Gamli Bronco, Nú vantar svör!!!

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, pæling með fjöðrun??

Postfrá Bubbi byggir » 07.feb 2015, 21:04

Sælir spjallarar. Ég er þessa dagana að setja í bílinn stýristúpuna aftur, það gengur víst ekki ap hafa gamla stýrislausan. Það þarf þá endilega að vera þannig að víra lúmmið er ekki eins, semsagt ekki plug and play. þarf að finna út úr því?? þar sem þetta er úr öðrum bíl......

Var að pæla í því að losa mig við fjaðrinar að aftan á þeim gamla, hef verið að horfa á four link og hef verið að reyna að læra af ykkur í þeim efnum. Spurningin er þó sú hvort hægt sé að nota í staðin stífur og gorma af framhásingu á afturhásingu með einhverjum árangri???? það dót er nefnilega allt til hjá mér og er þar af leiðandi ódýrast í þessu kreppuverkefni.

Spyr sá sem ekki veit???????


Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Gamli Bronco, pæling með fjöðrun??

Postfrá svarti sambo » 07.feb 2015, 21:55

Er það ekki bara svipuð fjöðrun og er t.d. í cherokee.
Fer það á þrjóskunni


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Gamli Bronco, pæling með fjöðrun??

Postfrá sukkaturbo » 07.feb 2015, 23:17

Sæll frændi haltu þig við fjaðrirnar hitt er bara vesen og leiðindi. Taktu blöðin í sundur málaðu þau og settu álþynnu eða plastþynnu á milli og fækkaðu blöðunum um tvö og keyra svo. Fjalli vinur minn ók á Bronco II með plastfjaðrir að aftan virkaði fínt

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, pæling með fjöðrun??

Postfrá Bubbi byggir » 08.feb 2015, 12:39

sukkaturbo wrote:Sæll frændi haltu þig við fjaðrirnar hitt er bara vesen og leiðindi. Taktu blöðin í sundur málaðu þau og settu álþynnu eða plastþynnu á milli og fækkaðu blöðunum um tvö og keyra svo. Fjalli vinur minn ók á Bronco II með plastfjaðrir að aftan virkaði fínt


Ef ég fækka blöðum um tvö þarf þá stífari dempara á móti þeirri breitingu? Undirvagnin er allveg orginal, ekkert verið átt við fjöðrun eða annað, það er ekki einu sinni kominn boddíhækkun á bílinn.
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Gamli Bronco, pæling með fjöðrun??

Postfrá sukkaturbo » 08.feb 2015, 13:57

Sælæl nei bara að prufa sig áfram en burður minnkar eitthvað en þetta er bara tveggja manna bíll núna hægt að setja loftpúða með fjöðrum ef bera á þungt og skilja þá eftir tvö blöð og þá stífu til að verjast því að blöðin bogni undan átaki

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, pæling með fjöðrun??

Postfrá Bubbi byggir » 08.feb 2015, 15:04

þessi lausn er sennilega einföldust og ætti varla að gera bílinn verri á fjöðrun þar sem bíllinn er orðin talsvert léttari á afturhjólin, hann er orðinn tveggja manna með mun léttari yfirbyggingu.
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O


Adam
Innlegg: 121
Skráður: 29.des 2011, 00:32
Fullt nafn: Adam örn þorvaldsson

Re: Gamli Bronco, pæling með fjöðrun??

Postfrá Adam » 08.feb 2015, 19:21

Sæll átti 66" bronco og það þýddi ekkert að fækka blöðum í honum lagðist bara saman að aftan hins vegar tók ég fjaðrirnar undan og slípaði með flipaskífu og smurði koppafeiti á milli og setti tví virka gasdempara hringinn og fékk útur þessu aksturseiginleika sem ég hafði aldrei búist við

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, pæling með fjöðrun??

Postfrá Bubbi byggir » 08.feb 2015, 20:57

Smá uppdate!!
20150208_114502.jpg
20150208_114502.jpg (159.52 KiB) Viewed 4322 times

Víralúmmið í nýju stýristúpuni er allt öðruvísi en það gamla, þarf að finna út úr því!!
20150208_155116.jpg
20150208_155116.jpg (120.59 KiB) Viewed 4322 times

Stýrisdraslið komið í, en á eftir að tengja.
20150208_155225.jpg
20150208_155225.jpg (146.9 KiB) Viewed 4322 times

ÚPPS!! Held að ég neiðist til að setja vökvastýrisdæluna í bílinn!!!!auðvitað passar þetta dót ekki á milli bíla.
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Gamli Bronco, smá uppdate!!

Postfrá Valdi B » 09.feb 2015, 00:21

sæll og gaman þú sért að dútla í þessu :)

en ekki hugsa þig tvisvar um , ef þú hefur nennuna þá rífurðu fjaðradraslið undan og hendir því ! svoleiðis á bara heima undir kerrum :)

og það er ekkert mál að nota bronco framstífur og setja að aftan, þú þarft að sjálfsögðu litlu þríhyrningana sem eru fastir á framhásingunni til að halda hallanum´a hásingunni réttri og smíða skástífu og gormaskálar og demparafestingar og stífuvasa uppí grind . en þú færð svo miklu skemmtilegri fjöðrun með því.

ég hef séð þetta undir nokkrum broncoum og margoft séð bronco stífurnar notaðar í öðrum bílum bæði framan og aftan.

það er ekkert leiðinlegra en að lenda í því að það brotni fjöður hjá manni uppá fjöllum og vera stopp. hef lent í því og myndi helst vilja losna við að lenda í því aftur :D

kveðja valdi
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Gamli Bronco, smá uppdate!!

Postfrá Big Red » 09.feb 2015, 21:48

Sæll

Maszdan fer á hauganna á morgun varstu eitthvað að spá í að taka stólanna?
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, smá uppdate!!

Postfrá Bubbi byggir » 10.feb 2015, 14:29

Aulaskapurinn er þvílíkur hjá mér að vera ekki búinn að hafa samband út af stólunum, eftir samtalið okkar í morgun, endilega láttu mig vita hvernig þetta fór.

Kveðjur
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, 13/4 nýjar myndir

Postfrá Bubbi byggir » 13.apr 2015, 21:23

Góðir hlutir gerast hægt, nema hjá Guðna frænda á Sigló. Þetta smá kemur hjá mér, bíllin er kominn á 33" og verður á því í sumar en fer á 35" þegar það fer að snjóa aftur.
20150413_210416.jpg
20150413_210416.jpg (75.55 KiB) Viewed 3639 times
20150413_210428.jpg
20150413_210428.jpg (69.84 KiB) Viewed 3639 times
20150413_210530.jpg
20150413_210530.jpg (66.71 KiB) Viewed 3639 times
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Gamli Bronco, 13/4 nýjar myndir

Postfrá Valdi B » 13.apr 2015, 21:30

alveg geðveikur ! hann tókst vel hjá þér :D væri gaman að sjá góðar myndir í dagsbirtu hehe :)
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, 13/4 nýjar myndir

Postfrá Bubbi byggir » 13.apr 2015, 21:51

Það koma betri myndir seinna við betri skilirði, lofa því Valdi. Ég er búinn að setja vökvstýri í bílinn, á bara eftir að finna nýja og lengri reim þar sem það er kominn auka dæla á vélina. Svo er það rafmagnið, þarf sérfræðiaðstoð við það. Ég finn ekkert út úr því enþá, svo sú vinna verður líklega keypt þegar þar að kemur. Annars er ég bara nokkuð sáttur við útkomuna, hef reynt að halda í gamla ford lúkkið og hlakka mikið til að fara út að keyra, eiginlega farinn að öfunda sjálfan mig að eiga svona töff bíl :)
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Gamli Bronco, 13/4 nýjar myndir

Postfrá sukkaturbo » 13.apr 2015, 22:49

Sæll frændi algjör killer hjá þér. Rafmagnið er einfalt í þessum bílum. 10 vírar og helmingurinn jörð hinn í plús og henda restinni

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, 13/4 nýjar myndir

Postfrá Bubbi byggir » 13.apr 2015, 23:08

Ég er mjög sáttur við útkomuna frændi, en þetta með rafmagnið er nú nokkuð findið hjá mér þar sem aðeins er um 8 víra að ræða. Það er bara allveg vonlaust fyrir mig að koma þessu rétt saman, það að flautan færi í gang þegar kveikt var á stefnuljósi var ekkert grín :) svo var haldið áfram og þegar þetta fór að blikka þá voru öll stefnuljós í einu, er sennilega búinn að finna hasardinn. Svo vantar ljósin í brettin sem virðast hafa gufað upp, algjör Skúli rafvirki, og rúðuþurkurnar sem áður voru í lagi, hvað er það??? vissi ekki að þær væru þarna inni !!!! Spurði Google frænda að þessu og hann gaf mér gott svar þangað til að ég sá að litirnir á vírunum voru bara ekki eins og hann sagði og allt fór í strand ;) Laug mig allveg stút fullan !!!!
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Gamli Bronco, 13/4 nýjar myndir

Postfrá jongud » 14.apr 2015, 08:17

Það er slatti af fyrirtækjum erlendis sem eru að framleiða rafkerfi í gamla bíla. Og ansi margir sem framleiða fyrir gamla bronco. Gúgglaðu "early bronco wiring harness" eða sláðu því sama inn á Ebay.

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, 13/4 nýjar myndir

Postfrá Bubbi byggir » 14.apr 2015, 23:30

Bronco fær frí í dag. Það er allver full vinna að eiga tvo gamla jeppa, var í almenu viðhaldi á hinum þar sem hann er að fara í skoðun, og svo bara svona smá snýtingar hér og þar. Þetta eru allveg fullir dagar í þessu ef þessar drossíur eiga að vera í lagi.
20150414_191401.jpg
20150414_191401.jpg (102.92 KiB) Viewed 3519 times
20150414_191521.jpg
20150414_191521.jpg (105.72 KiB) Viewed 3519 times
20150414_191333.jpg
20150414_191333.jpg (94.72 KiB) Viewed 3519 times
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Gamli Bronco, 13/4 nýjar myndir

Postfrá jeepcj7 » 14.apr 2015, 23:49

Hva þarf að líta yfir robbann líka? ;O)
Heilagur Henry rúlar öllu.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Gamli Bronco, 13/4 nýjar myndir

Postfrá sukkaturbo » 15.apr 2015, 08:01

Sæll frændi komdu með hann norður og við reynum að koma einhverju viti í rafkerfið tekur einn dag eða svo

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, 13/4 nýjar myndir

Postfrá Bubbi byggir » 15.apr 2015, 11:15

Sæll frændi og þakka gott boð, verður það ekki bara endirinn á þessu verkefni svo þetta klárist, ég gæti tekið þig á orðinu í þetta skiptið og það væri góð ástæða til að koma norður og heimsækja fólkið .
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, 13/4 nýjar myndir

Postfrá Bubbi byggir » 29.apr 2015, 14:24

Sælir spjllarar, mig langar að halda svolítið í gömlu tískuna og er að leita mér að crome felgum undir bronco, sem voru vinsælar í gamladaga. Er hægt að fá svona einhverstaðar enþá eða eru menn alveg hættir að flitja þetta inn? á kannski einhver svona handa mér þarf að vera 15" og dekkin eru gefin upp fyrir 8,5" til 11" þetta er allveg must á kaggan svo hann sómi sig nú vel á götunni :)
KV Hjalti
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Gamli Bronco, felguvesen á mér ;)

Postfrá Valdi B » 30.apr 2015, 09:16

held að þetta sé flest allt orðið svo ryðað sem er hér að þetta lítur ekkert vel út.

myndi skoða að kaupa bara nýja chrome felgur á summitracing.com þær eru á ótrúlega góðu verði !
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Gamli Bronco, felguvesen á mér ;)

Postfrá sukkaturbo » 06.maí 2015, 18:18

Sæll frændi skoðaðu þetta láttu sandblása og polihúða viewtopic.php?f=30&t=29970

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco 14/5

Postfrá Bubbi byggir » 14.maí 2015, 16:48

Það er verið að sanka að sér síðustu hlutunum sem vantaði til að geta klárað. Keypti mér á endanum leðurstóla úr Explorer, og þar er möguleiki á að tengja rafmagn í allar stillingar fyrir stólana. Síðan var ég að kaupa líka álfelgur fyrir 35" sem hann vonandi kemst á fljótlega svo þetta gerist eitt af öðru.
20150510_190553.jpg
20150510_190553.jpg (47.88 KiB) Viewed 3682 times

felgur Bronco.jpg
felgur Bronco.jpg (156.27 KiB) Viewed 3682 times
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, Nú er gaman !!

Postfrá Bubbi byggir » 13.jún 2015, 18:47

Jæja spjallarar, þá er loks búið að klára öll smáatriði (sem átti að taka engan tíma) en það vildi nú ýmislegt þar vefjast fyrir mér t.d rafmagnsvinnan en þetta hafðist allt á endanum. Gamli er loks kominn á númmer og að sjálfsögðu flaug hann í gegnum skoðun, eins og fordinum er líkt. Set hérna nokkrar myndir af honum eins og hann stendur í dag.
20150613_182333.jpg
20150613_182333.jpg (106.98 KiB) Viewed 3548 times
20150613_182343.jpg
20150613_182343.jpg (99.08 KiB) Viewed 3548 times
20150613_182353.jpg
20150613_182353.jpg (107.23 KiB) Viewed 3548 times
20150613_182419.jpg
20150613_182419.jpg (84.56 KiB) Viewed 3548 times
20150604_182622.jpg
20150604_182622.jpg (83.33 KiB) Viewed 3548 times
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Gamli Bronco, Nú er gaman !!

Postfrá Járni » 13.jún 2015, 19:05

Flottur
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Gamli Bronco, Nú er gaman !!

Postfrá ellisnorra » 13.jún 2015, 19:13

Ég keyrði á eftir þér á Akranesi um daginn og eitthvað voru stefnuljósin nú ósamvinnuþýð, mig minnir að það hafi blikkað báðu megin í vinstri beyju :D
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, Nú er gaman !!

Postfrá Bubbi byggir » 13.jún 2015, 20:16

He he, það passar, þetta var nú meiri hausverkurin, svo var það líka að þegar ég steig á bremsuna logaði stefnuljósið vinstrameginn. En á endanum hafðist þetta alltsaman og er í lagi núna sem betur fer. Það var svipaða sögu að segja meðan ég var að finna hasardin,,,dem þvílik flækja :) er bara sáttari í staðinn í dag :)
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Gamli Bronco, Nú er gaman !!

Postfrá jeepcj7 » 13.jún 2015, 22:21

Flott að fá svona gæðing á Reykhólana eru ekki Grundar og Seljanes menn kátir með öldunginn?
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, Nú er gaman !!

Postfrá Bubbi byggir » 13.jún 2015, 22:33

Ég ætla nú rétt að vona það,,þÓ þetta sé ekki Land-rover ;)
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Gamli Bronco, Nú er gaman !!

Postfrá sukkaturbo » 13.jún 2015, 23:16

flottur hjá þér frændi nú er bara að renna norður á síladarævintýrið í ágúst og koma í snjóakstur


iceman76
Innlegg: 214
Skráður: 02.nóv 2011, 12:58
Fullt nafn: snorri einarsson
Bíltegund: nissan patrol 1996

Re: Gamli Bronco, Nú er gaman !!

Postfrá iceman76 » 14.jún 2015, 00:49

á bíllinn ekki að fá 2 ára skoðun?
annars til lukku með flottan bíl

kv snorri

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, Nú er gaman !!

Postfrá Bubbi byggir » 14.jún 2015, 16:46

Þetta með skoðunina er einhver reikniregla sem ég kann ekki að segja frá, en mér var sagt í skoðunini að í næstu skoðun fengi ég 2 ár. Hefur eitthvað með oddatölur að gera??
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Gamli Bronco, Nú er gaman !!

Postfrá Sævar Örn » 14.jún 2015, 18:12

bíllinn er skráður svona í ökutækjaskrá


Fyrst skráð:
01.01.1900

Þetta er svona á bílum þar sem fyrsta skráning er ekki þekkt

nú ef raunveruleg fyrsta skráning er þekkt og viðurkennd þá er bara að fá samgöngustofu til að leiðrétta, þó skiptir það ekki máli nema ef bíllinn er fyrst skráður á oddatöluári

þetta gerir að verkum að hann á öllu jafna að fara í skoðun á sléttu tölu ári, eins asnalegt og það kann að hljóma

hefði hann farið í skoðun 2014 hefði hann fengið 2016 miða
hefði hann farið í skoðun 2015 hefði hann fengið 2016 miða
hefði hann farið í skoðun 2016 hefði hann fengið 2018 miða
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Gamli Bronco, Nú er gaman !!

Postfrá ellisnorra » 14.jún 2015, 21:45

Sævar, gildir "fyrst skráður" árið eða er það árgerðin? Ég á einn bíl sem er árgerð 82 en fyrst skráður í júní 83.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, Nú vantar svör!!!

Postfrá Bubbi byggir » 29.jún 2015, 22:12

Sælir snillingar. Það var verið að bjóða mér 460 ford vél úr econoline og með henni sjálskipting. Vitið þið hvernig þetta gengur saman við gamla bronco t.d millikassi gengur hann beint á?? eða er þetta bara vesen ??
Annars gengur sá gamli flott og bara búið aðvera gaman....nema hvað það vantar pínu meira afl :)
BKV frá Reykhólum
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Gamli Bronco, Nú vantar svör!!!

Postfrá sukkaturbo » 29.jún 2015, 22:23

Sæll frændi gleymdu þessu passar ekki og bara vesen.Þú getur farið stærst á þessum mótorfestingum í 351Winsor ef ég man þetta rétt.460 er vesen út í gegn. Mitt álit en þú færð örugglega önnur svör. Þetta er þungt og drifin halda ekki og millikassin stór og fleira og fleira. Settu 6 cyl patrol diselvél og kassa í hann og patrol hásingar ef þú vilt halda áfram að breita

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Gamli Bronco, Nú vantar svör!!!

Postfrá jeepcj7 » 29.jún 2015, 22:31

Aflið við svona breytingu yrði alveg snilld en þetta er talsverð breyting og þónokkur stærðar og þyngdar munur,og millikassinn passar ekki beint það eru fleiri rillur út úr C6,E4od eða hvaða skipting sem er við 460 en það væri reyndar allt í lagi að nota bara einhvern álmillikassa með þessu.
En ef nennan og viljinn er fyrir hendi go for it.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Gamli Bronco, Nú vantar svör!!!

Postfrá Bubbi byggir » 29.jún 2015, 22:34

Sæll frændi, og takk fyrir góð svor. Mig svo sem grunaði þetta að það þyrfti eitthvað meira en að bara slaka henni niður. ég á til 302 sem ætlunin var að setja við en langar í sjálfskiptinguna, á hana ekki til.
Þetta var svo freistandi að setja fullorðna vél í gamla en hann viktaði 1560 kg eftir breitingu með 10 lítrum f bensíni, nokkuð vel sloppið held ég.
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir