Patrol með Vélar/Túrbínu vandræði

User avatar

Höfundur þráðar
GeiriLC
Innlegg: 117
Skráður: 29.nóv 2011, 17:50
Fullt nafn: Ásgeir Bogi Arngrímsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Patrol með Vélar/Túrbínu vandræði

Postfrá GeiriLC » 04.maí 2015, 18:18

Sælir spjallverjar.
Núna er staðan sú að við hjá bjorgunarsveitinni Súlur sitjum uppi með bilaðan patrol, sennilega er turbinan farinn á flakk, ég er samt ekki búinn að skoða hann en miðað við forsögu bílsins er það líklegast. Þetta er semsagt fjórða turbinan eða annar mótorinn.
Ökumaðurinn segist hafa verið á krúsinu í 4 gír með ekkert aftan í og þá heyrðist hvellur mikill reikur og olía.
En nú langar mig að leita til ykkar og spyrja, hvað ætli sé að valda þessu á bíl ekið um 60 þúsund km og hvað gæti verið til ráða?
mér hefur dottið í hug 4,2 l nissan mótor frá Ástralíu en gæti verið að þetta sé að gerast vegna lélegs "mapps" eða kubbs?




biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Patrol með Vélar/Túrbínu vandræði

Postfrá biturk » 04.maí 2015, 18:54

Væru ekki best að skoða hvap er farip og dæma útfrá því hvað er

Getur verip að túrbínan sé ekki að kælast nóg
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Patrol með Vélar/Túrbínu vandræði

Postfrá jeepcj7 » 04.maí 2015, 19:16

Ef þetta er 3 lítra bíll er þá ekki líklegast að komið sé gat á stimpil og líklega þann aftasta það er allavega venjan og það vegna bilaðs spíss.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Patrol með Vélar/Túrbínu vandræði

Postfrá smaris » 04.maí 2015, 22:23

Þetta gæti líka verið tímagírinn sem er farinn. Nissan eru svo seigir við að finna upp ný vandamál að það hálfa væri nóg. Í yngri bílun (2004 og upp úr mynnir mig) hafa boltarnir í smurolíudælunni verið að losna og detta niður í tímagírinn og smalla honum með frekar neikvæðum afleiðingum. Rarik lét fara yfir þessa bolta í öllum sínum Patrolum eftir að það fóru 2 mótorar hjá þeim vegna þessa og voru boltarnir undantekningalítið farnir að losna. Eftir að við fréttum af þessu hjá þeim létum við taka mótorinn í Dagrenningar Patrolnum á Hvolsvelli og voru 3 boltar lausir í honum. Veit að mótorinn í Þorlákshafnarbílnum fór eftir 50.000km vegna sama vandamáls.

Kv. Smári.

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Patrol með Vélar/Túrbínu vandræði

Postfrá Tjakkur » 04.maí 2015, 22:49

[quote="GeiriLC"]....... Þetta er semsagt fjórða turbinan eða annar mótorinn.


Image

Þið eruð semsagt búnir að skipta jafn oft um vélar og túrbínur á 60 þús Km akstri og almenir bíleigendur skipta um smurolíu á sömu vegalengd!

Ef þetta er mynd af umræddum bíl þá er fullkomlega eðlilegt að vélar endist illa.
Þarna er búið að hrúga upp allskonar glingri beint fyrir framan vatnskassann á bíl sem vitað er að að á erfitt með kælingu og kemst vart úr sporunum nema á botngjöf. Þar að auki er búið að auka við eldsneytismagnið.

Hreinsið í burtu þetta glingur sem er fyrir framan vatnskassann, passið uppá að skrúfuhringurinn í kringum viftuna sé í lagi og afstaða hans til vatnskassa og viftu sé rétt, viftan í lagi og takmarkið eldsneytismagnið við þau mörk sem komu frá framleiðanda, -eða gerið viðeigandi ráðstafanir til að; auka loftflæði að/frá vél, auka kæligetu vélar og innsogslofts sem nemur aukningu eldsneytismagns (í stað þess að minnka kæligetuna).
Kaupið nýtt vatnskassalok, -ef gormurinn er farinn að slappast næst ekki fullur þrýstingur, suðumark kælivökvans lækkar sem getur falið í sér myndun á staðbundnum gufubólum á heitustu hlutum vélarinnar og afköst kerfisins minnka verulega (gufubólurnar kæla lítið sem ekkert).

-Af hverju festuð þið ekki aukaljósin beint fyrir framan aðalljósin? Þetta kann að virðast heimskuleg spurning, -allir sjá að með þeirri uppstillingu skyggja þau á aðalljósin. Aukaljósin, spilið og númeraplatan "skyggja" að sama skapi á eðlilegt loftflæði að vatnskassa og smurolíukæli vélar.

Þetta er klassískt sjálfskaparvíti.
Síðast breytt af Tjakkur þann 05.maí 2015, 13:48, breytt 5 sinnum samtals.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Patrol með Vélar/Túrbínu vandræði

Postfrá snöfli » 05.maí 2015, 11:39

Óvenju skýr íslenska:)

"Ef þetta er mynd af umræddum bíl þá er fullkomlega eðlilegt að vélar endist illa.
Þarna er búið að hrúga upp allskonar glingri beint fyrir framan vatnskassann á bíl sem vitað er að að á erfitt með kælingu. Þar að auki er búið að auka við eldsneytismagnið.

Hreinsið í burtu þetta glingur sem er fyrir framan vatnskassann, passið uppá að skrúfuhringurinn í kringum viftuna sé í lagi og afstaða hans til vatnskassa og viftu sé rétt, viftan í lagi og takmarkið eldsneytismagnið við þau mörk sem komu frá framleiðanda.
Kaupið nýtt vatnskassalok, -ef gormurinn er farinn að slappast næst ekki fullur þrýstingur, suðumark kælivökvans lækkar sem getur falið í sér myndun á staðbundnum gufubólum á heitustu hlutum vélarinnar og afköst kerfisins minnka verulega (gufubólurnar kæla lítið sem ekkert).

-Af hverju festuð þið ekki aukaljósin beint fyrir framan aðalljósin? Þetta kann að virðast heimskuleg spurning, -allir sjá að með þeirri uppstillingu skyggja þau á aðalljósin. Aukaljósin, spilið og númeraplatan "skyggja" að sama skapi á eðlilegt loftflæði að vatnskassa og smurolíukæli vélar.

Þetta er klassískt sjálfskaparvíti.
Notandamynd
Tjakkur"

User avatar

Höfundur þráðar
GeiriLC
Innlegg: 117
Skráður: 29.nóv 2011, 17:50
Fullt nafn: Ásgeir Bogi Arngrímsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Patrol með Vélar/Túrbínu vandræði

Postfrá GeiriLC » 06.maí 2015, 18:55

Ég tók ventla lokið af og skoðaði túrbínuna í dag og mér til mikillar gleði er túrbínan í lagi. Þá prófaði ég að starta honum og þá kom í ljós að hann virtist ekki þjappa á fyrsta(fremsta) cyl. Sennilega er þetta brunninn vetill eða stimpill en ég er ekkert búinn skoða þetta nánar.

User avatar

Höfundur þráðar
GeiriLC
Innlegg: 117
Skráður: 29.nóv 2011, 17:50
Fullt nafn: Ásgeir Bogi Arngrímsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Patrol með Vélar/Túrbínu vandræði

Postfrá GeiriLC » 13.maí 2015, 13:01

Mótorinn komst úr fyrir rest í gær kvöldi og heddið af þá blasti við sprunginn stimpill og sár í blokkinni.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Patrol með Vélar/Túrbínu vandræði

Postfrá Hjörturinn » 13.maí 2015, 15:25

Myndi ekki skoða 4.2 mótorinn, óttaleg hækja greyjið en endist samt þokkalega af því sem ég hef séð, nær væri að splæsa í 4.2 eða 4.0 cruiser mótora ef þið viljið fara þá leið.
Já eða bara cummins og hætta þessu rugli.

En þetta er auðvitað alveg skelfileg ending og eitthvað mikið að annað hvort bílnum eða hvernig hann er notaður (eða bæði), sammála tjakki varðandi kælinguna, eitthvað sem menn horfa alltof oft framhjá, hvort sem því er um að kenna hér eða ekki.

En ef hann er að brenna stimpla, er þá ekki bara alltof mikil olía að fara inn á vélina? myndi setja bara orginal mappið í hann og sætta mig við að vera á patrol í staðin fyrir að vera kreista úr þessu meira afl, eins og blóð úr steini.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Patrol með Vélar/Túrbínu vandræði

Postfrá Tjakkur » 13.maí 2015, 16:13

Fyrir margt löngu braut ég stimpil í jeppavél. Þetta var í 2 daga "kappakstri" í snjó.
Hluta leiðarinnar var ég með bensínbrúsa framan á stuðara. Vatnshitinn var eðlilegur allan tíman en líklega hefur stimpillinn ofhitnað vegna ónógrar kælingar.
Stimplar fá alla sína kælingu frá smurolíu.

Hef átt tvo jeppa með 3 lítra Benz vélum. Annar þeirra var aðeins 88 hestöfl en á honum voru 8 lítrar af mótorolíu og stór olíukælir (þeir mótórar lifðu í öllum tilvikum lengur en bílarnir sjálfir). Hinn mótórinn er 220 hestöfl, á honum eru 10 lítrar af olíu.

Patrolmótór er með litla olíupönnu (6,5l?) og því skiptir miklu máli að loftskipti um olíukæli sé eins góð og mögulegt er. Sérstaklega á bílum sem búið er að skrúfa upp eldsneytismagn og eru oft notaðir á miklu álagi á litlum hraða.
AMG vélar frá Benz eru oft með sama vatnskassa og ótjúnaðar vélar en hafa aukreitis mjög stóra olíukæla. Einnig betur flæðandi grill og stuðara og öflugri kæliviftur.
Þið virðist hinsvegar hafa farið hina leiðina, -aukið afl og hitamyndun en MINNKAÐ kæligetuna.

Sýnið nú kælikerfinu (smurkerfi er líka kælikerfi) jafn mikla natni og jólaskrautinu utaná bílnum. Opnið betur að vatnskassanum, notið efnisminni stuðara, stærri smurolíukæli osfrv....


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir