Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá thorjon » 10.feb 2016, 23:02

Jæja, um er að ræða "höfuðverkinn minn" Patrol 98 með 2.8 vélinni. Helvítið ákvað í dag að losa vel upp á trissuhjólinu á sveifarásnum ! Tók fyrst eftir að bíllinn hætti að hlaða og vökvastýrið datt út. Þar sem ég var nokkur hundruð metra frá heimilinu þá ákvað e´g að skrölta áfram handviss um að reim væri farin :( Þegar ég kíkti svo í húddið sá ég að helv trissan skröltir laus !

Hvernig er best að rífa þetta til að kanna tjónið ? Þarf ég að rífa allt fyrir framan trissuna ( vatnskassa og alles) eða er hægt að losa þetta með minna umstangi ?

Er ekki aðalatriðið að athuga hvort "flangsinn/titturinn" úr sveifarásnum sé skemmdur ?

Öll ráð velkomin (og já ég veit ég veit,, besta ráðið er að Cummingsvæða hehe)

Kveðja: Þórjón



User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá svarti sambo » 11.feb 2016, 00:19

Þar sem ég þekki ekki þessa vél, þá spyr ég. Er ekki miðjubolti sem heldur trissunni á sveifarásnum. Ef svo er. Ertu þá ekki búinn að tapa honum. Mjög líklega, þarftu að losa allavega vatnskassann.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá thorjon » 11.feb 2016, 23:43

Takk fyrir svarið Sambó,, engir fleiri með comment ??


dorijons90
Innlegg: 86
Skráður: 11.des 2012, 11:58
Fullt nafn: Halldór Jónsson
Bíltegund: patrol y60
Staðsetning: Þórshöfn

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá dorijons90 » 11.feb 2016, 23:58

sæll. það er miðjubolti sem a að halda þessu föstu og hann a að vera hertur 150nm minnir mig :) en það er best að rifa viftuna fra og þa kemstu vel i hlifarnar til að losa þær og þar bakvið serðu þa serðu vel hvert að kyllinn se ekki ónytur lika.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá sukkaturbo » 12.feb 2016, 11:58

Sæll félagi ég mundi strax rífa vatnskassan og grillið og fara í þetta framan frá og gera mér eins góða aðstöðu og hægt er við þessa vinnu.Það er lítið mál að rífa kassan úr taka fyrst hlífina og tappa af kassanum í brúsa það er krani niðri. Síðan að skoða þetta við góðar aðstæður.Skoða kílinn og endan á sveifarásnum hann gæti verið orðin skemmdur. Skipta svo um tímareym og vatnsdælu í leiðinni. Er að gera þetta í patrol þessa dagana. Fékk tímareym í <Kistufelli fyrir 8500 og svo verslaði ég vatnsdælu á 12500. kveðja guðni


Stjóni
Innlegg: 48
Skráður: 08.jún 2010, 11:29
Fullt nafn: Kristjón Jónsson

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá Stjóni » 12.feb 2016, 12:10

Kannski hjálpar þetta eitthvað
Viðhengi
sveifarás.png
sveifarás.png (104.28 KiB) Viewed 4289 times

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá jeepcj7 » 12.feb 2016, 12:12

Ef ásinn/trissan er skemmt þá var hann Kristján rennismiður í Borgarnesi víst að smíða fóðringar og kíla sem redda málinu.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá thorjon » 12.feb 2016, 21:23

djöfull er ég sáttur við ykkur strákar ;) gott að geta leitað í viskubrunninn. Vill svo vel til að ég er með fína aðstöðu þar sem pattinn verður settur í á sunnudaginn, hugsa að ég fari að ráðum Guðna og láti mig hafa það að rífa dótið að framan.... jú og krossa fingur :(


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá thorjon » 14.feb 2016, 22:22

Jæja, þá er búið að fara að ráði Guðna og rífa "FRAMAN FRÁ" og ég er að vona að mér hafi tekist að setja inn 2 myndir af skemmdunum. Önnur er af trissuhjólinu og hin af sveifarásnum. Ég þorði nú ekki að rífa tannhjólið fyrir tímareimina af fyrr en ég fengi upplýsingar um hvort ég þurfi ekki að merkja saman hin hjólin til að rugla ekki tímanum ???

Svo langaði mér að henda fram þeirri spurningu varðandi boltann sem heldur hjólinu á sínum stað... svo er mál me vexti að e´g gat skrúfað hann lausann með 3 puttum, er það eðlilegt ?? Það sem e´g er að spá er hvort það geti staðist að þegar skipt var um headpakkningu fyrir ca ári síðan þá vildu þeir endilega skipta um pakkdósina við sveifarásinn í leiðinni og hvort að mögulegt sé að boltinn hafi ekki verið hertur nógu mikið og einfaldlega losnað ?? eða er eðlielgt við svona havarí að boltinn sé laflaus ??

... Spyr sá sem ekki veit ;) en væri gott að fá álit annarra áður en e´g fer og tala við eiganda verkstæðisins

kveðja: Þórjón
Viðhengi
20160214_211755.jpg
20160214_211755.jpg (2.57 MiB) Viewed 4126 times
20160214_211135.jpg
20160214_211135.jpg (2.48 MiB) Viewed 4126 times

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá jeepcj7 » 14.feb 2016, 22:47

Það er svona eiginlega öruggt að eitthvað hefur klikkað við að herða boltann í sveifarásinn við þessa hedd aðgerð.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá Brjotur » 14.feb 2016, 22:53

Og ekki limdur heldur :(


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá biturk » 14.feb 2016, 23:45

Það verður að líma sveifarásbolta og herða þá rétt í nm

Ef þû skiptirbum tímann þá skaltu snúa tímamerkjunum á sinn stað miðað við tdc á fyrsta og síða taka í sundur

Muna bara að skipta um allar pakkdósir, strekkjara og vatsdælu líka fyrst að það er búið að rífa í sundur, margborgar sig að gera þetta bara almennilega þó það kosti aðeins meira :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá svarti sambo » 15.feb 2016, 00:33

Það er bæði hægt að herða of lítið eða of mikið. Ef um of herslu er að ræða, þá hefur boltinn tognað og við það missir hann styrkinn og losnar.
Varðandi tímann, þá lætur þú rokker armana á aftasta, vera að velta. Þ.e.a.s. útblástur að loka og sog að opna, þá ætti hún að vera á merkjum á tímagírnum. Bara skoða öll merkin vel áður en þú losar reimina.
Fer það á þrjóskunni


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá grimur » 15.feb 2016, 02:37

Svona til að fylgja eftir síðasta kommenti, ef það er ekki alveg klárt, að fá nýjan bolta í þetta. Það getur ekki verið svo mikil fjárfesting en kannski smá ves að fá hann ef umboðið á hann ekki til.
Líma þetta með ekki alltof öflugu lími, þarf samt að þola smá hita. Það eru til mjög margar gerðir af Loctite.
Umboðið á að gefa uppl. um hvaða gerð, þeir eru ekki of góðir til þess ef þú verslar af þeim boltann.
Gangi þér vel með þetta, svona sveifaráss-trissu vesen er alger verkur í rassi.

Kv
Grímur


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá sukkaturbo » 15.feb 2016, 12:53

Sæll ég herti boltan hjá mér í 180Nm og setti lím með.Ég sló létt á trissuna og herti svo aftur.Ég setti tré fleiga undir hjólið á olíuverkinu og knastásunum áður en ég tók tímareymina af og eftir að ég var búinn að setja öll merki á sinn stað. Bara til að varna því að hjólin hreifðust. En gangi þér vel með þetta og leyfðu okkur að fylgjast með í texta og myndum.SKoðaðu þrýsti slönguna frá stýrisdælunni og að snekkjunni þær eiga til að byrja að leka þar sem stutta gúmíslangan er inn á milli rétt við snekkjuna. Búinn að lenda í því í tveimur patrolum að vísu eldri bílum um 90 til 92 að þar fór að leka.kveðja guðni


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá thorjon » 15.feb 2016, 21:47

Já, verkur í rassi er rétt lýsingarorð held ég :) það ætlaði nú bifvélavirki að kíkja á þetta hjá mér í kvöld en eins og góðum iðnaðarmanni sæmir sást hvorki tangur né tetur af kappanum LOL :)

Guðni, ég kíki á þessa slöngu og nota eflaust trixið með tréfleigana,,,, vesenið er bara að e´g hef aldrei lagt í að skipta sjálfur um tímareim og væri líklega jafn nytsamur í að hekla mér kjól og stilla þetta sjálfur !! og NEI drengir ég kann EKKI að hekla ;)

Forvitnilegt verður að heyra frá verkstæðinu (vonandi á morgun) sem var að bögglast í trissunni fyrir 13 mánuðum og hvort þeir/eigandinn vilji eitthvað koma til móts við mig........

Ef allt fer á versta veg er einhver sem gæti skottast til mín og stillt af hjólin ?? Ég myndi að sjálfsögðu borga viðkomandi fyrir ómakið ... það er ekki hægt að hafa djásnið inn á "sjúkrastofunni" of lengi

kveðja: þórjón

P.S. e´g skal reyna að taka einhverjar "ó"myndir af þessu brasi öðrum til skemmtunar ( enda hef ég sjálfur óendanlega gaman af að fylgjast með brasi annarra á síðunni)

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá svarti sambo » 15.feb 2016, 21:53

Eitt skaltu hafa hugfast í gríni.

Spurning: Veistu hver munurinn er á iðnaðarmanni og dauðanum.
Svar: Dauðinn kemur, en það er óvíst að iðnaðarmaðurinn komi. :-)
Fer það á þrjóskunni


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá biturk » 16.feb 2016, 00:24

Googlaðu bara merkin, þetta er mjög einfalt
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá thorjon » 16.feb 2016, 22:30

Jæja, þá er búið að gúggla og Youtúbast varðandi tímareimina, klóra sér í hausnum,, klóra svo aðeins meira.. mikið er maður heppinn að vera ekki lengur með neitt hár af viti á kollinum ! :)

En er það rétt skilið hjá mér að tímamerkin séu í raun aðeins á "2 efri hjólunum" ?? Knastás og "hitt" vinstra megin :) en ekki neitt í raun á Sveifarásnum ??

Einnig á ég að losa fyrst á sexkantsskrúfunni á strekkjaranum og hann þá að losna eða hvað ??

Já og hvernig dreg ég út tímareimar-tannhjólið af Sveifarásnum ? er það eitthvað voða trix eða bara dragkló ?? ( svona þegar reimin er farin af.

Guðni, það er smá smit með þessarri slöngu á stýrisdælunni sem þú minntist á, ca 2 cm af slöngunni.... á e´g að skipta eða ?? ( "Drottinsorðið"/original svona slöngustubbur kostar rúmar 12.þús hjá umboðinu.... er það ekki einu sem eru með þennan skratta ?)


3 myndir til skýringa.
Viðhengi
20160216_193257.jpg
20160216_193257.jpg (2.68 MiB) Viewed 3693 times
20160216_193235.jpg
20160216_193235.jpg (2.61 MiB) Viewed 3693 times
20160216_193155.jpg
20160216_193155.jpg (3.11 MiB) Viewed 3693 times


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá sukkaturbo » 17.feb 2016, 07:26

Sæll félagi það er ógreinilegt merki framan á tannhjólinu á sveifarásnum taktu stóru skífuna af.Þegar þú stendur fyrir framan bílinn og horfir á tannhjólið ekki vera að vera með gleraugun eða stækkunargler þá sérðu stimplað lítið hak í hjólinu og annað í álhúsinu.Það eru þrjú merki sem verða að stemma saman.Ég hef séð á tannhjólinu á olíuverkinu tvö merki annað er punktur sem stendur við tölustafurinn 4 og hitt er sritk sem við stendur 6. Notaðu strikið sem stendur við talan sex. En taktu myndir af því þegar þú ert búinn að stilla inn tíman og settu hér inn til öryggis og skiptu um hjólin og vatnsdæluna og vatnslásinn.Það er svo helvíti leiðinlegt að skipta um vatnslásinn í þessum vélum hann er undir olíuverkinu í hliðinni á blokkinni hann á að opnast við 82 gráður gott að vita það ef þú kaupir ekki orginal. Það eru líka strik á tímareyminni sjálfri sem eiga að stemma við merkin á vélinni.Láttu smíða nýja slöngu fyrir þig til dæmis í Landvélum kveðja guðni

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá Startarinn » 17.feb 2016, 14:51

Ég átti einusinni bíl með túrbólausri útgáfu af þessari vél, mig minnir að ég hafi snittað fyrir tveimur 6mm snitt teinum í götin framan á hjólinu (sérð þau þegar þú fjarlægir skífuna) og tók svo bút af sveru flatjárni og boraði í sömu gata deilingu, stakk því uppá snitt teinana og notaði þetta til að draga hjólið fram af ásnum, flatjárnið hvíldi semsagt framan á ásnum og skrúfaði svo rær uppá teinanna til að draga hjólið fram.

Mig minnir að á þeirri vél hafi verið merki á öllum hjólunum, uþb tannar breitt stykki tekið niður um kannski 0.3mm á þeim framanverðum, þau merki pössuðu svo við strikin á nýju tímareiminni.

Taktu inní myndina að það eru að lágmarki 11 ár síðan ég gerði þetta, en þá seldi ég bílinn
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá birgiring » 17.feb 2016, 17:36

Ég á myndir af mekjunum.Hvernig setur maður þær inn?

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá Járni » 17.feb 2016, 17:45

Ég bætti inn viðgerðarbók fyrir Y61 Patrol í tækniupplýsingahlutann okkar

viewtopic.php?f=58&t=32352

Inni í zip fælnum er "em.pdf" eða Engine mechanical, þar eru upplýsingar um tímareimina.
Land Rover Defender 130 38"


asgeirh
Innlegg: 22
Skráður: 09.sep 2012, 17:47
Fullt nafn: Ásgeir Húnbogason
Bíltegund: Ford F150

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá asgeirh » 17.feb 2016, 18:58

Ég bað Öskju um upplýsingar um hvað ætti að herða svona bolta mikið á Benz sem ég á og var sagt að ég þyrfti að borga 5700 kr. + Vsk fyrir það.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá Startarinn » 17.feb 2016, 19:11

hvað er eiginlega að þarna í Öskju?

Kistufell hefur meira að segja haft fyrir því að ljósrita uppúr bókunum sínum, fyrir mig, mér að kostnaðarlausu
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá biturk » 17.feb 2016, 20:42

Fylgir þá ekki viðgerðabókin með og maður sem kemur og gerir þetta fyrir þig?

Askja úti að skíta greinilega
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá thorjon » 17.feb 2016, 21:04

Maður er náttúrlega bara rasshaus !! :) Járni setti inn manual og þegar e´g opnaði hann þá kom stórt DOHH... af því ég er með sama manual í tölvunni,, já er ekki viss hvort maður eigi að kalla sig rúsínuheila eða rasshaus.. anyways, til að halda mönnum "updated"

Talaði við bifvélavirkjann / eiganda verkstæðisins) sem skipti um heddpakkninguna hjá mér fyrir 13 mánuðum og sýndi honum myndir og trissuna, þetta var hvorki flókið né neitt vesen og hann bauðst til að klára viðgerðina og borga trissuna líka. þar sem að ég get ekki verið 100% viss (aðeins 98% hehe) að hans strákar hafi eitthvað klúðrað límingu eða herslu þá fannst mér sanngjarnt að e´g tæki á mig varalutina og hann vinnuna ( hann ætlar að henda tímareiminni í fyrir mig í leiðinni) og tel ég það ásættanlega niðurstöðu, hver veit, kannski dettur hann í "lof og last" eftir viðgerðina ;)

Fann loksins tímamerkið þegar ég tók hlífina framanaf, já svona er að hafa ekki rifið þetta áður en svo lengi lærir sem lifir. þarf að bera myndina úr manualnum við stöðuna á tímareiminni. Svo ætla ég að fara eftir ráðleggingum Guðna og skipta út vatnsdælunni/ thermostatinu og slöngunni í stýrsvélina enda Guðni hafsjór fróðleiks... já þótt svo hann búi á Sigló (LOL).

Hringdi í strákana í Patrol varahlutir Hveragerði og líkaði vel verðin ( og original hlutir) þannig að það verður farið í lautarferð í Hveragerði á sunnudaginn og verslaðir varahlutir og endað í ís ( verst að apinn brann inni ),

jæja, vonandi ekki of dauðleiðinlegur þráður ?? þið hamrið þá bara á mig ef svo er ;)


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá grimur » 18.feb 2016, 01:12

Þetta dæmi hjá Öskju er eiginlega alveg magnað!
Eins gott að Benz er næstum ókeypis nýr, einhvern veginn þurfa þeir að ná inn fyrir kostnaði....

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Postfrá jeepson » 20.feb 2016, 20:07

Sæll.Það er merki á sveifarásnum líka. Þú átt að sjá lítið merki á tímareima hjólinu á ásnum. Og svo er merki hægramegin á vélinni. Semsagt þegar að þú stendur fyrir framan bílinn. Ég er sjálfur með mikla reynslu af þessu trissuhjóla veseni á 38" pattanum mínum. Hann át 3 hjól og altaf fór sveifarásin verr og verr. Á endanum nennti ég þessu ekki reif vélina úr og seldi hana. Ég er búinn að vera í fýlu útí bílinn síðan.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir