Smávægileg súkkuvandræði
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 56
- Skráður: 05.apr 2010, 10:27
- Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavík
Smávægileg súkkuvandræði
Sælir, ég þarf að leita í viskubanka ykkar og forvitnast um hvar ég get fengið bolla- eða skálarflans eins og myndinni. Er í basli með samsetningu á hvarfakút í '97 Vitöru við bútinn sem fer frá kútnum og upp í pústgrein. Þessar samsetningar eru með svona skálarflansum með pakkninu og boltum á gormum til að leyfa smá hreyfingu á flansinum. Flansinn við greinina (mynd) er ryðfrír en flansinn á hvarfakútnum ekki og er nánast horfinn af ryði. Þetta virðist ekki til neins staðar (Kvikk, BJB) og eina ráðið að finna gamlan flans og sjóða á hvarfakútinn, sem er annars heill og þokkalegur. Myndin er af flansinum sem fer á pústgreinina -- ef einhver veit um svona lagað þá væri það vel þegið. Rörið sem fer inní flansinn er 54 mm og víðasti hluti bollans er um 70 mm.
- Viðhengi
-
- pust-flans-sukka.jpg (99.95 KiB) Viewed 885 times
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur