D44 framhásing, óhljóð

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

D44 framhásing, óhljóð

Postfrá íbbi » 06.des 2017, 18:29

ég geri mér grein fyrir því að það er alltaf illgeranlegt að reyna bilanagreina svona út í loftið.
ætla engu síður að kasta þessu út í cosmosið,

ég er að díla við óhljóð úr framdrifinu hjá mér, þetta er 96 Ram með d44,
þegar bíllinn er í framdrifinu og á inngjöf þá koma háir smellir af og til úr drifinu, eða högg öllu heldur

þegar ég fékk bílinn var hann með brotna öxla og ég skipti um innri og ytri öxla ásamt höbbum og krossum í liðhúsum, þanni að ég veit að öxlarnir eru góðir,
þegar að öxlarnir voru komnir í tók ég eftir að CAD dótið (vacum membran og tilheyrandi til að tengja saman hægri öxlana) virkaði ekki, gaffalinn var fastur, ég liðkaði upp öxulinn sem gaffalinn er á og setti rær upp á hann til að halda gaflinum föstum með driföxlana tengda.

í venjulegum akstri með framdrifið á verður maður ekki varir við neitt, en ég tók eftir því ef ég gaf bílnum vel inn úr kyrrstöðu að það komu frekar þung högg undan bílnum að framan, að mér fannst hægra meginn við miðju, til að lýsa þessu þá líktist þetta því helst að öxull kæmist hálfhring eða svo áður en hann gripi.

áðan ætlaði ég eitthvað að leika mér og brunaði upp langann fjallveg með léttu púðri á, ég var með loftlásinn á að framan, ég tók eftir að þessi högg komu þá reglulega, þegar ég snéri við tók ég eftir að þessi högg koma alltaf núna eftir að ég tek af stað með bílinn í framdrifinu.
það hefur ekki áhrif hvort ég er með lásinn á eða ekki.

ég hef ekki skoðað kamb/pinion eða opnað drifið sjálft. krossar í liðhúsum eru nýjir og óþvingaðir, ég get ekki séð að það sé slag í krossum í framskapti.

það eru engin önnur hljóð í drifinu, vælir ekki í því, og ég get ekki greint að það sé mikið slag í því, m.v að maður seti bílin í drifið á búkka og snúi hjólinu þangað til það tekur.

kv, íbbi


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: D44 framhásing, óhljóð

Postfrá hobo » 06.des 2017, 21:03

Nýlega var ég nálægt Ford 150 sem komu þung högg/smellir frá þegar gefið var vel í, í fjórhjóladrifinu. Hljóðið virtist koma framarlega úr bílnum.
Eftir að búið var að skoða og rífa allt að framan, kom í ljós að bilunin var í millikassanum.
Man ekki hvað var meinið samt.
...bara nokkrir punktar í umræðuna.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: D44 framhásing, óhljóð

Postfrá íbbi » 06.des 2017, 21:07

allt vel þegið, ég er nokkuð viss um að þetta kemur úr hásinguni, þó ég útiloki ekki neitt, ég er að fara skipta um hjólalegur í afturhásinguni um helgina, ætli ég endi ekki á að opna framhásinguna og sjá hvort ég sjái eitthvað
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: D44 framhásing, óhljóð

Postfrá Járni » 07.des 2017, 07:18

Ég átti patrol með auto lokur. Ég var nær alltaf með þær í lock, en þegar þær byrjuðu að svíkja komu annað slagið svaka högg á drifrásina. Ég man að ég gat framkallað það með því að bakka aðeins og keyra svo áfram.
Land Rover Defender 130 38"


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: D44 framhásing, óhljóð

Postfrá sukkaturbo » 07.des 2017, 07:55

Jamm skoðaðu millikassan

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: D44 framhásing, óhljóð

Postfrá íbbi » 07.des 2017, 09:52

Hljóðið er einmitt líkt lokum að svíkja, ein hugmyndin er að tengiróin sé að svíkja,

Hljóðið kemur alveg fremst undan bílnum, þannig að ég væri hissa ef þetta væri millikassinn, en útiloka ekkert
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


sigurdurhm
Innlegg: 27
Skráður: 22.nóv 2014, 13:32
Fullt nafn: Sigurður H Magnússon

Re: D44 framhásing, óhljóð

Postfrá sigurdurhm » 07.des 2017, 11:01

Ég myndi allavega byrja á loknum. Ég hef reyndar lent í því að öxullinn út í lokurnar dróst inn og þá virkaði ekki framdrifið. Minnir að því hafi samt ekki fylgt nein óhljóð.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: D44 framhásing, óhljóð

Postfrá íbbi » 07.des 2017, 12:33

Hann er ekki með lokum þessi, það vacum búnaður sem tengjir saman öxlana, kallað Cad system,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: D44 framhásing, óhljóð

Postfrá íbbi » 07.des 2017, 19:03

jæja, í morgun þegart ég fór af stað þá hafði þetta versnað. klúnkaði og klankaði fyrstu metrana og svo ekkert, og ekkert drif að framan heldur,

ég tók eftir að ég gat ekki heldur sett inn vinstra framdekkið með loftlásnum, sem ég gat áður en ég festi skiptirónna(múffuna)

þannig að þá fór nú grunurinn að lenda á millikassanum, en svo þegar ég kom til vinnu sá ég að Cad dótið hékk undan bílnum á vacum slöngunum, þannig að hann hefur brotið skiptigaffalinn og sprengd loftmembruna út,

af hverju loftlæsingin virkar allt í einu ekki veit ég ekki, pressan fer heldur ekki í gang, einnig veit ég ekki af hverju það er svona mikið álag á gafflinum,

ég kemst vonandi í þetta um helgina,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: D44 framhásing, óhljóð

Postfrá jongud » 08.des 2017, 08:15

íbbi wrote:jæja, í morgun þegart ég fór af stað þá hafði þetta versnað. klúnkaði og klankaði fyrstu metrana og svo ekkert, og ekkert drif að framan heldur,

ég tók eftir að ég gat ekki heldur sett inn vinstra framdekkið með loftlásnum, sem ég gat áður en ég festi skiptirónna(múffuna)

þannig að þá fór nú grunurinn að lenda á millikassanum, en svo þegar ég kom til vinnu sá ég að Cad dótið hékk undan bílnum á vacum slöngunum, þannig að hann hefur brotið skiptigaffalinn og sprengd loftmembruna út,

af hverju loftlæsingin virkar allt í einu ekki veit ég ekki, pressan fer heldur ekki í gang, einnig veit ég ekki af hverju það er svona mikið álag á gafflinum,

ég kemst vonandi í þetta um helgina,


Hvernig festirðu skiptigaffalinn?
Getur verið að þú hafir sett álag á hann "of langt" og þannig ýtt innri öxlinum inn í drifið?

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: D44 framhásing, óhljóð

Postfrá íbbi » 08.des 2017, 11:09

Upprunalega er hann festur með splittum sitthvoru meginn, hann getur hreyfst upp og niður en ekki til hliðana,.

Ég færði hann til á öxlinum og setti ró á öxilinn við hlið gaffalsins svo hann kæmist ekki til baka, en var frír til að ganga upp og niður
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: D44 framhásing, óhljóð

Postfrá jongud » 08.des 2017, 12:34

íbbi wrote:Upprunalega er hann festur með splittum sitthvoru meginn, hann getur hreyfst upp og niður en ekki til hliðana,.

Ég færði hann til á öxlinum og setti ró á öxilinn við hlið gaffalsins svo hann kæmist ekki til baka, en var frír til að ganga upp og niður


Það væri gaman að sjá myndir af því hvernig þetta brotnaði.
EDIT
Fann þetta, þeir eru að gera sama hlutinn.
https://www.youtube.com/watch?v=8GAH7pcVYQg

Og það er orðið erfitt að gruna skiptigaffalinn um græsku eftir að hafa séð hvenig þetta er byggt upp.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: D44 framhásing, óhljóð

Postfrá íbbi » 08.des 2017, 12:44

Ég á eftir að opna þetta, hann hrækti membruni með öxlinum í götuna, gaffalinn gæti verið heill
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Majestic-12 [Bot] og 17 gestir