Sæl öll
Einhverjir hér sem hafa reynslu af því að aka mikið og hratt í lógír, s.s. með millikassann í háa? Er hitamyndun og smurning raunverulegt vandamál eða sleppur þetta til? Er að spá í þetta til að geta ekið hraðar í lágadrifinu með því að vera með 2:1 lógír en sjálfur millikassinn yrði sjálfsagt á bilinu 2,5-2,7:1. Um leið væri gaman að viðra það hvaða millikassar eru í boði sem eru með gírun í hærri kantinum, eitthvað á borð við 2:1 líkt og í Patrol og NP 203. Þetta fer í meðalstóran jeppa á 46" dekkjum með 8 cyl vél svo þetta þarf að vera sæmilega hraustur búnaður.
Hraðakstur í lógír
Re: Hraðakstur í lógír
Ertu að velta fyrir þér smurningu og hitamyndun í lógírnum eða millikassanum?
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Hraðakstur í lógír
NP205 er með 1,98 í lága og nautsterkur. Dana 20 kemur líka upp í hugann. hann er með 2,0 sétt í lága og er merkilega sterkur. Hann kom í Jeep J400 1-tonna pickup trukkunum sem voru með 304 V8
Þetta eru möguleikarnir ef þú villt hafa millikassann í kringum 1:2 í hlutfalli. Milligírinn yrði þá eitthvað annað ef þú villt hafa lægra drif þar.
Ef þú villt hins vegar hafa milligírinn með 1:2 þá er það eiginlega bara New Process 203 sem er með svo lága gírun. Það var reyndar fyrirtæki sem hét "Behemoth drivetrain" að framleiða milligír með plánetuniðurgírun með 1:2, en það lagði upp laupana.
Ég myndi ekki hafa miklar áhyggjur af hita með NP203 sem milligír. Til öryggis myndi maður kannski setja hitamæli á kassann og e.t.v vandaðri olíu. (Dýrari).
Þetta eru möguleikarnir ef þú villt hafa millikassann í kringum 1:2 í hlutfalli. Milligírinn yrði þá eitthvað annað ef þú villt hafa lægra drif þar.
Ef þú villt hins vegar hafa milligírinn með 1:2 þá er það eiginlega bara New Process 203 sem er með svo lága gírun. Það var reyndar fyrirtæki sem hét "Behemoth drivetrain" að framleiða milligír með plánetuniðurgírun með 1:2, en það lagði upp laupana.
Ég myndi ekki hafa miklar áhyggjur af hita með NP203 sem milligír. Til öryggis myndi maður kannski setja hitamæli á kassann og e.t.v vandaðri olíu. (Dýrari).
Re: Hraðakstur í lógír
2:1 er eins og Jón segir til í Dana (Spicer) 18 og 20 og líka í NP205. Enginn af þessum hentar vel í ló-gírasmíði. NP 203 er síðan með stakan lágadrifshluta og oft notaður í milligíra, einkum fyrir framan NP205. Ekki beint spennandi græja sökum fyrirferðar og þyngdar en aftur á móti giska skotheldur búnaður.
Síðan er það náttúrulega Nissan. Bæði Patrol og yngri Terrano og einhverjir pickupar líklega - eru með 2:1 lágadrifshluta sem er tiltölulega létt að aðskilja frá restinni af kassanum. Hjóladótið í þeim er að ég held eins en öxlar mis-sverir afturúr. Ég hefði engar áhyggjur af því dóti í svona bíl - það er ansi voldugt stuff.
Ég þekki ekki Mitsubishi en Pajero er til með 1.9 lága drif. Myndaleit af MMC kössum sýnir fátt spennandi. Þeir virðast nota endaslagskinnur í stað kónískra lega á neðri tromluna í lágadrifshlutanum sem er ekki kostur.
Semsagt: Nissan eða NP203. Mér dettur ekkert annað í hug í bili.
Síðan er það náttúrulega Nissan. Bæði Patrol og yngri Terrano og einhverjir pickupar líklega - eru með 2:1 lágadrifshluta sem er tiltölulega létt að aðskilja frá restinni af kassanum. Hjóladótið í þeim er að ég held eins en öxlar mis-sverir afturúr. Ég hefði engar áhyggjur af því dóti í svona bíl - það er ansi voldugt stuff.
Ég þekki ekki Mitsubishi en Pajero er til með 1.9 lága drif. Myndaleit af MMC kössum sýnir fátt spennandi. Þeir virðast nota endaslagskinnur í stað kónískra lega á neðri tromluna í lágadrifshlutanum sem er ekki kostur.
Semsagt: Nissan eða NP203. Mér dettur ekkert annað í hug í bili.
Re: Hraðakstur í lógír
olei wrote:Ertu að velta fyrir þér smurningu og hitamyndun í lógírnum eða millikassanum?
Í lógírnum. Gangvart millikassanum er þetta aðallega aukið álag þar sem hann fengi 2x meira tork inn á sig. En með því að nota hraustann millikassa er það ekki vandamál, líklega NP271/273 eða þá úr 200 cruiser.
Re: Hraðakstur í lógír
Einhver sem þekkir þyngdina ca. á 203 lógír? Veit þetta er þungt en væri fróðlegt að heyra einhverjar tölur
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Hraðakstur í lógír
Ég setti inn í þyngdarþráðinn okkar á sínum tíma 203 milligírinn minn hann er 45 kg með millistykkí fram og aftur ss. að skiptingu og að millikassa.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Hraðakstur í lógír
Ég er með NP203 milligír með ál endaplötum hann er 42,5 kg án olíu þetta er fyrir Lc 80
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur