Úbs! 42" Pitbull

User avatar

Höfundur þráðar
diddiminn
Innlegg: 8
Skráður: 10.sep 2014, 15:18
Fullt nafn: Kristinn Ingi Pétursson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Laugar, Reykjadal
Hafa samband:

Úbs! 42" Pitbull

Postfrá diddiminn » 29.mar 2016, 18:06

Góðan daginn kæru vinir.

Ég er að spá hvaða heimskupör ég hef gert sem veldur því að þessi nýju 42" diagonal Pitbull Rocker sprungu svona (sjá myndir fyrir neðan.

Þau eru framleidd júlí 2014, sett undir glæný síðasta haust og mjög lítið keyrt á þeim.
Ég er með 24pund í þeim vandalega, fer að skoppa með mig einann í 26pundum nema ég sé búinn að borða mikið. Mjög fínn með fullan bíl af fólki í 24pundum. Hann stendur á gúmmíinu og kemst ekkert í 5 pundum, en þegar ég er kominn í 3 pund þá kemst hann smá áfram í snjó. Ég fer aldrei hraðar en 20kmh með 3pund.
Um daginn fór ég dágóðan spöl með 3 pund, en annað gerði ég sem er kannski valdurinn að þessum sprungum, ég ók tugi kílómetra í Bárðardal með 16pund allt upp í 80km/h. . Var með fjóra létta asíska ljómmyndara, þeir eru eins og fiður. Ég tók eftir þessum sprungum í dekkunum þegar ég kom heim.
Hvort var 3ja punda 20km/h keyrslan á snjó, eða 16pund 70-80km/h sem olli þessu, eða þegar ég þurfti voðalega að flýta mér á malbikinu um daginn með 26pund? Er eitthvað annað að gerast þarna, gúmmísprengjandi bakteríur utan úr geimi?

Kveðja úr Reykjadal.

1.jpg
1.jpg (726.33 KiB) Viewed 4480 times
01.jpg
01.jpg (712.07 KiB) Viewed 4480 times
3.jpg
3.jpg (801.29 KiB) Viewed 4480 times
2.jpg
2.jpg (759.13 KiB) Viewed 4480 times




sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Úbs! 42" Pitbull

Postfrá sukkaturbo » 29.mar 2016, 18:21

Sæll ljótt að sjá. Hvernig er með þessi nýju dekk eru þau að sprynga meira og minna.Er öðruvísi gúmí í þessum nýju dekkum??

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Úbs! 42" Pitbull

Postfrá firebird400 » 29.mar 2016, 18:47

Var á MTZ 38" og ók alltaf á 30 pundum. Sá ekki á þeim EVER.
Er spurning hvort að þú þurfir ekki bara að pumpa þau upp fyrir 26 pund
Maður sér/sá rosa mikið af kanntslitnum notuðum jeppadekkjum til sölu sem segir manni að menn séu gjarnir að aka á þeim of linum. Eða það er allavegana minn skilningur á kannsliti. Spurning hvort að þessi nýu dekk þoli illa að hitna. Glerpumpað hjálpar til halda þeim köldum.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Úbs! 42" Pitbull

Postfrá birgiring » 29.mar 2016, 18:49

Þetta er hliðstætt því sem ég var að spyrja um með AT dekkin, nema að úr þeim hafði ekki verið hleypt.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Úbs! 42" Pitbull

Postfrá Brjotur » 29.mar 2016, 20:08

þetta er ljótt að sjá , dekk sem við höfum verið að nota hérlendis hafa svo sannarlega þolað þessa meðferð og verri get ég sagt þér , en Irok og núna þessi eru greinilega ekki að þola þá meðferð sem við erum að framkvæma , ekki þýðir fyrir þig að tala við innflutningsaðilann að Pitbull því hann myndi segja þér tvennt , þ.e. að þú værir að ljúga til um úrhleypinguna , og svo myndi hann benda þér á smáa letrið á dekkjunum sem segir hvað loftþrýstingur eigi að vera í þeim og það sé ekki hægt að standa við ábyrgð á dekkjum þegar ekki sé farið eftir skilmálunum :( þetta veit ég fyrir víst að hann segir við menn,. þannig að ég legg til við jeppamenn að hætta að kaupa af honum dekk svo hann geti ekki flutt þau inn lengur !

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Úbs! 42" Pitbull

Postfrá smaris » 29.mar 2016, 23:51

Held nú að öllum sem flytja inn jeppadekk til Íslands ætti að vera ljóst hvernig þau eru notuð og geta því varla farið að skýla sér á bak við það að við séum ekki að nota þau rétt. Er að minnsta kosti ekki að sjá tilganginn í því að kaupa mér stór dekk ef ég má ekki nota þau undir 30 pundum.

User avatar

Höfundur þráðar
diddiminn
Innlegg: 8
Skráður: 10.sep 2014, 15:18
Fullt nafn: Kristinn Ingi Pétursson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Laugar, Reykjadal
Hafa samband:

Re: Úbs! 42" Pitbull

Postfrá diddiminn » 30.mar 2016, 00:04

Þessi Pitbull dekk voru sérinnflutt.

Nú er ég ekki sá eini á 42" diagonal Pitbull Rocker, er einhver sem þetta les á þeim líka?

Er raunveruleikinn sá, að þessi dekk þola ekki þá meðferð sem ég lýsti að ofan? Það stendur á þeim max load 30psi.

Ef þessi þola ekki úrhleypingar, þá munu þau ekki þola daglegar Öskjuferðir.

Þá er best að fara skella sumardekkjunum undir, 40" Goodyear Wrangler. Þetta er sárt.

User avatar

Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Re: Úbs! 42" Pitbull

Postfrá Tóti » 30.mar 2016, 07:31

Brjotur wrote:þetta er ljótt að sjá , dekk sem við höfum verið að nota hérlendis hafa svo sannarlega þolað þessa meðferð og verri get ég sagt þér , en Irok og núna þessi eru greinilega ekki að þola þá meðferð sem við erum að framkvæma , ekki þýðir fyrir þig að tala við innflutningsaðilann að Pitbull því hann myndi segja þér tvennt , þ.e. að þú værir að ljúga til um úrhleypinguna , og svo myndi hann benda þér á smáa letrið á dekkjunum sem segir hvað loftþrýstingur eigi að vera í þeim og það sé ekki hægt að standa við ábyrgð á dekkjum þegar ekki sé farið eftir skilmálunum :( þetta veit ég fyrir víst að hann segir við menn,. þannig að ég legg til við jeppamenn að hætta að kaupa af honum dekk svo hann geti ekki flutt þau inn lengur !


Ég hef sömu sögu að segja af þessum innflytjanda, kaupi ekki dekk af honum aftur!


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Úbs! 42" Pitbull

Postfrá Baldur Pálsson » 30.mar 2016, 09:00

Þetta er ljótt að sjá Diddi
Ég held því miður að jeppadekk í dag séu úr of miklu plasti til að hleypa úr þeim ,en ég hélt að nælon dekkinn væru skárri.
En auðvitað er hiti versti óvinur dekkja, en þegar Íslenskir jeppa kallar/konur eru að kaupa dekk reikna þeir með því að þau þoli
úrhleypingu og það eiga umboðsaðilar að vita sem eru að selja JEPPA dekk.
En sum dekk springa strax og breitast svo voða lítið eins og gamli 38" mudder sem kom sprunga inn við felgu en endist svo í mörg ár.
En eins og hjá þér Diddi sem ert að nota bílinn sem atvinnutækji þá vill maður ekki lenda í því að dekk springi með fullan bíl af túristum.
Gangi þér vel.
kv
Baldur

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Úbs! 42" Pitbull

Postfrá Óttar » 30.mar 2016, 10:36

Þetta er slæmt en takk fyrir að pósta þessu! Ég hefði sennilega fjárfest í þessari tegund. En ef maður kaupir dekk ætti ekki að vera einhver innihaldslýsing sem menn hefðu aðgang að til að geta valið dekk sem hentar í það sem menn ætla að nota það í?? Og það væri þá hægt að leita eftir áhveðnu innihaldi þegar menn finna það út að blandan þoli úrhleypingar og virki í snjó? Það er frekar dýrt að kaupa dekk sem virkar svo ekki og endist illa :(


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Úbs! 42" Pitbull

Postfrá ivar » 30.mar 2016, 11:18

Mig langar nú samt að leggja smá orð inní umræðunni.

Ég var með 46" MT undir hjá mér í slatta af km. Að mínu mati fór ég mjög vel með þessi dekk og sökum úrhleypibúnaðs keyrði ég oftast í þokkalegu lofti.
Varla til það skiptið sem ég fór undir 4psi.
Hinsvegar voru svona fínar sprungur um allt dekk. Kom fljótt í ljós 2011 þegar dekkin fóru undir (framleidd 2011) og var aldrei til vandræða. Ég hafði ekki áhyggjur af þessu og aldrei lak þetta.
Þegar dekkin voru seld rúmlega hálfslitin veit ég að skorið var í þau og kom þá í ljós að sprungurnar náðu ekki nema nokkra mm niður í gúmmíið og hurfu þegar búið var að skera.
Eins og í mínu tilfelli spyr ég: Er dekkið gallað? Hafa þessar sprungur áhrif? Skiptir þetta einhverju máli gagnvart öðru en útlitnu á dekkinu?

Því er smá pæling með hógværð gagnvart dekkjunum ef háræðasprungur eru ekki að koma að sök.

Kv. Ívar

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Úbs! 42" Pitbull

Postfrá jongud » 30.mar 2016, 12:36

ivar wrote:Mig langar nú samt að leggja smá orð inní umræðunni.

Ég var með 46" MT undir hjá mér í slatta af km. Að mínu mati fór ég mjög vel með þessi dekk og sökum úrhleypibúnaðs keyrði ég oftast í þokkalegu lofti.
Varla til það skiptið sem ég fór undir 4psi.
Hinsvegar voru svona fínar sprungur um allt dekk. Kom fljótt í ljós 2011 þegar dekkin fóru undir (framleidd 2011) og var aldrei til vandræða. Ég hafði ekki áhyggjur af þessu og aldrei lak þetta.
Þegar dekkin voru seld rúmlega hálfslitin veit ég að skorið var í þau og kom þá í ljós að sprungurnar náðu ekki nema nokkra mm niður í gúmmíið og hurfu þegar búið var að skera.
Eins og í mínu tilfelli spyr ég: Er dekkið gallað? Hafa þessar sprungur áhrif? Skiptir þetta einhverju máli gagnvart öðru en útlitnu á dekkinu?

Því er smá pæling með hógværð gagnvart dekkjunum ef háræðasprungur eru ekki að koma að sök.

Kv. Ívar


Já, það er alltaf spurning hve djúpt svona sprungur ná. Það er líka spurning hvort þær myndast vegna þess að yfirborð dekjanna harðni með tímanum vegna einhverra ytri þátta.


Til baka á “Dekk og felgur”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir