.jpg
Thorsenlás
s-l500.jpg (27.67 KiB) Viewed 6823 times

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá jongud » 12.jan 2018, 08:21

Það virðist eitthvað hafa gengið á í þessari læsingu miðað við hvernig tennurnar eru í henni. En það þarf ekki að vera svo slæmt. Einhver sagði við mig að hæfilega slitin og jöskuð no-spin væri fín í jeppa.


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá helgierl » 12.jan 2018, 12:23

Áhugavert....er þetta 100% læsing allan tímann? ...


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá helgierl » 12.jan 2018, 12:45

NoSpin maximizes traction by delivering 100% of the torque and power to both drive wheels. It is engineered to keep both wheels in constant drive mode, yet has the ability to automatically "unlock" during turns to permit the necessary wheel speed differentiation.

100% læsing sem á að gefa eftir í beygjum.... Hlýtur samt að gefa þá líka eftir í torfærum?? Nema eins og þú segir jongud að þegar þær slitna þá hætti þær að gefa eftir. Verða meira 100% alltaf..... öfugt við limited slipp læsingarnar sem hætta að læsa þegar þær slitna....


kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá kaos » 12.jan 2018, 13:19

Eins og ég skil þetta, og það er rétt að taka fram að ég er enginn sérfræðingur í þessum læsingum, þá virka þær eins og nokkurskonar einstefnukúplingar eða "skrall" við hvort hjól. Í venjulegum akstri beint áfram snúast bæði hjólin jafn hratt, og taka jafnt á. Í beygju vill ytra hjólið snúast hraðar. Það þýðir að aðeins innra hjólið tekur á, en ytra hjólið "skrallar" hraðar. Ef hinsvegar annað hjólið missir grip, þá snúast þau eftir sem áður jafn hratt, þó átakið sé náttúrlega svo til allt á hjólinu sem hefur grip. Ef þetta væru hreinræktaðar einstefnukúplingar myndi þetta þýða að ekkert átak væri afturábak eða til að halda við niður brekku, og því eru þessar læsingar byggðar þannig að bæði hjólin geta ekki "skrallað" samtímis, heldur skiptir þá um snúningsátt. Þetta þýðir aftur að ef bensíngjöf er sleppt í miðri beygju, þá færist átakið frá því að vera áfram á innra hjólinu í að halda við á ytra hjólinu, sem getur framkallað högg eða slink. Það er, að mér skilst, einn helsti gallinn við þessar læsingar. Enn og aftur, þetta er aðeins byggt á því sem ég hef lesið á netinu, svo ef einhver mér fróðari getur leiðrétt mig, þá endilega gerið það.

--
Kveðja, Kári.


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá helgierl » 12.jan 2018, 20:48

Takk fyrir góð svör. þetta kemur alveg til greina heyrist mér en er kannski ekki draumalæsingin.... Það stendur til hjá mér að setja saman ný drif í bensín hilux 1992 með 5.29 hlutföllum. Væri gaman að hafa hann læstann en er ekki til í að borga bílverð fyrir loftlæsingar..... Sýnist þessar Torsen læsingar mjög efnilegar....

User avatar

MixMaster2000
Innlegg: 101
Skráður: 05.des 2011, 20:41
Fullt nafn: Heiðar Þorri Halldórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1974

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá MixMaster2000 » 12.jan 2018, 22:37

Hérn er video sem sínir hvernig No Spin (detroit locker) virkar: https://www.youtube.com/watch?v=KQ1yMBR7w4Q

No Spin er 100% læsing og það góða við hana er að hún er alltaf á, en þú getur samt beigt í allar áttir. Einhver benti á það hér að ofan að "læsing á það til að skjóta af sér spennu" þetta er bara vandamál í beinskiptum bílum, ég hef alldrei fundið fyrir þessu á sjálfskiptum bíl. Þetta er allavega allger snilldar læsing að mínu mati, ég mundi ekki vilja hafa neina aðra læsingu allavega í afturdrifi. Ég er reyndar með No Spin bæði að framan og aftan hjá mér, sem getur verið leiðinlegt ef maður þarf að keyra á vegi í framdrifinu. En er hinnsvegar mjög gott í snjó, alltaf 100% læstur en hef samt alltaf fulla beygjugetu.

kv Heiðar Þorri
Ford Bronco 1974, 351W EFI
Polaris 800 RMK 155
Polaris Fusion, 900

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá jongud » 13.jan 2018, 10:36

MixMaster2000 wrote:No Spin er 100% læsing og það góða við hana er að hún er alltaf á, en þú getur samt beigt í allar áttir. Einhver benti á það hér að ofan að "læsing á það til að skjóta af sér spennu" þetta er bara vandamál í beinskiptum bílum, ég hef alldrei fundið fyrir þessu á sjálfskiptum bíl. Þetta er allavega allger snilldar læsing að mínu mati, ég mundi ekki vilja hafa neina aðra læsingu allavega í afturdrifi. Ég er reyndar með No Spin bæði að framan og aftan hjá mér, sem getur verið leiðinlegt ef maður þarf að keyra á vegi í framdrifinu. En er hinnsvegar mjög gott í snjó, alltaf 100% læstur en hef samt alltaf fulla beygjugetu.

kv Heiðar Þorri


Ég átti Hilux (elsta boddíið) með no spin að aftan beinskiptan. Það var vissara að fara varlega í hálku þó maður væri á vel negldu og það mátti alls ekki gefa í inn í beygjur, þá fór hann bara beint áfram.
No spin er líka sagt virka betur ef jeppinn er lengri milli hjóla.
Image

User avatar

MixMaster2000
Innlegg: 101
Skráður: 05.des 2011, 20:41
Fullt nafn: Heiðar Þorri Halldórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1974

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá MixMaster2000 » 13.jan 2018, 17:53

Broncoinn er nú ekki langur á milli hjóla :) Þetta virkar allavega vel fyrir mig. En auðvitað er þetta mismunandi á milli manna... og bíla.

kv Heiðar Þorri
Ford Bronco 1974, 351W EFI
Polaris 800 RMK 155
Polaris Fusion, 900

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá íbbi » 14.jan 2018, 04:13

ég hef reyndar ekið bíl sem lét illa í beygjum en var sjálfskiptur, 2001/2 camaro,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá olei » 23.jan 2018, 23:39

Já svei mér þá ef þetta er ekki No-spin útgáfa. Man samt ekki eftir að hafa séð þær rílaðar inn í keisinguna - voru alltaf með þessum dæmigerða mismunadrifskrossi sem gekk í gegnum húsið eins og mismunadrifsöxlarnir gera í venjulegu drifi. (sést í eaton videóinu hér að ofan). Kannski er þessi frá öðrum framleiðanda?

Hvað um það No-spin er að mínu mati stórkostlega vanmetinn búnaður í jeppa. Einkum jeppa sem eru ekki brúkaðir dags daglega og helst notaðir í leikaraskap og fjallaferðir - sterkt, einfalt, mjög endingargott og bara virkar. Helsti gallinn er náttúrulega sá að 100% sjálfvirk driflæsing getur verið varasöm í hálku. En allt er það afstætt.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá jeepcj7 » 24.jan 2018, 11:11

No spin er alltaf læst við gjöf ss átak frá skafti og sleppir þegar slegið er af alveg þrælfínn búnaður sem bara virkar.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá Kiddi » 24.jan 2018, 11:58

Ég hef nú sjaldan verið eins feginn að vera laus við eitthvað, eins og þegar ég losaði mig við blessað nospinnið úr afturhásingunni á Wranglernum. Fór loksins að geta keyrt á einhverri smá ferð í hálku án þess að vera með lífið í lúkunum vegna þess að bíllinn var stöðugt "laus" að aftan. Hætti líka að snúa stöðugt uppá öxla (var að vísu með Musso öxla, sennilega ekki þeir bestu í heimi). Ég myndi hugsa mig vel um áður en ég setti svona búnað í bíl hjá mér... og sennilega enda á því að gera það ekki!

User avatar

dadikr
Innlegg: 158
Skráður: 05.feb 2010, 08:50
Fullt nafn: Daði Már Kristófersson
Bíltegund: Chevrolet K30

Re: Er þetta nothæf tregðulæsing??

Postfrá dadikr » 24.jan 2018, 14:00

Búin að vera með nospin að aftan í mínum fjallajeppa frá upphafi (sjá:http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=13&t=129&p=18796). Mér finnst hún virka frábærlega og hafa fáa galla.

kv, Daði


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir