Sælt veri jeppafólkið.
Mig langar í jeppa (en ekki hvað). Hann á að vera lítið eða ekkert breyttur, helst 7+ manna, ekki ekinn í drasl og ekki það gamall að ryð eða önnur öldrun geti verið komin í gang. Nenni ekki síbilandi vélum eða sjálfskiptingum. Má kosta 2,5m.
Einhverjar hugmyndir?
Hvernig jeppa?
-
- Innlegg: 11
- Skráður: 19.mar 2014, 17:41
- Fullt nafn: Einar Hlöðver Erlingsson
Re: Hvernig jeppa?
Jeep Grand Cherokee eða Ford Explorer er eitthvað sem passar við þessar lýsingar.
Einar Hlöðver
Jeep Grand Cherokee 4.7 V8 '05
Isuzu D-max 3.0 dísel '07 35" seldur
Toyota 4runner 3.0 TDI '95 38" seldur
Toyota 4runner 3.0 V6 '94 33" seldur
Jeep Grand Cherokee 4.7 V8 '05
Isuzu D-max 3.0 dísel '07 35" seldur
Toyota 4runner 3.0 TDI '95 38" seldur
Toyota 4runner 3.0 V6 '94 33" seldur
Re: Hvernig jeppa?
Ég myndi nú kannski ekki focusa á ameríska illa smíðaða bensínháka. En Mitsubishi Pajero passar ansi vel við lýsinguna.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Hvernig jeppa?
Er með terrano díesel. Hann er ekinn ca: 150.000km. Er búið að losa hann við sílsarið og er 7manna. Á að vera í topp standi. Er 33" breyttur. Getur fengið hann á brot af því verði sem þú nefnir, eða 850.000kr. Stg.
S: 8982550
S: 8982550
Fer það á þrjóskunni
Re: Hvernig jeppa?
Aldrei Pajero. Má ekki vera ónýtur við 200þkm og endalaus fóðringavandamál í fjöðrunarbúnaði. Takk samt.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Hvernig jeppa?
Þú getur fengið Land cruiser ekin minna en 200 þús. fyrir 2,5 staðgreitt. Þarft bara að passa að grindin sé í lagi.
Ef þú finnur lítið ryðgaðan Terrano þá mætti skoða hann líka. Það virðist vera með alla jeppa sem eru hér fyrir sunnan í saltpæklinum að það þarf að passa grindurnar sértaklega vel og skoða þegar maður er að kaupa notað.
Ef þú finnur lítið ryðgaðan Terrano þá mætti skoða hann líka. Það virðist vera með alla jeppa sem eru hér fyrir sunnan í saltpæklinum að það þarf að passa grindurnar sértaklega vel og skoða þegar maður er að kaupa notað.
-
- Innlegg: 288
- Skráður: 05.okt 2010, 15:05
- Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
- Bíltegund: Jeep Wrangler
- Staðsetning: Akureyri
Re: Hvernig jeppa?
Dodge durango er alltaf lang mest fyrir peninginn í 7 manna jeppa
Re: Hvernig jeppa?
Hvernig er áreiðanleiki Dodge Durango samanborið við Explorer, Terrano, Pajero?
Er einhver síða á netinu með áreiðanlegar heimildir um bilanatíðnir einstakra tegunda?
Er einhver síða á netinu með áreiðanlegar heimildir um bilanatíðnir einstakra tegunda?
-
- Innlegg: 288
- Skráður: 05.okt 2010, 15:05
- Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
- Bíltegund: Jeep Wrangler
- Staðsetning: Akureyri
Re: Hvernig jeppa?
Ef menn eru ekki að trassa smurþjónustu eða nota vitlausar olíur þá bilar þetta ekki neitt.
Þarf að skifta um spindla og stýrisenda stöku sinnum, helstu veikleikar eru að orginal demparanir eru ekki langlýfir og ef menn nýðast mikið á bremsunum er hætt við að diskar aflagist.
En í stuttu máli miklu áreiðanlegri en ford og pajero... Sumir terranoar virðast vera eilífðartæki, bara skelfilega óspennandi bílar.
Þarf að skifta um spindla og stýrisenda stöku sinnum, helstu veikleikar eru að orginal demparanir eru ekki langlýfir og ef menn nýðast mikið á bremsunum er hætt við að diskar aflagist.
En í stuttu máli miklu áreiðanlegri en ford og pajero... Sumir terranoar virðast vera eilífðartæki, bara skelfilega óspennandi bílar.
Re: Hvernig jeppa?
Dodge wrote:Ef menn eru ekki að trassa smurþjónustu eða nota vitlausar olíur þá bilar þetta ekki neitt.....
Get tekið undir þetta með Chrysler. Hef átt 2 Grand Cherokee, fyrst 1993 árgerð sem ég seldi þegar ég keypti mér 2007 árgerð (árið 2007 þegar aðrir voru að kaupa flatskjái). Þetta bilar ekki neitt (tel ekki með bremsuskipti eftir 80 þús km og legu eftir 120 þús).
Ég eyði samt góðum stundum á hverju ári í viðgerðir en það er þýski bíllinn sem veldur því....
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Re: Hvernig jeppa?
Hvað segja menn um Nissan Pathfinder? T.d. þennan: http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Hvernig jeppa?
Bjossis wrote:Hvað segja menn um Nissan Pathfinder? T.d. þennan: http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1
Ef hann kemur vel út úr söluskoðun, þá er þetta líklega ekki svo galið.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur