Líma dekk á felgur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1247
- Skráður: 08.mar 2010, 10:45
- Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson
Líma dekk á felgur
Hvað er best að nota eithvað hefur maður heyrt að menn eru farnir yfir í rúðu kitti
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Líma dekk á felgur
menn notuðu sikaflex og nota enn sumir. aðrir fóru yfir í rúðukíttið því það þornar aldrei alveg, svo ef dekkið fer af þá límist það aftur ef þú blæst það uppá ef þú notar það. með Sikaflexi þarf að hreinsa gamla kíttið og líma aftur ef þetta rifnar frá.
rúðukíttið heldur samt ekki jafn vel og sikaflex
að líma á felgu er ekki 100% garantí fyrir því að dekkið affelgist ekki eða snúist, en minnkar líkurnar verulega.
rúðukíttið heldur samt ekki jafn vel og sikaflex
að líma á felgu er ekki 100% garantí fyrir því að dekkið affelgist ekki eða snúist, en minnkar líkurnar verulega.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1247
- Skráður: 08.mar 2010, 10:45
- Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson
Re: Líma dekk á felgur
Ég veit svo sem vel að þetta er engin töfralausn á affelgun enda þá væri engin að eyða stórfé í beadlock, bara spurning hvað sé skásta kíttið
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
Re: Líma dekk á felgur
Wurth er með límkítti sem virkar öðrum efnum betur á þetta. Ég leyfði mér að prófa í tilraunaskyni aðra tegund af einhverju silicon kítti sem átti að hafa góða límeiginleika en það affelgaðist við fyrstu úrhleypingu. Er með MickeyTompson og ekki valsaðar felgur þannig að það reynir á líminguna, en Wurth límið er búið að halda vel. Biddu bara strákana um límkíttíð sem menn hafa verið að nota í þetta, þeir ættu að kannast við það.
Kv - Skúli
Kv - Skúli
-
- Innlegg: 288
- Skráður: 05.okt 2010, 15:05
- Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
- Bíltegund: Jeep Wrangler
- Staðsetning: Akureyri
Re: Líma dekk á felgur
Dekkjaverkstæði eiga gjarnan efni sem heitir bead sealer, ég held það sé að virka fínt..
-
- Innlegg: 101
- Skráður: 02.feb 2010, 01:55
- Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
- Bíltegund: Ford F-150 FX4
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: Líma dekk á felgur
Afhverju ekki bara að valsa felgurnar ?? Það svínvirkar hjá mér allavega.
Stærsti munurinn er að báðir kantarnir eru valsaðir á móti því að Beadlock er yfirleitt bara á ytri kantinum ásamt því að vera mun dýrara (ca. 3-4x).
Til að koma Beadlock á innri kantinn þarftu stærri felgur eða breyta bremsubúnaði (minnka það).
Ég vann á dekkjaverkstæði í denn og þá noðuðum við aðallega svart Sikaflex, það kom best út en er engin trygging.
En eftir því sem bílarnir eru stærri og þyngri, þá dugar það engan veginn.
BeadSealerinn er svipaður, bara þynnra og ætlað fyrir full pumpuð dekk en SikaFlexið hentar betur að mínu mati.
-Bragi @ Trukkurinn
Stærsti munurinn er að báðir kantarnir eru valsaðir á móti því að Beadlock er yfirleitt bara á ytri kantinum ásamt því að vera mun dýrara (ca. 3-4x).
Til að koma Beadlock á innri kantinn þarftu stærri felgur eða breyta bremsubúnaði (minnka það).
Ég vann á dekkjaverkstæði í denn og þá noðuðum við aðallega svart Sikaflex, það kom best út en er engin trygging.
En eftir því sem bílarnir eru stærri og þyngri, þá dugar það engan veginn.
BeadSealerinn er svipaður, bara þynnra og ætlað fyrir full pumpuð dekk en SikaFlexið hentar betur að mínu mati.
-Bragi @ Trukkurinn
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com
http://trukkurinn.com
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1247
- Skráður: 08.mar 2010, 10:45
- Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson
Re: Líma dekk á felgur
Þetta er 16.5" fyrir 44" fun country með soðin kant svo ég tími ekki að splæsa í völsun þar sem ég er ekki viss um að ég eigi eftgir að nota felgurnar þegar dekkin eru búin, annars er ég með 16" felgur fyrir 42 sem ég ætla láta valsa er bara með valkvíða varðandi breydd á felgunum
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Innlegg: 101
- Skráður: 02.feb 2010, 01:55
- Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
- Bíltegund: Ford F-150 FX4
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: Líma dekk á felgur
úff 16,5" felgur eru bara vesen og ættu menn að forðast að hleypa úr þeim eitthvað að ráði. Málið er að "bead" sætið hallar, þ.e. að það er skáhalt og ekki eins og á öðrum felgum.
Það þýðir ekkert að valsa 16,5" felgur vegna þessa.
Mæli með að menn færi sig niður í 16" ef hægt er, annars upp í 17" eða 18" felgur.
Varðandi 42" dekkin og felgubreiddina, þá myndi ég ráðleggja þér að breikka í 15", það kemur vel út og er alls ekki of mikið fyrir þau dekk. Sumir hafa farið í 16" og væri s.s. ágætt ef nota á felgurnar fyrir 44" líka. Annars finnst mér það vera ofmikið fyrir 42".
Það þýðir ekkert að valsa 16,5" felgur vegna þessa.
Mæli með að menn færi sig niður í 16" ef hægt er, annars upp í 17" eða 18" felgur.
Varðandi 42" dekkin og felgubreiddina, þá myndi ég ráðleggja þér að breikka í 15", það kemur vel út og er alls ekki of mikið fyrir þau dekk. Sumir hafa farið í 16" og væri s.s. ágætt ef nota á felgurnar fyrir 44" líka. Annars finnst mér það vera ofmikið fyrir 42".
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com
http://trukkurinn.com
Re: Líma dekk á felgur
er með sikaflex á 38" .. ótrúlegt hvað það er að halda miklu.. enda ekkert svo þungur bill.. tók pílurnar ur og get tekið 90" begju á malbiki.. staðfest! heh
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"
Hyundai Terracan 38"
Re: Líma dekk á felgur
Veit svosem ekki hvaða kítti menn hafa verið að nota, en ég hef mjög góða reynslu af wurth kíttinu. En ég er líka með rosalegan kant á felgunum, er með 44" cepek á 18" felgu og hef aldrei affelgað þrátt fyrir rosaleg átök og djöfulgang. 7-9-13
kkv, Samúel Úlfr
kkv, Samúel Úlfr
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1247
- Skráður: 08.mar 2010, 10:45
- Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson
Re: Líma dekk á felgur
Ég endaði á að nota Polymer límkitti sem er mun sterkara en Wurth kíttið svo er bara að láta reyna á þetta
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Innlegg: 288
- Skráður: 05.okt 2010, 15:05
- Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
- Bíltegund: Jeep Wrangler
- Staðsetning: Akureyri
Re: Líma dekk á felgur
Ég held að menn ættu að varast alsterkustu kíttin, sérstaklega með gömul og fúin dekk.
Ég á gang sem lenti í slíkum aðförum, og þegar þau voru slitin af felgunum þá varð nánast allt gúmíið af þéttiköntunum eftir á felgunum og kanturinn á dekkjunum stóð eftir með berann strigann.
Það þarf alveg sáralitla límingu til að þetta haldist skothelt á (nema sé verið að ræða 16,5 tommu)
Ég á gang sem lenti í slíkum aðförum, og þegar þau voru slitin af felgunum þá varð nánast allt gúmíið af þéttiköntunum eftir á felgunum og kanturinn á dekkjunum stóð eftir með berann strigann.
Það þarf alveg sáralitla límingu til að þetta haldist skothelt á (nema sé verið að ræða 16,5 tommu)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1247
- Skráður: 08.mar 2010, 10:45
- Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson
Re: Líma dekk á felgur
Þetta er 16.5 reyndar með soðnum kanti en það var ekkert gluðað óþarfa af kítti
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur