Dekkjakaup
Dekkjakaup
Hafa menn eitthvað verslað dekk frá Ameriku.
Er að spá í Toyo 37x14,5x15 Þau fást þar, hingað komin á 298000 í gegnum shop USA, en eru á yfir 480 hérna heima.
Er eitthvað vit í að panta þetta að utan? eða á maður bara að láta vaða. Þetta er jú talsverður verðmunur.
Hvering hafa 37" super svamperinn sem N1 selur komið út? Þau eru á 99.900kr.
Kv.
Er að spá í Toyo 37x14,5x15 Þau fást þar, hingað komin á 298000 í gegnum shop USA, en eru á yfir 480 hérna heima.
Er eitthvað vit í að panta þetta að utan? eða á maður bara að láta vaða. Þetta er jú talsverður verðmunur.
Hvering hafa 37" super svamperinn sem N1 selur komið út? Þau eru á 99.900kr.
Kv.
-
- Innlegg: 76
- Skráður: 19.jún 2012, 07:44
- Fullt nafn: Aron Frank Leópoldsson
- Bíltegund: Nissan
Re: Dekkjakaup
Sæll,
Ég er með 37" Super Swamper M16 sem sumardekk hjá mér og er mjög sáttur með þau, gott að keyra á þeim og nokkuð hljóðlát. Hef svosem ekkert prufað þau í snjó þar sem ég er með 38" AT sem vetrardekk.
Kv.
Aron Frank
Ég er með 37" Super Swamper M16 sem sumardekk hjá mér og er mjög sáttur með þau, gott að keyra á þeim og nokkuð hljóðlát. Hef svosem ekkert prufað þau í snjó þar sem ég er með 38" AT sem vetrardekk.
Kv.
Aron Frank
Re: Dekkjakaup
Ég er eingöngu að hugsa þetta sem sumardekk undir 2300kg bil. Er með 38" mudder sem vetrardekk
Re: Dekkjakaup
Þetta væri ekki slæmur möguleiki ef hann gengur upp.
Re: Dekkjakaup
Toyo allan daginn yfir þetta super swamper drasl !!!!
Re: Dekkjakaup
Hvar fannst þú Toyo 37x14,5x15 á því verði í US að þau kæmu hingað á ca. 75000 stk ? Þetta væri verulega gott verð
en ég hef ekki fundið link á þau úti á þannig verði.
en ég hef ekki fundið link á þau úti á þannig verði.
Re: Dekkjakaup
Herna: http://www.ntwonline.com/37X1450R15C-OP ... 16309.aspx
Miðað við dekk og felgur hjá Shopusa þá bætast þar við 112þús í kostnað.
Kv.
Miðað við dekk og felgur hjá Shopusa þá bætast þar við 112þús í kostnað.
Kv.
Re: Dekkjakaup
Það er spurning með útreikningin hjá Shopusa hvort það verða ekki 4 einingar og þá gæti verðið farið upp undir 350 þús. Það er samt mikill verðmunur. Ég hef áhuga á að skoða þetta eitthvað. Fann þessi dekk á 347 USD. sem yrði þá nálægt 324 þús. ef flutningurinn er 4 einingar. Það þyfti að fá upplýsingar hjá Shopusa með það.
Re: Dekkjakaup
Ef að flutningurinn væri 1 eining kæmu þau á 280 þús. Svo bætast tryggingar við þessi verð öll.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Dekkjakaup
Venjulega finnst mér shopusa dýrt. En í þessu dæmi er það bara mjög ódýrt! Ég sló að ganni inn tollverð án sendingar í tollareiknivél tollstjóra. 1486 dollarar er verðið úti án sendingar. 183.254 kr isk + 75.632 kr í toll, úrvinnslugjald og vsk. Snopusa tekur 112.176ISK fyrir toll, úrvinnslugjald, vsk og flutning. Sem þýðir að flutningur og þjónustugjald þeirra er 36.544kr.
Ég sé ekkert í fljótu bragði um einingar eða auka tryggingagjöld hjá shopusa. Ég reikna bara með að þessi verð standi hjá þeim eins og þeir tala um,
Úr "spurt og svarað" hjá shopusa
"5. Eru öll gjöld innifalin?
Já, öll gjöld eru innifalin, þar meðtalin móttaka í USA, skráning, flutningur, virðisaukaskattur, tollur, vörugjöld og heimsending. Ef um er að ræða stóra sendingu eins og t.d. stór húsgögn og golfbíl þá getur ShopUSA farið fram á að sendingin verði sótt. Athugaðu að endanlegt afgreiðslugjald miðast við tollgengi þann dag sem varan er tollafgreidd, en ef gengisbreytingar eru litlar (innan við 5%) og varan kostar minna en USD 2000, þá stendur ShopUSA við það verð sem gefið var upp við skráningu vöru."
Ég sé ekkert í fljótu bragði um einingar eða auka tryggingagjöld hjá shopusa. Ég reikna bara með að þessi verð standi hjá þeim eins og þeir tala um,
Úr "spurt og svarað" hjá shopusa
"5. Eru öll gjöld innifalin?
Já, öll gjöld eru innifalin, þar meðtalin móttaka í USA, skráning, flutningur, virðisaukaskattur, tollur, vörugjöld og heimsending. Ef um er að ræða stóra sendingu eins og t.d. stór húsgögn og golfbíl þá getur ShopUSA farið fram á að sendingin verði sótt. Athugaðu að endanlegt afgreiðslugjald miðast við tollgengi þann dag sem varan er tollafgreidd, en ef gengisbreytingar eru litlar (innan við 5%) og varan kostar minna en USD 2000, þá stendur ShopUSA við það verð sem gefið var upp við skráningu vöru."
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Dekkjakaup
Ég skoðaði þetta með 41" Irok gang um daginn, ég gat fengið hann vel yfir 100 þús ódýrari frá usa gegnum shopusa en verðið var frá n1, meira að segja 5 dekk gegnum shopusa voru ódýrari en 4 hjá N1
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Dekkjakaup
Svo þegar maður skoðar nánar þá gæti þetta alveg farið yfir stærðarmörk hjá shopusa. Þar eru svona stærðartöflur. Þá verður þetta dýrara.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Dekkjakaup
Ég ætti að skrifa til Shopusa og fá flutningsmálin á hreint. Það getur munað allnokkru hvort ein pöntun er 4 eða ein eining.
Re: Dekkjakaup
Búinn að senda fyrirspurn.
Re: Dekkjakaup
gaman að vita hvað þeir segja
Re: Dekkjakaup
Ég spurði um kostnað á 4 dekkjum sem ég fann á 1390 usd. Þar gæti að vísu vantað flutningskostnað innanlands í USA.
En þetta gefur góða staðfestingu.
"Þetta fer sem ein sending, og value USD 1390
Kostnaður ShopUSA er þá ISK 107.3535 (dekkin komin til þín og búið að borga öll gjöld á Íslandi)
Varan fer þá með skipi, best að senda á addressu ShopUsa þar sem skipið fer (það sparar flutningstíma á vörunni)"
En þetta gefur góða staðfestingu.
"Þetta fer sem ein sending, og value USD 1390
Kostnaður ShopUSA er þá ISK 107.3535 (dekkin komin til þín og búið að borga öll gjöld á Íslandi)
Varan fer þá með skipi, best að senda á addressu ShopUsa þar sem skipið fer (það sparar flutningstíma á vörunni)"
Re: Dekkjakaup
maður verður að hafa flutnignskostnað innanlands á hreinu áður en maður tekur shopusa verðið, hann getur verið drjúgur, hef borgað uppundir $500 fyrir flutning á hurðaspjaldi að heimilisfangingu hjá shopusa,
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
Re: Dekkjakaup
Trausti, -ef þú ert að hugsa þessi sumardekk undir W460 þá ættir þú að fara í stærri felgu með ca 18cm backspace og ekki of breiða. Þessir bílar bryðja framhjólalegur eins og enginn sé morgundagurinn. Hundleiðinlegt að skipta um þetta þar sem nafið er allt innaní liðhúsinu. Fékk að endingu e-h legur sem áttu að vera sterkari en seldi bílinn áður en veruleg reynsla kom á þær.
Afturlegurnar duga hinsvegar til eilífðar.
Þú ÞARFT að eiga lykil á rærnar á framlegunum, splittskinnur til skiptana og vera duglegur að fylgjast með slaginu.
Þetta er í raun eini veikleiki bílsins en hann er hundleiðinlegur.
Afturlegurnar duga hinsvegar til eilífðar.
Þú ÞARFT að eiga lykil á rærnar á framlegunum, splittskinnur til skiptana og vera duglegur að fylgjast með slaginu.
Þetta er í raun eini veikleiki bílsins en hann er hundleiðinlegur.
Re: Dekkjakaup
Þessi tilteknu dekk voru merkt þannig að þau ættu að falla undir free shipping innan Bandaríkjanna. Annars kemur það í ljós við pöntun og ég fann fleiri dekk sem voru með free shipping.
Re: Dekkjakaup
felgurnar eru 14" breiðar með 18 cm backspace. ég veit um sérverkfærin sem þarf til þess aðskipta um þetta.
Sao er bara eins og þú segir að fylgjast með slaginu.
Kv. Trausti
Sao er bara eins og þú segir að fylgjast með slaginu.
Kv. Trausti
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur