Bella klár og kominn með skoðunn 11.01.16

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Bella klár og kominn með skoðunn 11.01.16

Postfrá sukkaturbo » 11.okt 2014, 16:55

Sælir félagar þá er eitthvað að fæðast í hausnum á mér.Fór að hugsa hvað kostar að taka sukkugrindina sem er gjörsamlega strípuð og smíða á hana mótorfestingar fyrir toyota diselvél og setja toyota stýrissnekkju og Toyota þetta og tyota hitt, bara endalaust drasl sem svo verður svo með jeppaveiki og gormarnir spýtast úr þessu og Koni sem þarf að stilla og skila og vigta.Nú svo fóðringar of mjúkar eða of dýrar og endalaust brotin stífa eða bogin vandamál. Gormafjöðrun aftan og framan og hvað er þannig fjöðrun þung. Er hún þyngri en blaðfjaðrir sem eru orginal á Toyota Dobulcab disel grindinni sem ég fékk fyrir 15000 krónur hér í bæ. Já gormafjöðruninn er töluvert þyngri með öllu og alveg hrikalega dýr eiginlega Rándýr.Hvað kostar að smíða olíutank leggja bremsurör og hanna stýrisgang og pústkerfi. Niðurstaðan er að þetta kostar fullt af hundrað köllum minsta kosti eina milljón rúbla.
Svo ég er búinn að ákveða að nota grind undan Toyota Dobulcab disel sem er óskemmd. Hún er með öllu svo sem olíutank og 2,5" pústi. Ég ætla að setja á hana vél sem ég fæ líklega hjá vini mínum. Það er orginal 2,4 Turbo disel vél úr 1985 Toyota Extracab. Grindinn er með öllu á 35" dekkum og stálfelgum og er 600kg og það tæplega. Veit ekki hvað vélinn og kassarnir eru þungt en giska á250. kíló.Snilli vinur ætlar aðsmíða fyrir mig saman tvo gírkassa þannig að ég nota orginal hlutföllin sem eru 4:10 og raflása sem ég geri handvirka. Boddíið er ekki þungt tel ég kanski 200 kg með öllu. Ætla að gera hann að excab og smíða röra pall úr púst efni. Eitthvað í Dakar rallý bíl stíl. Breita fjöðrunum aðeins fækka blöðum að aftan í tvö löng og setja álþynnur á milli þar sem miðfjaðraboltinn fer í gegn og plast undir endana á blöðunum.Ég ætla að notast við Excab toyota afturfjaðrir sem eru lengri og mikið mýkri.
Hugsanlega ef ég dett um plastfjaðrir mundi ég vilja prufa þær og setja stífur úr fasta hengslinu og ofan við fjöðrina og festa í plattan sem heldur fjöðrinni á hásingunni og þannig koma í veg fyrir vinding á fjöðrinni. Er ekki hræddur við fjaðrir Rússarnir vinir mínir nota þetta í allt sitt torfæru dót. Þannig og svon ætti ég að geta smíða léttan og sparneytinn bíl og um leið ódýran.
Uss en ef ég hefði fengið endurgreitt frá Íbúðalánasjóði hefi ég sko sett loftpúða að aftan. En ég fékk stórt 0 svo þetta verður Kreppu verkefni og má ekki kosta meira en 300.000 kominn með skoðun. kveðja Guðni
Viðhengi
Gísli vinur kom færandi hendi með Bellu.JPG
Gísli vinur kom færandi hendi með Bellu.JPG (119.32 KiB) Viewed 32254 times
vantaði lyftaran Snilli svaf yfir sig.JPG
vantaði lyftaran Snilli svaf yfir sig.JPG (108.02 KiB) Viewed 32254 times
Bella kominn í plássið sitt.JPG
Bella kominn í plássið sitt.JPG (123.41 KiB) Viewed 32254 times
Síðast breytt af sukkaturbo þann 11.jan 2016, 12:02, breytt 38 sinnum samtals.



User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Snilli/Tilli/Lilli og Bella

Postfrá jeepson » 11.okt 2014, 16:57

Er þetta nýja 5,4" verkefnið?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Snilli/Tilli/Lilli og Bella

Postfrá stebbiþ » 11.okt 2014, 21:16

Guðni alltaf jafnfyndinn! Það verður gaman að fylgjast með þessu projekti, eins og öðru hjá ykkur félögum.

Kv, Stebbi Þ.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli/Tilli/Lilli og Bella

Postfrá sukkaturbo » 11.okt 2014, 21:48

Sennilega Samuari
sem að hér skal, breyta.
Bora út vél, og bustarí,
Bella skal svo, heita.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Snilli/Tilli/Lilli og Bella

Postfrá Izan » 12.okt 2014, 01:28

Bella skal bíltíkin heita,
þann heiður skal bílstjóra veita,
að sprauta og spæna
og elta þann græna
til fjalla og Siglfiskra sveita

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Snilli/Tilli/Lilli og Bella

Postfrá Járni » 12.okt 2014, 13:24

Vel gert, það verður spennandi að fylgjast með hvað verður.

Hver eru plönin?

Þess má geta að það gleymdist að afhenda Guðna kassa af dýrgripum sem átti að fylgja verkefninu, hann er hér hjá mér á Akureyri. Ef einhver á leið frá Akureyri til Siglufjarðar væri ljómandi vel þegið ef kassinn fengi að fljóta með.
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli/Tilli/Lilli og Bella

Postfrá sukkaturbo » 12.okt 2014, 13:53

Sæll Gísli er læri í honum.??


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli/Tilli/Lilli og Bella

Postfrá sukkaturbo » 12.okt 2014, 13:54

Izan wrote:Bella skal bíltíkin heita,
þann heiður skal bílstjóra veita,
að sprauta og spæna
og elta þann græna
til fjalla og Siglfiskra sveita

Takk flott meira af svona snild


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli/Tilli/Lilli og Bella

Postfrá sukkaturbo » 01.nóv 2014, 09:12

Undir vagn með öllu nema vél 600kg HUmm??? Erum að safna efni og hugmyndum. Erum að pæla í að smíða mjög spareytninn bíl og léttan helst undir 1500 kg kanski excab pickupp 38 til 44 breittan
Viðhengi
DSC00564.JPG
Hugsa?? og verið að safna efni
DSC00564.JPG (104.92 KiB) Viewed 31142 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 17.nóv 2014, 13:11

Sælir félagar búinn að pússa niður allar orginal boddí festingarnar og næst er að setja rúst stopp á grindina og mála hana.
Viðhengi
DSC00619.JPG
DSC00619.JPG (145.55 KiB) Viewed 30823 times
DSC00613.JPG
DSC00613.JPG (141.74 KiB) Viewed 30826 times
DSC00614.JPG
DSC00614.JPG (158.37 KiB) Viewed 30826 times

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Bella

Postfrá Járni » 17.nóv 2014, 14:23

Verður Bella gella?
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 17.nóv 2014, 18:30

ha ha nei gelli


Valdi Alla
Innlegg: 29
Skráður: 03.feb 2010, 23:01
Fullt nafn: Valdimar Aðalsteinsson
Bíltegund: Bronco ´73

Re: Bella

Postfrá Valdi Alla » 17.nóv 2014, 19:45

Vagninn með öllu, án vél,
veður og öslar í snjó-él.
En verður hún Bella
bara svaðaleg gella,
sem mætir bara í hanastél.
Ég verð ekki of gamall til að leika mér, ég verð gamall ef ég hætti að leika mér


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 17.nóv 2014, 20:04

Ha ha góður. Þessi þráður verður líklega í bundnu máli.Ekki margir sem geta toppað það.


Valdi Alla
Innlegg: 29
Skráður: 03.feb 2010, 23:01
Fullt nafn: Valdimar Aðalsteinsson
Bíltegund: Bronco ´73

Re: Bella

Postfrá Valdi Alla » 17.nóv 2014, 20:27

Fátæk og föl er hún Bella,
flott verður seint svaka gella.
En fái hún vél
hún brunar í él.
Í orlofið fer þá hún Stella.
Ég verð ekki of gamall til að leika mér, ég verð gamall ef ég hætti að leika mér


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 17.nóv 2014, 22:06

Sælir þessi er eftir mig andskoti góð

Svona trukur sjaldan sést
nema upp á heiði
Undan flestum jeppum fer
nema ég hann festi.
Best að fá sér nesti
og fara heim á hesti.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella

Postfrá gislisveri » 18.nóv 2014, 09:08

Hahaha!
Þessi þráður lofar góðu.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bella

Postfrá jeepson » 18.nóv 2014, 18:14

Þetta ætlar að verða mjög ljóðrænn þráður :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Valdi Alla
Innlegg: 29
Skráður: 03.feb 2010, 23:01
Fullt nafn: Valdimar Aðalsteinsson
Bíltegund: Bronco ´73

Re: Bella

Postfrá Valdi Alla » 22.nóv 2014, 14:55

Heyrist hvorki hósti stuna,
hausnum Guðna hugmynd fæðist.
Alveg hættur er að muna,
að mér illur grunur læðist.

Að blanda saman Súkku-húsi,
setja oná Toyó grind.
Ljótur, latur, líkur brúsi,
líkast til ein hryggðarmynd.

Það er sem að Guðni gleymi,
geld ég við því varhug sko.
Hans í stóra hugarheimi,
hrært er olíu og H2O.

Bellu-bræður hátt þá sungu,
byrjuðu að sjóð´ana.
Strax þeir saman nefjum stungu,
sölumönnum bjóð´ana.
Síðast breytt af Valdi Alla þann 22.nóv 2014, 19:55, breytt 2 sinnum samtals.
Ég verð ekki of gamall til að leika mér, ég verð gamall ef ég hætti að leika mér

User avatar

Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Bella

Postfrá Bubbi byggir » 22.nóv 2014, 15:39

Þetta er að verða efni í ljóðabók,,,það er hægt að gefa hana út um næstu jól !!!
Flottur þráður ;o9
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 22.nóv 2014, 19:16

Sælir góður Valdi fór í dag að ná í 2,4 turbo sem ættuð er úr Toyota Hilux Xteracb 1985 módel með kössum og öllu. Alltaf verið að gera eitthvað ætla að vigta hana í vikunni. Búinn að mála grindina og rífa framhásinguna undan og í spað.
http://www.siglfirdingur.is/komdu-med-e ... ari-naest/

User avatar

Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Bella

Postfrá Bubbi byggir » 22.nóv 2014, 21:20

Frændi var að lesa greinina á Siglfirding.is þetta gormadæmi er allveg ótrúlegt !! Þú er eiginlega svona lífræn gormaþvinga :) þarftu nokkurntíma að nota svoleiðis??eru það ekki bara krumlurnar :o)

hvet ykkur strákar að lesa greinina!!!
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 22.nóv 2014, 22:04

Sæll frændi ef ég gleymi mér þegar ég sé fallega Toyotu og er að pissa út undir vegg þá getur það stundum orðið sárt


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 24.nóv 2014, 16:53

Sælir félagar þar sem ég er ekki í ágiskunar eða bokafélaginu og verð að gera allt sjálfur til að trúa mér þá vigtaði ég 2,4 LT2 orginal turbo diselvél úr Toyota Extracab 1985. Vélin er með öllu gírkassa og millikassa og gírkasabitanum og hluta af pústkerfinu. Þetta reyndist ver 325 kíló eða svo. vélinn er með olíu en ekki vatni. Tek fram að það er líka smá drulla á henni og 5 kíló af spottum og rafmagni. Toyota grindinn með öllu nema vél á 36" dekkum var 600 kíló og voru þá á henni stuðarar mjög þungur að aftan Bridespilgrind og korómstuðari. Það fer allt í burtu og settar verða álskúffur í staðinn. Svo grindin tilbúinn undir boddí verður innan við 1000 kíló. Boddí er ekki þungt mun nota framendan og taka bílinn í sundur í excab stærð og setja litla skúffu úr rörum líklega 2" púströrum þunna álplötu í gólfið og net í hliðarnar og gaflin.38" og léttmálmsfelgurog létta mig um 50 kíló.Þannig að Bella verður undir 1500 kílóum með mér ekki slæmt
Viðhengi
í gagnabankan.JPG
í gagnabankan.JPG (133.3 KiB) Viewed 29186 times
2,4 disel 325 kg með öllu.JPG
2,4 disel 325 kg með öllu.JPG (98.68 KiB) Viewed 29186 times


Valdi Alla
Innlegg: 29
Skráður: 03.feb 2010, 23:01
Fullt nafn: Valdimar Aðalsteinsson
Bíltegund: Bronco ´73

Re: Bella

Postfrá Valdi Alla » 01.des 2014, 21:35

sukkaturbo wrote:Sæll frændi ef ég gleymi mér þegar ég sé fallega Toyotu og er að pissa út undir vegg þá getur það stundum orðið sárt


Standa þeir saman horfand á,
í samlyndi eins og bræður.
Hugsandi, hangsandi, segja ekki frá,
hér er það þögnin sem ræður.

Sennileg skýringin víst er nú klár,
standandi upp við vegginn.
Óvinnufær með ógurlegt sár,
ÓÓ hann bágt fékk á legginn.
Ég verð ekki of gamall til að leika mér, ég verð gamall ef ég hætti að leika mér


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 01.des 2014, 23:27

Valdi þú ert snillingur ha ha ha ha. En ég er að safna efni og hugmyndum þetta mun ganga hægt hjá mér og sorry en mun gera mitt besta kveðja guðni


Valdi Alla
Innlegg: 29
Skráður: 03.feb 2010, 23:01
Fullt nafn: Valdimar Aðalsteinsson
Bíltegund: Bronco ´73

Re: Bella

Postfrá Valdi Alla » 09.des 2014, 22:44

Eru menn bara lagstir í hýði þarna á norðurhjaranum.?? Eða er enginn tími í myndatökur.

Já og jæja hæ og humm,
heyrum staðreyndirnar.
Að vonum verða ó og um,
Toyu véla frumeindirnar.

Þögn í þunnu hljóði hér,
því veður hefur lægt.
Samurai að sauma sér,
sumt alls ekki er hægt.

Erfitt reynist alltsaman,
endurfæðing Bellu.
Einfalt ekki og ekki gaman,
að endurnýja heilasellu.
Síðast breytt af Valdi Alla þann 10.des 2014, 02:11, breytt 2 sinnum samtals.
Ég verð ekki of gamall til að leika mér, ég verð gamall ef ég hætti að leika mér


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 09.des 2014, 23:59

Ha ha ég er bara að gonta við þetta og safna dóti vantar mælaborð og fleira. Þetta á að vera svona leti verkefni og má ekki kosta meira en 300.000 og ekki vigta yfir 1400kg á 35" dekkum en geta tekið 49" dekk svo það þarf að hugsa aðeins og grilla nokkra skrokka. Þá dettur mér í hug saga aldrei þessu vant.
Ég varð svangur einn dag í júlí þar sem ég var að vinna í jeppanum mínum. Það varð úr að ég náði mér í lítinn lambskrokk sirka 10 kg og ákvað að grilla hann í heilu lagi. En þá kom upp vandamál ég á ekki grill sem tekur heilan skrokk.Ég fann nokkra gamla múrsteina frá síldarárunum og bjó mér til grill í hvelli. En þá vantaði mótorinn smá pæling og leysti ég það með því að stilla upp jeppanum og setja hann á búkka að aftan og taka afturhjólin undan honum. Fann mér gamalt drifskaft og var það smíðað á þar sem afturhjólin eru boltuð föst.
Síðan var náð í gamlan steyputein og skrokkurinn festur á hann og kol sett í grillið og fýrað upp og jeppinn settur í gang og í lægsta gír og hann látinn snúa grillinu í tvo tíma. Þar sem ég stóð þarna í sólinn og horfði á skrokkin eldast og sólin mörlaði í haffletinum og einmanna kría krunkaði á staur sá ég hóp manna vera á leið til mín.
Ég hljóp inn á verkstæðið og bjó mér til í skyndi álhúfu sem ég setti á hausinn og setti upp suðugleraugu og flýtti mér svo út að grillinu og stóð þar er hópurinn kom að. Sá sem fór fyrir hópnum sirka 12 mönnum og allir sálfræðingar með Húgo í fararbroddi. Hann er nú fallinn frá blessaður aldeilis frábær maður og klár.
Félagar hans sem með honum voru stóðu og horfðu á mig eins og ég væri einhver furðuvera og ekki af þessum heimi. Þeir voru einmitt staddir hér á Siglufirði á rástefnu sálfræðinga og var aðalefnið nú tíma rugludallar á Íslandi og fannst þeim ég eiga vel við.
Einn þeirra spurði hvort þeir mættu taka myndir af mér og grillinu og var það auðfengið enda ég athyglisjúkur í meira lagi og með framapot að áhugamáli.
Einn þeirra spurði mig hversvegna ég væri með svona skrítna álhúfu.Nú sagði ég og reyndi að lýta gáfulega út.Það er vegna mikillar hættu á útfjólubláum geyslum frá sólinni og nú þessa dagana er Ósonlagið mjög þunnt yfir norðurlandinu. Þeir horfðu á hvor annan og tveir eða þrír drógu húfur upp úr vösum sínum og settu á kollinn á sér.
En afhverju ertu með þessi gleraugu spurði einn úr hópnum. Þetta var farið að minna á söguna um Rauðhettu svo ég sagði svona í gríni bara svo þið getið ekki sálgreint mig.
Áttu eitthvað erfit vinur sagði einn þeirra góðlátlega. Já sagði ég. Nú hvað er að vinur sagið hann.Nú ég var að hugsa um hvort þið munduð ekki vilja fara því maturinn er að verða til og þetta er varla til skiptana þessi kjöt tutla.Þeir hristu hausinn og fóru og ég sat einn að lambinu og slapp með skrekkinn.
Viðhengi
grillarinn.jpg
grillarinn.jpg (147.3 KiB) Viewed 28402 times
06abb047-abf3-4658-b9d3-afe3f874562e_L.jpg
06abb047-abf3-4658-b9d3-afe3f874562e_L.jpg (153.82 KiB) Viewed 28402 times


Valdi Alla
Innlegg: 29
Skráður: 03.feb 2010, 23:01
Fullt nafn: Valdimar Aðalsteinsson
Bíltegund: Bronco ´73

Re: Bella

Postfrá Valdi Alla » 10.des 2014, 00:36

Hehe, helv... góður og húfan glæsileg
Ég verð ekki of gamall til að leika mér, ég verð gamall ef ég hætti að leika mér

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella

Postfrá gislisveri » 10.des 2014, 09:29

Ég hef nú yfirleitt sett upp álhattinn til að ekki sé hægt að lesa hugsanir mínar. Svo tek ég hann ofan um leið og ég er búinn að hugsa.

En mælaborðið hennar Bellu er hérna heima í skúr og bíður bara eftir því að fá far norður.

Kv.
Gísli.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 24.des 2014, 17:37

Sælir félagar og jólin til ykkar. Bella komin á hjólin 4:88 hlutföll og diskalás að framan en vantar enn allt að aftan. Vil vera með diskalása að aftan og framan. Sérviska í mér veit það he he. Turbó diselvélinn Vélin komin á grindina og sett verður í gang á milli jóla og hjóla.Klippi boddýið í sundur 50 cm fyrur aftan framsætin og loka þar. Set húsið þannig á að ég sitji akkúrat mitt á milli hjóla.Lengi framstæðuna um 35 cm og smíða lítinn röra pall. Vonandi verður þessi bíll ekki þyngri en 1250 kg.
Viðhengi
vél.JPG
vél.JPG (153.86 KiB) Viewed 28073 times
DSC00653.JPG
DSC00653.JPG (134.43 KiB) Viewed 28073 times

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella

Postfrá gislisveri » 25.des 2014, 11:03

Mér líst heilhveitis vel á þetta.


tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Bella

Postfrá tommi3520 » 25.des 2014, 15:39

Nice, verður gaman að fylgjast með


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 28.des 2014, 17:32

Sælir félagar og jólin allir saman. Byrjaði á sukkunni að fullum krafti í dag Hulk orðin klár í sölu og kominn tími á næsta verkefni.Byrjaði daginn á að tæta og rífa utan af Toyota Diselvélinni sem er árgerð 1985 og er 2,4 disel turbó orginal og ekinn um 120.000 eftir upptekt ER mér sagt. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Vélin var í Toyota Extracab árgerð 1985 skilst mér sem skemmdist. Vélin er búinn að vera í geymslu í fjölda ára 10 eða 25 veit það ekki en hefur verið törnað og höfð inni.Ég byrjaði á að opna og skoða túrbínuna og er ekkert slag í henni hún er merkt Toyota og C-20 stendur á henni. Opnaði tímareymarhúsið og lítur það út eins og nýtt allt þar inni. Reymin eins og ný að sjá en orðin ævagömul og vatnsdælan eins og ný að sjá en smá hnökur á einum stað er ég sný henni eins og það sé hak eða ryðblettur í legunni. Nú er spurning hvort vogandi sé að nota þessa reym áfram og vatnsdæluna?
Viðhengi
tímagír og vatnsdæla.JPG
tímagír og vatnsdæla.JPG (182.98 KiB) Viewed 27541 time
DSC00673.JPG
DSC00673.JPG (177.04 KiB) Viewed 27541 time
DSC00667.JPG
DSC00667.JPG (172.33 KiB) Viewed 27541 time


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Bella

Postfrá villi58 » 28.des 2014, 17:53

Ekki séns að nota reimina þar sem gúmmí glatar eiginleikum við aldur, ef er eitthvað hnökur í vatnsdælu þá skipta.
Kveðja! VR.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 28.des 2014, 18:59

Sæll villi það er rétt hún fer


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 28.des 2014, 19:02

Sælir Villi og félagar ef maður horfir inn í vatnsdæluna er enginn ryðlitur á neinu ætti þetta ekki að vera allt ryðlitað, ef vatn hefur staðið á þessu eða er þetta alltaf svona hreint. Ég hef ekkert þrifið neitt bara opnað þetta oh þetta lítur út eins og ónotað??

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bella

Postfrá jeepson » 28.des 2014, 21:00

Varstu ekki búinn að gefa Snilla helmingin í Hulk svo að hann yrði ekki seldur??
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 29.des 2014, 00:10

Hann skilaði honum aftur og er kominn með 80 Cruser. Hann er orðin svo feitur karlinn að hann nennir ekki að klifra upp í Hulkinn. Svo finnst honum leiðinlegt að leika sér á honum í snjó því hann þarf ekkert að hafa fyrir neinu og stingur alla jeppa af sem eru með honum eða þá að hann er með þá í spotta. Hann er að ggrjæa 38 til 44 80 Cruser

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bella

Postfrá Startarinn » 29.des 2014, 00:42

Ending á tímareim í V6 Hilux er gefin upp 90.000 km eða 5 ár, hvort sem kemur fyrst
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir