Econoline E350 - sjálfskiptingarskipti (C6)

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
jonket
Innlegg: 8
Skráður: 21.jún 2014, 17:49
Fullt nafn: Jón Ketilsson

Econoline E350 - sjálfskiptingarskipti (C6)

Postfrá jonket » 21.jún 2014, 19:49

Econoline E350 árgerð '79 dísel með framdrifi. C6 sjáfskipting farin.

Er hægt að nota sjálfskiptingu úr afturhjóladrifnum bíl? Ef svo er, er mikil vinna að koma því saman.

Eða er nóg að taka aftasta hlutann af og setja millistykkið í staðinn?

Virðist vera millistykki smíðað hér á landi á milli skiptingar og millikassa.

Kveðja, Jón
Síðast breytt af jonket þann 21.jún 2014, 20:41, breytt 1 sinni samtals.


Jón Ketilsson S. 8662773

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Econoline E350 - sjálfskiptingarskipti (C6)

Postfrá jeepcj7 » 21.jún 2014, 20:18

Það er hægt að smella millikassa beint aftaná skiptinguna þó hún komi úr fólksbíl eina spurningin er hvað öxullinn afturúr skiptingu er langur.
Ef ég man rétt er hann oftast ca.30 cm í fólksbílaskiptingu en ca.22 cm og ca.14 cm úr jeppaskiptingum.
Mörgum linerum var breytt þannig að afturdrifsskiptingin var notuð og bara smíðað langt milli stykki oftast úr röri en ef þú ert með jeppaskiptingu þá er millistykkið steypt.
Ef þú ferð í að nota lengra eða styttra millistykki lendirðu síðan í drifskafta veseni. ;O)
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
jonket
Innlegg: 8
Skráður: 21.jún 2014, 17:49
Fullt nafn: Jón Ketilsson

Re: Econoline E350 - sjálfskiptingarskipti (C6)

Postfrá jonket » 21.jún 2014, 20:39

Takk fyrir skjótt svar.

Þessi bíll er með C6 skiptingu og millikassa (sennilega Íslandsgert millistykki). Skiptingin er farin.

Spurningin er hvort það sé mikð mál að skipta út skiptingunni með C6 úr bara afturdrifsbíl.

Það er að segja t.d. að skipta út öxli á skiptingunni. Þarf að tæta alla skiptinguna eða er þetta lítil aðgerð?

Finnst öxullinn vera stytrri en á afturdrifsskiptingunni.

Kveðja, Jón
Jón Ketilsson S. 8662773


juddi
Innlegg: 1247
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Econoline E350 - sjálfskiptingarskipti (C6)

Postfrá juddi » 21.jún 2014, 21:03

Öllum lýkindum er afturdrifs skipting í bílnum annars er bara að mæla lengdina á millistykkinu
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Econoline E350 - sjálfskiptingarskipti (C6)

Postfrá jeepcj7 » 22.jún 2014, 12:18

Það þarf að tæta alla skiptinguna til að skipta um öxulinn afturúr hann fer síðastur úr.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur