'91 Ford Explorer @46"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

'91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 20.okt 2014, 13:24

Sælir, ég komst á endastöð á súkkunni minni og ákvað að gott væri að byrja upp á nýtt og reyna eins og hægt væri að vanda betur til verks

Ég var ekki búinn að skoða netið lengi þegar ég fann þennan jeppa hérna á jeppaspjallinu og bauð patrol jeppa sem ég hafði enga þolinmæði til að keyra í skiptum, og gekk það upp.

Image
Síðan er liðinn eitthvað um mánuður og lítið hef ég getað gert sökum anna, en þó nokkra smálega hluti, veigamesta viðgerðin var að klárast í gær en það voru bremsurnar, fyrir það fyrsta var loft á þeim en í öðru lagi var svo mikið ryð í lögnunum að vökvinn kom út nánast eins og vatnsblandað ryð, sennilega hefur höfuðdælan náð að ryðga svona enda ákvað ég að skipta um hana

Frambremsurnar voru óvirkar en það orsakaðist nú sennilega bara af klaufaskap því bremsurörið hafði verið tengt inn á rangan strokk í höfuðdælunni, eins og gefur að skilja orsakaði þetta einnig að erfitt hefur reynst að lofttæma og það að afturhjólin læstust mun fyrr en framhjólin byrjuðu að hemla.

Búið var að setja í bílinn "hydroboost" kerfi, þ.e. í stað soghjálpar á bremsufetilinn var komin vökvahjálp með trukki frá stýrisdælu, ættað úr einhverju GM apparati frá síðari hluta seinustu aldar, þessu kerfi hafði hinsvegar ekki verið snúið rétt þegar það var sett í og því hvein og öskraði í dælunni eins og loft væri stöðugt á kerfinu, fyrir rest áður en ég áttaði mig á þessu kom smellur og spray hljóð og þá hafði hjálparaflsstrokkurinn sprungið og kólfurinn úr honum brotinn

Þetta þýddi bara eitt að ég þyrfði að panta nýtt "hydroboost" og "master cylinder" í bílinn en þá vandast málin, hvaðan ætli þetta komi, fyrir rest komst ég að því að líklega væri passandi úr flestum GM bílum frá 80-95 og pantaði ég því hydroboost og höfuðdælu fyrir 1985 GM Suburban jeppa, þetta fékk ég svo heim að dyrum fyrir kr 48.000 og finnst mér ég hafi gert góð kaup.

Image

Nú er þetta eins og hugur mans, varla má anda á petalann því þá læsast hjólin um leið, þessu verð ég einhvern tíma að kynnast.

Ýmiss frágangur er eftir og ber þá helst að nefna hjólhlífarnar, en þær eru bara ekki til staðar
Síðast breytt af Sævar Örn þann 23.aug 2015, 14:21, breytt 3 sinnum samtals.


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá sonur » 20.okt 2014, 18:58

Þetta mun ég fylgjast spenntur með, góður var nú gamli suzuki þráðurinn þinn og skoða ég hann stundum þegar mér leiðist, þessi verður ekkert síðri hugsa ég :D
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


Turboboy
Innlegg: 266
Skráður: 10.feb 2011, 03:08
Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
Bíltegund: 2 jafn fljótir
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Turboboy » 20.okt 2014, 19:43

Þarna öfunda ég þig mikið ! Ég reyndi mikið að fá þennan bíl enn þú vannst slaginn ! Til hamingju með flottan bíl ! verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér ! :)
Kjartan Steinar Lorange
7766056

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 20.okt 2014, 21:47

Sælir drengir og takk fyrir innleggin,


-Jú það er rétt ég hef verið duglegur að skrifa allskonar hér á þessa síðu, aðallega vangaveltur mínar í jeppasmíði og breytingum, misgáfulegar hugmyndir ég viðurkenni það en það skal fylgja að þegar ég skráði mig fyrst hér inn var ég rétt 18 ára og hafði átt súkkjeppann minn í örfáa mánuði, af því lærði ég heil ósköp því þó ég hafi haft talsverða kunnáttu er reynslan ekki jafn mikil eins og gefur að skilja.

Eftir allar þessar pælingar er nú að mér finnst komið að því að gera þetta almennilega, ekki síst starfs míns vegna sem skráningaraðili og úttektaraðili breyttra jeppa meðal annara anna sem skoðunarmaður.



En nóg um mig, bíllinn fær athygli héðan af,

Það sem ég er búinn að komast að um bílinn er eftirfarandi

    Ford V6 OHV 4.0 vél, c.a. 155 hestöfl

    Mazda 5 gíra kassi

    Borg Warner 13-54 millikassi(með handvirkum skiptibúnaði)

    Dana 44 framhásing með lock rite og 4.56 drifhlutfalli
    GM 14 bolta afturhásing 9.5" hálf fljótandi með 4.56 drifhlutfalli og "sennilega" með LSD læsingu

    Blaðfjöðrun að aftan og gormafjöðrun að framan


Næst á dagskrá er að

    Útbúa aurhlífar og klára hjólhlífarnar, þ.e. setja renning utan á kantana svo hjólmynstrið skari ekki út fyrir, með tíð og tíma kem ég til með að setja felgur sem færa dekkin innar sem um munar því sem þau standa út fyrir núna, plássið virðist vera yfirdrifið nóg

    Svo þarf auðvitað að jafnvægisstilla dekkin

    Tilkeyra bremsurnar, yfirborð bremsudiskanna og skálanna er nokkuð hrjúft vegna þess hve lítið bílnum hefur verið ekið

    Fá útgefið hjólastöðuvottorð og vigtarseðil

    Athuga hvort þurfi að breyta hraðamælinum

    Yfirfara slökkvitæki og setja sjúkrakassa

    Stilla ljós og jafnvel bæta einhverjum auka ljósum á bílinn
    Ýmislegt annað mun eflaust koma í ljós, ég ætla t.d. að grysja eitthvað þá íhluti sem ekki gagnast lengur undir vélarhlífinni, ber að nefna t.d. Aircondition element fyrir miðstöðina, cruise control stýribúnað
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Hjörvar Orri » 20.okt 2014, 23:38

Til hamingju með bílinn. Hvað er hann þungur? Það er eitthvað sem segir mér að þessi virki uppá fjöllum.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 21.okt 2014, 06:03

Sæll Hjörvar,

á upprunalega búnaðnum er hann skráður 2080kg, ég veit ekki hvað hann þyngdist við hásingaskiptin, það þarf ekki að vera svo rosalega mikið, ég veit allavega að fjöðrunarbúnaðurinn að framan upprunalega í svona bíl er ansi þungur, ég held að aðal þyngingin sé í dekkjunum.

Ég hef ekkert keyrt bílinn en set hann kannski á skrá um mánaðarmót og þá verður fyrsti rúnturinn tekinn rakleiðis á hafnarvogina ;)

Ég er að gera mér vonir um að hann fari ekki yfir 2.6 TON á þessum dekkjum í ferð
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 21.okt 2014, 15:45

Síðan ætla ég að smíða loftkerfi í bílinn, jafnvel seinna meir að hafa klárt fyrir loftpúðafjöðrun að aftan ef fjaðrirnar bögga mig í vetur

Nota A/C dæluna til að pressa lofti inn á þokkalega stóran geymslukút, líklega ættaðan úr lofthemlakerfi á vörubíl

Þekkir einhver þessar Ford dælur eins í mínum bíl, hvernig þær þoli að vera notaðar sem loftpressur?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá makker » 21.okt 2014, 18:05

Þessar ac dælur eru allveg skelfilega af minni reinslu þær eru myklu betri í cherokee allaveganna


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Haukur litli » 21.okt 2014, 20:00

Ég myndi halda AC kerfinu og bæta frekar vid loftdælu úr vørubíl. Thá ertu med midstød sem virkilega losar thig vid módu (Svo er svo nice ad hafa kalt loft á sumrin.) og loftdælu sem er hønnud til ad dæla lofti allann lidlangann daginn.

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Hr.Cummins » 21.okt 2014, 20:21

það er engin factory LSD læsing til í 14bolta.... Bara G80 "Grenade Locker"... þannig að ef að það er ekki "högglás" þá er enginn lás fyndist mér líklegast...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá jongud » 22.okt 2014, 08:18

Sævar Örn wrote:Síðan ætla ég að smíða loftkerfi í bílinn, jafnvel seinna meir að hafa klárt fyrir loftpúðafjöðrun að aftan ef fjaðrirnar bögga mig í vetur

Nota A/C dæluna til að pressa lofti inn á þokkalega stóran geymslukút, líklega ættaðan úr lofthemlakerfi á vörubíl

Þekkir einhver þessar Ford dælur eins í mínum bíl, hvernig þær þoli að vera notaðar sem loftpressur?


Ég keypti svoleiðis uppgerða AC dælu frá USA á sínum tíma og setti á samskonar vél (var í Ford Ranger). Ég var með stórt smurglas og hafði aldrei meiri þrýsting en 110 psi (ca 7kg) og það var aldrei neitt vandamál.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 23.okt 2014, 11:17

makker wrote:Þessar ac dælur eru allveg skelfilega af minni reinslu þær eru myklu betri í cherokee allaveganna


Ég vil helst sleppa við allt mix ef mögulegt er, en nú vantar röksemdafærslu hjá þér fyrir því hvers vegna þessi slæma reynsla kom til, eru þær að brotna eða bræða úr sér eða bara almennt ekki að dæla miklu?


Haukur litli wrote:Ég myndi halda AC kerfinu og bæta frekar vid loftdælu úr vørubíl. Thá ertu med midstød sem virkilega losar thig vid módu (Svo er svo nice ad hafa kalt loft á sumrin.) og loftdælu sem er hønnud til ad dæla lofti allann lidlangann daginn.


Búið er að aftengja A/C kerfið nú þegar og skemma elementið, ég nenni ekki að standa í viðgerðum á því þó auðvitað sé það rétt að gott sé að hafa loftþurrkun í miðstöðinni og kælingu á sumrin, þar að auki held ég að það sé borin von að koma alvöru stimpildælu reimdrifinni fyrir í þessu húddi, svo eru AC dælurnar ekki síður hannaðar til að pumpa allann liðlangan daginn

Hr.Cummins wrote:það er engin factory LSD læsing til í 14bolta.... Bara G80 "Grenade Locker"... þannig að ef að það er ekki "högglás" þá er enginn lás fyndist mér líklegast...


Eins og ég segi hef ég ekki hugmynd um hvað er til í þessu, eingöngu orð seljandans, en mér er svo sem sama þetta kemur allt í ljós síðar

jongud wrote:Ég keypti svoleiðis uppgerða AC dælu frá USA á sínum tíma og setti á samskonar vél (var í Ford Ranger). Ég var með stórt smurglas og hafði aldrei meiri þrýsting en 110 psi (ca 7kg) og það var aldrei neitt vandamál.


Glæsilegt, manstu hvað þú notaðir stóran loftkút og hvernig það reyndist?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá jongud » 23.okt 2014, 11:29

Sævar Örn wrote:
jongud wrote:Ég keypti svoleiðis uppgerða AC dælu frá USA á sínum tíma og setti á samskonar vél (var í Ford Ranger). Ég var með stórt smurglas og hafði aldrei meiri þrýsting en 110 psi (ca 7kg) og það var aldrei neitt vandamál.


Glæsilegt, manstu hvað þú notaðir stóran loftkút og hvernig það reyndist?


Sjá hérna; http://www.f4x4.is/myndasvaedi/loftkerfi/
Ég fékk gamalt 10-lítra ryðfrítt slökkvitæki og fékk góðan suðumann til að sjóða lok og aftöppun á það.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá svarti sambo » 23.okt 2014, 11:53

Duft tæki með utanáliggjandi gasþrýstigjafa eru klár sem loftkútur. Skrúfar bara þrýstihylkið frá og þá ertu með aftöppun, síðan seturðu breytinippil í áfyllingar gatið, fyrir t.d. loft inn og þar sem að slangan er, þar er t.d. hægt að taka út af því. Síðan ertu með öryggisventil á því líka.

total6kgduft.jpg
total6kgduft.jpg (4.9 KiB) Viewed 34153 times
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 24.okt 2014, 08:10

Ég hafði hugsað mér að nota loftkút af vörubíl, þeir eru með 4 snittuðum götum t.d. fyrir mæli, öryggisloka/rofa, innþrýsting og út, svo er alltaf aftöppun neðst á þeim td. ef rakaskiljan væri ekki að gera sitt verk vel, eða smurningin að safnast upp í kútnum

En þetta er nú allt bara á langtímaplaninu, fyrsta verse er að fara í skoðun og skrá breytinguna á hann
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá juddi » 24.okt 2014, 22:36

Nú þarft varla að standa í miklu stappi við skoðunarmannin
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Ofur Andrinn
Innlegg: 32
Skráður: 24.maí 2013, 20:39
Fullt nafn: Andri Hrafn Árnason
Bíltegund: FORD

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Ofur Andrinn » 26.okt 2014, 18:37

hvernig gengur v6 að snúa þessum dekkjum, er eitthvað búið að fara í vélina þeas tjún?
1991 Ford Ranger STX 4.0 V6

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 26.okt 2014, 21:02

Hef ekki látið reyna á það, er ekki vanur hraðskreiðum bílum hingað til svo nægjusemin hjálpar, hann er helst til hágíraður en þetta verður sett á HOLD amk. þar til búið er að sanna að þetta gangi ekki
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 01.nóv 2014, 13:08

Image

splæsti í annan í varahluti, þessi er með flottari innréttingu og svo fæ ég þarna ýmsa smáhluti sem vantar í minn, og eitthvað til vara


Image

eddie bauer sport innrétting, jbl bassahátalarakerfi ofl gott stuff :)
Síðast breytt af Sævar Örn þann 23.aug 2015, 14:25, breytt 2 sinnum samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 02.nóv 2014, 15:03

Eyddi gærdeginum í að færa sætin og miðjustokk á milli bílanna, þrífa og skrúbba og bera á leður, reyndar aðeins meira en það þvi ég ákvað að sameina farþegasætið úr stóra svarta og bilstjórasætið úr varahlutabílnum, og fékk úr því sæti með mjög heilum svampi og áklæði, svo þegar átti að skrúfa sætið fast í stóra svarta kom í ljós að festingar eru allt öðru vísi, þ.a.l. tók þetta áætlaða 2 klst verk uþb. 6 klst

en útkoman er góð

svo festi ég haldfangið fyrir sætisbak hallann en það var brotið í báðum bílunum

v/m er áklæði úr farþegasæti og h/m úr bílstjórasæti
Image

Image
Síðast breytt af Sævar Örn þann 10.maí 2015, 10:52, breytt 1 sinni samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 02.nóv 2014, 20:57

Þetta mátti auðvitað ekki vera svona auðvelt, sleðarnir passa ekki á milli bílanna, semsagt það er árgerðamunur á stansinum í gólfplötunni í þessum bílum

Image

Munurinn er þó ekki teljandi svo þessu var snöggreddað

Image

Orginal JBL bassahátalarakerfi var í varahlutabílnum og smellpassar í þennan, allir vírar og festingar til staðar

Image

Innréttingin orðin hrein og fín, allt önnur lykt í bílnum, réðist á gólfteppin með háþrýstidælu, túrbóstút og tjöruleysi

Image

Sætin orðin fín, bar leður hreinsiefni og næringu á þau og glansa eins og ný aftur í

Image

Líka orðinn mjög fínn fram í og bílstjorasætið orðið mjög þétt og gott, með alvöru stuðning enda hægt að stilla á alla vegu og hægt að þrengja að lærum og mjóbaki með loftpúðakerfi

Image

Framdekk með 2,5 PSI, sama brot fæst á afturhjól með 1 PSI þrýsting
Síðast breytt af Sævar Örn þann 23.aug 2015, 14:30, breytt 2 sinnum samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá stjanib » 02.nóv 2014, 21:17

Þetta er virkilega flottur og vígalegur explorer hjá þér, verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá ellisnorra » 02.nóv 2014, 21:37

Hvernig er undir honum? Gaman væri að sjá einhverjar myndir :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 02.nóv 2014, 21:53

Sælir og takk, ég er búinn að einblína svolítið á vissa hluti og hef ekki mikið spáð í öðru


það sem ég veit með undirvagninn er að afturfjaðrirnar gefa skuggalega mikið eftir við hröðun svoleiðis að bíllinn þarf eiginlega nauðsynlega nýja fjöðrun að aftan, en það gerist ekki fyrir veturinn

Að framan held ég að allt virki þokkalega en það vantar samsláttarpúða

Þetta verður eflaust alveg sér kafli þegar að því kemur, en það verður ekki strax, geri ekki meir en athuga með olíur og þessháttar fyrir ferð, langar að taka stuttan skrepp t.d. upp að langjökli við Jaka fyrir mánaðarmót desember
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 03.nóv 2014, 23:20

Image

fór og lét gera vigtarseðil, þyngdin kom mér á óvart, þ.e. hvað þyngingin er þó lítil, hann er fyrir skráður 2080 kg en þyngist þá um 200 kg, ég gæti trúað að uþb. 80% af þessari þyngingu sé bara fólgin í gúmmíinu á dekkjunum...

Image

Fyrsti rúnturinn, hef ekki þorað yfir 50 kmh óballanserað, fer beint í það á morgun og sé svo til hvort jeppaveikin fjari út :)
Síðast breytt af Sævar Örn þann 23.aug 2015, 14:32, breytt 2 sinnum samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá ellisnorra » 04.nóv 2014, 00:13

Kúl! Geggjuð kílóatala á 46", þessi á eftir að vera svakalega seigur!
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer

Postfrá Sævar Örn » 06.nóv 2014, 01:41

Keypti kúplingu á Rockauto, og kúplingsþræl( þar sem hann er inni í kúplingshúsinu) og leiðinlegt að skipta um hann ef fer að leka síðar, aðal ástæðan er að mig grunar að kúplingin sé orðin slitin þó hún sé alls ekki að snuða eða svíkja á nokkurn hátt, einu einkennin eru að ástigið er ofboðslega stíft og þarf að toga í stýrið til að hafa kraft til að slíta tengslin, og eftir heimferð í 17.00 umferðinni í dag fékk ég alveg nóg, þó hraustur sé í löppunum :)

fékk grænan í skoðun út af stífufestingum að framan, hafði ekki komið auga á þetta sjálfur enda hafði ég lítið pælt í fjöðruninni undir bílnum ennþá, en ég þarf semsagt að útbúa nýja stífuvasa niður úr grind fyrir framhásinguna, þetta er allt of glannalegt eins og það er, meira um það síðar

fer einnig í að koma fyrir þessu helsta inni í bílnum, VHF stöð og lögnum, GPS, ætla að bíða með að setja tölvuborð og sjá til hvort ég sleppi því ekki að vera með tölvu í þessum bíl

svo er ég kominn með auga á 15 lítra vörubíla loftkút til að koma fyrir undir honum og tengja hann við A/C dæluna



Þannig það er nóg eftir að gera!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá jongud » 06.nóv 2014, 09:11

Þessir kúplingsþrælar eru svolítið vandamál, og flest öll varahlutafyrirtæki selja pressu og disk með þrælinn í pakkanum.


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá juddi » 06.nóv 2014, 09:48

Allt að gerast í stórubíladeildinni , en þessi vigtarseðill er þetta eithvað sem þú sóttir á netið og prentaðir út til að taka með þér á vigtina ?
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 06.nóv 2014, 09:53

nei ég fór bara á hafnarvogina við hafnarfjarðarhöfn, þar var þetta útbúið fyrir mig, en vigtarseðilinn er einnig hægt að prenta út á samgongustofa.is, annars held ég að allar hafnarvogir hafi þessa seðla þar sem þeir hafa hag af því að gefa þetta út, 1800 kr minnir mig.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá sonur » 08.nóv 2014, 09:26

Flott vinnubrögð, gaman að sjá svona dúll þegar menn eru að gera bílana sína hreyna og tilbúna í ferðir, þetta er skemmtilegasti tíminn að mínu mati Okt-jan þá fara allir jeppakallarnir af stað að græja gripina :D
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá kjartanbj » 08.nóv 2014, 16:59

Hvernig færðu hann skráðan , með þessari vigt þá áttu 119kg eftir af leyfðri heildarþyngd
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá jeepcj7 » 08.nóv 2014, 19:22

kjartanbj wrote:Hvernig færðu hann skráðan , með þessari vigt þá áttu 119kg eftir af leyfðri heildarþyngd

Sem er svipað og flestir patrolar og allt hitt sem er skráð er það ekki.;O)
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 08.nóv 2014, 22:26

Sælir, þetta er í vinnslu.

Ætla að reyna að halda upprunalegum farþegafjölda, í samvinnu við skráningadeild umferðarstofu.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Lindemann » 09.nóv 2014, 17:27

ET eiga til fína vörubíla loftkúta úr áli.
Þeir eru til í nokkrum gerðum og eru mjög léttir.
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 09.nóv 2014, 17:38

já er að kaupa 15ltr stálkút af þeim, álkútarnir koma ekki með jafn hentugum festingum og eru töluvert dýrari, en henta sjálfsagt betur undir bíla sem þurfa að hafa áhyggjur af aukakílóunum :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 13.nóv 2014, 10:08

Jæja ég hef lítið gert undanfarið vegna ökunáms en þó eitthvað, reif festingar fyrir framhásingu undan en það var svosem ekki mikið mál gerði smá skurð í suðuna öðrum megin og lamdi nokkrum sinnum með minni gerð af sleggju og þetta molnaði allt niður í gólf, ekki traustvekjandi það

Image

Hér er hásingin orðin laus

Image

Fann einhverja leiðinda bensínlykt meðan ég var að skera þannig ég ákvað að kippa tankinum úr bílnum og það var líka eins gott því rörin héldust saman á lyginni og fóru auðvitað til fjandans um leið og hreyft var við þeim

Image


Mest óþolandi hraðtengi í heimi, en þessu skipti ég út fyrir gúmíslöngur og hosuklemmur takk fyrir pennt :)
Síðast breytt af Sævar Örn þann 23.aug 2015, 14:35, breytt 2 sinnum samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá jeepcj7 » 13.nóv 2014, 22:12

Hvað í ósköpunum hefur þú á móti þessum tengjum einföld og bara virka?
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 14.nóv 2014, 08:23

Þessi hraðtengi eru eflaust fín til síns brúks, ég á verkfæri til að losa þessi hraðtengi en það hefur bara ekkert að segja þegar splittin inni í hraðtenginu hafa legið í salti og ryki og viðbjóði ofan á tankinum síðan árið 1991,

Þau tvö hraðtengi sem eru við bensínsíuna frammi við vél, í hlýindunum og minna salti og drullu losnuðu í fyrstu tilraun ekkert mál

þá er ég nokkuð viss um að ég hefði haft meiri möguleika á að ná að losa hefðbundna slöngu með snittuðu fittings eða hosuklemmu
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: '91 Ford Explorer @46"

Postfrá Sævar Örn » 15.nóv 2014, 18:30

Jæja ég fékk mér bjartsýnispillu með morgunkorninu og þetta er afrek dagsins, var orðinn leiður á að vinna uppfyrir mig með slípirokk í þrengslum og asnalegum stellingum, nú verður líka leikur einn að gera annað sem þarf að gera t,d skipta um kúplingu og þrífa og mála undirvagn bæði grind og body

Image

Allt pláss í heiminum til að skipta um kúplingu og smíða stífuvasa á grind

Image

Image

Grindin er stráheil, þarf bara aðeins að þrífa og mála svo

Image

Sömu sögu er að segja um gólfið í bílnum, fann bara einn stað þar sem þarf að skera smá horn úr og sjóða nýtt, það er aftast við afturstuðarann og gott að komast að

Image
Síðast breytt af Sævar Örn þann 23.aug 2015, 14:38, breytt 2 sinnum samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 17 gestir