MC pajero spurning.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 28
- Skráður: 26.apr 2016, 17:48
- Fullt nafn: Eggert ólason
- Bíltegund: Blazer
MC pajero spurning.
Er með stuttan pajero 2,8 tdi 98 sem lætur eins og bensinbifreið sem yfirfyllist í blöndungnum, hann mökkreykir og dettur niður í snúningi, forsprengir þegar gefið er inn til að hann kafni ekki. Þetta kemur stundum fyrir þá oftast þegar hann er að hitna, annars I góðu lagi þess á milli. Kann einhver ráð við þessu? kv Eggert.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 28
- Skráður: 26.apr 2016, 17:48
- Fullt nafn: Eggert ólason
- Bíltegund: Blazer
Re: MC pajero spurning.
Enginn sem hefur fengist við svona gangtruflanir I dieselpajero?
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: MC pajero spurning.
Ég lenti einu sinni í þessu og þá voru vacum slöngur vitlaust tengdar upp við intercoolerinn aftur við hvalbak sem aukaolíumagn við aukið boost.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: MC pajero spurning.
Hann er að svelta á olíu hjá þér.
Mundi kíkja á lagnirnar, oftast byrjað að draga aðeins falskt loft með rörunum sem koma upp úr tanknum.
Einu sinni lenti ég samt í því að minn byrjaði að draga loft í gegnum hnúðinn ofan á síuhúsinu, það er dæla þar til að handpumpa upp olíu og eitthvað fór í því og það tók alveg nokkra klukkutíma að finna út úr því.
En eins og ég sagði að þá er þetta í 99% tilfella í rörunum aftur í tank.
Gangi þér vel með þetta.
Mundi kíkja á lagnirnar, oftast byrjað að draga aðeins falskt loft með rörunum sem koma upp úr tanknum.
Einu sinni lenti ég samt í því að minn byrjaði að draga loft í gegnum hnúðinn ofan á síuhúsinu, það er dæla þar til að handpumpa upp olíu og eitthvað fór í því og það tók alveg nokkra klukkutíma að finna út úr því.
En eins og ég sagði að þá er þetta í 99% tilfella í rörunum aftur í tank.
Gangi þér vel með þetta.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: MC pajero spurning.
Yfirleitt reykja bílar ekki ef þeir svelta af olíu það er frekar sultur á lofti sem orsakar reyk allavega svartan
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: MC pajero spurning.
Diesel fer að reykja ef hann verður sveltur merkilegt nokk....
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: MC pajero spurning.
Rétt hjá Guðna, var einu sinni aftan við bíl upp á jökli og hann missti kraftinn og mökkreykti, olíusían full af drullu.
Svo eitt dæmi um Hilux mótor sem reykti mjög mikið fyrstu mín. hvítum reyk og orsökinn var bogin stimpilstöng á einum stimpli.
Svo eitt dæmi um Hilux mótor sem reykti mjög mikið fyrstu mín. hvítum reyk og orsökinn var bogin stimpilstöng á einum stimpli.
Re: MC pajero spurning.
Gæti líka verið lítil grófsía í inntakinu á olíuverk.
Annars er allt til í reykmerkjum á dísel, fyrsta atriði er að tryggja olíu, loftlausa, að olíuverki. Svo má fara að skoða annað.
Kv
G
Annars er allt til í reykmerkjum á dísel, fyrsta atriði er að tryggja olíu, loftlausa, að olíuverki. Svo má fara að skoða annað.
Kv
G
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 28
- Skráður: 26.apr 2016, 17:48
- Fullt nafn: Eggert ólason
- Bíltegund: Blazer
Re: MC pajero spurning.
Sælir félagar. Bilun fundin, riðgat á olíuröri ofan á grindinni yfir afturhásingu. Setti til bráðabirgða slöngu frá tank yfir í síu. Gengur eins og klukka núna. Ég þakka fyrir öll svörin og ráðleggingar frá ykkur. KV Eggert.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur