Vélarbilun lc 90

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Vélarbilun lc 90

Postfrá Rögnvaldurk » 20.aug 2017, 10:29

Góðan daginn spjallfélagar,

Vonandi er einhver hérna sem getur hjálpað mér áfram. Ég er með Land Cruiser 90 með bensínvél og það var ekkert vandamál þangað til ég lenti í þvi óhappi að fylla tankinn af olíublönduðu bensíni. Um leið og ég fór að keyra eftir áfyllingu þá hófst vandamálið sem ég fæ ekki leyst.
Vélin gengur greinilega ekki a einum. Bíllinn titrar en gengur samt innanbæjar en um leið og ég fer upp brekku eða þarf afl þá verður hann allgjörlega máttlaus, nær ekki meira en 60 km hraða en fer á 3000 til 4000 snúningum, eyðir óvenjulega mikið eldsneyti,alveg 20 lítra á 30 km og vélarbilunnarljósið logar. Skv upplýsingum á netinu eru þetta öll einkenni af biluðum bankskynjara (knock sensor). Búið er að lesa vélina af með Toyota-tölvu og komu upp meldingar um knock sensor mallfunction and misfire.
Nú er búið að tæma tankinn og setja nýtt bensín á, setja nýja eldsneytissíu í, ný kerti og búið að prufa virkni þeirra, búið að setja einn nýjan spíss í þar sem eitt nýtt kerti brann aftur, búið að setja nýja bankskynjara í en ennþá er sama vandamálið til staðar.

Er einhver sem hefur lent í slíku eða hefur hugmynd um hvað gæti verið að?

Kveðja, Rögnvaldur Kári



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá Sævar Örn » 20.aug 2017, 11:42

ættir að taka alla spíssana úr og láta prófa þá, þeir gætu staðið opnir eða sprautað óreglulega, og auðvitað dæla öllu slorinu af og setja ferskt bensín

https://www.facebook.com/trueperformanc ... 3445558708
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá Rögnvaldurk » 20.aug 2017, 11:55

Takk Sævar Örn, ég sé að það er mun ódýrara að láta prófa þá en að kaupa nýja þannig að ég ætla að byrja á því. Að tæma tankinn og setja nýtt bensín á er það fyrsta sem ég gerði :)
Takk fyrir svarið.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá Navigatoramadeus » 20.aug 2017, 12:00

Spurning hvort súrefnisskynjari hafi sótast svo hann lesi rugl og vélin fær rugl loft eldsneytisblöndu.


Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá Rögnvaldurk » 20.aug 2017, 12:17

Sæll, takk fyrir svarið. Ég mun láta lesa bílinn af aftur og sjá til hvaða melding kemur upp núna. Hef þetta með skynjara í huga.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá jongud » 21.aug 2017, 08:20

Svona ein forvitnisspurning; hvaða árgerð er þetta?


Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá Rögnvaldurk » 21.aug 2017, 17:00

Þetta er 2002 módell af LC 90 VX
Ég hef átt hann í 11 ár núna og hef verið mjög ánægður með hann allan tíma. Nú kom í ljós að vandamálið er að hann þjappar ekki. Skv. bifreiðavélvirki sé þetta ventill eða stimpill eða verra sem veldur því. Vonandi komist hann í lag en annars er það stóra spurningin hvað verður maður að kaupa sér þá? Land Cruiser er mjög gott og traust merki en ég er ekki voða spenntur fyrir nýju cruiserana, 120 og 150 Mér finnst þeir líta út fyrir að vera meira lúxusbílar en off-road bílar og þeir virðist vera með allskonar dót sem maður þekkir ekki. Kannski þarf maður að fá sér kennslusstund fyrst til að geta ekið svona nútímabíla.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá Sævar Örn » 21.aug 2017, 18:14

120 og 150 bílarnir eru eiginlega bara betrumbót á 90 bílnum, vissulega einhverju þyngri en alveg jafn liprir og skemmtilegir í umgengni
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá jongud » 22.aug 2017, 08:20

Sævar Örn wrote:120 og 150 bílarnir eru eiginlega bara betrumbót á 90 bílnum, vissulega einhverju þyngri en alveg jafn liprir og skemmtilegir í umgengni

Jamm, og þar að auki komnir með sterkari köggul að framan með 8-tommu kamb í stað 7,5-tommu.


bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá bjornod » 23.aug 2017, 09:37

Sæll,

Ágætt að halda áfram með ódýrar prófanirnar áður en farið er í dýrar aðgerðir sem kannski skila ekki neinu. Þú getur auðveldlega hreinsað inngjafarhúsið "Throttle body" og muna að losa einnig Idle Air control og hreinsa þar:

https://www.youtube.com/watch?v=2-V1P9dReis

Svo getur þú líka hreinsað loftflæðiskynjaran og séð hvort það lagi e-ð. Ef svo er, þá skipta um hann.

Þetta eru sömu velar og í 4runner og einhverjum Tacomum svo það er nóg að google Toyota 3.4 problems til að leita að lausnum. Margir lent í gangtruflunum með þessa vél sem tengist oftast blöndun á lofti og bensíni sem er þá afleiðing á óhreinindum í loftflæðikerfinu eða röngum upplýsingum frá skynjurum (MAF, TPS, Knock, O2) eða jafnvel stífluðum hvarfakút.

Gangi þér vel og muna að pósta lausninni þegar öll kurl komin til grafar.

Björn


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá grimur » 24.aug 2017, 02:13

Slípisett með stimplum kostar ekki mikið í þennan mótor frá amerikuhrepp. Kannski $500 eða svo ef ég man rétt. Þannig gæti handlaginn tekið þennan mótor upp fyrir skikkanlegt verð. Fastir ventlar...gæti kannski verið einhver skítur. Brunnir ventlar...varla útaf skammvinnu dísil slysi, en kannski ef þeir hafa safnað koladrullu undir sig og brunnið í framhaldinu. Annars er það kannski gamla aðferðin að hreinsa þá upp og slípa aftur í sætin með massa.
Þessi mótor er almennt með þeim áreiðanlegri, á einmitt einn 2002 cruiser með svona rellu keyrðan um 280.000 og svo núna 4Runner 2000 módel sem er að nálgast 400.000. Ef allt skynjaradótið er heilt og hreint og skipt um olíu af og til snýst þetta svotil endalaust.
Spíssar skipta heilmiklu máli eins og komið hefur fram. Hef keypt uppgerða spíssa á ebay í þessa bíla, nýjir eru glæpsamlega dýrir.


Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá Rögnvaldurk » 24.aug 2017, 08:27

Sælir,

Takk fyrir góð svör. Að sjálfsögðu mun ég leyfa ykkur að fylgjast með enda aldrei að vita hvort þetta gæti hjálpað einhverjum öðrum í framtíðinni. Þar sem við héldum fyrst að það væri einum spíss að kenna keypti ég einn nýjan. Einn spíss átti að kosta 50.000 krónúr hjá Toyota. Ég fékk hann á 22.600 hjá Sturlaugi Jónssyni.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá jongud » 24.aug 2017, 09:08

Rögnvaldurk wrote:Sælir,

Takk fyrir góð svör. Að sjálfsögðu mun ég leyfa ykkur að fylgjast með enda aldrei að vita hvort þetta gæti hjálpað einhverjum öðrum í framtíðinni. Þar sem við héldum fyrst að það væri einum spíss að kenna keypti ég einn nýjan. Einn spíss átti að kosta 50.000 krónúr hjá Toyota. Ég fékk hann á 22.600 hjá Sturlaugi Jónssyni.


Hvaða rugl er þetta!
Það er hægt að fá alla sex á innan við 100$ á Ebay og þá eru þeir original Toyota (denso) og búið að stilla flæðið á þeim saman.


Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá Rögnvaldurk » 27.sep 2017, 18:00

Sælir,
Nú er loksins búið að gera við bílinn. Vandamálið var brunninn ventill. Svo virðist að einn spíss hefur skemmst og gefið af sér um 20% of míkið bensín sem hefur væntanlega leitt til of hás hita og ventillinn brann í kjölfar. Misstök sem vélvirki gerði var fyrst að prófa ýmislegt áður en að þjöppumæla vélina. Svo er leiðinlegt að það eru varla lengur varahlutir til á landinu og þarf að bíða eftir að fá þá að utan.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá Sævar Örn » 27.sep 2017, 21:39

Þykir ólíklegt að of mikið bensín brenni ventil, en engu síður er gott að vandamálið fannst, minnist þess ekki að hafa heyrt af svona vandamáli á þessari vél áður
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá grimur » 29.sep 2017, 04:27

Of lítið bensín liklega málið. Ef hann hefur stíflast illa nær tölvan ekki að bæta í nógu mikið, og í ofanálag verða hinir 5 alltof "rich". Tölvan gæti hafa verið komin á 20% "rich" útaf þessu, sem veldur misskilningi. Þessar tölvur sem og flestar stilla sig nokkurnveginn eftir þeim spíss sem minnst gefur, að þeim mörkum sem innbyggðar takmarkanir leyfa. Sennilega verið komin á tamp og þessvegna fór ventillinn. Þessar vélar eru með áreiðanlegustu rellum frá þessu tímabili, en spíssavesen veldur nær alltaf meiriháttar usla.
Ég er með svona mótor í mínum snattara, 4Runner 2000 módel. Setti uppgert sett af spíssum í hann, en einn gaf sig fljótlega og stóð opinn. Það var eins og rellan væri að stimpla sig út, þvílikur var ógangurinn. Fann út úr því með að lesa kertin, eitt blautt og hin venjuleg. Setti einn gamlan í og þetta datt í lag. Á eftir að setja annað "matched" sett í til að fá betri virkni og eyðslu, annars gengur hann svosem fínt en ég veit að það er inneign fyrir betri útkomu.
Gott að þetta komst í lag, vonandi reif hann ekki cylindrana eða neitt, það væri frekar undarlegt að missa þjöppu á þessum svona almennt.
Minn er kominn í tæpa 400.000km og ég get ekki séð að það hafi verið farið í meira en tímareim.
Kv
Grímur


Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá Rögnvaldurk » 29.sep 2017, 18:59

Takk fyrir svörin.
Ég er ánægður að heyra að þessar vélar séu mjög áreiðanlegar. Ég tek fram að þessi bilun er algjörlega sjáfum mér að kenna og ekki vélinni. Það var ég sem setti vitlaust eldsneyti á þessa bensinvél.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá Startarinn » 30.sep 2017, 09:08

Mér þætti skrítið ef smá dísil veldur skaða á ventli, dísil smyr mun meira en bensínið. Spurningin er hvort það hefur komist drulla í spíssinn við hreinsunaraðgerðirnar þegar þú varst að losa dísilinn út af kerfinu.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá grimur » 01.okt 2017, 04:08

Eitthvað slikt hefur átt sér stað. Svo er ekki ohigsandi að dísilolía leysi upp öðruvísi gerðir af skít en bensín, sem gæti hafa losað um einhverjar útfellingar úr bensíni eftir síu og þannig ruglað í spíss.
Kv
G


Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá Rögnvaldurk » 01.okt 2017, 09:37

Vandamálið byrjaði strax eftir að ég fór af stað eftir áfylingu, alveg á fyrstu 500 metrum, en hann var allt í bestu lagi áður en ég setti eldsneytið á. Þess vegna held ég að eldsneytið sé orsakavaldurinn. Samt les ég á netinu að almennt þoli bensínvélar betur óhreint eða vitlaust eldsneyti en dísilvélar. Fyrst voru kertin skoðuð og var komin sótt á eitt þeirra. Þar sem það voru mjög nýleg kerti var munurinn mjög áberandi. Síðan fóru spíssarnir í hreinsun og mælingu og kom i ljós að einn þeirra var ónytur. Fyrst þá var farið að þjöppumæla sem hefði átt að gerra strax.
En hvað sem hefur gerst nákvæmlega á fyrstu 500 metrum veit ég ekki.

Kveðja, Rögnvaldur


kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá kaos » 03.okt 2017, 08:55

Er ekki vandamálið að dísillinn er með miklu lægri "oktantölu" en bensín? (Já ég veit að dísil er ekki mældur í oktönum, en ef hann væri það.) Þar af leiðandi sé honum hætt við að brenna alltof snemma á þjappslaginu, og valda meiri háttar "neistabanki", sem aftur geti valdið alls konar skaða á vélinni?
Tek fram að ég er enginn sérfræðingur, en einhvern tíma heyrði ég að það væri mun varasamara að setja dísil á bensínbíl heldur en öfugt, einmitt út af þessu. Bensín á dísilbíl myndi bara þýða að vélin gengi ekki, þar sem það myndi ekki kvikna í bensíninu þegar því er spýtt inn í brunahólfið.

--
Kveðja, Kári.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá jongud » 04.okt 2017, 08:14

kaos wrote:Er ekki vandamálið að dísillinn er með miklu lægri "oktantölu" en bensín? (Já ég veit að dísil er ekki mældur í oktönum, en ef hann væri það.) Þar af leiðandi sé honum hætt við að brenna alltof snemma á þjappslaginu, og valda meiri háttar "neistabanki", sem aftur geti valdið alls konar skaða á vélinni?
Tek fram að ég er enginn sérfræðingur, en einhvern tíma heyrði ég að það væri mun varasamara að setja dísil á bensínbíl heldur en öfugt, einmitt út af þessu. Bensín á dísilbíl myndi bara þýða að vélin gengi ekki, þar sem það myndi ekki kvikna í bensíninu þegar því er spýtt inn í brunahólfið.
Kveðja, Kári.


Þú ert að snúa þessu alveg á hvolf. Bensín brennur mun auðveldara en dísel.


kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá kaos » 04.okt 2017, 08:56

Það væri þá ekki í fyrsta skiptið :-) Ég kíkti hinsvegar örlítið á Wikipediu, https://en.wikipedia.org/wiki/Octane_rating, og mér sýnist hún vera sammála mér. Hinsvegar getur Wkipedia hæglega haft rangt fyrir sér líka.

Þetta passar hinsvegar við þarfir vélanna: Bensínvél blandar eldsneytinu í loftið fyrir þjappslagið, og þess vegna er mjög mikilvægt að ekki kvikni í blöndunni fyrr en neistinn kemur, og þess vegna þurfa háþrýstar bensínvélar að öðru jöfnu háoktan bensín. Dísilvélar þjappa hins vegar lofti eingöngu, og treysta á að hitinn í brunahólfinu sé nægur til að kveikja í eldsneytinu þegar því er spýtt inn, og því greiðlegar sem sá bruni gengur, því betra.

--
Kveðja, Kári.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá grimur » 05.okt 2017, 04:50

Spurning hvort bensín vélar ná að þjappa nóg til að kveikja í disil. Oktantalan er allavega lægri, mögulega er til eitrað blöndunarhutfall bensíns og disil sem veldur svakalegum forsprengingum. Hef heyrt um onýtar bensínvélar eftir svona, vinnufélagi minn varð að skipta um vél í Ford fólksbíl eftir dísilæfingar. Hélt að það hefði verið umboðið (Orlando, FL) að taka hann í þurrt, en svo er þetta kannski hægt...að stórskemma bensínrellu með dísil.
Kv
Grímur


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá olei » 05.okt 2017, 05:57

Kári er með þetta.
Diesel hefur sáralítið þjappþol og þegar það er blandað diesel á bensínbíla, jafnvel bara 5-10% þá byrja þeir að glamra á þungri gjöf sem þýðir að það er forkveiking í eldsneytinu.

Mér kemur svolítið á óvart að það skyldi eyðileggja ventil í þessu tilviki - en ekki mikið samt.


Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Vélarbilun lc 90

Postfrá Rögnvaldurk » 07.okt 2017, 10:47

Þetta er orðið mjög áhugavert :)
Ég fann þessa síðu á netinu: https://www.bellperformance.com/blog/ac ... iesel-fuel

kveðja, Rögnvaldur


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir