Húsafell að Jaka
-
- Innlegg: 269
- Skráður: 21.jan 2012, 22:15
- Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
- Bíltegund: Terrano II 36"
Re: Húsafell að Jaka
Fór þarna á Sunnudaginn, þessi leið er alveg þurr og auð og slétt og jökullinn er flottur fyrir sleða, allavega á sunnudaginn...
við hittum þarna verktakann sem er að gera íshellinn og hann varaði okkur við því að fara mikið útfyrir förin (vorum á jeppum) því það væru enn vatns pittir sem væri stutt niðurá...
en svo er afturá móti kaldidalur hundleiðinlegur, enginn snjór bara drulla og leiðinleg hjólför
við hittum þarna verktakann sem er að gera íshellinn og hann varaði okkur við því að fara mikið útfyrir förin (vorum á jeppum) því það væru enn vatns pittir sem væri stutt niðurá...
en svo er afturá móti kaldidalur hundleiðinlegur, enginn snjór bara drulla og leiðinleg hjólför
Re: Húsafell að Jaka
Sælir,
varðandi Langjökul almennt langar mig að vara við aðstæðum á jöklinum þessa dagana. Vorum á sprungubjörgunaræfingu fyrir ofan túristasleðarúntinn Skálpanes-megin á laugardaginn. Það er snjór á jöklinum sem heldur engu. Misstum tvo bíla niður á þessum stutta kafla upp að svæðinu.
Fjöldinn allur af björgunarmönnum stigu í gegnum sprungur á 100-200m spotta frá bílum/sleðum að verkefnunum. Amk. tveir fóru í sprungur, í línu. Félagi minn hvarf ofan í skafl fyrir aftan mig sem ég var nýbúinn að labba yfir, fjóra metra niður og nóg eftir fyrir neðan hann.
Héldum síðan upp á jökul, það var krapi þegar ofar dró en hart og fínt færi uppi á hájöklinum, í 1100-1200 metrum. Brekkan upp í Fjallkirkju erfið og hálka í henni, rétt við núll gráður þar uppfrá.
Mætti alveg snjóa helling þarna og frjósa áður en jökullinn verður góður til ferðalaga.
Minni á sprungupælingarnar í eldri þræði, förum ekki á jökla án þess að vera með belti, línu, búnað til að hífa félaga upp og kunnáttu til þess. Búnaður líka útlistaður hér: viewtopic.php?f=2&p=119354
varðandi Langjökul almennt langar mig að vara við aðstæðum á jöklinum þessa dagana. Vorum á sprungubjörgunaræfingu fyrir ofan túristasleðarúntinn Skálpanes-megin á laugardaginn. Það er snjór á jöklinum sem heldur engu. Misstum tvo bíla niður á þessum stutta kafla upp að svæðinu.
Fjöldinn allur af björgunarmönnum stigu í gegnum sprungur á 100-200m spotta frá bílum/sleðum að verkefnunum. Amk. tveir fóru í sprungur, í línu. Félagi minn hvarf ofan í skafl fyrir aftan mig sem ég var nýbúinn að labba yfir, fjóra metra niður og nóg eftir fyrir neðan hann.
Héldum síðan upp á jökul, það var krapi þegar ofar dró en hart og fínt færi uppi á hájöklinum, í 1100-1200 metrum. Brekkan upp í Fjallkirkju erfið og hálka í henni, rétt við núll gráður þar uppfrá.
Mætti alveg snjóa helling þarna og frjósa áður en jökullinn verður góður til ferðalaga.
Minni á sprungupælingarnar í eldri þræði, förum ekki á jökla án þess að vera með belti, línu, búnað til að hífa félaga upp og kunnáttu til þess. Búnaður líka útlistaður hér: viewtopic.php?f=2&p=119354
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur