Terracan kveikir vélarljós upp brekkur???

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Terracan kveikir vélarljós upp brekkur???

Postfrá jeepson » 05.aug 2016, 10:39

Sælt veri fólkið. Félagi minn er að lenda í því að terracaninn hjá honum kveiki vélarljósið upp brekkur með fellihýsið aftan í. Hefur einhver lent í þessu? Hann er ekki búinn að láta lesa hann. Ljósið slokknar þegar að hann slær af.


Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Terracan kveikir vélarljós upp brekkur???

Postfrá svarti sambo » 05.aug 2016, 13:36

Án þess að ég viti það, þá myndi ég prófa að skifta um loftsíu og hráolíusíu.
Sveltur á lofti eða hráolíu undir álagi.
Síðast breytt af svarti sambo þann 06.aug 2016, 00:35, breytt 1 sinni samtals.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Terracan kveikir vélarljós upp brekkur???

Postfrá snöfli » 05.aug 2016, 14:30

Sjálfskiptur/beinskiptur?

Ef sjálfskiptur þá skiptingin mögulega að hitna.

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Terracan kveikir vélarljós upp brekkur???

Postfrá jeepson » 05.aug 2016, 20:17

Hann er beinskiptur. Og virðist bara gera þetta með fellihýsið aftan í. Þetta gerist aðalega í 4.og5. Gír. Ef að hamm hægir á sér niður og keyrir hann létt í 3.gír þá sloknar vélarljósið.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Terracan kveikir vélarljós upp brekkur???

Postfrá Izan » 05.aug 2016, 20:36

Sæll

Láta lesa hann í hvelli. Mér dettur í hug að það sé að leka spíss og afgasið sé að hitna, þ.e. ef mótorinn fylgist með því.

Annars gæti verið að hvarfakúturinn sé að kvarta, mögulega að byrja að stíflast, o.s.frv. Einþór getur stungiðn honum í samband, hann er nokkuð glúrinn við þessar vélar.

Kv JónGarðar

P.s. taka peruna úr, þá hættir hún.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Terracan kveikir vélarljós upp brekkur???

Postfrá Járni » 05.aug 2016, 23:52

Eldsneytiskerfi langlíklegast. Aflestur er eina vitið, annars getið þið líka kíkt á pickuppið ofan á tanknum.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Terracan kveikir vélarljós upp brekkur???

Postfrá jeepson » 06.aug 2016, 10:04

Ég segi honum að koma bílnum í tölvu. Ég vissi nú ekki að Einþór væri með tölvu til að lesa af. Ég heyri í honum í dag.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Terracan kveikir vélarljós upp brekkur???

Postfrá Polarbear » 07.aug 2016, 15:45

það er slatti af þráðum um þetta vandamál á netinu. Enginn virðist vera með lausn á þessu. þetta virðist í sumum tilfellum tengjast því að búið er að skipta um alternator en mér þykir það nú hæpin skýring.... gæti þó verið rafmagnsvandamál eða vélarhitavesen þótt mælirinn í mælaborðinu sé ekki nógu kvikur til að sýna aukið gildi.

en s.s. flestir sem lenda í þessu fá ekkert útúr vélatölvulestri og vandamálið óleyst á þeim spjallþráðum sem ég hef skoðað.... bara mín 5 cent.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Terracan kveikir vélarljós upp brekkur???

Postfrá olei » 07.aug 2016, 17:36

Fyrsta vers er að lesa bílinn og sjá hvað er af kóðum í honum. Fyrst vélarljósið kviknar ætti að vera einhver kóði í græjunni um það atriði - það er allavega oftast þannig.

User avatar

oggi
Innlegg: 130
Skráður: 31.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
Staðsetning: skagafjörður

Re: Terracan kveikir vélarljós upp brekkur???

Postfrá oggi » 07.aug 2016, 18:04

Ég á gamlan starex sem gerir það sama enn hann er að hita sig smá. En ef ég set báðar miðstöðvarnar á fullan hita og blástur þá gerir hann þetta ekki


Til baka á “Hyundai”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir