Touareg á 44"

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: Touareg á 44"

Postfrá Lindemann » 20.apr 2015, 23:26

Óttar wrote:
Lindemann wrote:Sæll

Þú verður að hafa það á hreinu með abs skynjarana hvaða kerfi nota merki frá þeim. Ef að t.d. skiptingin notar hraðamerkið frá abs skynjaranum þarftu að breyta merkinu svo skiptingin sjái sama merki þrátt fyrir breytt drifhlutföll. Ef að svo skiptingin notar ekki hraðamerkið en hraðamælirinn notar abs skynjarana þá geturu breytt merkinu til að hraðamælirinn verði réttur.

Það eru ýmsar leiðir í þessu, ef það eru hefðbundnir abs hringir í þessum bíl er auðvelt að smíða nýja hringi með öðrum tannafjölda eftir hvað hentar.


Ég veit að með þennan bíl er ekkert einfalt. með hraðamælabreytinguna þá verður að fara í hvert hjól og breyta merkinu, mér skilst að það sé ekki auðvelt og svo er hringurinn inn í þéttihringnum á hjólaleguni. svo ég held að það sé best að smíða hringi
En veist hverjir eru bestir í svona tölvudóti hér á landi....ekki mikið support frá Heklu, ef maður skildi þurfa að hræra eitthvað í því dóti

Kv Óttar


Auðveldasta leiðin er klárlega að smíða nýja hringi. Svo ætti að vera hægt að senda mælaborðið út og láta breyta því svo hraðamælirinn verði réttur.

Vandamálið er ekki að Hekla hafi ekki áhuga á að supporta svona mál, vandamálið liggur í því að VW hefur ekki áhuga.

Ég hef verið að díla við svona mál hjá öðru umboði(sem starfsmaður) og verið í sambandi við framleiðanda varðandi álíka breytingar.
Framleiðendur hafa einfaldlega ekki áhuga á svona málum og kannski að hluta til þora því ekki.


Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"

User avatar

Nenni
Innlegg: 121
Skráður: 05.jan 2011, 09:40
Fullt nafn: Árni Reimarsson
Staðsetning: Mosfellsbær

Re: Touareg á 44"

Postfrá Nenni » 21.apr 2015, 00:01

það er væntanlega hægt að taka öryggin úr fyrir ABS og sjá hvað vandamál koma upp.


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: Touareg á 44"

Postfrá Þorsteinn » 21.apr 2015, 00:40

af hverju ekki að sameina signal frá einum skynjara í 4?
þannig ertu með signal frá "öllum" skynjurum og losnar við ABS ljós í mælaborði.

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Touareg á 44"

Postfrá Óttar » 21.apr 2015, 11:17

Þorsteinn wrote:af hverju ekki að sameina signal frá einum skynjara í 4?
þannig ertu með signal frá "öllum" skynjurum og losnar við ABS ljós í mælaborði.


Ég held að millikassin sé eitthvað að spá í þessum merkjum líka svo ég gæti þurft að hafa tvo hringi. Þá væri sennilega best að græja þá bara í drifið, eða yokan við fram og afturskaft.

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Touareg á 44"

Postfrá Óttar » 24.apr 2015, 21:43

Svona lítur þetta þá út :) Vona að ég komi 17" undir en miðjan á felguni ætti að vera 10.63mm utar en miðja felgunar. Svo fékk ég flugu í höfuðið hvort væri betra að nota kúlulið í stað krossa en það er ekki nema 30mm öxull sem gengur inn í þá orginal. spurning hvort hægt sé að fá eitthvað öflugra sem væri þá hægt að smíða öxull inní?
Það er mynd af stýrisendaprototype þarna á borðinu sem var smá hugmyndað setja upp á spindilinn sem er á arminum

Læt fylgja með mynd af rörunum sem ég notaði í hásingarnar

Kv Óttar
Viðhengi
20150323_084405.jpg
20150323_084405.jpg (105.25 KiB) Viewed 25739 times
20150423_144008.jpg
20150423_144008.jpg (141.21 KiB) Viewed 25739 times

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Touareg á 44"

Postfrá jongud » 25.apr 2015, 10:15

Óttar wrote:Svona lítur þetta þá út :) Vona að ég komi 17" undir en miðjan á felguni ætti að vera 10.63mm utar en miðja felgunar. Svo fékk ég flugu í höfuðið hvort væri betra að nota kúlulið í stað krossa en það er ekki nema 30mm öxull sem gengur inn í þá orginal. spurning hvort hægt sé að fá eitthvað öflugra sem væri þá hægt að smíða öxull inní?
Það er mynd af stýrisendaprototype þarna á borðinu sem var smá hugmyndað setja upp á spindilinn sem er á arminum

Læt fylgja með mynd af rörunum sem ég notaði í hásingarnar

Kv Óttar


Þú gætir smíðað eitthvað svipað þessu;
Image


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Touareg á 44"

Postfrá Dúddi » 25.apr 2015, 17:56

Eg held að abs hringurinn þurfi ekki að vera segulmagnaður. Eg hef allavegna ekki lent a þannig hring ennþa, bara segull i skynjaranum.

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Touareg á 44"

Postfrá Óttar » 25.apr 2015, 19:23

Dúddi wrote:Eg held að abs hringurinn þurfi ekki að vera segulmagnaður. Eg hef allavegna ekki lent a þannig hring ennþa, bara segull i skynjaranum.


Það væri glæsileg, það er nátturulega mun þægilegra að smíða þetta út st-52 :)

Jón þetta var akkurat það sem ég var að hugsa, það er líka mun þægilegra að smíða öxul sem gengur inn í liðinn.

Kv Óttar


kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Touareg á 44"

Postfrá kaos » 26.apr 2015, 11:56

Hinsvegar grunar mig, þó ég geti ekki fullyrt það með vissu, að hann þurfi að vera úr segulmagnanlegu efni, þ.e. segull verði að dragast að því. Eins og ég skil virknina á þessum skynjurum þá skynja þeir "truflun" í segulsviðinu sem kransinn veldur, og ef efnið er ekki segulmagnanlegt hefur það varla nein áhrif. Ég er illa að mér í efnisfræðunum og þekki ekki þetta st-52, en ég veit að segull tollir ekki á a.m.k. sumum gerðum af ryðfríu.

--
Kveðja, Kári.


SævarM
Innlegg: 165
Skráður: 05.feb 2010, 16:19
Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
Staðsetning: Sandgerði

Re: Touareg á 44"

Postfrá SævarM » 26.apr 2015, 17:06

Það er pottþétt ekki þörf á að kransinn sé segulmagnaður þetta eru oftast bara hall effect skynjarar sem skynja tennurnar og telja þær . Eins og flestir crank og knastásskynjarar sem nýta svipaða aðferð..
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team


kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Touareg á 44"

Postfrá kaos » 26.apr 2015, 18:11

Ég er heldur ekki að tala um að kransarnir þurfi að vera segulmagnaðir sem slíkir, en að segull tolli við þá, þ.e. þeir hafi áhrif á segulsvið í kringum sig, en segulsvið er einmitt það sem hall effect skynjarar mæla.

--
Kveðja, Kári.

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Touareg á 44"

Postfrá Óttar » 26.apr 2015, 20:37

kaos wrote:Ég er heldur ekki að tala um að kransarnir þurfi að vera segulmagnaðir sem slíkir, en að segull tolli við þá, þ.e. þeir hafi áhrif á segulsvið í kringum sig, en segulsvið er einmitt það sem hall effect skynjarar mæla.

--
Kveðja, Kári.


Ég skil hvað þú meinar:) Það væri þá best að láta skera þetta fyrir sig bara

Kv Óttar

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Touareg á 44"

Postfrá Óttar » 06.aug 2015, 15:17

Daginn jeppaspjall hér hefur lítið gerst í sumar en eitthvað mjakast í öxlasmíðini og er framhásing að verða klár öxlalega séð.
Ég fór í breytingar á hönnun innri öxla og verða þeir samsettir þannig ef annar hlutin gefur sig þá ætti að vera hægt að skipta honum út án þess að þurfa að smíða allan öxulinn

Ég setti saman slideshow á youtube vona að menni kunni því ekki illa..það fylgja eitthvað af myndum sem voru komnar inn :)

https://www.youtube.com/watch?v=gSIJBVVinw8

Þangað til næst Óttar

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Touareg á 44"

Postfrá Járni » 06.aug 2015, 16:16

Frískandi að fá svona slides sýningu, mjög spennandi að sjá hvað verður.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Touareg á 44"

Postfrá svarti sambo » 06.aug 2015, 16:40

Flott smíði. Það verður gaman að sjá útkomuna.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Touareg á 44"

Postfrá Járni » 06.aug 2015, 18:17



Felldi þetta inn fyrir þig!
Land Rover Defender 130 38"


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Touareg á 44"

Postfrá biturk » 06.sep 2015, 09:17

Djöfull er þetta fokking flott!!
head over to IKEA and assemble a sense of humor


elvarö
Innlegg: 101
Skráður: 06.feb 2010, 15:18
Fullt nafn: Elvar Örn Sigurðsson
Staðsetning: Reykjarvík

Re: Touareg á 44"

Postfrá elvarö » 07.sep 2015, 22:51

þetta verður bara flott bíð spenntur eftir framm haldinu


Andri G
Innlegg: 13
Skráður: 09.okt 2012, 23:34
Fullt nafn: Andri Guðmundsson
Bíltegund: IH Scout II

Re: Touareg á 44"

Postfrá Andri G » 07.sep 2015, 23:51

Geggjað verkefni alveg, og gaman að sjá myndirnar. Varðandi abs hringina þá eru flestir þeir hringir sem eru í legunum alveg þræl seglaðir. En hvort þeir þurfa að vera það, það er annað mál, gæti alveg virkað með seglanlegu efni líka?


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Touareg á 44"

Postfrá biturk » 15.okt 2015, 19:14

Er ekkert verið að vinna hér
head over to IKEA and assemble a sense of humor


odinningi
Innlegg: 11
Skráður: 26.aug 2015, 17:55
Fullt nafn: Óðinn ingi

Re: Touareg á 44"

Postfrá odinningi » 02.nóv 2015, 22:35

Er eitthvað búið að gerast i þessum?

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Touareg á 44"

Postfrá Óttar » 06.nóv 2015, 20:21

Ég hef verið ansi rólegur í smíðini unadanfarið en þó eitthvað smá, set inn myndir fljótlega. En hinsvegar hefur inventor fengið að finna fyrir því. Það sem ég datt í að teikna og stútera eru stífur sem lengja sig og stitta við fjöðrun, sem gæti verið góður kostur

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Touareg á 44"

Postfrá Óttar » 08.nóv 2015, 18:21

Hér koma nokkrar myndir ég viktaði rörið og það er 60.3kg alveg strípað, svo var ég nú búinn að vikta það sem kemur á hana en fann ekki tölurnar en minnir að hún sé ca 120kr eins og hún stendur í dag en verður spennandi að sjá lokatölur.

Svo er pælingin að smíða álstífur sem tengjast úr kúlu niðurí rörin til styrkingar
Viðhengi
20151001_180746.jpg
Búið að renna fyrir hjólalegu
20151001_180746.jpg (2.66 MiB) Viewed 21753 times
20151003_133725.jpg
20151003_133725.jpg (2.69 MiB) Viewed 21753 times
20151019_100336.jpg
Svona er þetta í bremsudisknum. Það það þarf að smíða eitthvað fyrir handbremsuna.
20151019_100336.jpg (2.2 MiB) Viewed 21753 times
20151003_134915.jpg
Leguhúsið með legunni
20151003_134915.jpg (2.33 MiB) Viewed 21753 times
20151003_133659.jpg
Dregin út á gólf og raðað á hana það sem er tilbúið
20151003_133659.jpg (2.59 MiB) Viewed 21753 times


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Touareg á 44"

Postfrá olafur f johannsson » 08.nóv 2015, 20:57

Það verður gaman að sjá þetta allt klárt og farið að keyra
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Touareg á 44"

Postfrá Heiðar Brodda » 23.nóv 2015, 11:17

Hvernig gengur


simmitracing
Innlegg: 8
Skráður: 26.sep 2013, 17:42
Fullt nafn: sigmar þrastarson
Bíltegund: jeppi

Re: Touareg á 44"

Postfrá simmitracing » 12.mar 2016, 12:19

Ekki værir þú til í að pósta myndinni af honum "á 44 tommuni í fullri upplausn" ?
Ertu með einhverja kanta sem þú ætlar að nota í grunn


Robert
Innlegg: 181
Skráður: 11.mar 2013, 18:16
Fullt nafn: Róbert Guðrúnarson

Re: Touareg á 44"

Postfrá Robert » 23.maí 2016, 17:59

AEdisleg smidi hja ther.
Hvada bremsur aetlaru ad nota ad aftan, aetlaru ad taka af nedri partinum af kuluni?
Eg er med eina svona sem eg er ad velta fyrir mer hvad eg eigi ad gera.

Kv.Robert

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Touareg á 44"

Postfrá firebird400 » 29.maí 2016, 14:07

Er nokkuð að gerast með þennan?
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Touareg á 44"

Postfrá Óttar » 27.jún 2016, 16:44

Robert wrote:AEdisleg smidi hja ther.
Hvada bremsur aetlaru ad nota ad aftan, aetlaru ad taka af nedri partinum af kuluni?
Eg er med eina svona sem eg er ad velta fyrir mer hvad eg eigi ad gera.

Kv.Robert


Ég ætla að nota bremsudiska frá GM 13" og nota svo dælurnar af touareg. Svo verður handbremsan að skoðast þegar ég ríf bílinn því ég veit ekkert hvort það sé sama þvermál á bremsunum af touareg og nýju diskunum.
Ég hef ekki skoðað það en er það í boði að taka eitthvað neðan af kúluni?

En lítið hefur gerst því miður, aðeins byrjaður að renna arma í stífubúnaðinn sem ég reyni svo að fræsa við fyrsta tækifæri. Allar fóðringar komnar í stífur, þær eru úr landrover.
En annars er smíðin á framhásingu nánast búin, þarf bara að herða öxla og fara að máta saman

kv Óttar

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Touareg á 44"

Postfrá jongud » 28.jún 2016, 08:14

Óttar wrote:Ég hef ekki skoðað það en er það í boði að taka eitthvað neðan af kúluni?

kv Óttar


Það hefur ýmislegt verið gert í USA fyrir 14-bolta kúluna, ef þú gúgglar <14 bolt shave> eða <14 bolt ground clearance> þá færðu örugglega fullt af hugmyndum.
Það er verið að selja slatta af settum þar sem þarf að sjóða plötu í botnin á kögglinum eftir að búið er að skera úr honum, en það er vissara að vita hvað maður er að gera í svoleiðis æfingum.


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Touareg á 44"

Postfrá risinn » 22.nóv 2016, 01:00

Jæja eru menn og konur ekki orðin spennt fyrir vetrinum ? :-)

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Touareg á 44"

Postfrá Óttar » 04.jan 2019, 15:13

Smá áramótaupdate.
Það sem gerst hefur í skúrnum á árinu er að ég fjárfesti í öðrum bíl með bilaða/ónýta vél og var honum rúllað inn í skúr og rifinn í spað og hásingarnar mátaðar undir. Smíði á hásingum er að mestu búin en mestur tími hefur farið í pælingar á bremsum þar sem ég vildi nota orginal bremsudælurnar þá þurfti að smíða millistykki og fl. Er að mestu búinn að skera úr, á bara eftir að loka. Vélina er ég búinn að aftengja og í raun bara tilbúin að fara úr, það verður gert í lokin og fær gamli að gefa lífærin sín nema það komi rafmótor þarna í húddið ;)
Ég lagði upp með að hafa radíusarma að framan en hætti við það vegna þess að mér fanns þeir alltof þvingaðir í misfjöðrun og er ég því búinn að teikna fourlink. En er búinn að smíða Fourlink að aftan, ætlaði mér alltaf að hafa A stífu en fannst hún of plássfrek og hefði þá þurft að henda orginal tanknum.

Það sem er á dagskrá:
Ákveða hvort ég haldi mig við loftpúða eða fari í coilover.
Smíða eihverskonar gír sem allir hraðamælanemarnir eru plataðir.
Drifsköft og drif
Heilmikil suðuvinna
Vélamál
Brettakantar
Það verður sennilega nóg að gera á næstuni :)

Set inn link með myndum, vona að hann virki annars set ég þær hérna inn á síðuna

https://photos.app.goo.gl/E3sBi2FWNzSB9Ys59

Vona að einhverjir njóti

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Touareg á 44"

Postfrá Tjakkur » 04.jan 2019, 19:57

Drif og fjöðrun á svona jepplingum er fest á "sub-frame" sem boltast undir grindina með 4 boltum.
Er ekki mögulegt að breyta þessum sambærilegum bílum með því að færa þessar grinur nokkra sentimetra norður&niður og suður&niður og setja aftermarket portal drif á original nöfin?
-Sleppa jafnvel portulunum fyrir 35" slyddujeppabreytingar.

Hér er hlekkur á mynda af sub-frame með drifi, stífum og nöfum:
https://i.ebayimg.com/00/s/NzY4WDEwMjQ= ... 6/$_86.JPG

Hér er svo hlekkur af Tibus portalnöfum:
http://www.tibus-offroad.com/en/product ... n-portals/

Annar möguleiki er að festa svona portalnöf á báða enda á passlegu röri (de-Dion) sem fest er undir með hefðbundnum stífum og nota áfram original drifið og heldur lengri driföxla sem ganga út í inntökin á portalnöfunum fyrir ofan rörið. Að framan þyrfti að vera beygjuliður sem gæti tekið driföxul fyrir ofan rörið. Með þessu móti væri fjöðrunin ekki lengur sjálfstæð en drifið væri fjaðrandi eins og i Duro:
https://www.youtube.com/watch?v=fhaJYMAxrtI

De Dion:
https://youtu.be/xY55ivXzs1s

Svo eru líka til hjólnöf með diskabremsum og plánetugír sem setja mætti beint á original IFS nöf:
https://www.xplorermotorhome.com/F550_S ... ryHubs.jpg

-Vona að ég sé ekki að stela þræðinum og þetta er ekki aðfinnsla. -Manni dettur bara ýmislegt í hug þegar fjallað er um jeppavæðingu á bílum af þessu tagi ;)

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Touareg á 44"

Postfrá Óttar » 04.jan 2019, 21:33

Tjakkur wrote:Drif og fjöðrun á svona jepplingum er fest á "sub-frame" sem boltast undir grindina með 4 boltum.
Er ekki mögulegt að breyta þessum sambærilegum bílum með því að færa þessar grinur nokkra sentimetra norður&niður og suður&niður og setja aftermarket portal drif á original nöfin?
-Sleppa jafnvel portulunum fyrir 35" slyddujeppabreytingar.

Hér er hlekkur á mynda af sub-frame með drifi, stífum og nöfum:
https://i.ebayimg.com/00/s/NzY4WDEwMjQ= ... 6/$_86.JPG

Hér er svo hlekkur af Tibus portalnöfum:
http://www.tibus-offroad.com/en/product ... n-portals/

Annar möguleiki er að festa svona portalnöf á báða enda á passlegu röri (de-Dion) sem fest er undir með hefðbundnum stífum og nota áfram original drifið og heldur lengri driföxla sem ganga út í inntökin á portalnöfunum fyrir ofan rörið. Að framan þyrfti að vera beygjuliður sem gæti tekið driföxul fyrir ofan rörið. Með þessu móti væri fjöðrunin ekki lengur sjálfstæð en drifið væri fjaðrandi eins og i Duro:
https://www.youtube.com/watch?v=fhaJYMAxrtI

De Dion:
https://youtu.be/xY55ivXzs1s

Svo eru líka til hjólnöf með diskabremsum og plánetugír sem setja mætti beint á original IFS nöf:
https://www.xplorermotorhome.com/F550_S ... ryHubs.jpg

-Vona að ég sé ekki að stela þræðinum og þetta er ekki aðfinnsla. -Manni dettur bara ýmislegt í hug þegar fjallað er um jeppavæðingu á bílum af þessu tagi ;)


Bíllinn sem ég á fyrir er breytt þannig og lift um 100mm og lítið mál að gera það og jafnvel aðeins meiri hækkun ef menn vilja.

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Touareg á 44"

Postfrá Tjakkur » 05.jan 2019, 00:25

Óttar wrote:
Tjakkur wrote:Drif og fjöðrun á svona jepplingum er fest á "sub-frame" sem boltast undir grindina með 4 boltum.
Er ekki mögulegt að breyta þessum sambærilegum bílum með því að færa þessar grinur nokkra sentimetra norður&niður og suður&niður...


Bíllinn sem ég á fyrir er breytt þannig og lift um 100mm og lítið mál að gera það og jafnvel aðeins meiri hækkun ef menn vilja.


Gaman að heyra þetta. -Var þetta gert með millileggjum og lengri boltum eða var hjólabilið aukið líka?
Hver er reynslan ef þessari breytingu?

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Touareg á 44"

Postfrá Óttar » 05.jan 2019, 11:36

Tjakkur wrote:
Óttar wrote:
Tjakkur wrote:Drif og fjöðrun á svona jepplingum er fest á "sub-frame" sem boltast undir grindina með 4 boltum.
Er ekki mögulegt að breyta þessum sambærilegum bílum með því að færa þessar grinur nokkra sentimetra norður&niður og suður&niður...


Bíllinn sem ég á fyrir er breytt þannig og lift um 100mm og lítið mál að gera það og jafnvel aðeins meiri hækkun ef menn vilja.


Gaman að heyra þetta. -Var þetta gert með millileggjum og lengri boltum eða var hjólabilið aukið líka?
Hver er reynslan ef þessari breytingu?



Ég renndi álmillilegg og smíðaði svo nokkurskonar þrífót fyrir efri spyrnuna að framan. Ég hélt sama hjólabili. Ég gerði þetta 2013 og hefur reynst mér mjög vel

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Touareg á 44"

Postfrá Tjakkur » 05.jan 2019, 14:49

Er það raunhæft að færa framstellið framar og afturstellið aftar með því að sérsmíða millilegg með með láréttri færslu eða þarf að sjóða nýjar festingar í grind bílsins?
Hversu stórt mál er að færa fjöðrunarhluti til að elta efri spyrnuna að framan fram og niður?

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Touareg á 44"

Postfrá Óttar » 05.jan 2019, 19:59

Það væri lítið mál að græja offset á subframe grindina sjálfa eða jafnvel millilegg sem sæji um það. Varðandi efri spyrnuna að framan þá þarf að hafa offset á hækkunini sem tekur tilit til king pin og caster gráðu og ætti ekki vera vandamál að setja offset líka með tilit til þess að hjól séu framar


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Touareg á 44"

Postfrá Grímur Gísla » 07.jan 2019, 20:42

Seikel.de framleiða portal fyrir VW

User avatar

Höfundur þráðar
Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Touareg á 44"

Postfrá Óttar » 12.mar 2019, 19:19



Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir