Vitöru framdrif í Grand Vitöru?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
kaos
Innlegg: 125
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Vitöru framdrif í Grand Vitöru?

Postfrá kaos » 16.mar 2016, 13:47

Sælt veri fólkið.

Nú vantar mig góð ráð. Málið er að Grand Vitaran hjá mér (99 módel V6 á 33") hefur, þrátt fyrir marga góða kosti, haft þann leiða sið að bryðja framdrif eins og brjóstsykur. Eftir síðustu hreður setti ég í hana stálhús úr yngri bíl og taldi mig þar með hólpinn, en núna í fyrradag var í að snúa í skafli þegar buldu við miklir brestir. Stálhúsið hafði haldið, en var greinilega komið með slæma iðrakveisu.

Þegar drifið var opnað kom í ljós að kambur og pinjón virðast í lagi, en "driflokurnar" hafa bilað. Í þessum bílum eru þær þannig útfærðar að kamburinn fríhjólar á mismunadrifinu þegar bíllinn er í afturdrifinu, en læsist við með loftlæsingu (ekki samt driflæsing) þegar sett er í framdrif. Þessi búnaður virðist semsé orðinn veikasti hlekkurinn núna, og þá er ég að velta fyrir mér hvort einfalt "klassískt" mismunadrif úr eldri vitöru passi í grand vitöru köggulinn og húsið. Smá gúggl gefur mér von um að þetta sé möguleiki ef drifið kemur úr 95 módeli eða yngri, en þá skilst mér að vitörurnar hafi fengið 26 rillu öxla að framan, sem grand vitörurnar erfðu svo. Veit einhver fyrir víst hvort þetta myndi passa? Eða hafa einhverjir betri hugmynd til að styrkja þetta?

Ef ég set einfalt mismunadrif myndi ég líka setja handvirkar driflokur úr eldri Suzuki, en netið segir mér að það eigi að passa og vera einföld aðgerð.

--
Kveðja, Kári.



User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Vitöru framdrif í Grand Vitöru?

Postfrá Tjakkur » 16.mar 2016, 15:01

Félagi minn hefur 2x rústað framdrifi í lítið keyrðum óbreyttum svona bíl. Hann grunar aftengingarbúnaðinn um að vera til vandræða.
Veit ekki hvað passar en þú ættir að nota heila öxla, sleppa aftengingarbúnaðinum og fá þér hefðbundnar driflokur.


Elís H
Innlegg: 67
Skráður: 25.apr 2011, 15:28
Fullt nafn: Elís Björgvin Hreiðarsson

Re: Vitöru framdrif í Grand Vitöru?

Postfrá Elís H » 16.mar 2016, 16:52

Ég rakst á mynd þar sem einhver hafði soðið skiptibúnaðinn fastan við.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir