Kaldstart, óreglulegur gangur og bláreykur


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Kaldstart, óreglulegur gangur og bláreykur

Postfrá thor_man » 22.mar 2017, 22:12

Sælir spjallverjar.
Ég er með Hyundai dísel 2006, 2.0L, sem fyrir stuttu fór að blása bláleitum reyk og ganga óreglulega í ca. 5-10 sek eftir kaldstart. Alveg eðlilegur þegar hann er orðinn heitur og vinnslan óbreytt. Hvað gæti helst orsakað þetta, er það bilaður eða stíflaður EGR-ventill eða eitthvað annað? Spíssar voru teknir upp fyrir 25-30 þús. km síðan.
Vonandi hafið þið lausnina á þessu.

M.b.kv.
Þorvaldur.



User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Kaldstart, óreglulegur gangur og bláreykur

Postfrá hobo » 22.mar 2017, 22:17

Glóðarkerti líkleg.


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Kaldstart, óreglulegur gangur og bláreykur

Postfrá thor_man » 22.mar 2017, 22:44

hobo wrote:Glóðarkerti líkleg.

Takk fyrir svarið, en ætti hann þá ekki að vera þyngri í gang? Hann dettur í gang sem fyrr en með reyk og dálitlu hökti. Virka kertin sjálfstæð eða eru raðtengd eins og í eldri díselmótorum? Þ.e. að eitt gæti verið bilað en þrjú í lagi?

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Kaldstart, óreglulegur gangur og bláreykur

Postfrá hobo » 22.mar 2017, 22:53

Glóðarkerti eru alltaf hliðtengd/sjálfstæð. Þess vegna getur verið að bara eitt kerti sé farið.
Hefur ekkert með þungt eða létt start að segja.


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Kaldstart, óreglulegur gangur og bláreykur

Postfrá thor_man » 22.mar 2017, 23:26

Já, eftir gúgglun á netinu um glóðarkertin þá er þetta augljóslega ástæðan, takk fyrir ábendinguna Hobo. Verður að tölvulesa hann til að sjá hvaða kerti er ferið eða er til önnur leið? Hvaða verkstæði í Rvík mælið þið með í svona? Hef enga aðstöðu til að standa í þessu hér.

Kv.
ÞB


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Kaldstart, óreglulegur gangur og bláreykur

Postfrá villi58 » 23.mar 2017, 07:18

Mundi skipta um öll kertin, ath. sparkplug.com þeir eru með glóðarkerti og fl.ef það gengur ekki prufaðu The Greensparkplug.com
Fékk vélakerti NGK 4 stk. á 3.500.- heim komið. Kostuðu síðast um 12 þús. hjá Suzuki bílum fyrir c.a. 2 árum.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Kaldstart, óreglulegur gangur og bláreykur

Postfrá jongud » 23.mar 2017, 08:04

Mæla viðnámið á öllum kertunum og athuga hvort einhver þeirra séu út úr kortinu.

User avatar

khs
Innlegg: 150
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Kaldstart, óreglulegur gangur og bláreykur

Postfrá khs » 24.mar 2017, 23:49

Lenti í sama veseni um daginn. Tvö ónýt glóðarkerti. Skipti um öll fyrst ég var að þessu. Eins og nýr.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Kaldstart, óreglulegur gangur og bláreykur

Postfrá Járni » 25.mar 2017, 07:40

Prófaðu að heyra í Almenna bílaverkstæðinu, þeir eru Hyundai karlar
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Kaldstart, óreglulegur gangur og bláreykur

Postfrá thor_man » 25.mar 2017, 22:50

Já, þeir hjá Almenna tóku jafnvægisstangargúmmíin og sveifarásskynjarann í sumar, hreinasta helv. að komast að sumu í þessum bílum annars hefði maður gert þetta sjálfur. En liggur þeta ekki nokkuð auðveldlega við að skipta um kertin, þarf að losa spíssana sjálfa upp til að skipta um kertin og er herslumælir nauðsynlegur í þessu?

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Kaldstart, óreglulegur gangur og bláreykur

Postfrá svarti sambo » 27.mar 2017, 12:29

Það er líka möguleiki að túrbínan sé farin að leka. Kominn tími á legur.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Kaldstart, óreglulegur gangur og bláreykur

Postfrá thor_man » 27.mar 2017, 22:30

svarti sambo wrote:Það er líka möguleiki að túrbínan sé farin að leka. Kominn tími á legur.

Hann hreyfir nú ekki olíu en sjálfsagt væri góð hugmynd að endurnýja þær, komnir 246 þ.km á teljarann. Eru ákveðnir aðilar í slíku eða gera flest verkstæði það?

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Kaldstart, óreglulegur gangur og bláreykur

Postfrá Startarinn » 29.mar 2017, 21:21

Framtak Blossi eru þeir einu sem geta balanserað hjólin svo ég viti.
Ég held að þeir séu stærstir í túrbínuviðgerðum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir