Sælir spjallverjar, ég hef verið að pæla, ég hef oft séð hérna menn vera að setja chevy vélar í patrola og annað slíkt, með þá chevy kassa og láta þá smíða milliplötu fyrir patrol millikassann,
er þetta ekki bara svipað dæmi með ford vél og skiptingu ? s.s að láta búa til milliplötu fyrir patrol millikassann.. Ástæðan fyrir að ég spyr að þessu, er að ford dótið er auðvitað hannað með það í huga að drifskaftið komi vinstra megin í hásinguna, svo ég var að spá í hvort það væri hægt að setja milliplötu og patrol millikassa til að geta notað patrol hásinguna að framan.
Fyrirfram þökk
Ford vél í Patrol
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Ford vél í Patrol
Einfaldast er sennilega að breyta Ford millikassanum í skriðgír og setja Patrol kassann þar aftaná.
Re: Ford vél í Patrol
Það er svo spurning, endilega ausið úr viskubrunni ykkar, hugmyndir og eitthvað sem áður hefur verið gert ;)
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Ford vél í Patrol
Það var hér á spjallinu talað um Patrol með 351 windsor vél og ford sjálfskiptingu. Einhver ferðaþjónustuaðili sem var með hann.
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=16032
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=1131
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=16032
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=1131
Re: Ford vél í Patrol
Óskar erlingsson setti 5,0 ford mótor í Y60 patrol sem hann átti. Í því tilfelli var notað kúplingshús sem fékkst að utan til að bolta þá vél framaná gírkassa af 4,2 patrol vél.
Re: Ford vél í Patrol
Já var að lesa um það, en eitthverja hlutavegna held ég að sé ódýrara og auðveldara, og jafnvel áræðanlegra að nota ford skiptinguna við vélina, og patrol millikassann aftan á til að halda handbremsunni, en eins og ég segi, mig langar að hlusta á allar sögur, hugmyndir og linka í þessum dúr ;)
Re: Ford vél í Patrol
Sæll
Ég er einn þeirra sem hef sett chevy mótor í Patrol. Keypti kúplingshús frá ástralíu og notaði 4.2 gírkassann og þá er allt óbreytt aftan við kúplingshúsið. Ég vildi díselvél og þá er chevy mótor góður kostur því að hún er létt, allavega tölvert léttari en ford eða cummings að því er ég best veit.
Ég fór á stúfana og bað um ráðleggingar um hvaða sjálfskiptingu ég ætti að nota en var eiginlega ráðið frá því að setja skiptinu því að ef hún ætti að vera nógu sterk væri hún of þung.
Að öðru leyti er ekkert athugavert við að setja Ford mótor í Patrol (sem hét einhverntíma Ford Maverick). Dellowauto eða dellowsauto.com.au á trúlega kúplingshúsasett ef þú ferð þá leiðina.
Kv Jón Garðar
Ég er einn þeirra sem hef sett chevy mótor í Patrol. Keypti kúplingshús frá ástralíu og notaði 4.2 gírkassann og þá er allt óbreytt aftan við kúplingshúsið. Ég vildi díselvél og þá er chevy mótor góður kostur því að hún er létt, allavega tölvert léttari en ford eða cummings að því er ég best veit.
Ég fór á stúfana og bað um ráðleggingar um hvaða sjálfskiptingu ég ætti að nota en var eiginlega ráðið frá því að setja skiptinu því að ef hún ætti að vera nógu sterk væri hún of þung.
Að öðru leyti er ekkert athugavert við að setja Ford mótor í Patrol (sem hét einhverntíma Ford Maverick). Dellowauto eða dellowsauto.com.au á trúlega kúplingshúsasett ef þú ferð þá leiðina.
Kv Jón Garðar
Re: Ford vél í Patrol
http://www.ebay.com.au/itm/FORD-V8-289-302-351-NISSAN-PATROL-GQ-GU-4-2L-MANUAL-CONVERSION-/261169311428?pt=AU_Car_Parts_Accessories&hash=item3ccee76ec4
Fann hérna það sem þú varst að tala um, þetta er auðvitað spurning, frekar dýrt, en gæti samt borgað sig þegar uppi er staðið.
Þá að annarri spurningu, er eitthvað hlaupið að því að finna 4.2 gírkassa hérna heima ?
Fann hérna það sem þú varst að tala um, þetta er auðvitað spurning, frekar dýrt, en gæti samt borgað sig þegar uppi er staðið.
Þá að annarri spurningu, er eitthvað hlaupið að því að finna 4.2 gírkassa hérna heima ?
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Ford vél í Patrol
Er það ekki sami kassi og í 3.3?
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Ford vél í Patrol
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 133
- Skráður: 10.apr 2012, 11:08
- Fullt nafn: ólafur hafliðason
- Bíltegund: 7,3Nalli&ZF6
Re: Ford vél í Patrol
er ekki sniðugt að upplýsa hvaða ford mótor þú ert með huga?
Re: Ford vél í Patrol
Það mun vera SBF
-
- Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Ford vél í Patrol
Það er ekki sami kassi í 3,3 og 4,2… en hinsvegar er sami kassi aftaná 3 lítra Y61. Eina með þann kassa að það er þekkt að 5 gírinn sé með pikkles (á einn auka þannig sem ég á eftir að koma mér í að laga)
-
- Innlegg: 101
- Skráður: 05.des 2011, 20:41
- Fullt nafn: Heiðar Þorri Halldórsson
- Bíltegund: Ford Bronco 1974
Re: Ford vél í Patrol
Er ekki bara eina vitið að setja bara AOD-skiptingu aftan á Smalblockinn, svo er hægt að mixa kvaða millikassa sem er aftaná hana...
kv Heiðar Þorri
kv Heiðar Þorri
Ford Bronco 1974, 351W EFI
Polaris 800 RMK 155
Polaris Fusion, 900
Polaris 800 RMK 155
Polaris Fusion, 900
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur