Patrol vélaskipti
Re: Patrol ný vél
Það er margt sem þarf að athuga í sambandi við það. Þú færð varla 12HT vél úr Landcruiser nema mjög mikið keyrða og það er þá vissast að opna hana og kanna legur og stimpla, en efsti hringurinn á þeim vill rýma út raufina þegar vélarnar eldast. 12HT vélin er sex cylindra og ég veit ekki hvernig er með
plássið eða hvort þurfi að færa vatnskassann fram. Ef bíllinn er sjálfskiptur er spurning hvernig sé að koma sjálfskiptingunni við vélina svo hún virki rétt.
Þá er spurning um þyngdarmun á vélunum og hvernig það komi út varðandi skráða burðargetu á framhásingu. Ég er hræddur um að þetta geti endað í feikna dýru dæmi nema menn geti unnið mest allt verkið sjálfir. Þér er velkomið að koma í heimsókn og spjalla og spá í hlutina. Það er í góðu lagi að skoða málin en menn þurfa að gera sér grein fyrir öllum pakkanum. Það má reikna með að orginal uppgerð vél endist megnið af líftíma þetta gamals bíls.
plássið eða hvort þurfi að færa vatnskassann fram. Ef bíllinn er sjálfskiptur er spurning hvernig sé að koma sjálfskiptingunni við vélina svo hún virki rétt.
Þá er spurning um þyngdarmun á vélunum og hvernig það komi út varðandi skráða burðargetu á framhásingu. Ég er hræddur um að þetta geti endað í feikna dýru dæmi nema menn geti unnið mest allt verkið sjálfir. Þér er velkomið að koma í heimsókn og spjalla og spá í hlutina. Það er í góðu lagi að skoða málin en menn þurfa að gera sér grein fyrir öllum pakkanum. Það má reikna með að orginal uppgerð vél endist megnið af líftíma þetta gamals bíls.
-
- Innlegg: 133
- Skráður: 10.apr 2012, 11:08
- Fullt nafn: ólafur hafliðason
- Bíltegund: 7,3Nalli&ZF6
Re: Patrol ný vél
fyrst að 5,9 cummins kemst í húddið á þessum bílum ætti varla að vera vandamál að koma 6 cyl toyotu mótor
Re: Patrol ný vél
Það er flest hægt. Málið er að geta í upphafi gert sér grein fyrir endanlegum kostnaði og útkomu af vélarskiptum, sérstaklega ef menn vinna aðeins lítinn hluta af verkinu sjálfir.
Re: Patrol ný vél
vélarýmið á þessum bílum er nú hannað utan um 6cyl línu,
það er einn breyttur patti með vél úr cruiser, man eftir að hafa séð hann auglýstann
það er einn breyttur patti með vél úr cruiser, man eftir að hafa séð hann auglýstann
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
Re: Patrol ný vél
Það er búið að gera þetta með góðum árangri
-
- Innlegg: 147
- Skráður: 16.júl 2012, 09:13
- Fullt nafn: Einar Kristján Haraldsson
- Bíltegund: Patti
Re: Patrol ný vél
4.0 er það úr 60 Cruser?
Veit um Patta með krami úr 80 Cruserum en þeir settu linuna aleg aftur fyrir millikassa.
Stærstaspurningin er er Pattinn sjálfskiptur og hvar ætlarðu að setja saman
Veit um Patta með krami úr 80 Cruserum en þeir settu linuna aleg aftur fyrir millikassa.
Stærstaspurningin er er Pattinn sjálfskiptur og hvar ætlarðu að setja saman
Re: Patrol ný vél
Sá sem ég veit um var með 60cruser vél og gírkassa veit ekki hvort hann hafi notað cruser millikassann en það þurfti að taka aðeins úr mælaborðinu fyrir gírstöng
-
- Innlegg: 240
- Skráður: 14.apr 2011, 19:11
- Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
- Bíltegund: Toyota Land Cruiser
- Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri
Re: Patrol ný vél
Og ekki má gleyma að lc60 er me0 24V rafkerfi
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Patrol ný vél
Þetta er ekkert stórmál, félagi minn átti bíl sem var með turbo cruiser mótor, passar ágætlega og virkaði fínt
head over to IKEA and assemble a sense of humor
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur