Festingar fyrir 1KZ-TE

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá jongud » 28.jún 2015, 11:26

Jæja, þar sem talstöðin er komin í jeppann þá er næst að hugsa fyrir loftdælu.
Jeppinn er LandCruiser 90 með 3ja lítra 1KZ-TE díselvélinni.
Ég býst við að fara erfiðari og dýrari leiðina og smíða festingar fyrir A/C dælu á mótorinn.
Ég mældi götin á heddinu þar sem dælan kemur upprunalega (allavega í einhver af þeim).
Framan á heddinu eru 3 stk. 8mm snittaðar holur.
Á hliðinni farþega-megin eru 2 stk. 10mm snittaðar holur hlið við hlið ofarlega, og ein 8mm snittuð neðar.
Ég er að dunda mér við að teikna þetta upp í Libre-Cad forritinu (fínt að nota tækifærið og læra á það).
Einnig er ég búinn að finna góðar upplýsingar með öllum málum á Sanden-A/C -dælum;
http://www.sanden.com.sg/opencms/opencms/sites/default/Sanden/_configuration/Catelogue/Catelogue.jsp?ptid=1004
Ef maður smellir á hlekkina fyrir mismunandi dælur (t.d. SD5H09) þá eru góðar málsettar myndir þar undir:
Image

En aftur að teikningunum; hér eru fyrstu drög;
fyrst er endinn á blokkinni:
Blokk_endi.png
Endinn á heddinu
Blokk_endi.png (3.02 KiB) Viewed 7249 times

Síðan er það hliðin farþega-megin:
Blokk_hlið.png
Heddið farþega-megin
Blokk_hlið.png (6.35 KiB) Viewed 7249 times


Ég á enn eftir að málsetja þetta, en .dxf skrárnar eru hér fyrir þá sem vilja
Blokk_endi.dxf
Blokk_grunnur.dxf



User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá jongud » 28.jún 2015, 11:29

Og auðvitað man maður eftir einu smátriði;
Efri 10mm boltagötin á hliðinni eru með 1cm "upphækkun" en neðra 8mm gatið ekki, þannig að það þarf að gera ráð fyrir því í allri smíði.
Næsta skref er að klippa teikningarnar út úr pappa og máta við heddið.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá jongud » 28.jún 2015, 14:01

Smá breytingar eftir að hafa klippt út pappamót.
Blokk-hlið-2.png
Blokk-hlið-2.png (3.74 KiB) Viewed 7218 times

Blokk-endi-2.png
Blokk-endi-2.png (3.33 KiB) Viewed 7218 times

Nú er bara að málsetja þetta og/eða láta skera þetta úr 3-4mm plötu

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá jongud » 28.jún 2015, 16:56

Og þá byrjaði að rigna...

Þá er ekkert annað að gera en að læra að málsetja;
Blokk-hlið-3-malsett.png
málsett teikning af hlið
Blokk-hlið-3-malsett.png (7.58 KiB) Viewed 7190 times

Blokk-endi-3-malsett.png
málsett teikning af enda
Blokk-endi-3-malsett.png (6.66 KiB) Viewed 7190 times


Aðeins þurfti að breyta teikningunni fyrir endann af því að tímakeðjulokið var fyrir.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá Járni » 28.jún 2015, 18:49

Flott, ég þarf að kanna svona teikninga mál, á eftir að fara í sömu æfingar á defender en þar eru lika original göt fyrir ac.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá jongud » 28.jún 2015, 20:17

Eitt sem maður ætti alltaf að athuga fyrir svona æfingar er hvort maður getur útvegað sér "original" festingarnar og dælu. Það sparar manni mjög mikla vinnu. Ég gerði það á Ford Ranger einu sinni (sjá hér)
Image
Þarna þurfti ég bara að kaupa nýuppgerða A/C-dælu frá USA og setja smurglas o.s.frv. við hana.
Það er hins vegar ansi erfitt á LandCruiser 90. Helst gæti maður fundið þetta í Ástralíu, en þar eru loftkælingarnar notaðar grimmt og festingarnar eftirsóttar og þar með dýrar.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá jongud » 01.júl 2015, 14:07

Sendi teikningarnar í tölvupósti til Áhaldaleigunnar á Stórhöfða 35 eftir að hafa komið þar við. Svo var hringt eftir ca. klukkutíma og þá var það tilbúið.
Fínt verð, efniskostnaður plús 8-kr. hver skorinn sentimetri.
Image

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá jongud » 01.júl 2015, 18:01

Aftur byrjaði að rigna þannig að maður teiknaði hugmynd af annarri útgáfu sem yrði beygð í vinkil (þá þarf ekki að sjóða eins mikið).
daelufesting-sameinad.png
daelufesting-sameinad.png (7.33 KiB) Viewed 7000 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá jongud » 03.júl 2015, 17:14

Næst var farið í að blinda olíugöngin milli fram- og afturhlutans á dælunni og brenndu strokkarnir voru slípaðir aðeins.
Ég býst við að skrúfa og pakkningalím sé nóg.
Viðhengi
DSC_0081.JPG
DSC_0081.JPG (1.44 MiB) Viewed 6948 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá jongud » 07.júl 2015, 16:42

Þá er maður kominn með útgáfu nr.2 og búið að skera hana út. Það þarf samt ennþá að sjóða í hornin, en þarna er maður bara með eitt stykki úr 3mm plötustáli og svo strekkjara.
utg-2-mynd.png
utg-2-mynd.png (7.64 KiB) Viewed 6879 times

Og svona lítur stykkið út þegar búið er að beygja það til, ég notaði prófíltengið, klaufhamar og krafttöng, en á eftir að fínvinna þetta og sjóða í hornin.
DSC_2130a.JPG
DSC_2130a.JPG (764.3 KiB) Viewed 6879 times

Og svona lítur þetta út utan á vélinni.
DSC_2139a.JPG
DSC_2139a.JPG (938.38 KiB) Viewed 6879 times

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá Járni » 08.júl 2015, 21:04

Professionalt
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá jongud » 09.júl 2015, 08:13

Járni wrote:Professionalt


Ha ha!
Ef einhverjir verkfræðingar hefðu séð aðfarirnar þegar ég beygði þetta hefðu þeir líklega hlaupið æpandi í burtu.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá jongud » 15.júl 2015, 18:43

Þá er búið að sjóða þetta saman og við fyrstu mátun lítur þetta vel út. Maður er ekki alveg búinn að gera upp við sig hvort maður lætur reimina fara á allar þrjár trissurnar eða bara á vatnsdæluna og A/C-dæluna.
DSC_0087.JPG
DSC_0087.JPG (1.56 MiB) Viewed 6698 times


magnum62
Innlegg: 201
Skráður: 19.aug 2011, 17:10
Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá magnum62 » 29.júl 2015, 23:18

Flott hjá þér félagi Jón. Kv. MG magnum


johnnyt
Innlegg: 201
Skráður: 11.jún 2010, 21:32
Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá johnnyt » 07.jún 2019, 10:51

Sæll. Áttu þessar teikningar ennþá og gætir mögulega sent þær í tölvupósti ?

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá jongud » 07.jún 2019, 11:11

johnnyt wrote:Sæll. Áttu þessar teikningar ennþá og gætir mögulega sent þær í tölvupósti ?


Ég skal reyna að finna þær, í hvaða tölvupóstfang á að senda?


johnnyt
Innlegg: 201
Skráður: 11.jún 2010, 21:32
Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá johnnyt » 07.jún 2019, 11:32

Væri geggjað ef það væri hægt. nonnitobbi@gmail.com
Hvað heitir þessi dæla sem þú ert með ?

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Postfrá jongud » 08.jún 2019, 08:56

johnnyt wrote:Væri geggjað ef það væri hægt. nonnitobbi@gmail.com
Hvað heitir þessi dæla sem þú ert með ?


Minnir að hún heiti Sanden 508


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir