AT dekk. Gæðaspurning ?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 179
- Skráður: 03.feb 2010, 14:31
- Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson
AT dekk. Gæðaspurning ?
Mig langar að vita hvaða reynslu menn hafa af AT dekkjum. Bróðir minn keypti nýjan 38" gang fyrir einu og hálfu ári og
er búinn að keyra á þeim í tæpa tvo vetur. Þar hefur ekki verið um úrhleypingar akstur að ræða, og lítinn akstur. Gúmmíið í dekkjunum er farið að netspringa og fer hratt versnandi. Er þetta almenn reynsla manna af þessum dekkjum, eða er þetta eitthvað einstakt fyrirbæri ? Það er illt að kaupa dekkjagang á hálfa milljón eða meira sem svo grotnar sundur á kannske þremur árum. Ég er sjálfur með ónýta Muddera, ekki hálfslitna en þeir eru að vísu orðnir eldri. Ætli sé hvergi orðið hægt að fá 38" dekk sem endast ?
er búinn að keyra á þeim í tæpa tvo vetur. Þar hefur ekki verið um úrhleypingar akstur að ræða, og lítinn akstur. Gúmmíið í dekkjunum er farið að netspringa og fer hratt versnandi. Er þetta almenn reynsla manna af þessum dekkjum, eða er þetta eitthvað einstakt fyrirbæri ? Það er illt að kaupa dekkjagang á hálfa milljón eða meira sem svo grotnar sundur á kannske þremur árum. Ég er sjálfur með ónýta Muddera, ekki hálfslitna en þeir eru að vísu orðnir eldri. Ætli sé hvergi orðið hægt að fá 38" dekk sem endast ?
Re: AT dekk. Gæðaspurning ?
http://benni.is/Dekk/Jeppar/Vetrar-heil ... ountry_MT/
Þessi endast vel og eru einfaldlega flott jeppadekk
Þessi endast vel og eru einfaldlega flott jeppadekk
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 179
- Skráður: 03.feb 2010, 14:31
- Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson
Re: AT dekk. Gæðaspurning ?
Þessi gætu verið fín.
-
- Innlegg: 76
- Skráður: 19.jún 2012, 07:44
- Fullt nafn: Aron Frank Leópoldsson
- Bíltegund: Nissan
Re: AT dekk. Gæðaspurning ?
Ég veit um 8 ára gang sem er enn undir bíl og sér ekki á fyrir utan að munstur er farið að minnka, en hef ekki heyrt um sprungur eins og þú talar um. Keypti ný sjálfur nýjan AT gang fyrir veturinn og eru þau enn sem ný.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 179
- Skráður: 03.feb 2010, 14:31
- Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson
Re: AT dekk. Gæðaspurning ?
En eru þessi MT dekk fáanleg fyrir 15" felgur?
-
- Innlegg: 147
- Skráður: 02.feb 2010, 17:24
- Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
- Bíltegund: Cherokee ZJ
Re: AT dekk. Gæðaspurning ?
Þau eru fáanleg í 37"x14,5"R15
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
Re: AT dekk. Gæðaspurning ?
Þetta er undarlegt mjög.
Hefur nokkuð verið sett kolsýra í þau? Eitthvað var talað um að það væri algert eitur hérna einu sinni. Hef enga reynslu af því sjálfur samt.
Aðrir mögulegir umhverfis þættir? Öll dekk alveg eins sprungin í ganginum?
Það er ekki líklegt svosem að akkúrat einn gangur sé gallaður, þó að það geti fræðilega gerst. Það hefur ekki mikið verið talað um að þessi dekk springi óeðlilega, en mikið frekar að þau spænist upp á notime ef þau volgna í keyrslu með illa hjólastillt....gúmmíið í þeim er ekki gert til að endast vel í hita og núningi, heldur frekar til að þola að vera úrhleypt í kulda án þess einmitt að springa í drasl.
Hef þetta eftir Freysa heitnum sem var í því að finna út heppilega blöndu fyrir jeppa notkun á klakanum.
Kv
Grímur
Hefur nokkuð verið sett kolsýra í þau? Eitthvað var talað um að það væri algert eitur hérna einu sinni. Hef enga reynslu af því sjálfur samt.
Aðrir mögulegir umhverfis þættir? Öll dekk alveg eins sprungin í ganginum?
Það er ekki líklegt svosem að akkúrat einn gangur sé gallaður, þó að það geti fræðilega gerst. Það hefur ekki mikið verið talað um að þessi dekk springi óeðlilega, en mikið frekar að þau spænist upp á notime ef þau volgna í keyrslu með illa hjólastillt....gúmmíið í þeim er ekki gert til að endast vel í hita og núningi, heldur frekar til að þola að vera úrhleypt í kulda án þess einmitt að springa í drasl.
Hef þetta eftir Freysa heitnum sem var í því að finna út heppilega blöndu fyrir jeppa notkun á klakanum.
Kv
Grímur
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: AT dekk. Gæðaspurning ?
Einhverntíman heyrði ég að kolsýran skemmi gúmmíið, en það ætti að koma innan frá og dekkið fara að leka, frekar en að kross springa utanfrá
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: AT dekk. Gæðaspurning ?
Var með AT dekk í 9 ár. Notaði mikið kolsýru og hleypti hiklaust úr þeim niður 2-3 pund. Á 8 ári voru þau farin að springa og ónýt rúmlega hálf slitin á 9 ári. Bara notuð 7 mánuði á ári. þess utan í geymslu
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 179
- Skráður: 03.feb 2010, 14:31
- Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson
Re: AT dekk. Gæðaspurning ?
Í þessi dekk hefur aldrei komið annað en loft svo ég viti. Sakir slæmrar heilsu hjá eigandanum hefur
bíllinn verið lítið keyrður og ekki farið í fjallaferðir. Skrítið að á tímum allskonar snákaolíutöfraefna hefur
aldrei neitt sést sem á að auka endingu og minnka sprungur í dekkjagúmmíi.
bíllinn verið lítið keyrður og ekki farið í fjallaferðir. Skrítið að á tímum allskonar snákaolíutöfraefna hefur
aldrei neitt sést sem á að auka endingu og minnka sprungur í dekkjagúmmíi.
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 14.aug 2010, 21:35
- Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
- Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
- Staðsetning: Akureyri
Re: AT dekk. Gæðaspurning ?
Ég er búinn að eiga 3 svona At ganga og ekki verið neitt ves með að þau fari að sprinaga.Þau sem ég á í dag eru síðan 2007 og líta fínt út það eina sem mér finnst leiðinlegt við þau er að þau slitna sum frekar asnaleg koma skalla blettir í þau
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995
Hilux Sr5 22re 1995
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: AT dekk. Gæðaspurning ?
olafur f johannsson wrote:Ég er búinn að eiga 3 svona At ganga og ekki verið neitt ves með að þau fari að sprinaga.Þau sem ég á í dag eru síðan 2007 og líta fínt út það eina sem mér finnst leiðinlegt við þau er að þau slitna sum frekar asnaleg koma skalla blettir í þau
Það er vegna þess að það er mis langt milli kubbanna, það er eðlilegt að þar sem miklu minna er af gúmmíi slitni hraðar og komi skallablettir. Þetta er til að drepa eigintíðni hljóðs, þessvegna eru þau svona hljóðlát. Mín dekk eru líka svona, grátlega slitin á sumum stöðum, mældi um daginn 10mm sumstaðar á köntum og niður í 3mm á blettum í miðju.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: AT dekk. Gæðaspurning ?
birgiring wrote:Í þessi dekk hefur aldrei komið annað en loft svo ég viti. Sakir slæmrar heilsu hjá eigandanum hefur
bíllinn verið lítið keyrður og ekki farið í fjallaferðir. Skrítið að á tímum allskonar snákaolíutöfraefna hefur
aldrei neitt sést sem á að auka endingu og minnka sprungur í dekkjagúmmíi.
Það er til, heitir Silicon spray, en það er eins og að sprauta hálku á dekkin hjá þér, það hefur margur mótorhjólamaðurinn farið á hausinn eftir að hafa notað þetta til að sverta hliðarnar á dekkjunum og efnið þá líka farið á banann.
En þetta efni gerir ekkert þegar skaðinn er skeður
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 14.aug 2010, 21:35
- Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
- Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
- Staðsetning: Akureyri
Re: AT dekk. Gæðaspurning ?
elliofur wrote:olafur f johannsson wrote:Ég er búinn að eiga 3 svona At ganga og ekki verið neitt ves með að þau fari að sprinaga.Þau sem ég á í dag eru síðan 2007 og líta fínt út það eina sem mér finnst leiðinlegt við þau er að þau slitna sum frekar asnaleg koma skalla blettir í þau
Það er vegna þess að það er mis langt milli kubbanna, það er eðlilegt að þar sem miklu minna er af gúmmíi slitni hraðar og komi skallablettir. Þetta er til að drepa eigintíðni hljóðs, þessvegna eru þau svona hljóðlát. Mín dekk eru líka svona, grátlega slitin á sumum stöðum, mældi um daginn 10mm sumstaðar á köntum og niður í 3mm á blettum í miðju.
Það slitnar bara 1 dekk svona hjá mér hinn 3 eru jafntslitinn ??
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995
Hilux Sr5 22re 1995
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 179
- Skráður: 03.feb 2010, 14:31
- Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson
Re: AT dekk. Gæðaspurning ?
Mér sýnist nú á þessum svörum, sem ég þakka fyrir, að einnhverju sé ábótavant í efnisgæðum og framleiðslu þessara stærri dekkja. Og fyrir fjárfestingu upp á hálfa til heila milljón eftir stærðum, þá finnst mér það ekki ásættanleg staða. Ég man eftir YOKOHAMA dekkjum 650x16 eða þar um bil undir rússajeppa hjá föður mínum. Þau sprungu svona ægilega og voru oftast ónýt með ekki hálfslitnu mynstri. Einu dekkinn sem sá bíll náði nánast að slíta upp munstrinu voru rússnesku dekkin sem hann kom á. Ég er ekki nógu klókur að leita en það hefur hvarflað að mér hvort rússar framleiði dekk sem væri hægt flytja inn á EES/ESB svæðið til prufu. Verð á svona dekkjum skiptir ekki alveg höfuðmáli ef að þau endast og hægt sé að slíta munstrinu út
á nokkrum árum, en þurfi ekki að keyra þau út á einu til tveimur árum.
á nokkrum árum, en þurfi ekki að keyra þau út á einu til tveimur árum.
Re: AT dekk. Gæðaspurning ?
Er bróðir þinn búinn að ræða Arctic trucks? Finnst þeim þetta eðlilegt?
Þegar þessi dekk komu fyrst voru þau búin að vera á leiðinni í nokkur misseri áður en þau fóru í sölu. Væntanlega vegna þess að Freysi og félagar hafa ekki verið sáttir við fyrstu sendingar. Einnig man ég að á tímabili var hægt að fá B-dekk með töluverðum afslætti. Ég tíndi saman í svona gang um daginn og þar af var eitt frá 2007 hálfslitið sem kom svo í ljós að þurfti að sjóða í (sprunga að innan en bara lítið gat að utan). Sá sem það gerði sagði nýrri AT dekk mun betri hvað þetta varðar. Annars hefur maður bara heyrt gott um þessi dekk og margir sem segja ný AT dekk langbestu dekk sem þeir hafi prófað, aðal ókosturinn að þau slittni hratt.
Þegar þessi dekk komu fyrst voru þau búin að vera á leiðinni í nokkur misseri áður en þau fóru í sölu. Væntanlega vegna þess að Freysi og félagar hafa ekki verið sáttir við fyrstu sendingar. Einnig man ég að á tímabili var hægt að fá B-dekk með töluverðum afslætti. Ég tíndi saman í svona gang um daginn og þar af var eitt frá 2007 hálfslitið sem kom svo í ljós að þurfti að sjóða í (sprunga að innan en bara lítið gat að utan). Sá sem það gerði sagði nýrri AT dekk mun betri hvað þetta varðar. Annars hefur maður bara heyrt gott um þessi dekk og margir sem segja ný AT dekk langbestu dekk sem þeir hafi prófað, aðal ókosturinn að þau slittni hratt.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur