vandræði með kælivatn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 158
- Skráður: 03.apr 2010, 20:49
- Fullt nafn: Steinar Valur Steinarsson
vandræði með kælivatn
Góðan daginn mig langar að vita hvort einhver geti komið með skýringu á því afhverju kælivatnið hjá mér kemur upp um forðabúrið eftir að ég hef drepið á bílnum eða sett hann í park, mælirinn sýnir enga breyttingu á hitastigi og það furðulega við þetta er að það var skipt um mótorinn fyrir ekkert svo löngu síðan en þá var nákvæmlega sama atriði að ángra hann líka. Einhver sem veit eitthvað hvernig ég næ að hafa hemil á vatninu svo að ekki þurfi að skipta um motor aftur.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 158
- Skráður: 03.apr 2010, 20:49
- Fullt nafn: Steinar Valur Steinarsson
Re: vandræði með kælivatn
getur verið að þetta stafi útfrá stífluðum vatnskassa? einhver sem getur frætt mig um það hvernig það hagar sér þannig að maður geti reynt að útiloka það.
-
- Innlegg: 27
- Skráður: 22.nóv 2014, 13:32
- Fullt nafn: Sigurður H Magnússon
Re: vandræði með kælivatn
Vatnskassalokið bilað? Of þétt?
Allavega ekki vatnslásinn.
Bara skot út í loftið án þess að hafa lent í þessu áður. En svona sog bendir til e.k. stíflu á öndun.
Allavega ekki vatnslásinn.
Bara skot út í loftið án þess að hafa lent í þessu áður. En svona sog bendir til e.k. stíflu á öndun.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 158
- Skráður: 03.apr 2010, 20:49
- Fullt nafn: Steinar Valur Steinarsson
Re: vandræði með kælivatn
Vatskassalokid er à fordabúrinu, vatnslàs og vatnsdæla virdast vera í fínu lagi. Ekkert vatn í olíunni og edlilegur reykur frà bílnum.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: vandræði með kælivatn
Myndi byrja á að ganga úr skugga um að vatnskassalokið opnist undir réttum þrýsting og kanna síðan hvort vatnskassinn sé stíflaður. Ég hef séð það gerast með svipuðum afleiðingum...
-
- Innlegg: 27
- Skráður: 22.nóv 2014, 13:32
- Fullt nafn: Sigurður H Magnússon
Re: vandræði með kælivatn
Þó að það sé forðabúr er ekki samt alltaf vatnskassalok á sínum stað sem er e.k. gormi þannig að kassinn haldi þrýstingi við hita og svo við kólnum þarf lokið að opnast.
-
- Innlegg: 288
- Skráður: 05.okt 2010, 15:05
- Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
- Bíltegund: Jeep Wrangler
- Staðsetning: Akureyri
Re: vandræði með kælivatn
Líklegast að það sé loft á kerfinu, gæti þurft að lofttæma einhversstaðar við miðstöðvarslöngur
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur