Sælir vinir
mig vantar hugmyndir að skemmtilegum leiðum. við erum á tveimur bílum, ég er á 38" breyttum l200 sem er á 35" en félagi minn á óbreyttri vitöru og okkur langar aðeins að jeppast.
Við sjáum fyrir okkur að keyra í kannski max 3-4 tíma hvorn daginn og gista einhvers staðar í tjaldi. Hvert gætum við báðir komist án þess að félagi minn endi sitjandi á þakinu á vitörunni út í á ?
Hugmynd að 2 daga ferð ?
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Hugmynd að 2 daga ferð ?
Persónulega skoða ég bara veðurspánna og landakort. Elta veðrið og keyra þangað sem mig langar. Sirka út leið og stoppa áður en þú lendir í vandræðum, þá er best að finna stað til að tjalda á.
Land Rover Defender 130 38"
Re: Hugmynd að 2 daga ferð ?
Ein hugmynd, ef þig langar í fámenni, er að fara að Skinnhúfuhöfða við Hvalvatn, Slóðin að honum liggur af Uxahryggjaleið Skamt norðan Sandkluftavatns. Tjalda þar og taka seinni daginn annaðhvort norður Kaldadal eða austur línuveg og þá suður með Hlöðufelli að Gullkistu og Laugavatni, eða austur á Kjalveg. Svo eru ótal möguleikar útaf þessum leiðum.
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur