Sælir. Nú er ég alveg að verða ráðþrota og óska eftir fleiri hugmyndum. Þannig er að JGC ´93, minn vill ekki starta.
Það sem ég hef gert er: skipt um sviss ekki svissbotn, sameinað og yfirfarið tvo startara og komist að því að sá sem ég nota er í lagi, sett beint straum á hann og þá er allt eðlilegt en svo þegar hann er kominn í bílinn þá snýst hann stundum en skýtur ekki fram bendix, bíllinn tekur ekkert við sér, hlaðið og skipt um geymi, endurnýjaði plús-geymaskóinn, athugað öll öryggi og relay fram í húddi. Sé ekki neitt athugavert við plús kapal og stýrisstrauminn á startarann. Búinn að reyna að starta honum í Hlutlausum.
Með von um góð ráð og lausnir.
fyrirfram þökk.
MG
JGC þvermóðska, hjálp.
Re: JGC þvermóðska, hjálp.
Mæla hvort það komi stýristraumur að honum þegar startað er, ef já, kemur straumur inn á stóra pólinn á honum? Skoða jarðsamband og ef allt þetta er í lagi þá er startarinn bilaður.
Re: JGC þvermóðska, hjálp.
Stöðuskynjari á skiptingu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 201
- Skráður: 19.aug 2011, 17:10
- Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
- Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l
Re: JGC þvermóðska, hjálp.
Já takk Unnsteinn, það nefndu þeir í Bíljöfur líka Hvar er þessi stöðuskynjari staðsettur?uoa wrote:Stöðuskynjari á skiptingu.
Freyr wrote:Mæla hvort það komi stýristraumur að honum þegar startað er, ef já, kemur straumur inn á stóra pólinn á honum? Skoða jarðsamband og ef allt þetta er í lagi þá er startarinn bilaður.
já takk Freyr geri það.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 201
- Skráður: 19.aug 2011, 17:10
- Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
- Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l
Re: JGC þvermóðska, hjálp.
Nú er ég búinn að prófa að tengja á startarann beint en ekkert gerðist. En skrítið hann snýr á fullu með tengingunum í bílnum, þegar hann er í Neutral en ekki í Parkin. Vill samt ekki starta. Á eftir að skipta um svissbotn en það er svo mikið maus að ég held. ?? Hvar er park skynjarinn í þessum bílum?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 201
- Skráður: 19.aug 2011, 17:10
- Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
- Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l
Re: JGC þvermóðska, hjálp.
Jæja spjallverjar. Nú er ég búinn að mæla og prófa helling af atriðum sem mér hefur verið bent á í þessu máli. Næst er að prufa annann startara og því ÓSKA ég eftir ef að einhver getur lánað mér hann í smá stund, bara til að prófa.? Þetta er 4.0 ltr 6cyl vélin.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 201
- Skráður: 19.aug 2011, 17:10
- Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
- Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l
Re: JGC þvermóðska, hjálp.
Góðan daginn. Nú er bíllinn kominn í viðgerð hjá Bíljöfur og eru þeir búnir að fá staum á startarann, var svosem búinn að því sjálfur, en nú vilja þeir fá annann startara ( sem ég óska eftir ) því þeir segja að orginal startarinn nái ekki fram í startkransinn ..... bendixinn skýst ekki nógu langt fram.... ???? Þetta er orginal startari sem ég er búinn að fara með í viðgerð í Tæknivélar og var jafnframt búinn að yfirfara sjálfur, (reyndar sameinaði í einn úr tveimur úr báðum bílunum mínum) Hvernig getur staðið á þessu spekingar góðir?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 201
- Skráður: 19.aug 2011, 17:10
- Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
- Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l
Re: JGC þvermóðska, hjálp.
Jæja þeir fundu út úr þessu, en ég hafði víst sett startarann vitlaust saman svo að hann umpólaðist. Sem betur fr er ekkert ónýtt og bílinn því kominn í gang. :)
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir