Afl missir í LC 90 common rail???

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Konni Gylfa
Innlegg: 70
Skráður: 08.maí 2013, 23:26
Fullt nafn: Konráð Gylfason

Afl missir í LC 90 common rail???

Postfrá Konni Gylfa » 14.apr 2014, 11:35

Sælir snillingar. Vona að þetta sé réttur staður fyrir mann sem ekkert vit hefur á bílum til að spyrja ráða. Þannig er mál með vexti að ég á LC 90 common rail 2002. Hann fór að missa afl á keyrslu annað slagið (sérstaklega þegar gefið var inn) og svo varð þetta viðvarandi og vélarljósið fór að kvikna (save mode). Lét tölvulesa hann og þar var villa á olíudæluna(kerfið) sagt að það væri villa sem gæti svosem verið út af hverju sem er í olíukerfinu. Skipt var um hráolíusíu til að byrja með og sett orginal sía og sía í háþrýstidælunni hreinsuð upp. Eftir að það var gert þá virkaði bíllinn bara eðlilega, ég keyrði einhverja 30km og þá kom þetta fyrir í ca 5 sek og svo allt í lagi og eftir næstu 30km kom þetta aftur inn en bara svipaðann tíma, svo var bíllinn búinn að standa í rúman sólarhring og þegar ég set í gang þá er hann bara kominn aftur í save mode og allt orðið eins aftur. nú hef ég heirt talað um að þetta getir verið ventill í olíudælu,spíssar,verkið,mikil laus óhreinindi í kerfinu,túrbína og fl. Hafið þið einhverja þekkingu á þessu? öll hjálp vel þegin.

Kv Konni Gylfa



User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Afl missir í LC 90 common rail???

Postfrá svarti sambo » 14.apr 2014, 12:48

Ég svo sem þekki ekki þessa tilteknu vél, en það ætti að vera mótþrýstiloki (þrýstistillir) á common rail rörinu sem heldur uppi ákveðnum þrýsting að spíssum og það er spurning hvort að hann sé ekki að hrekkja þig. Hef heyrt að hann þoli bara ákveðið oft að opnast og svo sé sætið ónýtt í honum í þessum common rail vélum. Mér finnst þetta líklegt miðað við þessa lýsingu hjá þér.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
Konni Gylfa
Innlegg: 70
Skráður: 08.maí 2013, 23:26
Fullt nafn: Konráð Gylfason

Re: Afl missir í LC 90 common rail???

Postfrá Konni Gylfa » 14.apr 2014, 22:56

Takk fyrir þetta. vona að þetta sé ekki eitthvað sem kostar hundruði þúsunda en það kemur í ljós. Finnst samt skrítið að þetta skildi virka eftir síuskiptin í einhvern x tíma en byrja svo aftur. en toyota taka bílinn á þriðjudag og vonandi kemur eitthvað í ljós þá.


Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Re: Afl missir í LC 90 common rail???

Postfrá Svopni » 14.apr 2014, 23:43

Það eru 2 ventlar á verkinu og í þá koma rafmagnsplögg. Annar er grænn og hinn rauður. Kosta um 38.000kr í umboðinu sem sett. Mæli með að tala við umboðið eða Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur varðandi greiningu. En án ábyrgðar þá hljómar þetta eins og þeir gætu verið orsökin.


solider
Innlegg: 158
Skráður: 03.apr 2010, 20:49
Fullt nafn: Steinar Valur Steinarsson

Re: Afl missir í LC 90 common rail???

Postfrá solider » 18.jún 2017, 19:37

Kom einhver niðurstaða í þetta mál á sínum tíma?
Er nefnilega að lenda í nákvæmlega sama máli með bílinn hjá föður mínum.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 17 gestir