Lc 90 2001 dìsel sjàlfskiptur leiðinlegur ì akstri
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 158
- Skráður: 03.apr 2010, 20:49
- Fullt nafn: Steinar Valur Steinarsson
Lc 90 2001 dìsel sjàlfskiptur leiðinlegur ì akstri
Sælir snillingar. Vona að þetta sé réttur staður fyrir mann sem ekkert vit hefur á bílum til að spyrja ráða. Þannig er mál með vexti að ég á LC 90 common rail 2001 ekinn 225 þùsund. Hann fór að missa afl á keyrslu annað slagið (sérstaklega þegar gefið var inn) og svo varð þetta viðvarandi og vélarljósið fór að kvikna. Lét tölvulesa hann og þar var villa á olíudæluna(kerfið) sagt að það væri villa sem gæti svosem verið út af hverju sem er í olíukerfinu. Skipt var um hráolíusíu til að byrja með og sett orginal sía og sía í háþrýstidælunni hreinsuð upp. Eftir að það var gert þá virkaði bíllinn bara eðlilega, ég keyrði einhverja 30km og þá kom þetta fyrir í ca 5 sek og svo allt í lagi og eftir næstu 30km kom þetta aftur inn. Nùna var èg að keyra hann og var hræddur um að komast ekki à leiðarenda en nùna ì fyrsta skiptið kveikti hann 2nd STRT aðvörunarljòs drepið var à bìlnum og pròfað að starta aftur þà var ljòsið farið en bìllin samt sem àður leiðinlegur ì akstri nú hef ég heirt talað um að þetta getir verið ventill í olíudælu,spíssar,verkið,mikil laus óhreinindi í kerfinu,túrbína og fl. Hafið þið einhverja þekkingu á þessu? öll hjálp vel þegin.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 158
- Skráður: 03.apr 2010, 20:49
- Fullt nafn: Steinar Valur Steinarsson
Re: Lc 90 2001 dìsel sjàlfskiptur leiðinlegur ì akstri
Sælir.
Með aðstoð Hr. Google kemur í ljós að skv. Manual fyrir LC er áðurnefnt varúðarljós "2nd STRT" óháð umræddum gangtruflunum.
Sennilega hef á bara rekið mig í takkann "2nd" sem lætur sjálfskiptinguna byrja í 2.gír (t.d. í hálku og snjó).
Aftur á móti segir Manualinn varðandi gangtruflanirnar:
"If you cannot increase engine speed (diesel engine).
If engine speed does not increase when the accelerator pedal is depressed, there may be a problem somewhere in
the electronic engine control system."
Sem sagt mig vantar ennþá upplýsingar frá þeim sem þekkja til svona vandræða, sem lýst var hér að framan í fyrri skráningu, og úrlausna við þeim,
þar sem lýsingin í Manualinum, "problem somewhere in the electronic engine control system", segir mér ekki mikið.
Öll hjálp er vel þegin.
Með aðstoð Hr. Google kemur í ljós að skv. Manual fyrir LC er áðurnefnt varúðarljós "2nd STRT" óháð umræddum gangtruflunum.
Sennilega hef á bara rekið mig í takkann "2nd" sem lætur sjálfskiptinguna byrja í 2.gír (t.d. í hálku og snjó).
Aftur á móti segir Manualinn varðandi gangtruflanirnar:
"If you cannot increase engine speed (diesel engine).
If engine speed does not increase when the accelerator pedal is depressed, there may be a problem somewhere in
the electronic engine control system."
Sem sagt mig vantar ennþá upplýsingar frá þeim sem þekkja til svona vandræða, sem lýst var hér að framan í fyrri skráningu, og úrlausna við þeim,
þar sem lýsingin í Manualinum, "problem somewhere in the electronic engine control system", segir mér ekki mikið.
Öll hjálp er vel þegin.
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Lc 90 2001 dìsel sjàlfskiptur leiðinlegur ì akstri
Fyrst hann skánaði eftir síuskipti og hreinsun er ekki úr vegi að skoða lagnir frá tanki og tankinn sjálfan.
Spíssana er hægt að lesa þegar hann er kaldur, það þekkist að loomið uppvið hvalbakinn sé að stríða með skemmdum/slitnum vírum.
Ventilinn á railinu er hægt að prófa bæði viðnámsmæla hann og sjá hvort hann nái að halda réttum þrýstingi á kerfinu.
Spill ventil/ventla á dælunni þekki ég minna en þeir og dælan eru í hættu ef óhreinindi í eldsneyti hafa verið til staðar.
Lesa af bílnum í akstri gæti komist nær sannleikanum.
Spíssana er hægt að lesa þegar hann er kaldur, það þekkist að loomið uppvið hvalbakinn sé að stríða með skemmdum/slitnum vírum.
Ventilinn á railinu er hægt að prófa bæði viðnámsmæla hann og sjá hvort hann nái að halda réttum þrýstingi á kerfinu.
Spill ventil/ventla á dælunni þekki ég minna en þeir og dælan eru í hættu ef óhreinindi í eldsneyti hafa verið til staðar.
Lesa af bílnum í akstri gæti komist nær sannleikanum.
Re: Lc 90 2001 dìsel sjàlfskiptur leiðinlegur ì akstri
Skoðaðu Suction Control valve, hann kostar einhverja 150$ á partsouq. en ef þú gúgglar það þá er þetta víst nokkuð algengt að hann sé með vesen og afleiðingin er aflleysi.
Re: Lc 90 2001 dìsel sjàlfskiptur leiðinlegur ì akstri
Eins og hann segir hér fyrir ofan suction control valve, byrja þar. Þetta eru 2 stk. ventlar sem eru settir aftaní common rail dæluna rauður og grænn passa að rugla þeim ekki :) Ég er með sama bíl 2001 og var með þetta vandamál líka, bíllinn missti af endrum og eins og stundum kom vélarljós. Skipti um báða ventlana og bíllinn snarbreyttist og er nú betri heldur en hann hefur verið í mörg ár. Set hér link líka sem er gott að skoða. Þessir ventlar kosta 35 þús í umboðinu getur líka fengið þá hjá Framtak Blossa kosta líka 35 þús. þar. Sumir segja að það dugi að hreinsa þá en mér finnst það ekki þess virði að reyna það.
http://www.baileysdiesel.com/on-highway ... rol-valve/
http://www.baileysdiesel.com/on-highway ... rol-valve/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 158
- Skráður: 03.apr 2010, 20:49
- Fullt nafn: Steinar Valur Steinarsson
Re: Lc 90 2001 dìsel sjàlfskiptur leiðinlegur ì akstri
Ekki vill svo til að einhver viti partanùmerið à þessum ventlum. Eru ekki til hjà umboðinu og eru ekki vissir hvenar þeir koma aftur. Vilja samt ekki gefa upp nùmerið à þeim
Re: Lc 90 2001 dìsel sjàlfskiptur leiðinlegur ì akstri
En Framtak Blossi uppá Höfða, ég keypti þar.
Re: Lc 90 2001 dìsel sjàlfskiptur leiðinlegur ì akstri
Helvítis leiðindi farin að vera í þeim að vilja ekki gefa upp númer á pörtum. Augljós merki um að dótið er yfirprísað. Sér í lagi þegar þeir eiga þetta ekki og vita ekki hvenær er von á að fá þetta í hús...Toyota að drulla uppá bak á Íslandi. Ég hef verið hinn mesti Toyota maður hingað til, en svona viðmót er ansi fljótt að skemma.
Eftir að Palli og fjölskylda seldi hefur þetta bara farið niðurávið, hann vissi alveg hvað þetta merki snerist um og hvernig átti að viðhalda því. Þannig er greinilega ekki haldið á þessu í dag. Þó að þetta hafi verið starfsmaður á plani, þá kemur tónninn ofanfrá.
Kv
G
Eftir að Palli og fjölskylda seldi hefur þetta bara farið niðurávið, hann vissi alveg hvað þetta merki snerist um og hvernig átti að viðhalda því. Þannig er greinilega ekki haldið á þessu í dag. Þó að þetta hafi verið starfsmaður á plani, þá kemur tónninn ofanfrá.
Kv
G
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 158
- Skráður: 03.apr 2010, 20:49
- Fullt nafn: Steinar Valur Steinarsson
Re: Lc 90 2001 dìsel sjàlfskiptur leiðinlegur ì akstri
"Eins og hann segir hér fyrir ofan suction control valve, byrja þar. Þetta eru 2 stk. ventlar sem eru settir aftaní common rail dæluna rauður og grænn passa að rugla þeim ekki :) Ég er með sama bíl 2001 og var með þetta vandamál líka, bíllinn missti af endrum og eins og stundum kom vélarljós. Skipti um báða ventlana og bíllinn snarbreyttist og er nú betri heldur en hann hefur verið í mörg ár. Set hér link líka sem er gott að skoða. Þessir ventlar kosta 35 þús í umboðinu getur líka fengið þá hjá Framtak Blossa kosta líka 35 þús. þar. Sumir segja að það dugi að hreinsa þá en mér finnst það ekki þess virði að reyna það."
Takk fyrir þessar upplýsingar.
Fór í Framtak-Blossa í dag og fékk ventlana tvo (Suction Control Valve) á samtals ca. 31 þús. með stgr.afslætti.
Um kvöldmatarleytið var ventlunum skipt út og vélarsalurinn síðan hreinsaður og háþrýstiþveginn.
Nú er búið að prófa bílinn í kvöld í alls konar keyrslu og inngjöfum/spyrnum og ekki borið á neinu kraftleysi. Þetta er orðið allt annað og betra.
Aðeins smávægileg og örstutt "hik" (í sekúndubrot) komu upp við "spyrnu-gjöf" og því kemur upp sú spurning að þar sem ekki er búið að eyða út úr tölvunni bilunar-meldingunni, þá sé það að hafa framangreind áhrif.
Hvað segið þið mér vitrari vélamenn um þetta sem mögulega orsök ?
Kv.
S.
Takk fyrir þessar upplýsingar.
Fór í Framtak-Blossa í dag og fékk ventlana tvo (Suction Control Valve) á samtals ca. 31 þús. með stgr.afslætti.
Um kvöldmatarleytið var ventlunum skipt út og vélarsalurinn síðan hreinsaður og háþrýstiþveginn.
Nú er búið að prófa bílinn í kvöld í alls konar keyrslu og inngjöfum/spyrnum og ekki borið á neinu kraftleysi. Þetta er orðið allt annað og betra.
Aðeins smávægileg og örstutt "hik" (í sekúndubrot) komu upp við "spyrnu-gjöf" og því kemur upp sú spurning að þar sem ekki er búið að eyða út úr tölvunni bilunar-meldingunni, þá sé það að hafa framangreind áhrif.
Hvað segið þið mér vitrari vélamenn um þetta sem mögulega orsök ?
Kv.
S.
Re: Lc 90 2001 dìsel sjàlfskiptur leiðinlegur ì akstri
Gott að heyra :) heinsaðirðu út úr sætunum áður en þú settir ventlana í? Bara spá í hvort óhreinindi geti hafa læðst inní sætin við útskiptin og verið að trufla.
Þetta gæti líka tengst throtle bodyinu......inngjafaspjaldinu. Gott að skoða tengingarnar í kringum það vel (þær sem þú sérð). Þar voru einhverjir skynjarar slitnir úr sambandi hjá mér líka, það kom samt ekki vélarljós á þá eða nein önnur villumelding. Ég var reyndar búinn að laga það áður en ég fann út að ventlarnir voru bilaðir.
Þetta gæti líka tengst throtle bodyinu......inngjafaspjaldinu. Gott að skoða tengingarnar í kringum það vel (þær sem þú sérð). Þar voru einhverjir skynjarar slitnir úr sambandi hjá mér líka, það kom samt ekki vélarljós á þá eða nein önnur villumelding. Ég var reyndar búinn að laga það áður en ég fann út að ventlarnir voru bilaðir.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur