Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Járni » 22.jún 2014, 14:33

Forvitnilegt að fylgjast með og flott hjá þér að lista allt upp, einnig gott hjá þér að berjast í þessu sjálfur. Hæfnin kemur með æfingunni og þannig fækkar reikningunum.


Land Rover Defender 130 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá ellisnorra » 22.jún 2014, 16:48

Klapp fyrir flotta uppsetningu og frásagnarhæfileika og ekki síst að vera byrjaður að berjast í þessu sjálfur! Vel gert! :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Stebbi » 22.jún 2014, 23:23

Einu sinni keypti ég Pajero, '96 módelið og breytti honum á 38" og notaði hann á hinum og þessum dekkjastærðum í 9 ár. Á þessum árum skipti ég um eftirfarandi og gerði það allt sjálfur:

Vatnsdælu
Tímareim
Bremsuklossa
Alternator
Startara
Rafgeymir
1 spindilkúlu
1 eða 2 stýrisenda
Dempara að aftan
Gúmmí í balancestöng að framan og enda.
Nokkra hjöruliðskrossa í sköftum

Eftir mína reynslu á þeim bíl myndi ég ekki hika við að kaupa svoleiðis bíl aftur og svo aftur eftir það ef þetta væri ekki komið á svona erfiðan aldur með ryð í huga, til dæmis þá skrúfaði ég margfallt meira í Hilux sem ég átti á undan honum áður en sá gæðagripur stimplaði sig út á umferðarljósum. Startari, alternator og rafgeymir voru sameiginlegt vandamál og trassaskapur í mér að skipta ekki um alternator fyrr en að geymirinn var ónýtur og startarinn grillaður.
Ég er allavegna löngu búin að sannfæra sjálfan mig um að þetta eru snilldar bílar og að svo mörgu leiti betri en samkeppnisaðilin í sömu stærð úr Kópavoginum/Garðabænum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Bjarni Ben
Innlegg: 82
Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
Bíltegund: Willys

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Bjarni Ben » 24.jún 2014, 12:01

Það er bara svo gaman þegar maður er að brasa í þessu og dollaramerkin bara renna yfir augun yfir allri verkstæðisvinnunni sem maður sparar:)

Bara eitt komment, léstu bílinn ekki standa á neinu öðru en þessum pajero tjakki á meðan þú varst að þessu?
Bjarni Benedikt
Willysdellukall

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Lindemann » 24.jún 2014, 23:30

Bíllinn stendur ekki í þennan tjakk, hann hefur verið að nota hann til að tjakka kúluna uppí nafið.

Flott hjá þér að stússast í þessu sjálfur, það gefur sportinu líka töluvert meira að vera meðvitaðri um ástand bílsins og geta bjargað sér sjálfur! :)
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá jongud » 25.jún 2014, 08:31

Flottur pistill, en smá spurning svona til hliðar; er þessi spindilkúluklemma (kellingarverkfærið) sérstaklega fyrir Pajero eða er þetta eitthvað sem nýtist á flestar tegundir?

Manni sýnist nefnilega að spindilkúlur séu það sem oft þarf að skipta um á jeppum með sjálfstæða fjöðrun að framan.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Járni » 25.jún 2014, 12:36

Þetta verkfæri gagnast á flest alla kóníska-bolta, svo sem stýrisenda eða spindilkúlur.

Gott ráð er að losa upp á rónni en fjarlægja hana ekki, bæði getur það bjargað gengjunum ef ekki á að skipta um stykkið sem á að losa en einnig er það öryggisatriði þar sem hlutirnir geta sprungið í sundur með töluverðum látum. Þá er betra að fá bara verkfærið á stáltánna en ekki heilu nöfin.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá jongud » 25.jún 2014, 14:40

Járni wrote:Þetta verkfæri gagnast á flest alla kóníska-bolta, svo sem stýrisenda eða spindilkúlur.

Gott ráð er að losa upp á rónni en fjarlægja hana ekki, bæði getur það bjargað gengjunum ef ekki á að skipta um stykkið sem á að losa en einnig er það öryggisatriði þar sem hlutirnir geta sprungið í sundur með töluverðum látum. Þá er betra að fá bara verkfærið á stáltánna en ekki heilu nöfin.


Fínt að vita, svona tól verður þá efst á lista við næstu verkfærapöntun að utan, (verst að ég var að senda eina í GÆR, til Summitracing).

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 25.jún 2014, 15:13

Bjarni Ben wrote:Bara eitt komment, léstu bílinn ekki standa á neinu öðru en þessum pajero tjakki á meðan þú varst að þessu?


Nei hann var á tveimur sex tonna stöndum og auk þess setti ég dekkið undir bílinn þannig að þetta var eins öruggt og hægt var svona úti á plani. Tjakkurinn var settur undir klafan til að skapa smá spennu á spindilkúluna og hjálpa klemmunni að gera sína vinnu. Svo reyndist þægilegt að hafa tjakkinn áfram undir klafanum til að koma nafinu aftur á því að án tjakksins fer neðri klafinn það langt niður að ég kom ekki nafinu upp á efri spindilkúluna. Trix sem ég las á breska pajero spjallinu.


Járni wrote:Þetta verkfæri gagnast á flest alla kóníska-bolta, svo sem stýrisenda eða spindilkúlur.

Gott ráð er að losa upp á rónni en fjarlægja hana ekki, bæði getur það bjargað gengjunum ef ekki á að skipta um stykkið sem á að losa en einnig er það öryggisatriði þar sem hlutirnir geta sprungið í sundur með töluverðum látum. Þá er betra að fá bara verkfærið á stáltánna en ekki heilu nöfin.


Já eins og ég sagði þá skeit ég nærri á mig þegar þetta small í sundur hjá mér. Ég hélt í fúlustu alvöru að bíllinn væri að detta ofan á mig eða að ég hefði brotið eitthvað virkilega stórt. Sem betur fer hrökk kleman ekki af hjá mér í þetta skiptið.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 28.okt 2015, 13:15

Jæja harmsaga ævi minnar heldur áfram....

Svona til upprifjunar þá er þessi þráður um baráttu mína og fjárútlát við að halda jeppa í krónuflokki á götunni. Hef ég marga fjöruna sopið og veskið orðið fyrir mörgum höggum á þessari þyrnum stráðu leið. Síðasta update er rúmlega ársgamalt og hér kemur framhald sögunar fyrir þá sem hafa áhuga.

Fyrri hluta árs var bílinn svo sem ekki í mikilli notkun, mest í snatti með krakka og hunda rétt út fyrir bæinn. Fyrstu útgjöldin voru smurning og olíuskipti á drifum og millikassa. Fyrir það borgaði ég 47.000 kr hjá N1, er sagt að slíkt sé algjör óþarfi í Landcruiser en víst nauðsynlegt í Pajero.

Í maí fór pæjan að verða ansi morgunsvæf og löt í gang og fór hratt versnandi. Kíkti upp í Skorra og eftir mælingu kom í ljós að rafgeymirinn var búinn að fá leið á tilverunni og var því ekkert annað að gera en að fá nýjann og skildi ég við 24.400 kr. Menn eru víst ekki farnir að verða varir við svona bilanir í LC-90 hef ég heyrt.

Síðar í mánuðinum fór Pæjan að blikka mig vélarljósi og A/T í hægagangi. Að ráðum ykkar og Ástrala ákvað ég að hunsa þennan ljósagang og hætti hann skömmu síðar en kom nokkrum sinnum aftur um sumarið.

Í júlí fór pæjan í skoðun og var sett út á efri spindilkúlu hægra megin. Glöggir lesendur muna kannski að í fyrra skipti ég sjálfur um neðri kúluna með talsverðu brasi. Líklega hafa þær tilfæringar ekki gert efri kúlunni neitt gott. Allavega kostnaður við þetta var 4000 kall með kúlu og koppafeiti, og bjó ég að reynslunni frá því í fyrra. Einnig var notalegt að allir boltar voru lausir frá átökunum árið áður.

Útilegureisan í ár var á Flúðir þar sem var tjaldað og svo vildi pabbi (ég) endilega renna inn í Laugar og Landmannahelli. Þetta var um 7 tíma bíltúr í grenjandi rigningu og fjölskyldan orðin illa pirruð af hristingi og óþægilegar spurningar um fyrir hvern þetta ferðalag væri fóru að dynja á mér. Allavega, austan við Landmannahelli er helvítis mýrafláki sem vegurinn liggur yfir. Pæjan muldi hann léttilega en allir köstuðust vel til í látunum og er upp úr drullunni var komið heyrðist svaka prump og í ljós kom að orginal pústið var farið. Reikningurinn frá BJB hljómaði upp á 68.395 kr. Því var hvíslað að mér í trúnaði að samskonar bilun hefði einusinni orðið í Landcruiser en umboðið tók það víst á sig. Eftir pústskiptin hefur ekki orðið vart við ljósagang í mælaborðinu (sjö, níu, þrettán).

Þannig að í ár hef ég því eytt í varahluti og viðhald 96.795 kr (nærri 150 þús ef við tökum smurninguna). Vildi óska að ég hefði eytt tvöfalt meiri pening og keypt mér 1996 módelið af Landcruiser 90 á sínum tíma.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Járni » 29.okt 2015, 15:53

Sko.. ég ætla að uppljóstra hrikalegu leyndarmáli og gæti verið gerður útlægur, en ég hef traustar heimildir fyrir því að land krúser bili líka.

Jafnvel tilbúinn að ganga svo langt að segja að ég hafi sjálfur orðið vitni af því.
Land Rover Defender 130 38"


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá olafur f johannsson » 29.okt 2015, 18:50

Jájá landcruser bilar líka og það talsvert sem bertur fer því þá hef ég vinnu áfram við að gera við toyotur :)
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995

User avatar

jongi
Innlegg: 12
Skráður: 04.feb 2012, 23:26
Fullt nafn: Jón Gísli Óskarsson
Bíltegund: Toyota LC90

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá jongi » 29.okt 2015, 23:24

Þetta er lygi land cruser bilar aldrei spyriđ bara hann Einar frænda min.....

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 07.des 2016, 12:39

Jæja ekki seinna vænna að koma með hinn árlega pistil minn. Hef ég þá lesturinn.

Það hefur bara andskotinn ekkert skeð!!!

10/2 2016
Skipti ég um viftureymar þar sem að farið var að ískra illilega. Það voru enþá í honum orginal reimar. Hafði keypt reimarnar í Poulsen fyrir ári og man ekkert hvað þær kostuðu en það var eitthvað lítið, segjum 7000kall.
Það ískraði í rúðuþurkunum líka. Smurði upp spindlana, braut annan þeirra í klaufaskap og verslaði nýjan á partasölu á 7000 kall.

15/2 2016
Fór með hann í smurningu 15968 kr.

15/7 2016
Skoðaður án athugasemda

12/8 2016
Skipti um balanstangarenda að aftan, var reyndar ekkert að þeim en hafði einhverntíma keypt orginal enda í Heklu í einhverju bríaríi og langaði að skrúfa eitthvað. Minnir að þeir hafi kostað undir 5000 kr (ótrúlegt m.v. umboðið, partanúmer MB598098)

Ég skrifaði þennan þráð fyrir hinn skynsama, jarðbundna jeppaeiganda sem vildi ekki eyða einbýlishúsi í jeppann né sem hefur ekki aðgang að bílaverkstæði. Því skyldi skynsemin ráða!!!!
photo5_zps21f3816e.jpg
photo5_zps21f3816e.jpg (84.09 KiB) Viewed 2248 times



En þetta helvítis jeppaspjall, "breyttir jeppar á klakanum" og "pajero á íslandi" á facebook hefur greinilega haft áhrif. Það sést á því sem að neðan kemur.

Síðsumars fór bíllinn að víbra í keyrslu og skoðun leiddi í ljós að annað afturdekkið var orðið aflagað, þ.e. hliðin var gengin út, baninn stóð líka út sem sagt dekkið ónýtt. Hófst nú verðskoðun og lestur spjallborða. Ákvað að fylgja ráðum nokkurra hér að kaupa Toyo Open Country þrátt fyrir að þau séu meira eins og strætódekk en jeppadekk í útliti. Hringdi í Bílabúð Benna og bað um verð á 33 tommu Toyo OC. Svarið kom fljótt 193 þúsund undir komin og microskorin. Svo spyr ég í fullkomnu sakleysi hvað 35 tomma kosti og svarið er "það sama". Svona verslunarhætti á einfaldlega að banna!!! Þetta er eins og að segja við alkólista að líter kosti það sama og 700 ml. Maður getur ekki sagt nei.

IMG_8792_zpsr6eafzdd.jpg
IMG_8792_zpsr6eafzdd.jpg (105.66 KiB) Viewed 2248 times


Bíllinn á nýju dekkjunum fyrir hækkun

Þessu fylgdi þá eftirfarandi reikningur:
- Hraðamælabreytir 24 þús
- Gormar (pantaðir frá UK) 27 þús
- Hjólastilling 12 þús
- Sérskoðun 16 þús
- Slökkvitæki 6 þús
- Sjúkrakassi 10 þús
# Samtals 95 þús.

Svo kom í ljós að stýrisupphengjan var orðin léleg, hún kostaði 20 þús í stillingu og svo skipti ég um bremsuklossa og var það 9 þús. Mér tókst nú að gera allt þetta sjálfur sem var alveg ótrúlega gaman og náttúrulega orðið miklu skemmtilegra að keyra bílinn núna.

IMG_8859_zpsryu4gh3w.jpeg
IMG_8859_zpsryu4gh3w.jpeg (170.1 KiB) Viewed 2248 times


Hér eru nýju gormarnir komnir í, þetta var talsvert puð og sleggjan kom við sögu.

IMG_8861_zpsjhf4aywp.jpeg
IMG_8861_zpsjhf4aywp.jpeg (207.4 KiB) Viewed 2248 times


Hér er bílinn eftir hækkun. Gormarnir eiga að gefa 2 tommu lyftingu en þeir gera nú aðeins meira en það. Fyrir hjólastillingu skrúfaði ég hann svo aðeins niður aftur að framan þar sem hann var alveg í botni og hafði þá enga niður fjöðrun. Þannig að núna er svoldið 1980 look á honum þar sem hann er góðum sjónarmun lægri að framan en aftan.

Svo er bara að safna sér fyrir breiðu Toyo dekkjunum........ klikkun
Síðast breytt af muggur þann 09.nóv 2023, 12:36, breytt 1 sinni samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


spazmo
Innlegg: 77
Skráður: 31.jan 2010, 23:13
Fullt nafn: Grétar Mar Axelsson
Bíltegund: Patrol 44"

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá spazmo » 16.jan 2017, 11:44

frá hverjum pantaðir þú gormana?
Patrol 44"

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 16.jan 2017, 20:54

spazmo wrote:frá hverjum pantaðir þú gormana?


Sæll
Keypti þá frá http://www.milneroffroad.com. Þetta kom fljótt og örugglega.
kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Járni » 17.jan 2017, 09:18

Seigur!
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 08.mar 2022, 16:33

Jæja kannski kominn tími á að uppfæra þennan þráð enda ýmislegt gerst á þessum árum síðan 2016....

Ef ég man rétt átti þetta að vera skynsamleg jeppakaup, í raun bíll til að ferðast með fjölskylduna þægilega og ekki var stefnt á neinar stórar viðgerðir, hvað þá talið breytingar. 35 tommu breytingin sem lýst er að ofan var nú svona eiginlega eins lítið og hægt var að gera og tiltölulega einföld. Bíllinn var bara fínn og allt í góðu. Það olli samt ákveðinni togstreitu á heimilinu að þessi blessaði jeppi eyðir talsverðu, ekki mikið keyrður og ansi drjúgur í viðhaldi. Þetta er bíll númer 2 svo að stundum heyrðist að þetta jeppaflykki væri kannski bara óþarfi. En vegna þess að hægt var að fara upp í sumarbústað á sumrin og gott að ferðast í honum með alla fjölskylduna og hundana þá fékk ég að vera í friði með hann. Svo var hann yndislegur þessa 2-3 daga á veturna sem það er snjór í Reykjavík.

Eftir 35 tommu dekkin þá fannst mér jeppinn vera dáldið kraftlaus og fór því að litast um eftir lægri hlutföllum og fann hin Helga gral Pajero eiganda: 5.29 hlutföll. Ákvað svo að þegar ég skipti um þau myndi ég endurnýja flesta slithluti í undirvagninum. Þannig var skipt um alla spindilkúlur, stýrisenda, öxulhosur, pitman-arm, balancestangarenda framan og aftan, bremsudiska og klossa, pinnana í dælunum og drulluhlífarnar bakvið bremsunar voru einnig endurnýjaðar. Skipt um hjólalegurnar á öxlunum að aftan já og líka skipt um hjólalegur að framan. Demparanir að framan endurnýjaðir, keypti frá Ameríku KYB, "Gas-a-Just". Svo var farið í skoðun og skoðunarmaðurinn fékk nánast tár í augun, hann var svo hrærður yfir því hvað væri búið að gera vel við þennan gamla bíl.


01-Hlutföll.jpg
Járnarusl að sjá en mikið gull fyrir Pajero eigendur
01-Hlutföll.jpg (373.54 KiB) Viewed 20319 times

02b-Hlutföll.jpg
02b-Hlutföll.jpg (266.6 KiB) Viewed 20319 times

02-Hlutföll.jpg
02-Hlutföll.jpg (327.09 KiB) Viewed 20319 times

04-hlutföll.jpg
04-hlutföll.jpg (326.37 KiB) Viewed 20319 times

05-Hlutföll.jpg
Hér var lágpunkturinn os svo var farið að raða í hann "sparipörtum"
05-Hlutföll.jpg (2.04 MiB) Viewed 20319 times

06-Hlutföll.jpg
06-Hlutföll.jpg (259.1 KiB) Viewed 20319 times

07-Hlutföll.jpg
07-Hlutföll.jpg (193.07 KiB) Viewed 20319 times


Fór í eina nokkuð umdeilda aðgerð en það var að setja millilegg á milli efri spindilkúlu og klafans. Þetta er gert til að auka niðurfærslu fjöðrunarinnar eftir að búið er að skrúfa þá upp á vindustöngunum. Á pajero/montero spjallborðum er mikið rifist um þetta og eru menn ýmist á því að þetta veiki hjólabúnaðinn svo mikið að varla sé þorandi yfir hraðahindrun eða þá að þetta sé allra meina bót. Ég er núna búinn að vera á þessu í 3 ár og bara hamingja.

Það var nú líklega þörf á þessu flestu en eftir þetta fannst mér bíllinn hastari en áður og kenndi þar um þessum dempurum en að flestu öðru leiti var bíllinn bara fínn og fær í flestan sjó.

Félagi minn er á 38 tommu bíl og fórum við fjölskyldan með honum í hálendisferð 2019 og var keyrð Gæsavatnaleið. Þarna urðu vatnaskil bæði hjá fjölskyldunni og mér. Fjölskyldan skemmti sér konunglega en ég fékk vitrun eða kannski má segja að eitthvað sem tengt er við skynsemi hafi farið úr sambandi. Jeppinn var ekki bara hlutur til að laga þegar bilaði heldur raunverulega tæki sem gat eitthvað. Sá gamli stóð sig vel á 35 tommunni en félaginn skildi okkur yfirleitt eftir og þurfti svo að bíða. Hann var mjög þolinmóður og allt það en þarna var eiginlega ákveðið að taka þetta jeppabras á næsta level.

#Gæsavötn
08-Gæsa.JPG
Leiðin
08-Gæsa.JPG (181.08 KiB) Viewed 20319 times

09-Gæsa.JPG
Við jökulána norðan við Nýjadal
09-Gæsa.JPG (167.97 KiB) Viewed 20319 times


Leið og í bæinn var komið fór ég að pæla í alvöru hvað þyrfti til að komast í 38 tommu. Það er hægt að breikka kantana, skera úr og bæta við skinnum á afturstífunar til að hnika hásingunni til og bodyhækka. Ef gera á þetta almennilega með hásingarfærslu, úrklippingum og slíku yrði kostnaðurinn talsverður og þetta væri svakaleg vinna. Þannig að ég ákvað að "stefna á þetta" þ.e. taka breytinguna í nokkrum skrefum og þannig vera með flottan jeppa eftir nokkur ár. Niðurstaða mín var því sú ef að bílnum yrði breytt þá yrði það gert „rétt“ þ.e. með hásingarfærslu og öllum pakkanum.

Þar sem ég er með fjögurra manna fjölskyldu og tvo stóra hunda þá er pláss af mjög skornum skammti í bílnum. Þessu var reddað í Gæsavötnum með því að vera mjög spartnesk í farangri og drasli troðið í öll möguleg rými í bílnum sem og í tengdamömmuboxið. Þægilegast væri líklega að vera á Econoline eða Unimog en næst best væri líklega að vera með kerru. Nú uppi á hálendi er ekki hægt að nota svona venjulegar garðkerrur sem auglýstar eru af miklum móð á vorin. Svo þá er bara að smíða sér kerru! Ég fór á suðunámskeið fyrir nokkrum árum og það blundaði í mér að kaupa mér MIG-vél. Lét svo verða að því og fyrir valinu varð ESAB-rebel sem getur allt, þ.e. pinni, mig og tig (reyndar getur hún ekki tig-að ál). Vissulega ekki ódýrasta leiðin en m.v. það sem kennarinn á námskeiðinu sagði þá ætti maður að velja viðurkennd merki frá fyrirtækjum/verslunum sem væru með varahluti og viðhaldsþjónustu. Svo er þetta vél sem maður "getur vaxið með" sem suðumaður að mér skilst. En til að vera heiðarlegur þá er frábært að stilla bara inn þykktina á járninu og byrja að sjóða (og svo er hún flott á litinn).

Nú ég smíðaði mér jeppakerru með 35 tommu dekkjum. Passaði að þetta væru sex-bolta nöf og sporvíddin væri sú sama og hjá Pajeronum. Svona eftir á að hyggja held ég að ég hefði mátt vera aðeins nískari í þykktini á járninu. Grindin er úr 50x50x4mm prófílum og einnig vel lagt í járnið sem heldur skjólborðunum. Þannig að kerran er líklega heldur þyngri en hún þyrfti að vera en hefur þolað álagið vel að skrölta uppi á hálendi að sumarlagi. Þetta var góð æfing í að sjóða en svo hefur vélin verið notuð í ýmis verkefni eins og að smíða hillur í gróðurhús, sjóða í grindina á jeppanum, sjóða festingar fyrir stýrisdempara og bara allskonar bras. En það að eignast Miggu var eiginlega liður í stóra planinu, að geta breytt jeppanum.

10-Brusar.jpg
Eitt fyrsta verkefnið var brúsagrind enda á bensín Pajero
10-Brusar.jpg (338.43 KiB) Viewed 20319 times

11-Brusar.jpg
Eitt fyrsta verkefnið var brúsagrind enda á bensín Pajero
11-Brusar.jpg (280.23 KiB) Viewed 20319 times

12-Brusar.jpg
Eitt fyrsta verkefnið var brúsagrind enda á bensín Pajero
12-Brusar.jpg (279.21 KiB) Viewed 20319 times

13-tiktok.jpg
Verið að herma eftir suðuperra videoum
13-tiktok.jpg (217.89 KiB) Viewed 20319 times

14-Öxull.jpg
Reyndi að stífa þetta sem best svo að öxullinn yrði ekki að banana.
14-Öxull.jpg (434.92 KiB) Viewed 20319 times

15-Grind.jpg
Heavy metal rap shit!!
15-Grind.jpg (467.14 KiB) Viewed 20319 times

16-Þvinga.jpg
Svaka græja fyrir fagmenn. Kom sér vel þarna en ekki notað hana síðan
16-Þvinga.jpg (457.07 KiB) Viewed 20319 times

17-Suða.jpg
17-Suða.jpg (369.13 KiB) Viewed 20319 times

18-kerra.jpg
18-kerra.jpg (512.92 KiB) Viewed 20319 times

19-Kerra.jpg
19-Kerra.jpg (455.11 KiB) Viewed 20319 times



Fórum ferð um sumarið á Syðra Fjallabak með kerruna og það gekk nú eiginlega allt vel þangað til að það fór balancestangarendi að aftan hjá mér rétt við Strút. Rosalegt bank og afturdekkið fór að dúndrast upp og nudda í hjólskálar í látum. Líklega var kerran ekki að bæta ástandið. Þannig að það var hökt niður á þjóðveg og svo í bæinn. Það hafði reyndar gerst einnig talsvert á Gæsavatnaleið að dekkin bæði að framan og aftan nudduðu hjólskálanar í mestu látunum.

Lærdómurinn af þessu var að íhlutir eru ekki allir jafnir og að kannski er ekki alltaf best að kaupa ódýrustu varahlutina. Fór ég niður í Heklu og bað um þrjá orginal balancestangarenda að aftan. Sölumaðurinn benti mér á að það væru bara tveir í bílnum en ég ætla ekki að lenda í þessu aftur þannig að nú er alltaf einn til vara í bílnum á ferðum. Bremsurnar voru heldur ekkert sérstaklega góðar eftir upptektina árið áður en ég hafði keypt svona næstum ódýrustu diskana og klossana á Autodoc. Ég skipti því út aftur og setti Brembo diska og klossa hringinn, þvílíkur munur. Svo var ég ekki fyllilega sáttur við fjöðrunina í bílnum og langaði í stillanlega dempara eins og voru orginal. Eina sem var til sem ég fann og passaði beint voru Rancho 9000 en ég fann bara að framan sem ég þá keypti. Svo urðu fyrir valinu Bilstein 4600 að aftan. Er mjög sáttur við þetta kombó og hefur komið mjög vel út. KYB gas-a-just er líklega best bara í F350 eða álíka trukka. Stend mig að því oftar að kaupa orginal hluti jafnvel þótt að munurinn sé talsverður…. En svona samt innan skynsemismarka.


20-Bilstein.jpg
Þetta gefur auka 15 hestöfl skv. Kananum
20-Bilstein.jpg (278.35 KiB) Viewed 20319 times


Á þessum tímapunkti var ekkert ákveðið með endanlega stærð á dekkjum en Toyo AT dekkin hafa komið vel út en voru að mér fannst vera á nippinu fyrir vetrarakstur þar sem þau eru farin að eyðast nokkuð. Ákvað að kaupa 35 Toyo MT sem eru breiðari og fékk mér 12.5 tommu breiðar felgur en réttlætingin fyrir felgunum var að þær væru fínar fyrir 38 tommu í framtíðinni. Þessi dekk sköpuðu smá áskoranir því nú var varla hægt að beygja á bílnum. Því var fyrst reddað með sleggjunni, nokkuð sem ég hefði ekki átt að gera. Svona skrölti ég á bílnum í nokkrar vikur en ákvað þá að hækka hann á body um 3 tommur. Í leiðinni hækkaði ég fjórar bodyfestingar og smíðaði beisli að framan eitthvað sem er á öllum alvöru jeppum en ég hef amk ekki ennþá notað neitt.

Verkkvíði minn er alltaf töluverður og gilti það svo sannarlega um þessa hækkun. Kveið mest því að bremsurör myndu fara í sundur með allskonar veseni, það yrði meiri háttar mál að tjakka hann upp og losa allar festingar. Reyndin varð sú að vafningarnir á bremsurörunum drógust bara út, það gekk vel að koma kubbunum fyrir. Það sem reyndist hinsvegar maus var að lengja í millikassastönginni of fá beygjuna á henni rétta. Svo fór ótrúlegur tími í hluti sem ég hélt að tæki enga stund eins og að færa niður vatnskassann, lengja í miðstöðvarhosum og föndra festingar upp á nýtt fyrir stuðarana. Held að lærdómurinn af þessu sé að um 90% af svona verki taki um 50% af tímanum en þessi 10% sem eru í raun bara pillerí sé hin raunverulega vinna.

21-Beisli.jpg
21-Beisli.jpg (235.26 KiB) Viewed 20319 times

22-Beisli.jpg
22-Beisli.jpg (281.31 KiB) Viewed 20319 times

23-Kubbur.jpg
23-Kubbur.jpg (181.15 KiB) Viewed 20319 times

24-Beisli.jpg
24-Beisli.jpg (3.05 MiB) Viewed 20319 times


Svo um sumarið var gerð önnur tilraun með Fjallabak syðra og þar gekk allt upp. Frábær ferð þar sem var gist í fimm nætur, fólk, hundar og bíll voru ein heild og undir lokin var þetta eins og lítill smurð vél þar sem hver hafði sitt hlutverk við að koma upp tjöldum, pakka og svo framvegis. Reyndar hafði nokkru áður verið leiðinda gangtruflanir í bílnum sem voru lagaðar með nýjum kertum og þráðum. Þetta ýtti mér í það að skipta um vél sem ég held að hafi verið rétt. Það að setja hann á 5.29 hlutföll held ég að hafi falið vandmálið með vélina sem var í honum. Líklega var eitthvert vesen á vatnsganginum þannig að kælivatn komst inn í brunahólfið, amk þá þurfti alltaf að setja smá kælivökva á hann annars lagið þrátt fyrir að ég hafi skipt um allar pakkningar á vélinni sem tengdust kælikerfinu. Þessum vélaskiptum er annars lýst hér á spjallinu:http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=22&t=36101

í haust var staðan semsagt sú að búið er að lækka hlutföll, hækka á body og setja öflugri vél í bílinn. Þá hófust miklar pælingar um hvað ætti að fara langt í dekkjastærðinni. Það eru vissulega rök að halda sig bara við 35 tommuna enda kemst maður flest allt í sumarferðum á slíkum dekkjum. Einfaldast væri að fara í 38 tommu þar sem ég á felgur fyrir þau dekk. Þegar ég var að ræða þetta í eitt skipti við kvöldmatarborðið þá spurði dóttir mín um hvað ferðafélagi okkar væri á stórum dekkjum og þegar ég svaraði því (38 tommu) þá sagði hún: „þá förum við á 40 tommu“. Ég tel þetta bara fullgild rök en einhvernveginn í áframhaldandi pælingum þá urðu 40 tommu dekkin að 42 tommum. Það er semsagt stefnan að fara í 42 tommu Goodyear. Veit að þetta eru ekki bestu snjódekk sem til eru en þau eru góð á vegum hef ég heyrt og ég ætti að drífa amk ekki minna en 38.

Nú svo þetta var ákvörðunin. Langaði í 17x14 tommu Arctic trucks felgur og þessi dekk. Hvorugt til vegna COVID!!! Svo ég keypti felgur af Jeppafelgur.is og bar mig aumlega á Facebook og var gefið ónýtt 42 tommu dekk til að geta byrjað. Er byrjaður og reyni að pósta breytingunni svona tiltölulega jafn óðum.

25-Matun.jpg
Stórir draumar
25-Matun.jpg (268.29 KiB) Viewed 20319 times
Síðast breytt af muggur þann 23.mar 2022, 09:25, breytt 3 sinnum samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 08.mar 2022, 16:40

Skil reyndar ekki afhverju myndirnar koma í vitlausri röð!!!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Axel Jóhann » 08.mar 2022, 22:22

Gaman af þessu brasi, ég man þegar ég opnaði þennan þráð fyrst þegar þú varst að vesenast við að skipta um spindilkúlu útá plani, þessi della er fljót að vinda upp á sig!
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Sævar Örn » 08.mar 2022, 22:35

Þetta er frábært og víkkar möguleikana á ferðalögum ykkar hvort sem er að vetr eða sumri, jafnframt veitir þér sem ökumanni og eiganda meira sjálfstraust að þekkja bílinn svona vel og geta brugðist við hvers kyns uppákomum eða bilunum jafnvel í óbyggðum, ekki síst til að aðstoða aðra.

Manni þykir einmitt hálf dapurt að verða vitni að hálf ósjálfbjarga ferðafólki á hálendinu til dæmis vegna loftlausra hjólbarða en sú er nú raunin engu að síður þó auðvitað að sumarlagi, og auðvitað skyldi engann dæma samkvæmt því. Á veturna sérstaklega ganga þær ferðir einmitt best þar sem flestir eru svo til sjálfbjarga með sitt og geta þá amk. "verkstýrt" ef eitthvað kemur upp á og aðstoðar nýtur.

Sjálfsbjörgin er holl og þú ert alveg á réttri leið með þetta dæmi og getur tekist á við hvaða raunir sem á vegi verða í framhaldinu, nú er bara þín vegna að vona að bensínlítrinn fari ekki mjög langt suðuryfir 300 kallinn :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 09.mar 2022, 10:46

Sævar Örn wrote:Sjálfsbjörgin er holl og þú ert alveg á réttri leið með þetta dæmi og getur tekist á við hvaða raunir sem á vegi verða í framhaldinu, nú er bara þín vegna að vona að bensínlítrinn fari ekki mjög langt suðuryfir 300 kallinn :)


Takk takk og já þetta er svakalegt með bensínverð. En ef þetta styttir stríðið þó ekki sé nema um nokkrar mínútur þá verður bara að hafa það.

Áfram með smjörið. Miðað við internetið þá ættu 42 tommu dekk að vera allt í lagi á þessum hlutföllum. Geri nú ráð fyrir að hann verði aðeins þyngri á sér og drekki aðeins meira eftir breytingu en hinsvegar er alveg ljóst að núna er hann á of lágum hlutföllum. Er í um 2500 snúningum á ca 90km hraða. Kosturinn er hinsvegar að hann er fjandi sprækur og gaman að stríða bmw og slíku á umferðarljósum.... svona áður en þeir fatta að gefa aðeins í.

03-Hlutföll.jpg
Tafla af netinu. Virðist allt sleppa mtt hlutfalla að fara úr 35 í 42 tommur.
03-Hlutföll.jpg (800.4 KiB) Viewed 20294 times


Á einhverjum tímapunkti reddaði ég mér notuðum köntum fyrir 38 tommu en þeir voru dáldið vel lifaðir (rispaðir) og í vitlausum lit. Þannig að ég fór í Orku uppi á Höfða og spurði ráða. Jú pússa þá með þremur gerðum af sandpappír, 180, 320 og svo að lokum 1200 vatnspappír. Svo að setja fylligrunn, pússa aðeins yfir lakk og svo að lokum harða glæru. Fór í gegnum þessa seremóníu eftir að hafa sparslað í nokkur brot í köntunum.

001-Sandpappir.jpg
Þessu mælti ORKA með fyrir undirvinnu á köntum
001-Sandpappir.jpg (261.92 KiB) Viewed 20294 times

001-Malingarefni.jpg
Svo var það grunnur, hörð glæra og sparsl. Einnig lakk á spreybrúsa
001-Malingarefni.jpg (329.47 KiB) Viewed 20294 times


Undirvinna finnst mér alveg svakalega leiðinleg svo eftir 10 mínútur var það bara juðarinn og þá fórum við að dansa. Árangurinn var alveg ásættanlegur. Ég heilla engan bílamálara en svona úr hæfilegri fjarlægð sjást ekki rykkorn og einstaka hundahár í lakkinu.

01-KantarOmalad.jpg
Djöfull er leiðinleg svona undirvinna
01-KantarOmalad.jpg (316.83 KiB) Viewed 20294 times

02-KantarMaladir.jpg
Kemur ágætlega út á mynd og ef maður stendur í 2 metra fjarlægð
02-KantarMaladir.jpg (311.32 KiB) Viewed 20294 times


Planið fyrir breytinguna er ca svona. Klára framendann, þ.e. úrklippur, bætur og kanta fyrst og taka svo afturhlutann. Þar er planið að færa hásingu um 12 til 13cm og þá í leiðinni að taka aftasta hlutann af grindinni og láta sandblása og klæða grindina með nýju stáli. Gerði við hana aftast hægra megin fyrir svoldu síðan en nú er einnig komið gat vinstra megin sem þarf að laga fyrir skoðun. Ætla að færa þessar 6 bodyfestingar sem eru á afturhlutanum upp og þar með að hafa bara klossa á tveimur festingum (af 12). Það verður talsvert bras í afturhlutanum, lengja bremsurör, handbremsubarka, færa tank upp, lengja drifskaft og örugglega margt annað. Svo þarf að breyta köntunum líka að aftan, þessvegna málaði ég þá ekki með framköntunum þar sem ég þarf að taka þá í sundur.

Þessvegna byrjaði ég á framendanum.
Síðast breytt af muggur þann 09.mar 2022, 12:28, breytt 1 sinni samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 09.mar 2022, 11:22

On with the butter!!!!

Fyrst var að ná gömlu köntunum af, bílnum var breytt af umboðinu á sínum tíma eða amk seldur frá umboðinu með þessum breytingapakka. Ekkert ryð var undir köntunum og bodyskrúfurnar voru pikkfastar. En með dúkahníf og slípirokk gekk ágætlega að ná köntunum af. Sú ákvörðun að víkka hjólaskálanar að framan með sleggju árið áður kom mér nú í koll. Drulla hafði safnast milli brettis og dyrastafs þannig að neðsti hlutinn á brettinu var nánast ryðgaður í sundur og endinn á sílsinum var helvíti tæpur. Samt kom mér skemmtilega á óvart að þegar ég opnaði sílsinn þá var bara snoturt um að litast þar, bara nánast eins og þegar hann kom af færibandinu í Japan. En því miður gleymdi ég að taka mynd af fegurðinni.

01-KantarAf.jpg
Nánast ekkert ryð undir köntunum þrátt fyrir bodyskrúfur
01-KantarAf.jpg (264.9 KiB) Viewed 20288 times


Hluti af planinu var að smíða máta (skapalón/þversnið af dekkinu á felgu) til að auðvelda vinnuna. Pældi og mældi alveg svakalega og ákvað að hafa hann aðeins rúmlega of stóran. Útkoman var bara nokkuð flott þó ég segi sjálfur frá en því miður átti hann lítið skilt með raunverulegu þversniði af dekkinu. Svo ég endaði á kraftlyftingum reglulega við að setja dekkið á til að sjá hvort að klippan væri nóg.

02-Mati.jpg
Þetta átti að létta vinnuna
02-Mati.jpg (295.65 KiB) Viewed 20288 times

03-Mati.jpg
Verið að máta mátan undir
03-Mati.jpg (300.89 KiB) Viewed 20288 times


Byrjaði á hægri hliðinni bara af því að hún lá betur við í skúrnum.Þurfti alveg ótrúlega margar ítranir af því að setja dekkið á og taka af. Mistökin voru kannski helst sú að losa ekki vindustangirnar strax og tjakka upp hjólabúnaðinn strax í efstu stöðu.

04-Klippa.jpg
Byrjað að klippa
04-Klippa.jpg (270.5 KiB) Viewed 20288 times

044-FyrstaMatun.jpg
Það gerir mikið fyrir móralinn að setja dekkið undir
044-FyrstaMatun.jpg (224.96 KiB) Viewed 20288 times

05-Klippa.jpg
Klippt meira
05-Klippa.jpg (154.44 KiB) Viewed 20288 times

07-MatunBotn.jpg
Dekkið í hæðstu stöðu
07-MatunBotn.jpg (233.84 KiB) Viewed 20288 times

08-Klippa.jpg
Nokkurnveginn eins og klippan endaði
08-Klippa.jpg (206.63 KiB) Viewed 20288 times

09-Klippa.jpg
Dekkið í hæðstu stöðu og botn beygju
09-Klippa.jpg (276.35 KiB) Viewed 20288 times


Svo var byrjað að sjóða í gatið. Upprunalegt plan var að nota 3mm í hurðarstaf og síls og svo um 1mm í hvalbakinn. En þegar á hólminn var komið þá var klippan ekki svo mikil úr hurðarstafnum sem og hann var allur úr ca 1-1.2mm efni að 3mm var einhvernvegin hálf asnalegt. Svo niðurstaðan var sú að nota bara afganginn af efninu sem var notað í brettin á kerrunni, þ.e. 1.5mm. Þetta kostaði dáldið ofbeldi með kúluhamar en gekk ágætlega.

Mesta vesenið var að ég þurfti að klippa það mikið að ég fór upp yfir samskeytin milli hvalbaks og innrabrettis. Þannig að fyrst þurfti að sjóða bót þar á milli og svo þurfti að loka inn í húsið. Þarna hægra megin fyllti ég svo upp með tveimur bútum sem var óþarfi og vinstra megin varð þetta bara ein bót.

10-Bot.jpg
Byrjað að staga í gatið
10-Bot.jpg (309.23 KiB) Viewed 20288 times

11-Bot.jpg
Búið að loka
11-Bot.jpg (337.3 KiB) Viewed 20288 times
Síðast breytt af muggur þann 09.mar 2022, 12:32, breytt 1 sinni samtals.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 09.mar 2022, 11:51

Það gekk nú mun hraðar vinstra megin, eiginlega bara miklu hraðar. Verð ábyggilega bara krotér með þriðja framdekkið :-) Hermdi eftir Óskari einfara að bora göt á bæturnar og sjóða ró bakvið til að nota sem festingar t.d. fyrir brettakantaplastið.

01-VinstriHlið.jpg
Búinn vinstra megin
01-VinstriHlið.jpg (292.46 KiB) Viewed 20284 times


Það er alltaf eitthvað óvænt og hjá mér var það tvö stór göt í innra brettinu, reddaði því með bótum með sem hægt er að skrúfa í. Reyndar þegar til átti að koma nennti ég ekki að stilla plastið af með tilliti til þessara gata og dúndraði bara bodyskrúfum í þetta. En það má nota þessi göt fyrir úrhleypibúnað í framtíðinni.
02-ÞaðErAlltafEitthvað.jpg
Allt verður ógæfu minni að vopni
02-ÞaðErAlltafEitthvað.jpg (443.9 KiB) Viewed 20284 times

03-Brettaró.jpg
Reddað
03-Brettaró.jpg (403.24 KiB) Viewed 20284 times


Til að verjast árásum ryðmauranna þá fór ég í eftirfarandi efnavarnir:
1. Jotamastic 90 grunnur, skv Slippfélaginu er það nýrri útgáfa af Jotamastic grunninum sem oft er mælt með hér. Þetta er tvíþátta epoxy grunnur, alveg baneitraður.
2. Pensilkítti (Dintrol) yfir allar suður (líka inni í húsi).
3. Grjótvörn (tektíll) svo yfir allt og nóg af henni, það er að utan. Að innan málaði ég með Hammerite.
4. Sprautaði Prolan (Heavy) inn í sílsana og hurðarstaf til að verja járnið hinum megin frá.

Lakk.jpg
Efnin sem ég notaði
Lakk.jpg (919.78 KiB) Viewed 20284 times

04-Grunnur.jpg
Búið að grunna
04-Grunnur.jpg (332.5 KiB) Viewed 20284 times

05-Grjótvörn.jpg
Luðraði þremur umferðum yfir af grjótvörn
05-Grjótvörn.jpg (383.57 KiB) Viewed 20284 times


Brettakantar festir með svörtu límkítti frá Wurth (en líka á nokkrum stöðum með bodyskrúfum) og svo brettakantaplast frá Málmtækni milli ytri brúnar kanta og innra brettis. plastið látið ganga vel inn í hjólaskálinu og fest með bodyskrúfum og boltum.

06-Plast.jpg
Plast frá málmtækni í hólf og gólf
06-Plast.jpg (197.23 KiB) Viewed 20284 times

07-Lokamatun.jpg
07-Lokamatun.jpg (372.15 KiB) Viewed 20284 times

08-Lokamatun.jpg
08-Lokamatun.jpg (330.49 KiB) Viewed 20284 times


Þá var framendinn búin og hann var ekki eins asnalegur svona á 35 tommu og með litlu kantana að aftan og ég bjóst við.

09-Framanbuid.jpg
09-Framanbuid.jpg (385.4 KiB) Viewed 20284 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 10.mar 2022, 18:21

Það byrjar ekki gæfulega vinnan við afturendann

5D8CFD98-9987-4223-96DB-8F941D4F7543.jpeg
Vesen
5D8CFD98-9987-4223-96DB-8F941D4F7543.jpeg (1.79 MiB) Viewed 20157 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Axel Jóhann » 12.mar 2022, 00:32

Héðinn átti á sínum tíma skurðarteikningar fyrir grindina í þessum bílum á þessum stað, ættir að geta keypt "bætur" hjá þeim. Það flýtir allavega fyrir.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Kúldi
Innlegg: 1
Skráður: 12.mar 2022, 02:12
Fullt nafn: Óskar Kúld

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Kúldi » 12.mar 2022, 03:18

Axel Jóhann wrote:Héðinn átti á sínum tíma skurðarteikningar fyrir grindina í þessum bílum á þessum stað, ættir að geta keypt "bætur" hjá þeim. Það flýtir allavega fyrir.

í fljótri leit þá sýnist mér að við í Héðni eigum til eitthvað í grindina á þessum stað :)
Ford E250 1990- 38"
Toyota Hilux 1999 -33"

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 12.mar 2022, 09:59

Dagurinn í gær fór í að skera í sundur grindina og ná henni undan. Það gekk á ýmsu en planið var að losa öll rör og bara í heilu svo sem minnst þyrfti að eiga við slík leiðindi þegar þetta er sett saman. Bara að toga aðeins fram bremsurörin enda slatti af vafningum eftir og svo setja smá slöngubút á bensínlagnirnar. Þetta hefði ábyggilega verið gott plan fyrir 10-15 árum en núna voru allar röraklemmur og slíkt ýmist ryðgað fast eða molnaði bara í sundur þegar var tekið á því. Kemur í ljós að bensínrörin hanga bara saman af gömlum vana og um leið og aðeins var komið við þau fór að sprautast út bensín. Þannig að það þarf að endurnýja öll þessi rör. Þægilegast væri að setja bara gúmmíslöngur í staðinn en þegar ég spurði á facebook komu fram áhyggjur af þrýstingi vegna þess að það er bein innspýting í bílnum. Væri gott að fá ráð frá fleirum. Pickupið (eða stykkið sem festist í tankinn og dælan er í) er sama marki brennt, stútarnir eru illa ryðgaðir. En mig grunaði það nú svo það stykki er til á lager hjá mér.

Gekk betur með bremsurörin enda bara þrjú ár síðan þau voru endurnýjuð. Reyndar er ég kominn á þá skoðun að bremsurör frá Millner Offroad séu bara einnota því að pípulykilinn greip ekki kóninn og þegar vinkona mín wisegriptöngin tók á þessu þá bara snérist upp á rörið þannig að það er eins og pastaskrúfa. En ef ég slepp með eitt bremsurör þá er ég góður.

Svo er alltaf það sem á að vera svo auðvellt sem verður að brasi og hjá mér voru það boltarnir í bodyfestingunum. Orginal eru boltarnir með skinnu og hálfgerða sveif á hausnum. Þannig að það þarf ekkert að halda á móti þegar róin er hert. En í settinu sem ég keypti þá voru bara venjulegir boltar með 17mm haus. Á tveimur stöðum hafði hausinn á boltanum grafið sig hálfpartinn niður svo að toppurinn náði ekki góðu gripi. Við þetta brasaði ég í góða stund þangað til að ég fattaði að ég ætlaði ekkert að nota þessa helvítis bolta aftur. Líklega hefur heilinn verið mettaður af bensíngufum. Stórvinur minn slípirokkurinn reddaði þessu fljótt og vel.

Hugmyndin var að renna bara grindinni með dekkjunum undan en það gekk náttúrulega ekki þar sem að dekkin sluppu ekki útúr hjólaskálunum. Skrapp í húsasmiðjuna og keypti 2 hjólabretti sem eiga að þola 250 kg og þá var hugmyndin að slanka hásingunni niður á þau og svo bara rúlla draslinu undan. Þetta fór ekki eins og planað var því að eitt hjólið undir brettinu brotnaði en með hjálp hjólatjakks og góðum slatta af bölvi þá tókst mér að draga grindina undan. Það hjálpaði líklega ekki að samkvæmt bensínmælinum var tankurinn hálfur eða um 45 lítrar af bensíni í honum. Greinilega ekkert að marka mælinn því að ég fyllti þrjá bensínbrúsa og það er slatti eftir á tanknum.

Kom mér skemmtilega á óvart að innanmálið á grindinni er 50x100 sem er akkúrat stærðin á bitanum sem ég notaði sem beisli á kerruna. Þannig að kerruafgangar koma sér aftur alveg gríðarlega vel.

Nú er planið að dunda við að smíða upp grindina að aftan og eftir málun að koma henni undir aftur. Það verður líklega mesta brasið að fá þetta beint og flott akkúrat 13 cm aftar en hún var. Djöfull væri gott að eiga lyftu og gírkassatjakk....
Viðhengi
Grind01.jpg
Tilbúin í krabbameinsaðgerð
Grind01.jpg (1.35 MiB) Viewed 19997 times
Grind02.jpg
Heyrist nánast bergmál
Grind02.jpg (955.11 KiB) Viewed 19997 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Sævar Örn » 12.mar 2022, 11:57

Flott hjá þér, að taka þetta með áhlaupi

Nú getur þú dundað þér við smíðina og slærð amk. 2 flugur í einu höggi

Varðandi eldsneytislagnir þá hafa slöngur frá Landvélum merktar fuel / oil og með hámarksþrýsting 10bar reynst mér vel, aðrar slöngur, jafnvel þó séu merktar fuel / oil hafa elst mjög hratt og fúnað, ég er vísu með díesel núna en slöngurnar eru frá vori 2017 og sem nýjar.

En vitaskuld er stálrör að fara að endast þér önnur 20 áhyggjulaus ár ef þú ferð í þá átt, og ég mæli með því ef þú nennir því
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 12.mar 2022, 18:54

Kúldi wrote:
Axel Jóhann wrote:Héðinn átti á sínum tíma skurðarteikningar fyrir grindina í þessum bílum á þessum stað, ættir að geta keypt "bætur" hjá þeim. Það flýtir allavega fyrir.

í fljótri leit þá sýnist mér að við í Héðni eigum til eitthvað í grindina á þessum stað :)


Held ég kíki í Héðinn strax á mánudagsmorgun. Ryðkrabbameinið er all svakalegt vinstra megin í grindinni. Segi nú eiginlega að það var gott að ég fór í þessa breytingu því ekki hefði ég viljað dröslast um hálendið með kerru og grindina svona.
Viðhengi
A5C37DA6-8CD0-46C1-BB97-BD9022F67485.jpeg
A5C37DA6-8CD0-46C1-BB97-BD9022F67485.jpeg (2.99 MiB) Viewed 19918 times
7D7039C3-022A-4840-BDA5-52A5D1B4EAFE.jpeg
7D7039C3-022A-4840-BDA5-52A5D1B4EAFE.jpeg (4.66 MiB) Viewed 19918 times
2AD1DB06-EDD8-4FF8-B419-85903F914D81.jpeg
2AD1DB06-EDD8-4FF8-B419-85903F914D81.jpeg (4.91 MiB) Viewed 19918 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá Axel Jóhann » 12.mar 2022, 19:39

Ég hef smíðað upp nokkra svona bíla, alveg ótrúlegt hvað þeir ryðga allir eins. Enn stykkin úr héðni flýta fyrir manni með þetta.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 21.mar 2022, 09:57

Þetta potast áfram.... bara alveg ótrúlega hægt.

Grindin var mun verr farin en ég hélt og ég er nokkuð viss um að margir pajeroar hafa lent í pressunni fyrir minni ryðsakir en minn.
01-B_endi.jpg
Balancestangarendafesting nánast horfin
01-B_endi.jpg (215.64 KiB) Viewed 19562 times

02-Grind.jpg
Grindin kominn inn í skúr
02-Grind.jpg (512.24 KiB) Viewed 19562 times


Þetta þýddi í raun að það þurfti að smíða grindina upp á nýtt. Sem betur fer var ég búinn að redda mér helling af 3mm járni. Man ekki hvað það heitir eitthvað annaðhvort stál 52 eða s355j2. Segja má að ég hafi nánast klætt alla grindina á alla kanta í þessari uppgerð. Sem betur fer voru kantarnir á grindinni yfirleitt í lagi þannig að það var hægt að sjóða í þá en þó ekki alltaf.

03-Suða.jpg
03-Suða.jpg (352.37 KiB) Viewed 19562 times

04-Suða.jpg
04-Suða.jpg (544.17 KiB) Viewed 19562 times


Hugmyndin var að klæða grindina, tylla henni undir til að fá bodyfestingarnar á réttan stað, taka hana undan og klára smáhluti og mála. Þetta er svona eitt af þessum plönum sem hljóma rosalega vel en virka ekki alveg í raun. Innanmálið á grindinni er 100x50mm og setti ég 4mm þykkan bita inn í grindina. Það þarf reyndar aðeins að fræsa í 2 horn á bitanum til að hann renni inn. Ég hugsaði þetta þannig að bitinn ætti að fara vel inn í grindina, amk 20cm í báðar áttir sem varð reyndar nærri 30cm þegar á hólminn var komið. Pælingin var að þetta gæfi betri burð með möguleika á fleiri suðum auk þess að minnka líkur á skekkju í grindinni eftir samsetningu. Þetta gekk vel en reyndar hafði grindin gliðnað aðeins í allri þessari suðu þrátt fyrir að ég hafi sett bita á endana þannig að strekkband og svo sleggjan hjálpuðu til við að koma þessu saman. En ég var ekki að fara að nenna að berja grindina lausa aftur þannig að það þarf bara að vinna restina með grindina undir bílnum. Það er svosem ekkert mikið mál þar sem að hásing, bensíntankur og púströr er ekkert að þvælast fyrir.

05-Tjakkur.jpg
Heimasmíðaður "gírkassatjakkur"
05-Tjakkur.jpg (381.48 KiB) Viewed 19562 times

06-Samskeyti.jpg
Komið saman 13cm len
06-Samskeyti.jpg (188.19 KiB) Viewed 19562 times


Svo er núna er ég að dunda við að koma bodyfestingunum aftur á og ganga frá samsetningunni undir bílnum. Kom sér vel að ég geymdi orginal bodyfestingarboltana og get því endurnýtt þá.

07-Bodyfesting.jpg
Aftasta bodyfesting
07-Bodyfesting.jpg (281.29 KiB) Viewed 19562 times

08-Samskeyti (1).jpg
Búið að grilla saman
08-Samskeyti (1).jpg (78.22 KiB) Viewed 19562 times

99-Boltar.jpg
Orginal boltarnir
99-Boltar.jpg (401.03 KiB) Viewed 19562 times


Er dáldið að velta fyrir mér útfærslunni á stuðaranum m.t.t. dráttabeislisins.

09-Kaldur.jpg
Verið að pæla í útfærslu á grindarrassinum og stuðara
09-Kaldur.jpg (100.04 KiB) Viewed 19562 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 28.mar 2022, 08:34

Þetta potast áfram, verst hvað vinnan er mikið að trufla mann við áhugamálið!!!

Þetta hefur eiginlega verið mest frágangur og smáhlutir. Gekk frá samskeytunum, þakti bitana í lengingunni með 3mm járni, kláraði að færa upp allar bodyfestingar og smíðaði vasa fyrir balancestangarendana. Tók Sovésku leiðina að nota stál og nóg af því, þannig að í stað 3mm orginal er nú 4 mm. Ætti að endast bílinn. Lengdi í þverstífuturninum um 7.5cm sem er samsvarandi við gormana (3 tommu hækkun).

10-Grind.jpg
Frágangur á samskeytum
10-Grind.jpg (827.64 KiB) Viewed 19275 times


11-Grind.jpg
Festingar fyrir balancestöng
11-Grind.jpg (667.58 KiB) Viewed 19275 times


12-grind.jpg
Lengt í stífuturni
12-grind.jpg (684.65 KiB) Viewed 19275 times


13-Grind.jpg
Samskeyti
13-Grind.jpg (430.45 KiB) Viewed 19275 times


Er núna að brasa í að færa bensíntankin aðeins upp og þarf stytta festingarnar að framan og færa upp að aftan. Það kemur til með að vera eitthvað föndur við endan á grindinni því það er heldur þrengra um tankinn en var orginal. Ætti samt allt að sleppa. Það er ekkert leyndarmál að ég hermi mikið eftir breytingunni hjá Þorvaldi Stefánssyni sem er mjög vel mynduð og skráð inni á Facebookhópnum "Pajero Gen2 breyttir" enda margar sniðugar lausnir hjá honum og svo hef ég fengið að kíkja á bílinn hans tvisvar sinnum. Hans útfærsla á því að færa tankinn upp er einmitt mun betri en sumt sem ég hef séð á svipað breyttum bílum.

Það er semsagt núna eftir að klára afturendann á grindinni, færa festingar fyrir handbremsubarkana og endursmíða festingu fyrir bremsuslönguna frá deili niður í hásingu. Svo pípulagnir að bensíntank.... þegar það er búið þá styttist í að hægt sé að bora í grindina til að opna hana, Prolan og málingu.

Svo eru það dekkin. Það ætlar að verða löng bið í Goodyear 42 tommu. Klettur hefur ekkert frétt og Summit er búin að færa aftur dagsetninguna í þriðja skiptið um 2 mánuði fram í miðjan júlí. Tveir aðrir dekkjasalar í USA segja að þeir hafi ekki hugmynd um hvenær þessi dekk koma. Svo ég ætla að halda plani og breyta bílnum fyrir 42 tommur en er búinn að panta mér 40 tommu Toyo dekk. Hef alveg heyrt að þetta séu of stíf dekk fyrir svona frekar léttan bíl en þó fer aðeins tvennum sögum af því. Aftur á móti er Toyo ákaflega góð dekk og hafa reynst mér vel. Svo kannski næsta vetur verða Goodyear komin aftur..... verð bara að sleppa því að kaupa mat en hvað gerir maður ekki fyrir áhugamálið. Svo til að fyrirbyggja vesen þá ætla ég að láta valsa felgurnar frá Ella áður en ég set dekkin á, læt setja krana í leiðinni fyrir úrhelypibúnað framtíðarinnar.

En næsta mál er að klára hásingarfærsluna og byrja á úrklippingu og köntum.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 28.mar 2022, 18:12

Þeir voru snöggir að afgreiða mig í Nesdekk. Nú er ekkert pláss í skúrnum til að vinna í bílnum. Ekki góð verkefnastjórnun en þessi sýn rífur upp móralinn!!!

Eru svona dekk ekki bara flott stofustáss?
Viðhengi
36227BAB-7202-48B2-91BA-A73CBDFC4F3A.jpeg
Moralbooster!!!
36227BAB-7202-48B2-91BA-A73CBDFC4F3A.jpeg (3.73 MiB) Viewed 19212 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 08.apr 2022, 09:09

Þetta gengur hægt en gengur þó.

Búin að vera mörg handtökin við hitt og þetta.... Hinar og þessar smásuður í grindina, leggja rör aftur að bensíntanki. Skipta um bensínsíu og dútl. En ég fór semsagt í að leggja ný rör að bensíntanknum og sleppti því að leggja slöngur. Finnst það einhvernvegin líta betur út að hafa það þannig. Núna er ég með martraðir að kínadælan mín nái ekki að dæla upp þrýstingi í gegnum tóm rör og tóma bensínsíu þegar ég loks reyni að starta bílnum þegar þar að kemur. Reynslan segir mér samt að það muni eitthvað bras verða en það verður ekki þetta nýja pickup.

03-GR.jpg
Bensín pickup frá Kína og rær frá Japan
03-GR.jpg (3.05 MiB) Viewed 18770 times


Málaði grindina með Jotamastic grunni og svo yfir með svörtu bátalakki sem sölumaðurinn í Slippfélaginu sagði að væri hið margrómaða Hardtop í íslenskum umbúðum. Það allavega virðist koma vel út, alveg hnausþykkt og svona eilítið mjúk áferð að koma við það.

01-GR.jpg
Epoxygrunnur
01-GR.jpg (2.95 MiB) Viewed 18770 times


02-GR.jpg
Bátalakk
02-GR.jpg (2.82 MiB) Viewed 18770 times


Svo var góður dagur í gær. Setti hásinguna undir og þegar það var búið þá fór mér að líða eins og hugsanlega, jafnvel, kannski muni þetta project einhverntíma klárast. Hásingin hefur samt ekki haft gott af því að standa úti í mánuð, farið að falla vel á diskana en vonandi hreinsast það um leið og farið er að keyra bílinn.

04-Grr.jpg
Loksins komin hjólabúnaður að aftan. Hásingin tjökkuð upp í efstu stöðu til að geta klippt nægjanlega úr
04-Grr.jpg (1.32 MiB) Viewed 18770 times


Svo var rokið í það að byrja að klippa og máta undir. Þannig að staðan er núna að búið er að klippa hægra megin en það á eftir að sjóða í klippunar.

05-GR.jpg
Klippi klippi
05-GR.jpg (2.87 MiB) Viewed 18770 times


06-GR.jpg
Klippi klippi
06-GR.jpg (2.96 MiB) Viewed 18770 times


Svo til að halda uppi móralnum fór ég aðeins í það að máta kantana undir. Reyndar þurfti svosem að gera það til að sjá hvort úrklippan væri nægjanleg. Það verður eitthvert trebba bras að lengja þá. Hlakka ekki til því ég enþá með martraðir frá því fyrir um 30 árum þegar ég átti Súkku á námsárunum þar sem bodyið var eiginlega meiri trebbi en stál.

Nokkuð ljóst að upprunalegt plan um að bíllinn yrði tilbúinn fyrir páska stenst ekki.

07-GR.jpg
Brettakantapælingar
07-GR.jpg (1.26 MiB) Viewed 18770 times


08-GR.jpg
Brettakantapælingar
08-GR.jpg (1.27 MiB) Viewed 18770 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá olei » 09.apr 2022, 11:39

Gaman að lesa þetta og sjá framkvæmdagleðina. Þetta verður eðal-Pajero eftir breytingu.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 28.apr 2022, 11:58

Drifkrafturinn hefur aðeins verið minni núna. Það að sjóða í body dregur eiginlega úr manni viljan til lífs. Sérstaklega að bogra inni í hjólskál í þrengslum og veseni. Það er semsagt búinn að fara heilmikill tími í að sjóða í brettin en vissulega spiluðu páskarnir inn í og verkið tafðist.

Annað sem búið er að gera er að setja gormana aftur undir og tengja balancestöngina aftur. Tengja rafmagn og setja afturstuðran á. Tengja bremsurnar og handbermsuna en á reyndar eftir að lofttæma kerfið. Svo búið að setja nýjar slöngur fyrir lásinn og öndunina á drifinu. Það var hitahlíf undir miðstöðvardótinu að aftan sem var nánast horfin úr ryði. Ákvað í stað þess að reyna að smíða slíkt (eða bara að sleppa þessu) að panta hlífina, kom frá Japan á ca 20 þús kall. Fannst það ekki svo illa sloppið.

Smári í Skerpu lengdi skaftið og er það í raun eini stóri hluturinn sem á eftir að fara í bílinn. Svo er bara á næstunni að fara að koma köntunum á og klára þetta helvíti....
Viðhengi
image.jpg
Færsla á bensínlúgu - uppstilling
image.jpg (91.6 KiB) Viewed 18066 times
image_1.jpg
Bensínlúga - búið að sjóða
image_1.jpg (92.48 KiB) Viewed 18066 times
image_3.jpg
Innra bretti
image_3.jpg (86.9 KiB) Viewed 18066 times
image_4.jpg
Gott að nota símann til að geta lesið á spíssinn....miðaldra!!!
image_4.jpg (132.36 KiB) Viewed 18066 times
image_5.jpg
Handbremsan komin, lengt með 6mm tein og festing færð
image_5.jpg (84 KiB) Viewed 18066 times
image_6.jpg
Fornleifafræðingar gætu ekki getið sér til um hvernig þessi hlíf ætti að vera
image_6.jpg (169.08 KiB) Viewed 18066 times
image_7.jpg
Drullusokkafesting
image_7.jpg (128.78 KiB) Viewed 18066 times
image_8.jpg
Kannski betra að sjóða þetta.....
image_8.jpg (104.97 KiB) Viewed 18066 times
image_9.jpg
Nýjar slöngur og rör
image_9.jpg (162.62 KiB) Viewed 18066 times
image_10.jpg
Búin til festing fyrir hitahlíf
image_10.jpg (87.33 KiB) Viewed 18066 times
image_12.jpg
Drullutjakkadæmi
image_12.jpg (160.24 KiB) Viewed 18066 times
image_13.jpg
Þetta skúmaskot tók á sálartetrið
image_13.jpg (90.85 KiB) Viewed 18066 times
image_14.jpg
Þarf að sparsla dáldið
image_14.jpg (81.12 KiB) Viewed 18066 times
image_15.jpg
Smári í Skerpu lengdi skaftið
image_15.jpg (85.13 KiB) Viewed 18066 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 29.apr 2022, 15:23

Fékk símtal í gær frá Kletti um að Goodyear 42 tommu væru komin í takmörkuðu magni. Litla hjartað tók kipp þar sem ég var búinn að kaupa 40 tommu toyo. Nesdekk var svo gott að taka við toyodekkjunum og endurgreiða þau svo nú er aldeilis mórallinn í hæðstu hæðum.
Viðhengi
62909CFF-2194-44E9-AA38-9CB5820041A8.jpeg
Bara gleði!!!
62909CFF-2194-44E9-AA38-9CB5820041A8.jpeg (4.68 MiB) Viewed 17979 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá hobo » 30.apr 2022, 10:05

Gaman að fylgjast með þessu :)

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Postfrá muggur » 06.maí 2022, 07:40

Brettakanntar, trebbi, sparsl og lakk hafa átt hug minn allan síðustu daga. Get ekki sagt að ég hafi gaman af svona vinnu. Þetta ásamt því að sjóða í body er það leiðinlegasta sem ég geri. Þessvegna ber ég mikla virðingu fyrir þeim sem vinna við þetta og skil ennþá betur en áður hversvegna svona vinna er tímafrek og kostnaðarsöm.

Hef tekið þá stefnu að setja standardinn á “fjarskafallegt” enda er þetta jeppi og verður notaður sem slíkur. Ég neita samt að “gefast upp” og fara í raptor. Þannig að málingarvinnan er svona bílskúramálun með frekar takmarkaðri getu og minni hæfileikum.
Viðhengi
240D75C3-3287-48B1-B24B-25FF92BDEAC9.jpeg
Trebbi
240D75C3-3287-48B1-B24B-25FF92BDEAC9.jpeg (3.54 MiB) Viewed 17679 times
0831920E-8A90-4548-9E74-D400B2931156.jpeg
Sparsl
0831920E-8A90-4548-9E74-D400B2931156.jpeg (2.69 MiB) Viewed 17679 times
2002A623-F639-4658-AED6-51558F546603.jpeg
Dexter
2002A623-F639-4658-AED6-51558F546603.jpeg (3.94 MiB) Viewed 17679 times
BE51A91F-F3B4-46FE-B9AE-3C7446D7BE0B.jpeg
Eiginlega komið
BE51A91F-F3B4-46FE-B9AE-3C7446D7BE0B.jpeg (3.95 MiB) Viewed 17679 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir