Einhverntíman hefur verið skorið úr gólfunum hjá mér fyrir 38" breytingu og hnoðaðar plötur og kíttað með. Þetta finnst mér óttalegt fúsk.
..Venjulega hefur maður séð plötur soðnar í götin og kíttað einnig yfir.
Þetta heldur illa vatni hjá mér og þarf ég að fara í þetta mál.
En svo hugsar maður með sér hve slæmt er að hafa þetta svona hnoðað? Vinnan er mikið léttari og engin eldhætta, svo ætti þetta að vera alveg þétt ef maður vandar sig aðeins.
Hvað finnst mönnum um þetta?
Skorið úr gólfi fyrir stærri dekk.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Skorið úr gólfi fyrir stærri dekk.
Það eru örugglega margir með sterkar skoðanir á þessu eins og alltaf að það sé engin viðgerð og bara fúsk að hnoða en það eru nú heilu bílarnir samsettir eingöngu með hnoðum/kítti þannig að mín skoðun er að ef það er sæmilega gert er alls ekki verra að hnoða og kítta.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 63
- Skráður: 13.okt 2011, 21:07
- Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
- Bíltegund: Pajero
- Staðsetning: Reykhólar
Re: Skorið úr gólfi fyrir stærri dekk.
jeepcj7 wrote:Það eru örugglega margir með sterkar skoðanir á þessu eins og alltaf að það sé engin viðgerð og bara fúsk að hnoða en það eru nú heilu bílarnir samsettir eingöngu með hnoðum/kítti þannig að mín skoðun er að ef það er sæmilega gert er alls ekki verra að hnoða og kítta.
ég hef aldrei séð bíl sem hefur verið settur saman með hnoðum og kítti en ég hef oft heirt menn segja þetta
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Skorið úr gólfi fyrir stærri dekk.
Játi wrote:jeepcj7 wrote:Það eru örugglega margir með sterkar skoðanir á þessu eins og alltaf að það sé engin viðgerð og bara fúsk að hnoða en það eru nú heilu bílarnir samsettir eingöngu með hnoðum/kítti þannig að mín skoðun er að ef það er sæmilega gert er alls ekki verra að hnoða og kítta.
ég hef aldrei séð bíl sem hefur verið settur saman með hnoðum og kítti en ég hef oft heirt menn segja þetta
Gamli LandRoverinn var mikið hnoðaður saman, allavega ytra byrðið.
Re: Skorið úr gólfi fyrir stærri dekk.
Daginn
Ég hef reyndar velt þessu fyrir mér líka en þú ert tæplega með sama styrk í hnoði eins og suðu og spurning hvað gerist þegar bodýið fer að ganga til, hvort það haldi styrknum. Svo er líka spurning hvað gerist í sambandi við ryðmyndun.
Ætli svarið liggi ekki í því að ef þetta er gert faglega er þetta sjálfsagt ekkert verra allavega sumsstaðar en það á væntanlega líka við um rafsuðuna ef hún er ekki faglega unnin væri kannski betra heima setið en af stað farið.
Kv Jón Garðar
Ég hef reyndar velt þessu fyrir mér líka en þú ert tæplega með sama styrk í hnoði eins og suðu og spurning hvað gerist þegar bodýið fer að ganga til, hvort það haldi styrknum. Svo er líka spurning hvað gerist í sambandi við ryðmyndun.
Ætli svarið liggi ekki í því að ef þetta er gert faglega er þetta sjálfsagt ekkert verra allavega sumsstaðar en það á væntanlega líka við um rafsuðuna ef hún er ekki faglega unnin væri kannski betra heima setið en af stað farið.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Skorið úr gólfi fyrir stærri dekk.
Land Rover er já gott dæmi um samsetningu með hnoðum og svo ef það er skoðað að þá eru bílgrindur settar saman með hnoðum og flest fest á þær þannig einkum og sér í lagi ef álag er mikið.
Venjan er líka við bílaframleiðslu að punkta bara og líma og suðupunkturinn er hann svo mikið sterkari en hnoðið ?
Venjan er líka við bílaframleiðslu að punkta bara og líma og suðupunkturinn er hann svo mikið sterkari en hnoðið ?
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Skorið úr gólfi fyrir stærri dekk.
reif einu sinni gamlan willys sem var með álboddy,þar td voru plötur límdar saman og nokkur hnoð og jésus minn hvað þetta var fast saman bara á kíttinu eftir að ég boraði hnoðin út..endaði með hamar og meitil til að ná þessu í sundur. bara svona sem dæmi..veit ekki hvernig kítti eða boddý lím þetta var.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Skorið úr gólfi fyrir stærri dekk.
VW og Audi eru að stóru leiti kíttaðir saman. Það heldur mikið betur en nokkur suða, miklu stærri flötur sem hangir saman og þolir smá hreyfingu án þess að eitthvað brotni.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Skorið úr gólfi fyrir stærri dekk.
Já ég er farinn að hallast að því að skoða þennan möguleika þegar ég fer í að opna þetta, sem verður líklega fyrir sumarið.
-
- Innlegg: 56
- Skráður: 05.apr 2010, 10:27
- Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Skorið úr gólfi fyrir stærri dekk.
Landróver, Boeing og Airbus. Er þetta ekki allt hnoðað?
Re: Skorið úr gólfi fyrir stærri dekk.
Re: Skorið úr gólfi fyrir stærri dekk.
Nýr pósturfrá ssjo » Í dag, 20:27
Landróver, Boeing og Airbus. Er þetta ekki allt hnoðað?
Og kíttað.
Nýr pósturfrá ssjo » Í dag, 20:27
Landróver, Boeing og Airbus. Er þetta ekki allt hnoðað?
Og kíttað.
-
- Innlegg: 222
- Skráður: 29.mar 2012, 19:14
- Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
- Bíltegund: Land Cruiser 70
Re: Skorið úr gólfi fyrir stærri dekk.
ssjo wrote:Landróver, Boeing og Airbus. Er þetta ekki allt hnoðað?
júbb, allar flugvélar eru meira og minna hnoðaðar saman.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur