Túrbó boost 2,4 2LT 85 árgerð


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Túrbó boost 2,4 2LT 85 árgerð

Postfrá sukkaturbo » 10.maí 2015, 12:35

Sælir félagar ég er að skoða boostið í Bellu en hún er með Toyota Disel vél 2,4 sem heitir að ég held 2-LT og er orginal túrbo árgerð 1985.Ég setti gamlan loftmælir á boostið og fór boostið í um 4 til 6 pund við mikinn snúning að mér finnst.Ég aftengdi Wastegat membruna og hef slönguna opna og þá fer boostið í mest 10 pund á sama snúning mér finnst ég finna einhverja aukningu á krafti við þetta. Ætli sé í lagi að hafa þetta svona opið. En er hægt að fá túrbínu sem blæs meira og byrjar fyrr. Það þarf slatta snúning til að fá þessa túrbínu druslu til að byrja að boosta. Endilega kommentið á þetta. Það koma svo oft upp gagnlegir punktar fyrir mig og fleiri í svona spjalli. kveðja Guðni og Bella á Sigló




BragiGG
Innlegg: 157
Skráður: 29.maí 2010, 16:43
Fullt nafn: Bragi Geirdal Guðfinnsson

Re: Túrbó boost 2,4 2LT 85 árgerð

Postfrá BragiGG » 10.maí 2015, 13:05

Er með gamlan 2lt og er búinn að vera að blása 20 til 25 psi í nokkur ár.. Skrúfaði líka slatta upp í olíuverkinu með blæstrinum... Bara passa að vera með afgashitamæli á réttum stað ef þú ætlar í svona æfingar ;)

Og varðandi túrbínuna, þá er ég með garret variable túrbínu úr nýlegum landrover, gerði vacuum stýringu á hana og get stillt blásturinn innan úr bíl...
1988 Toyota Hilux


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Túrbó boost 2,4 2LT 85 árgerð

Postfrá sukkaturbo » 10.maí 2015, 13:16

Sæll Bragi og takk fyrir innleggið. Þetta er orginal túrbínan hjá mér og er sjálfsagt orðin slöpp aðeins blár reykur og lykt af smurolíu,sterkur reykur gæti verið uppskrúfað olíuverk fékk verk af non túrbo bíl 1994 sem búið var að eiga við kanski er búið að skrúfa upp í því. Bara veit það ekki ennþá. Þetta er allt í vinnslu og fikti. Fæ mér afgas mæli vonandi hjá Villa á Dalvík flott verð þar og flottur kall og flottir mælar að sjá.En er samt að huga að nýrri túrbínu og þá er spurt hvað væri best í það og passar á fótinn?? kveðja guðni


BragiGG
Innlegg: 157
Skráður: 29.maí 2010, 16:43
Fullt nafn: Bragi Geirdal Guðfinnsson

Re: Túrbó boost 2,4 2LT 85 árgerð

Postfrá BragiGG » 10.maí 2015, 13:45

Bara tvær algengar túrbínur sem passa á greinina, ct20 og ct26... Orginal er ct20 og ct26 kemur af lc80, mr2, celica gt4, toyota supra og fleiri bílum, held samt að það sé full stór túrbína fyrir 2lt, kæmi of seint inn. hvað með túrbínu úr 2.5 pajero? Og smíða bara millistikki?
1988 Toyota Hilux


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: Túrbó boost 2,4 2LT 85 árgerð

Postfrá bragig » 10.maí 2015, 14:06

Það er eitt sem ég vil benda á varðandi svona æfingar. Ef ætlunin er að blása mikið inn á vélina þá er orðið mikilvægt að hafa intercooler. Því við það að þjappa lofti úr andrúmsloftsþrýsting upp í segjum 1 bar yfirþrýsting (14.5 psi) þá má gera ráð fyrir að loftið hitni upp í um 80+°C. Svo heitt loft inn á vél hefur neikvæð áhrif á afköst og endingu.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Túrbó boost 2,4 2LT 85 árgerð

Postfrá sukkaturbo » 10.maí 2015, 15:33

Sælir félagar og takk fyrir umræðuna. Ég er með þetta olíuverk sjá mynd og er að hugsa um að minnka olíumagnið inn á vélina. Stilliskrúfan virðist vera aftan á því. Ég losa kontra róna en á ég að skrufa inn eða út þegra ég minnka við.Prufaði að skrúfa út og þá gekk vélin hægar fannst mér.
Viðhengi
þetta olíuverk.JPG
þetta olíuverk.JPG (201.8 KiB) Viewed 2944 times


BragiGG
Innlegg: 157
Skráður: 29.maí 2010, 16:43
Fullt nafn: Bragi Geirdal Guðfinnsson

Re: Túrbó boost 2,4 2LT 85 árgerð

Postfrá BragiGG » 10.maí 2015, 16:12

Vélin gengur hraðar ef þú eykur við olíuna og hægar ef þú skrúfar fyrir ;)
1988 Toyota Hilux

User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Túrbó boost 2,4 2LT 85 árgerð

Postfrá Bskati » 10.maí 2015, 18:40

þú skrúfar inn til að auka og út til að minnka.

þegar ég var að fikta við þetta á gamla mínum þá fannst mér eins og möguleiki á mesta boosti myndi aukast með meiri olíu. Svo það þurfti aðeins að stilla saman wastegate og olíuverk. Tek það fram að ég var ekki með túrbóverk, svo það var engin membra á því.

Ég keyrði þetta á c.a. 17 psi í nokkur ár án vandræða
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Túrbó boost 2,4 2LT 85 árgerð

Postfrá sukkaturbo » 11.maí 2015, 00:04

Sælir félagar og takk fyrir þetta Baldur ég er búinn að setja Non turbo olíverk á þessa vél og er að reyna að fá eitthvað líf í hana. Hún er aðeins byrjuð að hreifast. kveðja Guðni á Sigló


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir