150 Crúser á 38?


Höfundur þráðar
TDK
Innlegg: 105
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

150 Crúser á 38?

Postfrá TDK » 16.apr 2015, 20:30

Var að keira í Árbænum áðan og fanst eins ég sjá hvítan 150 Krúser á 38". Sá hann reyndar úr smá fjarlægt svo mér gæti skjátlast. Hafa menn verið að setja þessa bíla á þetta stór dekk? Einhvertíman heirði ég að það væri svo veikt í þessu að framan að það þirfti þá að smíða allt upp á nítt svo að það borgaði sig ekkert að breita þessu af viti.




Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Brjotur » 16.apr 2015, 20:37

Já það er búið að breyta nokkrum og ekki ólíklegt að þú hafir séð bílinn sem ég vinn oft á hjá Amazing tours 38 tommu einföld breyting þ.e. hlutföll , læsingar , hækkun og úrklippa , og já styrktur hjólabúnaður er bara að virka fínt, búið að rúlla þessum bíl rúm 100.000 km þegar honum er breytt og ca 30.000 núna eftir breytingu :)


Höfundur þráðar
TDK
Innlegg: 105
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá TDK » 16.apr 2015, 20:40

Brjotur wrote:Já það er búið að breyta nokkrum og ekki ólíklegt að þú hafir séð bílinn sem ég vinn oft á hjá Amazing tours 38 tommu einföld breyting þ.e. hlutföll , læsingar , hækkun og úrklippa , og já styrktur hjólabúnaður er bara að virka fínt, búið að rúlla þessum bíl rúm 100.000 km þegar honum er breytt og ca 30.000 núna eftir breytingu :)



Og hvernig er þetta að koma út. Var rosalega vonsvikinn þegar ég heirði þessa umræðu að þessir bílar mundi aldrei verða æskilegir fjallajeppar.


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá olafur f johannsson » 16.apr 2015, 21:48

Það er búið að setja þá á allt að 46" dekk
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá olafur f johannsson » 16.apr 2015, 21:50

Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Freyr » 17.apr 2015, 00:10

AT hefur sett nokkra svona á 38" og þeir hafa komið vel út. Framhjólabúnaðurinn er nær sá sami og í Hilux og Tacoma og hefur hann staðið sig vel.

"Og hvernig er þetta að koma út. Var rosalega vonsvikinn þegar ég heirði þessa umræðu að þessir bílar mundi aldrei verða æskilegir fjallajeppar."
Þessi umræða er hálf undarleg í ljósi þess að svona/sambærilegur undirvagn er m.a. í öllum 44" Hilux jeppunum á Suðurskautinu sem og fjöldanum öllum af 38 og 44" jeppum hér heima sem eru jafnt notaðir í hefðbundna jeppamennsku sem og vinnu hjá stofnunum á borð við Rarik, Fjarskiptastofanir o.fl....

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Freyr » 17.apr 2015, 00:15

Image

Image


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Brjotur » 17.apr 2015, 20:17

já sælir Hiluxinn er nú ekki samanburðarhæfur í þessu tilfelli , mun léttari bíll, og já suðurskautslandið , ég held að fyrst hægt var að fara á traktor þangað þá sé nú ekki mikið að vera að hampa sér fyrir að fara þetta á bíl :) en 38 tommu cruiser er fínn að vissu marki , ég myndi ekki vilja nota hann mikið í slarkferðir ísskarir og krapa nei takk en annars bara ágætur :) 46 tomma og hásingar takk fyrir minn smekk :)

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Kiddi » 17.apr 2015, 23:24

Brjotur wrote:já sælir Hiluxinn er nú ekki samanburðarhæfur í þessu tilfelli , mun léttari bíll, og já suðurskautslandið , ég held að fyrst hægt var að fara á traktor þangað þá sé nú ekki mikið að vera að hampa sér fyrir að fara þetta á bíl :) en 38 tommu cruiser er fínn að vissu marki , ég myndi ekki vilja nota hann mikið í slarkferðir ísskarir og krapa nei takk en annars bara ágætur :) 46 tomma og hásingar takk fyrir minn smekk :)


1. Hilux er um 250 - 300 kg léttari en LC150 (einn óbreyttur LC150 sem ég fletti upp er 2235 kg og skv bækling frá Toyota um Hilux er hann 1900-1965 kg).

2. Hilux er lengri á milli hjóla -> framþyngri.

3. Fjöðrunarbúnaðurinn er með því sterkasta sem fyrir finnst undir jeppum í dag og jafnvel sterkari en margt það sem menn hafa talið mjög sterkt hingað til (t.d. framhásing á Patrol). Það er vel hægt að skemma framhjólastell í svona Toyotu en til þess þarf mjög mikið að ganga á, sé búið að styrkja það á réttum stöðum rétt eins og það þarf að styrkja Patrol framhásingar á réttum stöðum (sem bogna nú þrátt fyrir það).

4. Suðurskautslandið er ekki slétt, þar eru skafnir snjóhryggir sem bæði AT menn og Gunni Egils hafa talað um eftir að hafa farið þangað og þar að auki verður stál stökkara í kulda og hættara við málmþreytu sé mikil hreyfing á málmunum. Það er því ágætis mælikvarði á styrk þessara bíla að þeir skuli þola þessa meðferð á suðurskautinu.

5. Torfkofarnir voru líka ágætir í gamladaga rétt eins og framhásingar...


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Brjotur » 17.apr 2015, 23:38

Kiddi gleymdi að taka fram að þetta framdót sem þú virðist tilbiðja , bognar bara eða brotnar í drasl ef ekki eru settar á þetta öflugar styrkingar , áfram hásingar og ég er með óstyrktar Pat hásingar ennþá :)

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Kiddi » 18.apr 2015, 00:46

Tilbiðja og ekki tilbiðja... eigum við ekki segja bara að ég tilbið það sem gerir mér kleift að aka hraðar í ófærum og er ekki með (mikið) vesen :-)

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Freyr » 18.apr 2015, 01:25

Fyrir mitt leiti þá hefur þetta hvort um sig sína kosti og galla, "bæði betra" eða "bæði verra" eftir því hvernig á það er litið og hentar vel í mismunandi aðstæður/tilfelli. Það má eyða löngum tíma í að reyna að sannfæra hvert annað um eitt frekar en hitt en aðalatriðið í þessum þræði tel ég vera það að undirvagninn í LC150 er a.m.k. ekki verri en hver annar og þolir breytingar vel rétt eins og Patrol og margir aðrir.

Kv. Freyr


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Brjotur » 18.apr 2015, 13:44

Bara smágrín strákar , hver okkar hefur sitt álit og sinn smekk , og ég einfaldlega gleymdi að nefna þessar styrkingar í fyrsta svarinu mínu en þær eru algjört must annars bognar þetta , en þetta er að koma fínt út á 38 tommunni og við hjá Amazing tours erum komir með góða reynslu af þessu þar sem við erum með 3 Cruiser bíla á 38 og 9 Hilux bíla líka á 38 sem eru notaðir í self drive ferðir og þar fá þeir nú misjafna meðferð þó reynt sé að stemma stigu því :)
kveðja Helgi

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Óttar » 18.apr 2015, 17:35

Kiddi wrote:
Brjotur wrote:já sælir Hiluxinn er nú ekki samanburðarhæfur í þessu tilfelli , mun léttari bíll, og já suðurskautslandið , ég held að fyrst hægt var að fara á traktor þangað þá sé nú ekki mikið að vera að hampa sér fyrir að fara þetta á bíl :) en 38 tommu cruiser er fínn að vissu marki , ég myndi ekki vilja nota hann mikið í slarkferðir ísskarir og krapa nei takk en annars bara ágætur :) 46 tomma og hásingar takk fyrir minn smekk :)




5. Torfkofarnir voru líka ágætir í gamladaga rétt eins og framhásingar...



Hahaha Sjálfstæð fjöðrun er nú ekki alveg ný af nálinni :)


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Brjotur » 18.apr 2015, 18:06

Nei sjálfstæð fjöðrun er ekki ný af nálinni alveg rétt , en sjáið alla bestu og mest notuðu jeppa á Íslandi til alvöru ferða
þeir eru á hásingum , afhverju ? jú af því að þar er styrkurinn það þarf ekkert að þræta um þetta :) hinsvegar dugar þetta system klafar undir gamla hilux og pajero t.d. og þetta undir toyota hilux og lc 120 - 150 heitir þetta system ekki mcpherson eða eitthvað viðlíka er fínt í minni ferðir og minni áreynslu , og nú þýðir ekkert að fara í fýlu og byrja að skammast :) þetta er bara svona , er búin að reyna þetta dót allt saman og hásingar eru málið :)

kveðja Helgi

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Freyr » 18.apr 2015, 18:35

Já, allir mikið notuðu alvöru jepparnir eru á röri að framan því klafar þola hvorki 44" né átök........

Image

Image

Image

[img]https://fbcdn-sphotos-h-a.akamaihd.net/hphotos-ak-xfa1/t31.0-8/200968_1647391830902_4657674_o.jpg[img]

Image

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Óttar » 18.apr 2015, 19:28

látum þessa fylgja hehe
https://www.facebook.com/SSmyndir/photo ... =3&theater
https://www.facebook.com/SSmyndir/photo ... =3&theater

En það fyndna við þetta allt saman er þegar menn tala um að sjálfstæð fjöðrun sé betri en hásing..það má vel vera! en það þarf þá að sérsmíða og breyta klöfunum alveg helling svo það sé hægt að ræða einhverja yfirburði svo við ræðum ekki öxla svo þeir þoli aukna fjöðrun
klafar og klafar eru ekki það sama ;) þetta er bara tvent ólíkt eins og hásing og fjaðrir og svo flott four link :)

kv Óttar


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Brjotur » 18.apr 2015, 19:30

Hahaa ég beið eftir þessu þetta er nú svo langt í frá að vera einhver original smíði :) en jú alltaf til undantekningar , ef hálendi Íslands væri fullt af svona útbúnum bílum þá væri ég ekki að skrifa það sem ég skrifa :)

Ps Takk óttar :)


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Haukur litli » 18.apr 2015, 20:00

Óttar wrote:En það fyndna við þetta allt saman er þegar menn tala um að sjálfstæð fjöðrun sé betri en hásing..það má vel vera! en það þarf þá að sérsmíða og breyta klöfunum alveg helling svo það sé hægt að ræða einhverja yfirburði svo við ræðum ekki öxla svo þeir þoli aukna fjöðrun
klafar og klafar eru ekki það sama ;) þetta er bara tvent ólíkt eins og hásing og fjaðrir og svo flott four link :)

kv Óttar


Hvað eru margir sem skipta út orginal hásingunum og fjöðrunarkerfinu fyrir eitthvad sverara og sérsmíðað? Af hverju ekki að smíða alvöruklafa? Sérstaklega undir bíla med IFS-grindur sem eru ekki alltaf vel til þess fallnar að troða undir þær hásingu.

Eigum við ekki bara allir að keyra seinni heimsstyrjaldar herbíla með blöndunga, blaðfjaðrir og heilar hásingar?

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Óttar » 18.apr 2015, 20:30

Haukur litli wrote:
Óttar wrote:En það fyndna við þetta allt saman er þegar menn tala um að sjálfstæð fjöðrun sé betri en hásing..það má vel vera! en það þarf þá að sérsmíða og breyta klöfunum alveg helling svo það sé hægt að ræða einhverja yfirburði svo við ræðum ekki öxla svo þeir þoli aukna fjöðrun
klafar og klafar eru ekki það sama ;) þetta er bara tvent ólíkt eins og hásing og fjaðrir og svo flott four link :)

kv Óttar


Hvað eru margir sem skipta út orginal hásingunum og fjöðrunarkerfinu fyrir eitthvad sverara og sérsmíðað? Af hverju ekki að smíða alvöruklafa? Sérstaklega undir bíla med IFS-grindur sem eru ekki alltaf vel til þess fallnar að troða undir þær hásingu.

Eigum við ekki bara allir að keyra seinni heimsstyrjaldar herbíla með blöndunga, blaðfjaðrir og heilar hásingar?


Ég held að meigin ástæðan fyrir því að smíði á alvöru klafasystemi krefst 3D forita ,sem allir venjulegir menn hafa ekki, til þess að smíða þetta svo þetta virki. En nei ég er alls ekki tækniheftur og tel að það sé alveg hægt að smíða góða fjöðrun þó menn notist við hásingar og þess vegna innspýtingu ef menn þora út í það án þess að vera á hertrukk ;)

Og það var nú bara það sem ég var að benda á að það að vera á orginal klafabíl og halda því fram að það sé það eina rétta

P.S ég er á bíl með loftpúða og sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum og mér finnst þetta ekkert æði, bara eins og að keyra fólksbíl


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Brjotur » 18.apr 2015, 21:33

þeta verða lokaorðin mín hérna þar sem menn eru eitthvað farnir að fyrtast :( Haukur litli , afhverju þarf alltaf að tala um hlutina eins og allir eigi að vera eins ? þú vilt ifs system ok flott ekki ætla ég að finna að því , ég vil gamaldags hásingar og vil bara fá að vera á þeim af því að MÉR finnstþær koma best út í mínum akstri og vildi helst vera án þess að þú eða aðrir reyni að breyta því takk fyrir :)

kveðja Helgi Brjótur :)


Einfari
Innlegg: 26
Skráður: 15.apr 2010, 08:56
Fullt nafn: Einar Stefánsson

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá Einfari » 18.apr 2015, 21:50

Eins og fram kemur þá treysta sumir sér ekki til að aka á bílum með klafa, væntanlega vegna þess að þeir eru meiri ökuníðingar og fara verr með bílana.
Þó svo að menn lýsi hér hvernig sum ökutækin koma út við ótrúlega erfiðar aðstæður eins og á Suðurskautinu þá þurfa alltaf að þeysa hér fram einhverjir "proffar" sem gera lítið úr öllu því að þeir hafa örugglega lent í því verra á leiðinni Reykjavík-Gullfoss í túristaasktri


einsik
Innlegg: 116
Skráður: 24.jún 2011, 19:15
Fullt nafn: Einar S. Kristjánsson

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá einsik » 19.apr 2015, 01:15

Þessi drengur virðist hafa smíðað drauma sjálfstæða fjöðrun.
Ég þekki manninn ekki neitt, bara lesið þráðinn hans.


viewtopic.php?f=9&t=7007&hilit=l%C3%ADtill+hilux
Einar Kristjánsson
R 4048


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: 150 Crúser á 38?

Postfrá bragig » 19.apr 2015, 10:49

Það er eitt sem mér lýst ekki á varðandi 150 krúserinn en það er þyngdin á þessu. Ef við miðum við óbreyttan bíl þá eru þeir skráðir frá 2140kg og upp í 2314kg (skv bilasolur.is). Til samanburðar þá er 80 krúsererinn minn skráður 2270kg óbreyttur. (hef heyrt marga segja að 80 krúserinn drífi ekkert nema á 44" eða stærra því hann er svo þungur).

Maður hélt alltaf að framleiðendur bíla væru sífellt að reyna að létta bílana til að ná niður eyðslu og minnka rekstrarkostnað (slit á dekkjum, legum, stýrisgang o.fl), en svo virðist ekki vera hjá toyota. Þeir verða þyngri með hverju boddýinu sem kemur út.

Dæmi: ( VX sjálfskiptir dísel, ekki heilagar tölur af netinu).

LC 90 = 1980kg. LC 120 = 2100kg, LC 150 = 2230kg.

LC 80 = 2270kg. LC 100 = 2545kg LC 200 = 2668kg.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir