Hér er alltaf svo mikið um svör svo mér datt í hug að leita ráða hjá ykkur.
Ég er semsagt með Suzuki Dakar 600 1988. Hann var í góðu lagi þangað til um síðasta haust. Þá var ég í léttum slóðaakstri (engin bleyta) og allt í einu byrjar hann að koka og freta og deyr fyrir rest. Svo bíð ég í 5 mínútur og þá hrekkur hann í gang og deyr svo fljótlega aftur.
Þetta hefur svo eiginlega hríðversnað og nú gerir hann lítið annað en að rétt taka við sér, sprengja og fúska.
Ég setti svo í hann ný kerti í gær. Hann hrökk í gang og ég fór inn að sækja hjálm. Heyri hann bæta við sig alveg ferlega og byrjar að koka og deyr. Og tók upp gamla hegðunarmunstrið.
Það sem ég hef svo gert:
Mældi mótstöðu kertaþráða og tékkaði á neista.
Tók blöndunginn úr og hreinsaði.
Athugaði með hreinleika bensíns.
Minn grunur liggur í háspennukefli eða regulator boxinu.
Hvað segið þið?
Rétt að taka það fram að ef hann stendur nógu lengi (vikur jafnvel) þá fer hann í gang.
Ég er alveg að verða bilaður. Ef ég ætti haglara þá myndi ég sennilega gera eins og Guðni á Sigló.
Gangtruflanir í Suzuki Dakar. Hjálp!
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Gangtruflanir í Suzuki Dakar. Hjálp!
Dregur hann ekki bara falskt loft með blöndungnum eða soggreininni?
Annars er ekkert ólíklegt að háspennukefli láti svona.
Annars er ekkert ólíklegt að háspennukefli láti svona.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Gangtruflanir í Suzuki Dakar. Hjálp!
Dregur ekki falskt loft nei.
Held ég þurfi kunnáttu mann til að mæla háspennukeflið.
Held ég þurfi kunnáttu mann til að mæla háspennukeflið.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Gangtruflanir í Suzuki Dakar. Hjálp!
Það er óvíst að sú mæling gefi nokkuð, ef bilunin er ekki stöðug heldur tilfallandi þá gæti orðið erfitt að finna hana öðruvísi en að skipta um einn og einn hlut í einu.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Gangtruflanir í Suzuki Dakar. Hjálp!
ég á 600 dakar og það er svosem lítið mál að skipta um hluti hjá þér þar til við finnum bilunina en mér finnst þú ættir hið minnsta að gera tvennt fyrst:
1. taktu bensínkranann úr bensíntankinum og athugaðu síuna sem þar er. hún á það til að stíflast og það að mótorinn hafi bætt hresssilega við sig og drepist svo bendir til bensínstífluvandræða.
2. þegar þú ert búinn með þetta hér að ofan, prófaðu þá að hafa frekar lítið í tankinum og keyrðu með tankinn bensínloks-lausan til að sjá hvort vacuum í honum sé að trufla þig.
ef þetta virkar ekki og ekkert lagast þá ætti að vera hægt að prófa að skipta um einhverja íhluti úr mínu hjóli yfir í þitt til að finna út nákvæmlega hvort það sé heilinn eða keflið eða eitthvað allt annað.
p.s. ef þig langar að selja hann ef ekkert finnst útúr þessu þá gæti ég haft áhuga :)
1. taktu bensínkranann úr bensíntankinum og athugaðu síuna sem þar er. hún á það til að stíflast og það að mótorinn hafi bætt hresssilega við sig og drepist svo bendir til bensínstífluvandræða.
2. þegar þú ert búinn með þetta hér að ofan, prófaðu þá að hafa frekar lítið í tankinum og keyrðu með tankinn bensínloks-lausan til að sjá hvort vacuum í honum sé að trufla þig.
ef þetta virkar ekki og ekkert lagast þá ætti að vera hægt að prófa að skipta um einhverja íhluti úr mínu hjóli yfir í þitt til að finna út nákvæmlega hvort það sé heilinn eða keflið eða eitthvað allt annað.
p.s. ef þig langar að selja hann ef ekkert finnst útúr þessu þá gæti ég haft áhuga :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Gangtruflanir í Suzuki Dakar. Hjálp!
Takk kærlega Lárus!
Ætla að ráðast á grófsíuna á eftir og sjá hvað setur.
Ætla að ráðast á grófsíuna á eftir og sjá hvað setur.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Gangtruflanir í Suzuki Dakar. Hjálp!
Þetta hljómar voðalega eins og bilað háspennukefli, mæling á því gagnast ekkert, þau eru yfirleitt fín köld og bila svo þegar þau hitna. Ég lenti í þessu sjálfur á Suzuki GSX750F sem ég átti, þá datt einn sílender út alltaf þegar hjólið var orðið heitt.
En svo kemur það að hjólið hafi bætt við sig snúning áður en drapst á því, það nánast útilokar háspennukeflið. Varstu með innsogið á?
Ef ekki, þá hallast ég frekar að bensínvandamáli, en ég hef aldri heyrt um það að grófsía í bensíntank geti stíflast það illa að hjólið gangi ekki hægagang. Ef það væri málið gætiru ekki heldur keyrt það og það hefði átt að vera stigvaxandi vandamál.
Ef þér býðst að prófa annað kefli myndi ég byrja á því, annars kostar nýtt kefli varla hönd og fót í Suzuki umboðinu, ég keypti 2ja þráða kefli fyrir vin minn um daginn, það kostaði 16 þús. minnir mig
En svo kemur það að hjólið hafi bætt við sig snúning áður en drapst á því, það nánast útilokar háspennukeflið. Varstu með innsogið á?
Ef ekki, þá hallast ég frekar að bensínvandamáli, en ég hef aldri heyrt um það að grófsía í bensíntank geti stíflast það illa að hjólið gangi ekki hægagang. Ef það væri málið gætiru ekki heldur keyrt það og það hefði átt að vera stigvaxandi vandamál.
Ef þér býðst að prófa annað kefli myndi ég byrja á því, annars kostar nýtt kefli varla hönd og fót í Suzuki umboðinu, ég keypti 2ja þráða kefli fyrir vin minn um daginn, það kostaði 16 þús. minnir mig
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Gangtruflanir í Suzuki Dakar. Hjálp!
það bætti stundum óvænt við sig fyrir bilun.
Eiu sem ég gleymdi að nefna, snúningshraðamælirinn er ruglaður. Fer beint í 1000 þegar svissað er á og svo í þrjú þúsund þegar maður kveikir ljósin. Ef hjólið fer í gang þá sveiflast hann upp og niður.
Ég er í búðardal og erfitt að fá lánaða varahluti. Gæti ég notað kefli úr Hondu 500, eins sýlenders með tvö kerti?
Eiu sem ég gleymdi að nefna, snúningshraðamælirinn er ruglaður. Fer beint í 1000 þegar svissað er á og svo í þrjú þúsund þegar maður kveikir ljósin. Ef hjólið fer í gang þá sveiflast hann upp og niður.
Ég er í búðardal og erfitt að fá lánaða varahluti. Gæti ég notað kefli úr Hondu 500, eins sýlenders með tvö kerti?
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Gangtruflanir í Suzuki Dakar. Hjálp!
þetta með snúningshraðamælinn er mjög týpískt ef rafgeymirinn er slappur eða ónýtur.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Gangtruflanir í Suzuki Dakar. Hjálp!
ertu búinn að finna útúr því hvað var að hjólinu?
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 31.jan 2010, 23:38
- Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
- Bíltegund: Subaru Outback
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Gangtruflanir í Suzuki Dakar. Hjálp!
Mikið kom það mér á óvart að finna þessa 6 ára gömlu umræðu um Dakar hjól hér á þessi spjalli.
Nú er ég að rembast við að koma 1987 árgerð af svona hjóli í gagnið og vantar eitt og annað. Er einhver hér inni sem lumar á pörtum í svona hjól? Eða væri jafnvel til í að leyfa mér að skoða hjólið sitt aðeins?
Kv.
Ásgeir
Nú er ég að rembast við að koma 1987 árgerð af svona hjóli í gagnið og vantar eitt og annað. Er einhver hér inni sem lumar á pörtum í svona hjól? Eða væri jafnvel til í að leyfa mér að skoða hjólið sitt aðeins?
Kv.
Ásgeir
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur