Smá Tæknihorn: Felgur með kantlás að hætti hússins.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Smá Tæknihorn: Felgur með kantlás að hætti hússins.

Postfrá olei » 26.aug 2016, 23:03

Ágrip: Hér fer á eftir hvernig ég breikkaði og útbjó mér kantlás á 17" stálfelgur fyrir um 4 árum.

Ég keypti mér 42" Good Year dekk undir jeppann og vantaði því felgur. Ég keypti mér 17" original stálfelgur undan Toyota LC. Líklega 120 bíl sem ég fékk á skaplegu verði. Þær voru náttúrulega allt of mjóar, líklega 7-8" því var hafist handa við að breikka þær:

Hér er ég fyrst og fremst að sýna rennibekk fátæka mannsins. Þetta er semsagt afturöxull úr Nissan Patrol, og leguhúsið utan um hjólleguna á öxlinum er boltað niður á stálborð. Felgan er boltuð á öxulinn og skorin í sundur með slípirokk sem er studdur af boltafestingu við borðið líka. Trixið í þessu er að slípirokkurinn snýr felgunni á talsverðri ferð á meðan hann sker, það gerir að verkum að þetta virkar svipað og rennibekkur.

Image

Þar sem ég nennti ómögulega að smíða vals fátæka mannsins fékk ég vélsmiðju til að valsa fyrir mig tunnurnar sem breikka felgurnar. Ég notaði 3mm efni í tunnurnar sem er lágmarksþykkt í breytta jeppa að mínu mati. Þessar ágætu Toyota felgur eru með þykkri miðju og þokkalegar, að breikka þær er samt talsvert maus því að það þarf að færa til miðjuna í þeim. Hér er ég búinn að punkta tunnurnar við felgukantana og slípa miðjurnar lausar sem er seinlegt og óþrifalegt verk.
Image

Miðjuhlemmurinn þarf að færast úr kanti felgunnar og inn í tunnuna. Hann þarf því að minnka talsvert. Að sjálfsögðu var hlemmunum skellt í "rennibekkinn" og skorið utan af þeim með skurðarskífu. Síðan var hann tekinn í "mál" með slípiskífu og á meðan á því stóð var reynt að láta hlemminn snúast eins hratt og kostur var - sem var svosem lítið mál.
Image

Því næst var hlemmurinn (felgumiðjan) sett í bekkinn og tunnuni stillt upp, mælt og pælt og punktað og felgunni snúið til fram og aftur til að reyna að fá þetta sem réttast. Ekki er hægt að leggja of mikla áherslu á að vanda sig við þessar tilfæringar.
Image

Svo endaði þetta í því að miðja og tunna voru soðin í döðlur eins og vera ber.
Image

Síðan ákvað ég að bora fyrir 1/4" suðumúffum og sjóða tvær slíkar í hverja felgu, nokkurn veginn andspænis í hringnum til að balansinn yrði einhver. Önnur skyldi vera fyrir krana og hin til vara fyrir pumpusystem, eða hver veit hvað. Loks var settur á þetta grunnur. Mistökin hér eru þau að þetta er einhver fjárans spreybrúsagrunnur sem engin leið er að mæla með. Megin reglan er sú að ef maður stendur enn eftir að þefa rækilega af stálgrunni - þá er hann drasl. Hér hefði banreitraður Epoxy átt að fara á og engar refjar.
Image
----------------
Þegar hér var komið sögu var dekki troðið á felgu og þá kom í ljós að þessi 42" Good Year lak upp á kantana á felgunum við rétt liðlega 12 punda loftþrýsting. Það kom ekki einu sinni almennilegur smellur þegar kantarnir á dekkjunum fóru að felgunum! Að sama skapi var fremur auðvelt að affelga dekkið með langri vogarstöng. Eftir nokkur heilabrot komst ég að því að mig langaði ekkert til að fara með þetta á fjöll og standa í affelgunnar veseni með þetta dót. Því var hafist handa við að útbúa kantálsa á felgurnar.

Ég fór í því út á bílastæði með vasahnífinn og náði mér í bút úr dekki undan nærliggjandi bifreið og byrjaði að spegúlera.
Image

Hér verða ekki tíundaðir vankantar á hefðbundnum kantlásum sem eru settir utan á felgur. En þeir eru nokkrir. Hér sést þessi hugmynd skömmu eftir fæðingu. Ég held að myndirnar tali sínu máli um hvernig þetta virkar.
Image

Flatjárnsbútarnir liggja við felguna í annan endann, boltarnir gegnum felguna spenna gjarðirnar (völsuð stálrör) að kantinum með verulegu átaki.
Image

Verið að máta og pæla.
Image

Hér eru gjarðir í eina felgu, lokaútfærslan var að sjóða 8mm rær innan á flatjárnin. Boltarnir koma gegnum felgurnar og beint í þá ró, það eru engar aðrar rær (það sjást fleiri rær á myndum hér ofar).
Image

Nú, þar sem engin kantlás er að innanverðu á felgunum þá grunnaði ég felgurnar 6 umferðir með Bit ætigrunni á kantinn til að stækka þær. Það var nógur tími til þess meðan ég velti fyrir mér kantlásnum að utanverðunni. Það þurfti nokkrar spegúleringar til að koma dekkjunum á felgurnar með gjörðunum inn í. Ekki síst vegna þess að þetta voru ný dekk og það þurfti að koma lofti í þau til að pressa ytri kantinn upp á felguna áður en hægt er að bolta gjörðina fasta - með öll þessi boltagöt gegnum felguna. Það var leyst með því að setja smá tape búta yfir götin að innanverðu sem virkaði fínt. Teipinu var síðan ýtt inn í dekkið þegar boltarnir fóru í. Endagötin í hvorri gjörð voru þó ekki teipuð - Ég þræddi 6mm nylon loftlagnaefni gegnum felguna, gegnum róna og aftur gegnum róna í hinum enda gjarðarinnar og svo út um rétt gat á felgunni. Setti smá tape á nylonið við felgugötin til að það þétti meðan ég felgaði dekkið. Síðan dró ég gjarðirnar á sinn stað með því að toga í nylonrörin utanfrá og stakk boltum í og dró loks rörin út og stakk endaboltunum á sinn stað.
Image

Hér eru myndir af þessum æfingum.
Image

Image

Hér er þetta síðan komið undir bíl. Ég notaði rústfría bolta í þetta og eftir nokkrar æfingar með exótískar þéttiaðferðir við boltahausana (límkítti, silicone, flangsalím) komst ég að því að gömlu góðu koparhringirnir, eða svokallaðir USIT hringir virka best undir boltahausana við felguna sem þétting.
Image

Þegar þessi gangur fór í balanseringu þá þurfti 40, 50, 80 og 300gr á felgurnar. Satt að segja kom það mér mjög á óvart hvað þurfti lítið á þrjú dekkjanna, hafandi í huga frumstæðar aðferðir við breikkun og ekki síður fremur óvísindalega smíði á gjörðunum. Ég veit ekki af hverju eitt dekkið þurfti 300 gr, mig grunar að ég hafi flýtt mér of mikið við að stilla felguna af þegar ég setti í hana miðjuna.

Það er búið að keyra á þessu líklega 8 þús km. Verulegur hluti af því er á grófum vegum með mjúkt í dekkjunum (8-10 psi) t.d Þórsmörk 5 ferðir, Fjallabaksleiðir, Sultarfit os. frv. Einnig er ég búinn að keyra á þessu í snjó við 1.5-3 psi töluvert. Síðasta vetur t.d frá Kvíslaveitum, norður fyrir Hofsjökul í Skiptabakka og síðan niður allan Kjöl á 1,5 pundum. Engin vandræði með þetta system.




sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Smá Tæknihorn: Felgur með kantlás að hætti hússins.

Postfrá sukkaturbo » 27.aug 2016, 00:23

Jamm,, já sæll þetta er snildin ein

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Smá Tæknihorn: Felgur með kantlás að hætti hússins.

Postfrá Startarinn » 28.aug 2016, 09:31

Þetta er frumlegt, ég hefði einmitt útilokað svona system útaf þéttingunni með boltunum, en þú hefur greinilega náð að leysa það :)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Smá Tæknihorn: Felgur með kantlás að hætti hússins.

Postfrá Járni » 28.aug 2016, 21:09

Svalt, hér leysa menn málin! :)
Land Rover Defender 130 38"


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Smá Tæknihorn: Felgur með kantlás að hætti hússins.

Postfrá elli rmr » 30.aug 2016, 20:34

Stórmagnað allveg hreint :D


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá Tæknihorn: Felgur með kantlás að hætti hússins.

Postfrá olei » 01.sep 2016, 13:20

Takk félagar.

Þéttingin á boltunum var að helsta áskorunin í þessu. Það er ekki beint efst á óskalistanum að bora 12 stk. 8mm göt í felgurnar. Fyrirfram mátti alveg búast við því að það væri nokkur hreyfing á gjörðunum sem mundi valda vandræðum við að halda þéttingu á boltunum gegnum felgurnar í lagi. Hugsanlega hjálpar til að flatjárnsbútarnir í gjörðunum sitja á tunnunni og styðja við gjörðina og stramma þetta dót af.

Þessar felgur eru líka heppilegar í svona verkefni af því að það er góður (hallandi) sléttur flötur í felgunum þar sem boltarnir ganga í gegn sem virkar fínt sem plan fyrir þéttingar. Það er ekki þannig á nærri öllum felgum og óvíst að hægt sé að nota þessa útfærslu á þær.

Til gamans: Þá bætir þessi lausn sirka 2 kg við hverja felgu í þyngd. Það er kannski svipað og bedlock kit sem keypt eru að utan - gallinn við þau er hinsvegar að kanturinn á dekkinu missir stýringu og hætt við hoppi og titringi í vegkeyrslu. Á stærri bílum á stærri dekkjum smíða menn gjarnan bedlock úr þykkum stálplötum og renna fals í bedlockið til að stýra dekkinu. Gallinn við þá lausn er að það er dýrt, þungt og síðan hafa menn lent í því að þegar þeir skipta um dekkjategund þá passar bedlockið ekki fyrir nýju dekkinn af því að kanturinn á þeim er þykkari, eða þynnri en á þeim dekkjum sem fyrir voru.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Smá Tæknihorn: Felgur með kantlás að hætti hússins.

Postfrá ellisnorra » 08.apr 2019, 21:12

Ég ætla að fá að lyfta þessu upp. Hafa fleiri gert þetta? Þetta er alveg æðislegt system :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Smá Tæknihorn: Felgur með kantlás að hætti hússins.

Postfrá jongud » 09.apr 2019, 08:13

Ég held að einhver amerískur felguframleiðandi sé að stela þessari hugmynd, ég sá svipaða útfærslu í síðasta mánuði, en ég man ekki hvar.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Smá Tæknihorn: Felgur með kantlás að hætti hússins.

Postfrá Óskar - Einfari » 09.apr 2019, 10:32

Frumlegt og skemmtilegt.... líka gaman að sjá hvernig þetta er græjað í skúrnum án of flókinna eða umfangsmikilla verkfæra :)

.... en.... mig langar að spyrja, án þess að vera leiðinlegur samt. Afhverju ekki að láta bara valsa innri og ytri kantinn á felgunni?
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Smá Tæknihorn: Felgur með kantlás að hætti hússins.

Postfrá jongud » 09.apr 2019, 13:20

jongud wrote:Ég held að einhver amerískur felguframleiðandi sé að stela þessari hugmynd, ég sá svipaða útfærslu í síðasta mánuði, en ég man ekki hvar.


Fann það;
http://badwheelsinc.com/bad-wheels-eklipse-17?page


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá Tæknihorn: Felgur með kantlás að hætti hússins.

Postfrá olei » 09.apr 2019, 23:50

Óskar - Einfari wrote: Afhverju ekki að láta bara valsa innri og ytri kantinn á felgunni?

Það er engin ástæða til að hafa það einfalt sem hægt er að hafa flókið. :)

Ég hef enga reynslu af völsuðum felgum og hafði á þessum tíma heyrt misvísandi sögur um þá aðgerð og gagnsemi hennar. Megin ástæðan er líklega sú að það var kominn tími til að framvkæma þessa hugmynd sem ég hafði gengið með í maganum í nokkur ár. Fyrir mér snýst jeppadellan ekki hvað síst um smíðina og breytingar og pæla eitthvað kringum þetta. Ætli listafólkið mundi ekki kalla þetta - að fá útrás fyrir sköpunnargáfuna. Ég er auðvitað ekki svo hátíðlegur.

En ég taldi líka að þetta væri öflugri lausn en völsun og hún er það. Þetta er alvöru kantlás sem heldur dekkinu gikk föstu sama hvað á gengur. Það hvorki affelgast né getur felgan spólað innan í dekkinu. Ég beygði aðra framfelguna - ytri kantinn. Keyrði á stein og það var svona 12cm langur beinn kafli í kantinum. Hún var bara svoleiðis þar til ég fór í dekkjaskipti um daginn. Lak ekkert og ekkert vesen. Heilt yfir er síðan mjög góð tilfinning að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af affelgunum þegar maður er að flýta sér á fjöllum með tútturnar í 2 psi.

Núna eru þessar felgur komnar inn í Nokien 44". Og þetta er sama munstur og þegar ég setti GoodYear dekkin á þetta. Fyrst í stað eru lekavandamál, en þau fjara út með tímanum. Ég túlka það þannig að gjörðin sé að setjast í dekkið og maður þarf að herða á þessu fyrst í stað og huga að þéttingum. Það er búið að vera svolítið föndur við það á Nokien dekkjunum en fer minnkandi. Eftir svona 1000 km í viðbót tek ég herslu á alla boltana upp á nýtt og set nýja koparhringi á allt dótið.

Með öðrum orðum, þeir sem ætla að prófa þetta mega búast við lekatörnum á þessu fyrst í stað og þær geta reynt á þolinmæðina. En það lagast þegar gjarðirnar eru sestar og þá er hægt að ná þessu almennilega þéttu. Þetta ræðst líka nokkuð af því hversu vel tekst að smíða þetta, hversu beinn boltahausinn er fyrir fletinum á felgunni - ég er með fáeina bolta sem stefna ekki alveg rétt. Nýjasta lausnin á því eru hreinlega undirsinkaðir boltar þar sem kónninn grefur sig inn í gatið og þéttir það þó að boltinn halli. Góðu fréttirnar eru þær að ég er ekki sérlega fær járnsmiður og hef aldrei unnið við það fag. Aðrir gætu gert þetta mun betur. Ég tala nú ekki um með fræsara eða alvöru smíðagræjum. Í dag mundi ég nú líklega smíða festingu fyrir borvélina til að miða götunum rétt í stað þess að handbora þetta eftir eyranu. :)


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Smá Tæknihorn: Felgur með kantlás að hætti hússins.

Postfrá grimur » 13.apr 2019, 01:16

Snilldin ein, eins og svo margt sem Einar kemur að.

Ég var að velta fyrir mér hvort að þéttingar svipaðar og með ventlaloksboltum gætu virkað í þetta, þær eru oft útfærðar þannig að þær herðist að leggnum á boltanum og fletinum undir þegar skinnan sem er undir hausnum pressar á. Kannski gæti flöt gúmmískinna og svo sæmilegri skífu virkað einhvernveginn svona. Rúnnhaus með innansexkanti, eða undirsinkaður haus já til að taka upp halla afþví þetta getur aldrei verið alveg beint...kannski er það málið. Já ég er eiginlega að hallast að því...undirsink haus og skinna með nógu stóru gati sem hleypir honum með fláann niður í sirka hálfa gúmmískinnuþykktina.
Ætla að skoða þetta aðeins á McMaster-Carr, þar fæst svona dót oft fyrir klink.
Svo spillir ekki að einangra ryðfría bolta frá svörtu þar sem vatn kemst að...annars tærist svarta efnið alltaf fyrir rest.

Kv
Grímur


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 15 gestir