Re: Toyota Hilux .Uppfært 2.1.2016

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Hilux ExtraCab

Postfrá Hfsd037 » 22.apr 2013, 22:32

olafur f johannsson wrote:Hér er lc 90 til sölu og hann er á Ak ef þú ert að spá í diesel væða
viewtopic.php?f=31&t=17626


Go for it, þessi væri draumur með 1kz-t eða e


Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab

Postfrá Svenni30 » 30.aug 2013, 23:43

Búið að skera dekkinn.

Image

Image

Image


Laga rið sem var að myndast í hurðabotnum.
Image

Image

Image

Setti stýrisdempara

Image

Málaði hásingar.

Image

Image

Svo er búið að skipata um öxul að aftan, allar legur í drifum og aftur hjólalegur. Á eftir að skoða legur að framan fyrir veturinn.
Þetta er helst að frétta af þessum, Svo eins og oft áður eru mikla pælingar að dísel væða gripinn, þá með 3,1 isuzu eða 3,0 toyota, veit ekki hvort verði að því fyrir veturinn eða selja og kaupa dísel bíl. Langar líka lúmst í 44" bíl
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hilux ExtraCab

Postfrá jeepson » 31.aug 2013, 20:34

Er ekki bara spurning um að 44" væða lúxan bara?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Benedikt Egilsson
Innlegg: 33
Skráður: 15.júl 2011, 00:51
Fullt nafn: Benedikt Egilsson

Re: Hilux ExtraCab

Postfrá Benedikt Egilsson » 31.aug 2013, 20:37

Sæll Svenni

Ég á til handa þér 1kz-te og skiptingu ef þig langar
Þetta er 1998 módel og ég man ekki hvað þetta er keyrt... Eitthvað í kringum 300 held ég
Þetta er í bíl og lítið mál að prufa.
Og það fylgir að sjálfsögðu allt sem þarf í swap.
Bjallaðu ef það er áhugi okkur hlítur semjast um verð.

P.s. Ef þig langar í 44" þá er bara að láta vaða...:-)

Kveðja Benni.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Hilux ExtraCab

Postfrá StefánDal » 31.aug 2013, 22:32

Í flestum tilfellum myndi ég segja að það sé miklu frekar málið að kaupa jeppa með dísel vél í stað þess að skifta um vél.
En þar sem þú ert með algjört gull í höndunum og ert búinn að leggja töluverða vinnu í jeppan þá held ég að það sé málið að finna í þetta góða dísel vél.

Ég get ekki annað en mælt með 4JG2 (3.1 Isuzu TDI) vélinni. Ég er með svona mótor í Trooper og er hæst ánægður. Er sjálfur að spá í að finna 38" jeppa til að setja vélina í.
Held hún skjóti 1KZT ref fyrir rass hvað varðar viðhald og eyðslu.
Hinsvegar myndi 1KZT vera flott í þinn Hilux svona til að hafa þetta "orginal" ;)

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hilux ExtraCab

Postfrá Freyr » 31.aug 2013, 22:42

Tek undir það sem Stefán skrifar. Alla jafna tel ég það betri kost að skipta um jeppa í stað þess að fara í vélarskipti. Hinsvegar ert þú með eintak sem virðist mjög gott, óvenju gott m.v. þessa bíla, og því er sennilega góður kostur að setja í hann þá vél sem þig langar frekar en að skipta um bíl.

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab

Postfrá Svenni30 » 04.sep 2013, 14:42

Já strákar ég tíma varla að selja hann, lýst vel á þessa 3,1 Isuzu. Væri líka gaman að fá góða 1KZT.
En það er tæblega til peningur í þetta núna, verð að býða með þetta enn einn veturinn.


Benni senti þér póst.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab Kominn með lífæragjafa 3,1 Isuzu

Postfrá Svenni30 » 19.okt 2014, 19:58

Jæja þá er búið að ákveða að setja3,1Isuzu í húddið á þessum. Er að fara suður og ná í lífæragjafa. Svo á næsta ári er pæling að breyta fyrir 44 /46 " og setja milligír. En ætla að byrja á að díselvæða þetta árið
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab Kominn með lífæragjafa 3,1 Isuzu

Postfrá Svenni30 » 26.okt 2014, 19:09

Sótti lífæragjafan til rvk. Er feiki sáttur með vinsluna í þessum mótor, togar vel og eyðir alveg ótrúlega litlu.
Þetta á eftir að vera allt annað líf þegar þetta verður komið í Hiluxinn.

Image

Image
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hilux ExtraCab Kominn með lífæragjafa 3,1 Isuzu

Postfrá hobo » 26.okt 2014, 19:15

Sóttirðu þennan í efri byggðir Kópavogs? Hef þá oft gengið framhjá honum og hugsað um að þarna gæti verið gott kram.

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab Kominn með lífæragjafa 3,1 Isuzu

Postfrá Svenni30 » 26.okt 2014, 19:20

Já það passar sótti hann þar í gær. Flott kram sem ég fékk
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Hilux ExtraCab Kominn með lífæragjafa 3,1 Isuzu

Postfrá biturk » 26.okt 2014, 21:04

úff þetta verður eitthvað, verður gaman að sjá þennan mótor í og leika saman í vetur!
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab Kominn með lífæragjafa 3,1 Isuzu

Postfrá Svenni30 » 27.okt 2014, 11:47

Þetta verður bara snild vinur. Hlakka mikið til að geta jeppast með ykkur í vetur
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


fordson
Innlegg: 102
Skráður: 26.nóv 2011, 21:49
Fullt nafn: Kraki Ásmundarson

Re: Hilux ExtraCab Kominn með lífæragjafa 3,1 Isuzu

Postfrá fordson » 27.okt 2014, 19:54

Þetta verður flott saman. En ein svona off topic spurning af hverju ætli menn breyti ekki ízusu frekar en að setja kramið í hilux, aðeins meira pláss í izusu og öflug vél til staðar, bara setja hásingar,
já ætli það nú ekki


Karvel
Innlegg: 171
Skráður: 02.feb 2010, 19:15
Fullt nafn: Smári Karvel Guðmundsson

Re: Hilux ExtraCab Kominn með lífæragjafa 3,1 Isuzu

Postfrá Karvel » 27.okt 2014, 20:10

Litli lúxin að taka fullorðinsstökkið
var V/M afturljósið í lagi að aftan ?
Isuzu

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab Kominn með lífæragjafa 3,1 Isuzu

Postfrá Svenni30 » 27.okt 2014, 22:59

Nei því miður þau eru bæði brotin. Annars hefðir þú mátt eiga þau.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hilux ExtraCab Kominn með lífæragjafa 3,1 Isuzu

Postfrá jongud » 28.okt 2014, 13:36

fordson wrote:Þetta verður flott saman. En ein svona off topic spurning af hverju ætli menn breyti ekki ízusu frekar en að setja kramið í hilux, aðeins meira pláss í izusu og öflug vél til staðar, bara setja hásingar,


Það er bara til miklu meira breytingadót og aukahlutir í Hilux. Auk þess er meiri reynsla á að breyta þeim.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Hilux ExtraCab Kominn með lífæragjafa 3,1 Isuzu

Postfrá biturk » 02.nóv 2014, 16:50

svenni, áttu ekki nýjar myndir til að setja inn og skemmtilega sögu kannski um atburði helgarinnar :D
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

reynirh
Innlegg: 102
Skráður: 22.okt 2011, 00:15
Fullt nafn: Reynir Hilmarsson
Bíltegund: Musso 39,5-44"
Staðsetning: Húsavík

Re: Hilux ExtraCab Kominn með lífæragjafa 3,1 Isuzu

Postfrá reynirh » 02.nóv 2014, 22:11

Svenni........ ég var að frétta að þú hafir verið í rjúpu á Hilúx og að þú hafir verið með allt í skrúfuni!!!
Reynir Hilmarsson Húsavík.

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab Kominn með lífæragjafa 3,1 Isuzu

Postfrá Svenni30 » 02.nóv 2014, 23:17

Já fljót flýgur fiskisaga :)

En jú var með allt upp á bak. Það brotnuði pinnboltar sem eru á liðhúsinu sem halda spindil-legunni. Stýristönginn laus og engar beygjur.
Var búinn að finna fyrir einhverju skrítnu í stýrinu, en mín heimska að stoppa ekki og skoða, heldur bara fock it keyrum helvítis drusluna áfram. Búinn að keyra með þetta allt laf laust í 100 kílómetra. Heppinn að missa þetta ekki út á þjóðveg á 90.

Þá voru góð ráð dýr. lítið sem ekkert símasamband, en náði á bjargvættum. Sem redduði nýrri legu, svo kom konan með varahluti inn á Akureyri til strákanna og þá var hægt að koma til mín og græja þetta drasl. Tók þessar myndir..

Image

Image

Image

Image


biturk (Gunnar) og draugsii (Hilmar) hérna á spjallinu komu og redduðu mér alveg. Miklir meistarar og fá þeir mikið hrós frá mér. Gott að eiga góða að þegar maður lendir í vandræðum.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Hilux ExtraCab Kominn með lífæragjafa 3,1 Isuzu

Postfrá biturk » 03.nóv 2014, 00:00

Rétt innan við sörlastaði og gerði svona hífandi rok sem breittist í slyddu, myrkur og viðbjóð

Þetta var gaman og spennandi verkefni, ef menn lenda í ógöngum er sjálfsagt að slá á þráðinn og við reinum að hjálpa
head over to IKEA and assemble a sense of humor


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hilux ExtraCab Kominn með lífæragjafa 3,1 Isuzu

Postfrá villi58 » 03.nóv 2014, 12:53

reynirh wrote:Svenni........ ég var að frétta að þú hafir verið í rjúpu á Hilúx og að þú hafir verið með allt í skrúfuni!!!

Konan fær ekki svona oft í skrúfuna, er þetta sömu megin og var rifið síðast ?

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab Kominn með lífæragjafa 3,1 Isuzu

Postfrá Svenni30 » 03.nóv 2014, 13:57

Nei þetta var hinu meginn
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab Byrjað að rífa lífæragjafan 3,1 Isuzu

Postfrá Svenni30 » 30.nóv 2014, 22:25

Þá er byrjað að rífa lífæragjafan.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

[img]http://i1379.photobucket.com/albums/ah143/Sveinn_Haraldsson/20141130_183748_zpsdb0cbd7b.jpg[img]

Image

Settum svo pallinn inn í bíl Image
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Hilux ExtraCab Byrjað að rífa lífæragjafan 3,1 Isuzu

Postfrá gislisveri » 01.des 2014, 08:02

Það verður að segjast að þessi þráður er til fyrirmyndar, sérstaklega sniðugt að uppfæra titilinn alltaf m.t.t. stöðunnar á hverjum tíma.
Vel gert og skemmtilegt verkefni, spjallinu okkar til sóma.
Kv.
Gísli.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Hilux ExtraCab Byrjað að rífa lífæragjafan 3,1 Isuzu

Postfrá biturk » 01.des 2014, 09:00

Þess ma til gamans geta að partar ur isuzu eru til solu hja mer

Grindin hheil en fer i ruslið i kringum helgi
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab Byrjað að rífa lífæragjafan 3,1 Isuzu

Postfrá Svenni30 » 01.des 2014, 15:09

Takk fyrir það Gísli
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

atli885
Innlegg: 76
Skráður: 11.des 2011, 17:46
Fullt nafn: Atli Geir Ragnarsson
Bíltegund: 4runner 44" 3.0tdi

Re: Hilux ExtraCab Byrjað að rífa lífæragjafan 3,1 Isuzu

Postfrá atli885 » 01.des 2014, 15:51

þetta er alvuru !! gaman að sja svona skref fyrir skref


alex-ford
Innlegg: 233
Skráður: 03.nóv 2012, 10:27
Fullt nafn: oddþór Alexander gislason
Bíltegund: Nissan Patrol Y60 38
Staðsetning: þingeyri - isafjörður

Re: Hilux ExtraCab Byrjað að rífa lífæragjafan 3,1 Isuzu

Postfrá alex-ford » 02.des 2014, 14:49

svaka flottur hjá þér kall
nissan patrol y60 2,8 1993 38 tomu

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab Byrjað að rífa lífæragjafan 3,1 Isuzu

Postfrá Svenni30 » 03.des 2014, 23:46

Takk takk.

V6 kveljan er 163 kg en isuzu beljan er 274 kg, það er svolítið mikill munur. Þarf sennilega að finna mér aðra gorma eða setja púða að framan.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab Byrjað að rífa lífæragjafan 3,1 Isuzu

Postfrá Svenni30 » 20.jan 2015, 13:55

Lítið að frétta hér, er búinn að vera panta alskonar dót í Isuzu vélina. Slípisett, stangalegur, höfuðlegur, olíukælir, kúplingu og fleyra. Þetta er að koma til landsins.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hilux ExtraCab 3,1 Isuzu.

Postfrá jeepson » 29.jan 2015, 23:23

Sæll Svenni. Gætir þú notað patrol framgorma? Ef svo fer þá á ég auka sett. Allavega 2 sett. Ég fer norður á manudaginn og gæti tekið þá með ef að þú vilt. Skelltu bara pm eða fesbókar skiló á mig :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab 3,1 Isuzu.

Postfrá Svenni30 » 07.feb 2015, 16:00

Var bara að sjá þetta núna Gísli minn. Hef samband ef mér vantar gorma :) takk takk
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab 3,1 Isuzu.

Postfrá Svenni30 » 07.feb 2015, 16:07

Er búinn að fara mikið á ebay að kaupa hluti í 3,1 isuzu
Á bara eftir að fá vatnsdæluna þá er allt komið. Dælan kostar 40þús hérna heima en fékk hana á 15 heim komið frá bretlandi.
Maður getur sparað sér mikið að kaupa þetta drasl úti.
En vélinn ætti að vera góð eftir þessa upptekt. Er að verða spenntur að prufa þetta í Hilux.



Image

Image

Image

Image

Image

Image
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hilux ExtraCab.Uppfært varahlutir fyrir 3,1 (7.2.2015)

Postfrá hobo » 07.feb 2015, 17:11

Það er aldeilis upptekt í gangi, eins og gott aðfangadagskvöld að sjá þessa nýju varahluti út um allt.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hilux ExtraCab.Uppfært varahlutir fyrir 3,1 (7.2.2015)

Postfrá jeepson » 07.feb 2015, 17:12

Það er aldeilis spanderað í relluna :) Þú verður með góðan og tryggan mótor. Endilega vertu í bandi ef að þér vantar gorma. Ég á heilt sett sem liggur inní skúr hjá mér og tekur bara pláss.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab.Uppfært varahlutir fyrir 3,1 (7.2.2015)

Postfrá Svenni30 » 07.feb 2015, 21:39

Um að gera þetta almennilega fyrst það þarf að opna motorinn. Þetta verður þá vonandi gott :)
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Hilux ExtraCab.Uppfært varahlutir fyrir 3,1 (7.2.2015)

Postfrá Valdi B » 09.feb 2015, 00:13

hvernig bína er þetta ? væri ekki ráð að kaupa arp eða álíka stödda til að klemma heddið nógu vel niður svona ef þú vildir ná þér í auka afl seinna ? hef lesið mikið af því á netinu að þessir mótorar þoli boost nokkuð vel og sé fínt að kreysta slatta meira útúr þeim en original :)

þessvegna var þetta alltaf drauma mótorinn til að setja í gamla hilux hjá mér :D
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hilux ExtraCab.Uppfært varahlutir fyrir 3,1 (7.2.2015)

Postfrá Startarinn » 09.feb 2015, 10:44

Ég skoðaði togþol arp á móti venjulegum 12.9 innan sexkant boltum. 12.9 voru svo lítið veikari að ég sá ekki haginn í að fara í arp bolta.

Meðan arp settið í Volvo vélina kostaði 20.000 ISK í USA án tolla og flutnings, fékk ég 12.9 innan sexkant bolta og 10.9 skinnur í Fossberg fyrir rétt rúmlega 2500 krónur.
Uppgefin hersla í handbókinni hjá Kistufelli fyrir innansexkantbolta voru 110 Nm, uppgefin hámarkshersla á 12.9 boltunum voru uppgefnir 144 Nm svo ég herti í 130 Nm
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hilux ExtraCab.Uppfært varahlutir fyrir 3,1 (7.2.2015)

Postfrá Svenni30 » 09.feb 2015, 12:30

Þessi bína http://www.ebay.com/itm/IHI-VI95-RHB5-I ... 7f&vxp=mtr
Ætli það verði ekki bara notaðir orginal hedd boltar áfram.
Það verður farið rólega í að auka við aflið til að byrja með. En ætli maður bæti ekki aðeins við olíu og láti boosta aðeins meira. hvernig er best að auka boostið ? klippa á teininn snitta báða enda og setja langa ró ?
eða er betra að hafa boost controller ?
Er alveg nýr í þessu turbo dóti
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir