Aukarafkerfi.. tillögur :)

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Aukarafkerfi.. tillögur :)

Postfrá thorjon » 06.des 2014, 21:49

Jæja félagar, þar sem mér dettur ekki í hug að reyna að finna upp hjólið aftur ( yrði eflaust kassalaga ) og þar sem að mér hefur reynst vel að leita í smiðju manna sem hafa gengið í gegnum þessa hluti áður langar mér að varpa fram spurningu varðandi aukarafkerfi.

ég er með Patrol 98 "eilífðarverkefni"

Nú er komið að því að reyna að einfalda víraflækjuna sem byrjaði frekar sakleysislega en er álíka sexý og illa reyttur köttur í dag :)

Ég setti aukarafkerfið frá Bílasmiðnum á sínum tíma en síðan þá er dittinn og dattinn búinn að bætast við þannig að það er "nett sprungið".

hef verið að velta fyrir mér hvaða leið eigi að fara. Er "skotin" í kerfinu frá AMG/Aukaraf en það er bara með option fyrir 5 relay ef ég man rétt, sem er í raun það sama og ég er með.
þannig að á maður að fá sér AMG/A kerfið, vera áfram með Bílasmiðinn eða setja þessi 2 saman eða smíða nýtt með fleiri inn/útgöngum ??

það sem kerfið þarf að keyra (held ég) er eftirfarandi:

55w spot Xenon kastarar
75w spot Xenon kastarar
180w LED flood bar (neðri)
300w Led flood bar (á topp)
Hliðarvinnuljós
aftur vinnuljós
rafmagns loftdæla (nú með stóru relay fram í húddi)
1000w inverter
50w Led leitarljós

á eftir að breyta aircon dælunni í loftdælu, þarf eitthvað rafmagn í það ásamt úrhleypibúnaði sem ætti að vera í aukarafkerfinu ?

Svo er ég reyndar líka með Led strippa inní bíl sem e´g stal rafmagni bara beint úr loftljósi fyrir,, helvíti gott að hafa á haustin í veiðinni þegar maður kemur úr kvöldflugi, tja eða fyrir morgunflugin ;)

Þannig að nú er opið fyrir góð ráð félagar......myndir af ykkar kerfum væru líka helv gott að sjá

kveðja: Þórjón




Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Aukarafkerfi.. tillögur :)

Postfrá Izan » 07.des 2014, 01:30

Sæll

Þú losnar aldrei við víraflækjuna, bara kaupa bengslispakka og ganga frá vírunum.

En þú þarft ekkert annað en að finna þér rofa sem þú ert sáttur við, relay og öryggjabox. Aukarafkerfi er ekkert annað eða merkilegra en það.

Kv Jón Garðar

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Aukarafkerfi.. tillögur :)

Postfrá jongud » 07.des 2014, 11:49

Svo er spurning hvort tvö aukarafkerfi myndu henta ef þú "tekur aðeins til"
Stundum er maður með mikið af dóti svo að segja á báðum endum á bílnum og þá eru leiðslur orðnar leiðinlega langar frá kerfiskassanum.

Einhversstaðar sá ég jeppa með tvö aukarafkerfi. Eitt frammi við mælaborð og annað alveg afturí. Kosturinn við svoleiðis uppsetningu er að það eru bara sverir plús- og mínuskaplar í aftara boxið og einn CAT-5 kapall fyrir stýrisstraum í rofana.
En þetta var kannski svolítið ýkt dæmi.

Sjálfur var ég með tvö pör af kösturum framan á bíl og aukarafkerfi milli framsætanna. Mér datt ekki í hug að leggja langar leiðslur frá kerfinu í kastarana, þannig að ég setti smá "útibú" frá aukarafkerfinu rétt við geyminn (segulrofa og öryggi) með leiðslur stystu leið að kösturunum. Þarna var líka öryggi fyrir loftdæluna (sem var a/c dæla)


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Aukarafkerfi.. tillögur :)

Postfrá Aparass » 07.des 2014, 14:43

Svo er auðvitað flottasta aukarafkerfið hjá Samrás.
Mesta snilldarsmíði sem ég hef nokkurntíman séð og algjörlega viðhaldsfrítt.


byzant
Innlegg: 52
Skráður: 31.aug 2011, 07:22
Fullt nafn: Björgvin Hlynsson

Re: Aukarafkerfi.. tillögur :)

Postfrá byzant » 07.des 2014, 17:00

Ég keypti þetta, tiltölurlega dýrt enn sparar gríðarlega víraflækju frá realay boxi inní bíl. bara einn flatkapall í panelinn

Svo líka að hver rás þolir 50A er líka mikill kostur

http://www.summitracing.com/int/parts/arc-4000d/overview/

Keypti tvö svona og ætlaði vera með eitt í húddinu fyrir kastarana framann
og svo annað inní bíl einhverstaðar þar sem t.d.talstöð og fleirra sem er inní bílnum færi í

Image


https://www.youtube.com/watch?v=XAxpsVLJvoo

User avatar

atli885
Innlegg: 76
Skráður: 11.des 2011, 17:46
Fullt nafn: Atli Geir Ragnarsson
Bíltegund: 4runner 44" 3.0tdi

Re: Aukarafkerfi.. tillögur :)

Postfrá atli885 » 07.des 2014, 22:34

.


Bolti
Innlegg: 31
Skráður: 28.okt 2014, 14:22
Fullt nafn: Axel Már Karlsson

Re: Aukarafkerfi.. tillögur :)

Postfrá Bolti » 10.des 2014, 11:05

Þegar þið talið um aukarafkerfi, er það þá tengt sérstakri aukarafhlöðu? - Eða bara búnaður,tengingar,relay og takkar á sér grein tengt í aðalrafgeymi líkt og annað?


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Aukarafkerfi.. tillögur :)

Postfrá thorjon » 10.des 2014, 18:45

´Tja, mér skilst að það geti verið bæði fyrir 1 eða 2 batterí. Í mínu tilfelli er þetta aukarafkerfi fyrir einungis 1 batterí þar sem Patrol er með öflugann alternator.
Vill nota tækifærið til að þakka þeim sem hafa komið með innlegg í umræðuna. Nú verður lagst í pælingar etc. en er farin að hallast á að smíða mitt eigið í þeirri stærð sem hentar, það er stærra en þessi "standard 5-6 útganga sem verið er að selja út í búð


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Aukarafkerfi.. tillögur :)

Postfrá thorjon » 16.des 2014, 00:37

Hvaða aðilum mæla menn með varðandi efniskaup í aukarafkerfi annað en Bílanaust ??

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Aukarafkerfi.. tillögur :)

Postfrá jongud » 16.des 2014, 08:15

thorjon wrote:Hvaða aðilum mæla menn með varðandi efniskaup í aukarafkerfi annað en Bílanaust ??


það er nú það, einhverntíman var eitthvað verið að spjalla hér um hvernig leiðslur ætti að kaupa;
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=8122&p=54337&hilit=%C3%ADskraft#p39730


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Aukarafkerfi.. tillögur :)

Postfrá biturk » 16.des 2014, 08:32

Ég hef spænt í sundur rafkerfi þegar ég parta bíla, oftast í japönskum bílum eru vírarnir ekki kolaðir til andskotans og þá get ég notað svipaða eða sömu liti og eru í bílnum þegar, þá lítur flest rafkerfi út fyrir að vera original og fínt
head over to IKEA and assemble a sense of humor


gudjonarnarr
Innlegg: 65
Skráður: 09.okt 2011, 00:08
Fullt nafn: Guðjón Arnar Einarsson

Re: Aukarafkerfi.. tillögur :)

Postfrá gudjonarnarr » 04.feb 2015, 14:54

Image
ég var að panta svona í bílinn hjá mér sem ég ættla að hafa inní bíl, 1 sveran kapal inn í boxið og 10 öryggi þar af leiðandi 10 úrgangar, kostar um 5-6þús krónur hingað komið. samt ekki 100% eins en bjög líkt, fékk ekki réttu myndina til að virka


Bolti
Innlegg: 31
Skráður: 28.okt 2014, 14:22
Fullt nafn: Axel Már Karlsson

Re: Aukarafkerfi.. tillögur :)

Postfrá Bolti » 05.feb 2015, 10:01

Sælir!

Ég er að baxa við það sama, Hvað þarf ég sveran vír til að höndla 50 amp á 3 metra leið ? En 100amp á 3 metra leið ?

Öll rafmagnskunnátta mín er fengin af netinu og þar er flest tilgreint í ameríska sverleikanum eða AWG, ég hef séð ykkur nota q fyrir mælieiningu á víra, getur einhver útskýrt það fyrir mér og hvað mörg q jafngilda gildunum í AWG kerfinu ?

Og annað... Hvar eruð þið að versla íhluti í aukarafkerfi og víra ?

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Aukarafkerfi.. tillögur :)

Postfrá jongud » 05.feb 2015, 12:37

Bolti wrote:Sælir!

Ég er að baxa við það sama, Hvað þarf ég sveran vír til að höndla 50 amp á 3 metra leið ? En 100amp á 3 metra leið ?

Öll rafmagnskunnátta mín er fengin af netinu og þar er flest tilgreint í ameríska sverleikanum eða AWG, ég hef séð ykkur nota q fyrir mælieiningu á víra, getur einhver útskýrt það fyrir mér og hvað mörg q jafngilda gildunum í AWG kerfinu ?

Og annað... Hvar eruð þið að versla íhluti í aukarafkerfi og víra ?


q er notað yfir þversnið kapla í fermillimetrum (mm2) það er til hellingur af töflum yfir þetta á netinu.

Athugaðu þessa töflu, hún sýnir hvað þú færð mikið spennufall miðað við lengd kapla og straum.
[img]http://i233.photobucket.com/albums/ee312/Polyboatowner/12VoltCableSize.jpg
[/img]

Hérna er líka síða sem reiknar þetta út;
http://www.bulkwire.com/wireresistance.asp


Boxer
Innlegg: 30
Skráður: 22.jan 2011, 21:57
Fullt nafn: Hjalti Steinn Gunnarsson

Re: Aukarafkerfi.. tillögur :)

Postfrá Boxer » 05.feb 2015, 13:07

Mér finnst mjög þægilegt að hafa svona nomogram í skúrnum, þar dreguru línu á milli straumnotkunar og vírlengdar og færð út nauðsynlegt vírþvermál.

Einnig er ég fainn að nota "app" í símanum sem heitir "ElectroDroid" það er frítt en með allskonar fróðleik og merkilega gott, t.d er hægt að reikna "voltage drop" mv vírþvermál og straumdrátt.

Skv gamalli þumalputtareglu með glóperur var talað um að 10% minnkun í spennu að ljósum t.d vegna of grannra víra skilaði ca 30% minnkun á ljósmagni (minnir mig endilega).
Þetta getur maður stundum séð á bílum þegar þeir ganga hægagang og svo er gefið inn þá birtir til vegna hækkunar á kerfisspennu.

því er alltaf gott að vera ekkert að spara í virasverleika, ég hef t.d séð mjög dýra og flotta kastara sem eru svo tengdir með hálfgerðum hátalarasnúrum sem eru klárlega allt of grannar, og því lýsa þeir alls ekki eins og þeir ættu gera.

Hér má sjá nomogramið, þar má sjá að mv 5A eða 60W notkun og 10m kapal þarf allaveggna 3mm2 kapal.
Image


byzant
Innlegg: 52
Skráður: 31.aug 2011, 07:22
Fullt nafn: Björgvin Hlynsson

Re: Aukarafkerfi.. tillögur :)

Postfrá byzant » 05.feb 2015, 14:32

http://www.aliexpress.com/store/group/5P-ON-OFF-Blue-Rocker-Switch/313501_258583919.html


Hér eru skemmtilegir caling rofar em kosta ekki augun úr

http://www.ceautoelectricsupply.com/customrelaypanels.html

Her eru líka tilbúnnir kassar með relayum


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Majestic-12 [Bot] og 7 gestir